Morgunblaðið - 22.03.2001, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 22.03.2001, Blaðsíða 36
VIÐ erum stödd í gömlu iðnaðar- húsnæði í Schöneweide í austur- hluta Berlínarborgar. Byggingin hefur, líkt og svo margar bygg- ingar af þessum toga, verið lögð undir menningarstarfsemi. Við göngum inn þröngan gang á ann- arri hæðinni þar sem ólíkir lista- menn eru með vinnustofur. Þegar dyr á miðjum ganginum eru opn- aðar blasir við herbergi fullt af ís- lenskri náttúru. Málarinn setur þýsku trélistana á gólfið, fárast yf- ir því að þetta séu ekki sömu gæð- in og heima hjá Byko, og byrjar að setja saman síðasta rammann fyrir sýninguna sem er í vændum. Tolli er maður sem gerir gjarnan fleira en eitt í einu og því eru penslarnir dregnir fram um leið og upptöku- tækið er látið „rúlla“ líkt og meist- arinn hefði orðað það sjálfur. Ég byrja á því að spyrja hann hvernig andrúmsloftið hafi verið í Berlín þegar hann bjó þar fyrir fall múrs- ins. „Það var mikið ævintýri að vera hér 1983-85. Síðasti spenn- uhnykkur kalda stríðsins er í al- gleymingi, það er verið að setja upp eldflaugakerfi í Þýskalandi og Rússarnir hafa einsett sér að halda í við andstæðinginn. Það er mikil andúð gegn þessum aðgerð- um meðal ýmissa andspyrnuhópa í Evrópu. Þetta andrúmsloft mótar þennan tíma og við erum að heyra slagorð á borð við „Kynslóð án framtíðar“. Pönkið er komið fram, nýbylgjan í músíkinni á fullu, nýja málverkið búið að hleypa heim- dragann og ég orðinn „nýjamál- verks-maður“. Berlín var vagga nýja málverksins þýska og ég það heppinn að lenda hjá prófessor sem nefndur hefur verið faðir hinna svonefndu „Ungu villtu“. Þessir ungu listamenn voru allir nemendur prófessorsins, Karls Horst Hödicke, og höfðu mikil áhrif hér og norður í Skandinavíu. Þar sem að listir snúast öðrum þræði líka um goðsagnir þá gekk ég inn í heim sem var goðsagna- veröld í mínum samtíma. Það gaf manni alveg rosalega mikinn kraft og það má segja að þessi tími hafi á margan hátt gert mig að þeim málara sem ég er. Ég vann auðvit- að út frá mínum eigin forsendum, mínum eigin bakgrunni, og nýtti mér lífshlaup mitt sem aflgjafa í því sem ég er að gera. Ég er ekki viss um að ég hefði fengið þessa vitrun ef ég hefði ekki komið hing- að til Berlínar. Það má sjá þetta sem stökk þar sem það þótti ganga sjálfsmorði næst að fara að mála íslenska náttúru á Íslandi á þess- um tíma og ég er líklegast sá, af minni kynslóð, sem ruddi leiðina í því. Þeir eru ansi margir í dag sem hafa gert hana að viðfangsefni.“ Uppgötvaði Skagafjörðinn í Berlín Ég spyr Tolla, sem nú er með pensilinn neðarlega í fjallshlíðinni, hvernig hafi verið að mála íslenska náttúru í Berlín á þessum árum. „Heima á Íslandi þegar ég byrjaði að mála reyndi ég að hanga í boð- skaparkenndri veröld sem ég skynjaði að menn voru að vinna í erlendis, t.d. tákngerðum myndum af náttúrunni. Sem ungur málari kemurðu oft inn á sviðið í ein- hverri tískubylgju. Síðan er það bara spurning hvernig þú finnur þinn sjálfstæða farveg. Það gerði ég þegar ég kom hingað út. Við mér blasti við auður strigi og ég sagði við sjálfan mig: „Ókei, hvað ætlarðu að gera?“ Ég byrjaði að mála veröld sem ég hafði upplifað sem sjómaður í fjölda ára áður en ég byrjaði í Myndlista- og hand- íðaskólanum, og raunar var ég sjó- maður með náminu líka. Þann tíma sem ég var farandverkamaður á Íslandi hef ég oft kallað háskóla- árin. Ég sankaði að mér reynslu og þekkingu landsbyggðarinnar, og varð fyrir miklum áhrifum af náttúrunni. Veiðimannasamfélagið á Íslandi er sjóður sem ég hef sótt mikið í í minni myndlist. Þegar ég sýndi þessi verk hérna úti var við- fangsefnið á engan hátt framandi. Það var alveg pláss fyrir þetta, ég hafði að vísu mína sérstöðu en var samt hluti af stærri heild. Það var helst heima á Íslandi sem þetta þótti framandi og eitt sinn var ég spurður: „Af hverju ferðu til Berl- ínar og ert síðan að mála Skaga- fjörðinn?“ En maður þurfti ein- faldlega að fara til Berlínar til þess að uppgötva Skagafjörðinn.“ Tolli stígur nokkur skref aftur- ábak til að virða myndina fyrir sér og ég spyr hann nánar út í muninn á Berlín þá og nú. „Á sínum tíma bjó ég í (hverfinu) Charlottenburg en Kreuzberg var að sjálfsögðu geggjaður suðupunktur. Berlín er þá innilokuð eyja og Kreuzberg nafli alheimsins fyrir róttæka inn- vígða. Það þótti alveg gríðarlega svalt að búa þar, þetta var mið- punktur tónlistar- og myndlistar- lífs, og það var mikil harka í bar- áttu hústökufólks og pönkara við kerfið. Þetta var alveg upp á líf og dauða, og var hluti af pólitískri heimsmynd sem þá var til staðar. Í dag er þetta orðið þannig að menn vita ekki lengur hvers vegna þeir eru að berjast við lögregluna 1. maí. Mér fannst alveg frábært að flytja hingað aftur fimmtán árum síðar. Þetta er að sjálfsögðu allt önnur borg. Þegar ég kem hingað síðastliðið vor var ég ennþá með þennan múr í höfðinu á mér í sambandi við Berlín, og það tók mig smá tíma að losna við hann. Það er mikill kraftur í borginni, mikil deigla og greinilega heilmik- ið sem er að springa út hérna ennþá. Berlín á eftir að verða al- veg dúndur-borg og höfuðborg Evrópu þegar fram líða stundir. Samt er erfitt að sjá fyrir sér að Berlín fari fram úr London sem hefur mikla sérstöðu. Það er sterkt karma yfir þeirri borg sem verður ekki svo auðveldlega yf- irskriðið, en Berlín er samt á leið- inni með að verða mikill miðpunkt- ur.“ „Málverkið mun aldrei deyja“ Málarinn dýfir penslinum í ol- íulitina og ég spyr hann út stöðuna í listageiranum í Berlín. „Það kem- ur mér á óvart að það skuli vera sama liðið sem á senuna í mynd- listinni og þegar ég var hérna ’84. Þeir halda áunnum landvinningum. Stærri söfnin eru að vísu farin að beina athyglinni að öðrum hlutum en málverkinu. Samt segi ég nú alltaf að málverkið muni aldrei deyja, það er brunnur listarinnar. Það skiptir engu þótt við séum komin ljósár fram í víðáttu al- heimsins, málverkið mun alltaf fylgja manninum. Ég sé fyrir mér apann í kvikmyndinni Space Odyssey 2001 (eftir Stanley Ku- brick) með pensil,“ segir Tolli og setur sig í stellingar apans. „Ann- ars verð að segja þér alveg eins og er, ég nota allan minn tíma í að mála. Ég hef sáralítið legið í gall- eríunum þótt ég hafi tekið nokkrar rispur niðri í Mitte. Þetta er bara svo harður skóli og mikil vinna. Ég hef þurft að fara mikið heim til Ís- lands þar sem ég hef líka verið að vinna. Ég þarf á öllum mínum tíma að halda til að vinna fyrir þær sýn- ingar sem eru framundan. Það er að vísu gríðarlega gefandi að fara á sýningar og maður þyrfti að gera meira af því. Ég hef þurft að bæta mér það upp á annan hátt. Ég end- urnýja þrek mitt t.d. með því að æfa kung-fu hjá meistara nokkrum í Kreuzberg. Ég var andíþrótta- maður fram eftir árum. Mér fannst íþróttamenn fínir til að drekka brennivín með, þetta voru miklir stuðboltar, en sjálfur fór ég ekki að iðka íþróttir fyrr en um þrítugt þegar ég fékk áhuga á sjálfsvarn- arlistum af austrænum toga. Ég byrjaði að æfa karate með Gerplu og síðan hef ég verið viðloðandi þessar sjálfsvarnarlistir allar göt- ur síðan. Sjálfsvarnarlistin skilar sér beint í pensilinn. Það að leggja inn á harða diskinn með því að æfa svona skilar sér í getu þinni til að mála. Sjálfsvarnarlistin er náskyld öðrum listum, ekki síst málverk- inu. Athöfn, taktur, einbeiting, hreyfilist. Að standa við trönurnar með pensilinn er einbeitingarvinna sem þú vinnur með andanum, lík- amanum, höndinni.“ Ég spyr Tolla hvernig sé að mála íslenska náttúru þegar mað- ur er búsettur í þýskri stórborg. „Ég held að það sé gott að hafa frelsi frá raunveruleikanum þegar maður er að mála. Ég læt mál- verkið ráða ferðinni. Ég legg af stað með abstrakt litapælingar í huganum. Þegar þetta er farið að taka á sig mynd spretta fram til- finningar úr minninu: „Já, þarna hef ég verið, ég þekki þetta!“ Þótt myndirnar séu mjög abstrakt verð ég að hafa tilfinningalegar for- sendur, vera í tengslum við verkið. Ég get ekki málað myndir nema að ég sé svolítið tendraður á því.“ Listin dregin inn í kaupmangarahöllina Á ferli sínum hefur Tolli lagt talsverða áherslu á að ná til breiðari hóps með því að sýna mál- verk sín utan hefðbundinna gall- ería. Ég spurði hann um hug- myndina á bak við þessa stefnu. „Ég man eftir slagorði úr rauða kverinu: „Lofið þúsund blómum að spretta!“ Í þeim skóla sem ég er alinn upp í, sem er auðvitað vinstri kanturinn, voru uppi hugmyndir um að list og menntun ætti að vera aðgengileg öllum. Í dag er þetta ekki lengur vinstrisinnuð krafa heldur einfaldlega skynsemiskrafa, heilbrigð skynsemi. Strax í leik- skóla eiga listir og sköpun að vera eðlilegir hlutir í uppeldi barna. Listir eiga að fylgja okkur alla leið til grafar, og jarðarförin er auðvit- að ekkert annað en stórkostlegt listaverk. Listir hafa tilhneigingu til að takmarkast við afmarkaða hópa, og menn tala oft um snobb í því sambandi. Það er vissulega rétt og þessi tilhneiging er í góðu lagi. En það er líka allt í lagi að brjóta upp hefðbundnar sýningaraðferðir og færa listina inn á önnur mark- aðstorg þar sem fólk hittist og sést. Ég hef gert það markvisst og yf- irvegað. Ég sýndi í Kringlunni á sínum tíma sem mörgum þótti ekki gott þar sem þetta væri menning- arfjandsamlegt umhverfi. Kringlan er auðvitað háborg kapítalismans, táknræn fyrir demóninn. Vinstri kanturinn, sem hefur verið ráðandi í menningarumræðunni, hefur haft tilhneigingu til að dæma hluti rétta eða ranga, og gefa hegðun „Listir eiga að fylgja okkur alla leið“ Bubbi Morthens lék fyrir gesti við opnun myndlistarsýningar Tolla á SORAT-hótelinu í Berlín. Málarinn hefur lokið við að setja saman síðasta rammann. Eftir fimmtán ára fjar- veru er Tolli aftur bú- settur í Berlín. Á dög- unum var opnuð sýning á verkum málarans á SORAT-hótelinu sem ber yfirskriftina „Ljósið á hjara veraldar“. Þetta er fyrri sýningin af tveimur sem hann held- ur áður en snúið er aftur til Íslands. Davíð Krist- insson ræddi við Tolla á vinnustofu hans í Berlín. LISTIR 36 FIMMTUDAGUR 22. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.