Morgunblaðið - 22.03.2001, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 22.03.2001, Blaðsíða 48
UMRÆÐAN 48 FIMMTUDAGUR 22. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ TILEFNI greinar þessarar er sú umræða sem verið hefur í fjöl- miðlum og Alþingi vegna dóms Héraðsdóms Reykjavíkur upp- kveðins 9. mars sl. þar sem ákærð- ur maður var sýknaður af kynferð- isbroti gagnvart stjúpdóttur sinni. Umræða um dóm þennan hefur verið með ólíkindum í fjölmiðlum nánast frá þeim degi sem hann var kveðinn upp. Hafa stór orð fallið og menn hver í kapp við annan lýst hneykslun sinni á niðurstöðu dómsins og jafnvel ýjað að því að einhvers konar annarleg sjónarmið dómaranna hafi ráðið niðurstöð- unni eins og fram kemur í viðtali við réttargæslumann brotaþola í málinu í Morgunblaðinu hinn 15. mars sl. og í ræðum einstakra þingmanna í umræðum á þingi. Umræðan um mál þetta hefur snú- ið á haus. Til að lesendur geti áttað sig á um hvað málið snýst er nauðsyn- legt að rekja staðreyndir sem skipta hér máli. Lögreglan í Reykjavík, sem hafði með rann- sókn málsins að gera, fór þess á leit við Héraðsdóm Reykjavíkur að skýrsla yrði tekin af stúlkunni vegna gruns um brot ákærða gegn henni. Var það gert í samræmi við ákvæði laga um meðferð opinberra mála. Var boðað til skýrslutöku sem tekin skyldi í sérútbúnu her- bergi dómsins til þess að yfirheyra börn. Tæpum þremur tímum áður en skýrslutakan skyldi fara fram mótmælti réttargæslumaður stúlk- unnar því að hún færi fram í dóm- húsinu og krafðist þess að hún færi fram í Barnahúsi. Þessu var hafnað af héraðsdómara og sá úr- skurður staðfestur í dómi Hæsta- réttar. Þrátt fyrir niðurstöðu Hæstaréttar var neitað að koma með stúlkuna fyrir dóm. Það hefur ekkert verið reynt að leyna því að frumkvæði að því kom ekki frá foreldrum barnsins heldur frá réttargæslumanni þess, barna- verndaryfirvöldum og einhverjum „óháðum“ sérfræðingi. Tekin var síðan skýrsla af stúlkunni í Barna- húsi án þess að dómari, verjandi ákærða eða fulltrúi ákæruvaldsins væri viðstaddur og var framburður hennar tekinn upp á myndband sem síðan var lagt fram í dóm- inum. Því næst var málið flutt án þess að tekin væri skýrsla af stúlkunni fyrir dómi og dómur síð- an kveðinn upp stuttu seinna af fjölskipuðum dómi þar sem ákærði var sýknaður. Með hliðsjón af þessum stað- reyndum, þ.e. að ekki var tekin skýrsla af barninu fyrir dómi, gat ekki orðið um sakfellingu að ræða, sbr. þá meginreglu að dómur skuli reistur á sönnunargögnum sem færð eru fram við meðferð máls fyrir dómi. Hugsanlegt hefði verið að vísa málinu frá dómi þar sem rannsókn þess hafi verið ófull- nægjandi. Þetta er öllum löglærð- um mönnum ljóst og þar með væntanlega réttargæslumanni stúlkunnar. Hefði Héraðsdómur Reykjavíkur sakfellt ákærða hefði það verið í andstöðu við skýrar meginreglur laga um meðferð op- inberra mála en rétt er að benda á að dómurum ber að dæma eftir lögum þó að margir virðist halda annað. Það er því sorglegt að lesa og heyra ummæli fólks í fjölmiðl- um og jafnvel á Alþingi um ann- arleg sjónarmið dómaranna og að þeir hafi ekki gætt hagsmuna barnsins. Með því að hunsa niðurstöðu Hæstaréttar og koma þar með hugsanlega í veg fyrir að sekur maður yrði sakfelldur var verið að fórna ákveðnum hagsmunum barnsins og samfélagsins alls. Hagsmunir brotaþola almennt eru að brotamanni verði refsað auk þess að eiga bótarétt á hendur honum. Sakamál eru hins vegar ekki einkamál brotaþola og að- standenda þeirra heldur eru þeir hagsmunir samfélagsins í húfi að sekir menn sæti refsiábyrgð. Þá spyr maður sig hvers vegna var neitað að stúlkan kæmi í skýrslutöku í hinu sérútbúna her- bergi í Héraðsdómi Reykjavíkur þrátt fyrir dóm Hæstaréttar og hagsmunum stúlkunnar hugsan- lega þar með fórnað? Hvaða ástæður lágu að baki þeirri ákvörðun? Get- ur verið að hagsmun- um stúlkunnar hafi verið fórnað í baráttu þeirra aðila og hópa sem vilja breytta lög- gjöf um skýrslutöku barna fyrir dómi þann- ig að hún fari alltaf fram í Barnahúsi? Það er mjög auðvelt að draga þá ályktun með hliðsjón af framan- greindum staðreynd- um málsins. Héraðs- dómi var af réttar- gæslumanni stúlk- unnar tilkynnt ákvörðun um að hún myndi ekki mæta fyrir dóm og það væri samkvæmt ráðgjöf barnaverndaryfirvalda og „óháðs“ sérfræðings auk þess sem það væri að mati réttargæslumannsins í samræmi við tilgang laga um meðferð opinberra mála. Og þetta gerðist eftir að dómur Hæstarétt- ar féll um að skýrslutakan skyldi fara fram í Héraðsdómi Reykja- víkur. Það er því augljóst að ákvörðun þessi var tekin að frum- kvæði annarra en foreldra eða for- ráðamanna stúlkunnar og án þess að þeir hefðu kynnt sér á því tíma- marki aðstæður í Héraðsdómi Reykjavíkur. Fólki er alveg frjálst að hafa þá skoðun að skýrslutökur af börnum eigi að fara fram í Barnahúsi og berjast fyrir henni. Það er hins vegar ekki sama hvaða aðferðir eru viðhafðar í þeirri baráttu. Það er að mínu mati gersamlega óþol- andi að hagsmunum stúlkunnar sem hlut átti í þessu máli hafi hugsanlega verið fórnað í baráttu þessa fólks sem vill breytta löggjöf hvað þetta varðar. Það vekur nokkra furðu hvernig um- fjöllun fjölmiðla hefur verið um viðkvæmt mál sem þetta og reyndar önnur mál af sama toga þegar sýknudómar hafa verið uppkveðnir. Það eru gjarnan tek- in viðtöl við fólk sem hefur verið framar- lega í pólitískri baráttu fyrir því að grundvallarreglur opinbers réttar- fars eigi ekki að gilda í málum sem þessu. Lýsa viðmælendur gjarnan hneykslun sinni á niðurstöðu dóm- stóla í málunum án þess að fjallað sé efnislega um niðurstöðuna eða færð fram rök fyrir gagnrýninni. Þá vil ég að lokum taka það fram að ég var ekki verjandi ákærða í máli þessu þannig að ég er ekki í neinni hagsmunabaráttu fyrir hann. Mér finnst hins vegar ótækt hvernig umræðan um mál þetta hefur verið og þótti því rétt að helstu staðreyndir þess litu dagsins ljós. Ég hef rökstutt hvaða hagsmuni ég tel hafa legið að baki ákvörðun um að stúlkan kæmi ekki fyrir dóminn. Einhverjir kunna þó að vera ósammála mér og telja að ég hafi dregið rangar ályktanir af staðreyndum málsins og þá færa þeir vonandi einhver rök fyrir því. Hagsmunum barns og samfélags fórnað fyrir málstaðinn? Brynjar NíelssonDómur Hefði Héraðsdómur Reykjavíkur sakfellt ákærða, segir Brynjar Níelsson, hefði það verið í andstöðu við skýrar meginreglur laga um meðferð opinberra mála. Höfundur er hæstaréttarlögmaður. Ákærði hlaut ranga greiningu sem gerði lít- ið úr athæfi hans. Hann játaði á sig langvarandi kynferðishneigð og kynhegðun til stúlku- barna, aðallega til dótt- ur sinnar sem hann hafði forsjá yfir. Þessi játning útilokar að ákærði sé aðeins hald- inn hættulítilli gægju- hneigð (voyeurism), sem honum tókst þó að telja sumum trú um, en staðfestir að hann sé haldinn barnagirnd (pedophilia). Ég hef haft til með- ferðar hundruð kynferðisbrota- manna og þekki því vel færni þeirra í að gera lítið úr brotum sínum. Rann- sóknir sýna að þessir menn eiga oft mörg fórnarlömb og fjölda brota að baki. Þeir villa auðveldlega á sér heimildir enda hafa þeir oft mjög langa reynslu af því að blekkja aðra. Það er vel þekkt að menn með barna- girnd játa yfirleitt, a.m.k. til að byrja með, aðeins brot af sannleikanum. Það er því oft mikil ástæða til að van- treysta orðum þeirra. Það er á hinn bóginn sjaldgæft að börn beri falskar ásakanir um kyn- ferðisbrot á foreldra sína. Sérfræð- ingarnir sem athuguðu stúlkuna voru sammála um að frásögn hennar væri trúverðug. Líkurnar voru því mun meiri á því að faðirinn segði ósatt í málinu heldur en að dóttirin gerði JÓN Steinar Gunn- laugsson hrl. skrifaði grein í Morgunblaðið 10. mars sl. þar sem hann fjallaði m.a. um hæstaréttarmál nr. 286/ 1999. Í því máli fékk hann skjólstæðing sinn sýknaðan af ákærum saksóknara um alvarleg og langvarandi kyn- ferðisbrot gegn dóttur mannsins. Þó svo að málsaðilum sé það varla í hag að haldið sé uppi fjölmiðlaumræðu um þetta mál, tel ég þó rétt að svara sumum full- yrðingum Jóns Stein- ars. Það er útúrsnúningur hjá Jóni Steinari að málsvarar stúlkunnar vilji brjóta þá reglu að menn teljist saklausir þar til sekt þeirra sé sönn- uð að lögum. Þeir sem tala máli stúlk- unnar hafa mér vitanlega hvergi sagt það að þeir vilji láta dæma menn seka sem ekki hafa orðið sannir að sök fyr- ir lögum. Við skulum ekki gleyma því að sá maður sem ber mestu ábyrgðina á því hvernig málið byrjaði og hvernig það hefur farið er faðir stúlkunnar. Sterk rök hníga að því að lagaklækir hafi leitt til sýknunar hans og að stúlkan hafi um leið orðið fyrir mis- rétti í málaferlunum. Ég tiltek hér fá- ein atriði. Ákærði var ekki athugaður á sama hátt og kærandi. Kærandi undir- gekkst ítarlegar athuganir á trúverð- ugleika og geðheilsu sinni. Þrír dóm- kvaddir matsmenn athuguðu dótturina en aðeins einn athugaði föðurinn. Stúlkan tók fjölda sálfræði- prófa, faðirinn tók ekkert sálfræði- próf. Trúverðugleiki stúlkunnar var kannaður en trúverðugleiki föður var ekki kannaður. Dómstólum var talin trú um að sál- fræðipróf á manninum kæmu ekki að gagni í þessu erfiða máli. Hið rétta er að sálfræðipróf eru á meðal helstu tækja sem gagnast við það að greina menn sem misnota börn. Viðtöl við þá eru ekki nægileg til að byggja á fyrir rétti. það. Í því ljósi þykir mér það hörmu- legt að henni hafi verið trúað síður en honum. Svo er að sjá á dómi Hæstaréttar að dómararnir hafi allir gert sér grein fyrir að maðurinn hafði brotið af sér gagnvart dótturinni. Um það vitnar setning úr áliti meirihluta dómsins þar sem segir að eins og ákæran sé úr garði gerð geti ekki til þess komið, „að öðrum refsiákvæðum verði beitt um þá framkomu ákærða gagnvart dóttur sinni, sem hann hef- ur þó gengist við“. Meirihlutinn, þrír af fimm dómurum, taldi ekki mögu- legt að sakfella manninn fyrir ákæru- atriði eftir málatilbúnað verjenda hans. Minnihlutinn taldi á hinn bóg- inn ekki rök til annars en að staðfesta úrskurð héraðsdóms um sakfellingu. Tal um það að verja þurfi Hæsta- rétt er annar útúrsnúningur sem beinir athygli frá kjarna málsins. Þó svo að Hæstiréttur hafi orðið fyrir gagnrýni hefur hann enga þörf fyrir sjálfskipaða verjendur vegna þess. Það er sjálfsagt í okkar lýðræðisríki að fólk láti sig dóma varða og segi hiklaust álit sitt á þeim. Við ætlumst ekki til að dómarar séu óskeikulir heldur að þeir séu grandvarir og heiðarlegir. Rétturinn þolir vel gagn- rýni og þarf á henni að halda til þess að geta þróast með breytingum í samfélaginu. Dómarar fá líka að heyra það þegar fólk er ánægt með úrskurði þeirra. Vegna þess hvernig til tókst í þessu máli má búast við því að færri þolendur kynferðisbrota muni um tíma þora að leita réttar síns fyrir dómstólum. Það þýðir því miður að brotamenn hafi frjálsari hendur en áður til þess að misnota börn og aðra í samfélaginu. Það er óásættanlegt. Hér þurfa löggjafinn, dómsvaldið, stjórnkerfið, og aðrir að taka hönd- um saman um að tryggja bæði rétt- láta málsmeðferð og viðeigandi við- urlög við brotum. Það skal tekið fram að ég var ekki beðinn um að skrifa þessa grein. Ég þekki málsaðila ekkert og hef hvergi unnið að þessu máli. Sýknaður af ákæru er ekki sama og saklaus Gunnar Hrafn Birgisson Höfundur er sérfræðingur í klínískri sálfræði. Dómur Sterk rök hníga að því, segir Gunnar Hrafn Birgisson, að lagaklæk- ir hafi leitt til sýknunar hans og að stúlkan hafi um leið orðið fyrir mis- rétti í málaferlunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.