Morgunblaðið - 22.03.2001, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 22.03.2001, Blaðsíða 24
ÚR VERINU 24 FIMMTUDAGUR 22. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ Gagnasafn Morgunblaðsins nýtist öllum sem þurfa að afla heimilda og fróðleiks í starfi, námi og leik. Í gagnasafni Morgunblaðsins er að finna fréttir og greinar Morgunblaðsins frá árinu 1987 fram á þennan dag. Greinar, fréttir, viðtöl eða um- fjöllun er auðvelt að finna, hvert sem viðfangsefnið er og fylgja myndir, kort og gröf með. Kynntu þér gagnasafnið á mbl.is eða hringdu í síma 569-1122 og fáðu nánari upp- lýsingar. gagnasafn morgunblaðsins á mbl.is „ Í verkefnavinnu tengdu náminu nýti ég mér gríðarlegt magn upplýsinga sem er að finna í gagnasafninu og kaupi greinarnar í lausasölu þegar mér hentar.“ FISKAFLI landsmanna síðastliðinn febrúarmánuð var samtals um 297.586 tonn, samkvæmt tölum Hag- stofu Íslands. Fiskaflinn í febrúar- mánuði árið 2000 var nokkuð meiri eða 382.341 tonn. Munar þar mestu um samdrátt í loðnuafla, en hann fór úr 341.592 tonnum í febrúarmánuði árið 2000 í 253.872 tonn síðastliðinn febrúarmánuð. Botnfiskaflinn síðastliðinn febr- úarmánuð var 41.384 tonn sem er aukning um 3.680 tonn miðað við febrúarmánuð 2000, er hann var 37.704 tonn. Af þessari aukningu munar einna mest um aukningu í veiðum á þorski, um 1.208 tonn. Skel- og krabbadýraaflinn síðast- liðinn febrúarmánuð nam 2.133 tonn- um sem er nokkru minni afli en í febrúarmánuði árið 2000. Heildaraflinn það sem af er árinu er 458.567 tonn sem er mun minna en veiðst hafði á sama tíma í fyrra, þegar veiðst höfðu 589.567 tonn. Samdrátturinn er aðallega í loðnu- veiðum en þær drógust saman um 125.000 tonn í janúar og febrúar 2001 frá sama tímabili árið 2000. Botnfisk- afli sem og skel- og krabbadýraafli dróst einnig lítillega saman milli ára.           34 5   ) 6 5      5    5    -     0  5             Minni afli í febrúar GÓÐ loðnuveiði var við Vestmanna- eyjar í gær og mörg skip á miðunum. Sumir fengu fullfermi í fáum köstum og meðal annars var löndunarbið hjá Ísfélagi Vestmannaeyja. Sigurður VE landaði 1.300 tonnum í Eyjum í gær en síðan var byrjað að landa úr Tunu sem var með 900 tonn. Antares var með 1.000 tonn og Harpa VE 900 tonn og gerði Jón Ólafur Svansson, framleiðslustjóri hjá Ísfélaginu, ráð fyrir að löndun úr þessum skipum lyki fyrir hádegi í dag. „Þótt hrogn séu í þessu fer þetta allt í bræðslu,“ sagði hann. Að sögn Eyjólfs Guðjónssonar, skipstjóra á Gullbergi VE, var ágætis veiði milli lands og Eyja í gær en hann fékk 200 tonn í fyrsta kasti. „Þeir sem gátu kastað beint í lóðn- inguna meðan hún var og hét fengu upp í 500 tonn í kasti. Þetta er óhrygnd loðna og við keppumst við að bjarga þjóðarskútunni, eins og landsfeðurnir segja, en það væri betra að þeir myndu oftar eftir okkur nema rétt á meðan það er verkfall.“ Örn KE fyllti sig í þremur köstum, fékk tvö 400 tonna köst og gerir ráð fyrir að landa rúmlega 1.000 tonnum í bræðslu á Djúpavogi árla í dag. „Þetta er sæmileg loðna en hún á ekki mikið eftir,“ segir Helgi Her- mannsson stýrimaður og bætir við að töluvert sé af hrognum í henni. Víkingur AK var kominn með 650 tonn þegar nótin rifnaði en Sveinn Ís- aksson skipstjóri tekur undir með öðrum og segir að veiðin sé góð. Veislan yfirstaðin Lárus Grímsson, skipstjóri á Sunnubergi NS, segir hins vegar að veiði hafi verið treg þegar líða tók á daginn en hann segist ekkert hafa fengið í fyrsta kasti. Hann hafi byrj- að við Dyrhólaey og þar hafi verið gott síli í fyrrinótt en síðan hafi það gufað upp í gær og því hafi hann haldið vestar. Hann segir að þröng hafi verið á þingi á litlum bletti við Eyjar, því torfan hafi ekki verið fyrir meira en tvær nætur, og erfitt að eiga við þetta. „Sumir hafa fengið ágæt köst hérna en lóðningin er lítil og veislan er yfirstaðin. Við erum að lemja á síð- ustu sílin en þetta fer í bræðslu og er verðlaust. En við lemjum á þessu meðan stætt er enda allir af vilja gerðir til að bjarga þjóðarbúinu og nú skal verða tekið á því. Við gerum okkar besta en getum ekki meir.“ Morgunblaðið/Sigurgeir Góð loðnuveiði var rétt norðan við Vestmannaeyjar í gær og mörg skip á miðunum en löndunarbið var í Eyjum. „Við lemjum á þessu meðan stætt er“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.