Morgunblaðið - 22.03.2001, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 22.03.2001, Blaðsíða 59
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. MARS 2001 59 ✝ Þorbjörn Run-ólfsson fæddist á Bakkakoti I í Með- allandi í V- Skafta- fellssýslu 7. ágúst 1926. Hann lést 14. mars síðastliðinn. Foreldrar hans voru Runólfur Bjarnason, f. 31.5. 1893, d. 14.12. 1981, og Þor- gerður Runólfsdótt- ir, f. 28.11. 1895, d. 7.9. 1966. Systkini Þorbjörns eru: 1) Guðrún, f 1.7. 1918, d. 15.3.1944, 2) Guð- björg, f. 29.12. 1919, d. 30.9. 1997, 3) Bjarni, f. 16.12. 1920, 4) Sigrún, f. 8.4. 1922, d. 28.10. 1998, 5) Markús, f. 25.6. 1928, 6) Runólfur, f. 24.10. 1933, 7) Guðni f. 11.11. 1938. Eftirlifandi eiginkona Þorbjörns er Auður Guðbjörnsdóttir, f. 6.10. 1934. Börn þeirra eru: Guðrún, f. 18.8. 1954, maki Guðmundur Ingi- mundarson; Sævar, f. 18.11. 1956, maki Jóhanna Lilja Ein- arsdóttir; Erla, f. 26.7. 1958, maki Eyjólfur Pétur Haf- stein; Kristín, f. 15.6. 1965; Bjarni, f. 30.7. 1968, maki Guðbjörg Anna Guðmundsdóttir. Barnabörnin eru orðin tíu og barnabarnabarn eitt. Þorbjörn og Auður bjuggu mestan sinn búskap í Keflavík og var sjómennska hans aðal- starf. Útför Þorbjörns fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Elsku afi. Okkur langar að segja svo margt við þig en það er svo erfitt, þú fórst svo snöggt og við fengum ekki að kveðja þig eins og við vildum. Það er svo skrýtið að hugsa um þig og vita að þú ert ekki með okkur hér lengur. Þó að þú hafir verið með parkinsons- sjúkdóminn allt okkar líf þá barðist þú mikið og varst alltaf að vona að lækning fyndist. Þú varst alltaf svo duglegur að hreyfa þig þegar þú og amma bjugguð í Keflavík, fórst í sund á hverjum degi og varst kaffi- brúnn allt árið. Þegar við vorum yngri var svo gott að koma í Kross- holtið til ykkar og fá ís hjá ömmu og spila við þig langt fram á kvöld, þú kunnir öll spil og hafðir endalaust út- hald. Við munum aldrei gleyma ferð- inni með ykkur á ættarmótið á Höfn í Hornafirði. Ferðin tók sinn tíma þar sem amma var undir stýri og á með- an gast þú sagt okkur sögu staðanna sem við fórum framhjá. Þú varst svo fróður um allt og hefðir getað frætt okkur svo miklu meira bara ef þú hefðir ekki átt svona erfitt með tal síðustu árin. Það var svo sárt að geta ekki talað við þig eins og við hefðum viljað því við skildum þig ekki nógu vel og fyrir vikið urðum við feimin við þig og gáfum okkur sjaldan tíma til að heimsækja þig þó svo að við höfum alltaf verið að hugsa til þín. Í lokin langar okkur að segja hvað var yndislegt að sjá hvað þú varst stoltur af langafabarninu þínu. Þeg- ar hún kom til þín á Eir vissi hún að langafi myndi gefa henni kex og djús og ekki var verra að fá að fara smá- hring með þér á göngugrindinni. Við þökkum þér fyrir allt sem þú gafst okkur, við elskum þig af öllu hjarta. Stefanía, Björn og Bjarki. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta, þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfin úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Hvíl í friði elsku afi minn. Anna. Kærir vinir kveðja alltof fljótt, kvöldi lífsins hallar stillt og rótt, við stöndum eftir ein með sorg í hjarta. En minningin, hún merlar hrein og tær og mildum blæ á harmaélin slær allt hið liðna, allt hið góða og bjarta. Því góður vinur gulli betri er, við gleymum aldrei stundunum með þér og Auður mín, við þökkum vinsemd þína. Þið veittuð styrk er stundin erfið var og stráðuð sólargeislum allsstaðar og öllum mönnum ástúð vilduð sýna. Nú dvelur þú í helgidómi hans sem harm og vanda bætir sérhvers manns og þökkum allar gamlar gleðistundir. Þegar göngu lífsins lokið er er ljúft að mega aftur heilsa þér, með vinum kærum verða endurfundir. (G.Ö.) Kveðja, Ása, Þorlákur og fjölskylda. ÞORBJÖRN RUNÓLFSSON koma fram eðliseigindir manna, og ég verð að viðurkenna að mér þótti stundum nóg um lengdina á kveikju- þræðinum hjá Magnúsi Jóni. Þegar blóðið var komið að suðumarki og menn máttu vart mæla fyrir geðs- hræringu sat hann og það datt ekki af honum eða draup þar til hann kom með tillögu um orðalag sem ýmist leysti mál eða vísaði veg til málamiðlunar. Þó kom að vísu fyrir að honum blöskraði, en þá birtist það ekki í tilfinningalegum eldgos- um eins og hjá okkur sumum, held- ur varð hann nokkru álútari en hann átti að sér og þegar hann tók til máls kvað hann fastar að orði en hann var vanur. Þá vissu menn að ákveðnum mörkum var náð og nú væri betra að hafa á sér hemil. Ég vissi að þessi vinna þreytti hann ekki síður en aðra, þótt hann hefði ekki um það mörg orð. Setn- ingin sem hann skrifaði á jólakort til mín jólin 1998 lætur ekki mikið yfir sér, en fyrir okkur sem þekktum Magnús Jón lýsir hún vissum þunga, en er um leið dæmi um þá lágværu kímni sem var svo einkenn- andi fyrir hann: „Þakka þér fyrir samfylgdina um reynsluheim kvenna“. Nú, þegar komið er að kveðju- stund, er hugurinn þó ekki síður hjá Jóhönnu konu hans, sem nú þarf í annað sinn að kveðja ástvin eftir erf- iða baráttu við illvígan sjúkdóm. Henni, sonum hennar og dóttur Magnúsar bið ég huggunar í djúp- um harmi um leið og ég kveð kæran félaga og þakka lærdómsríka sam- fylgd. Haukur Már Haraldsson. Hann kom inn á fundinn þegar aðrir voru sestir og kastaði hlut- lausri kveðju á alla senn. Gekk að stólnum sem var laus og settist. Engin svipbrigði við góðlátlegum glósum um að hann væri of seinn, en sagðist ekki vilja mat. Hann horfði í gaupnir sér meðan við hin mösuðum og tók ekki þátt. Leit svo út undan sér á hvern fyrir sig, sem voru flest- ir kunningjar hans úr hafnfirsku samfélagi og loks yfir til mín and- pænis, en við höfðum ekki hist fyrr. Var álútur áfram og lét sér fátt um finnast. Svo var fundur settur og Magnús Jón rétti úr sér og var með á nótunum. Við hittumst svo þarna á sama stað nokkrum sinnum í örfá ár, vor- um víst ekki samherjar, en vel fór á. Bak við alvöru Magnúsar braust stundum fram glettni frá svipsterku andlitinu og hafði þá allt með sér. Orð hans á fundum hafnarstjórnar í Hafnarfirði voru virt. Þó hann ætti að heita í minnihluta þann tíma sem við sátum þar saman var auðfundið að ekkert var afgreitt nema með samþykki hans og stundum orða- lagi. Magnús sló ekki um sig, en var þungur á bárunni, tillögugóður og fús að hlusta. Síðsumars tók hann leyfi frá störfum og fór til Seattle og hugðist vera þar í eitt ár með fólki sínu. Þar siglir kapítalisminn beggja skauta byr, en hann lét sig hafa það. Ég átti erindi þangað vestur nú í desember og við Magnús höfðum sammælst um að gera okkur einn glaðan dag saman. Úr því varð ekki. Hann veiktist hastarlega, víst eins og hendi væri veifað. Samfélag Ís- lendinga þarna í Seattle var slegið, flest ungt fólk sem Magnús hafði blandað góðu geði við, þann stutta tíma sem hann stóð. Ekkert var fyr- ir hann að gera, nema komast heim til Íslands og freista þess að fá lækningu auk þess að vera í eigin umhverfi. Í flughöfninni var ys og þys, en þau Magnús og Jóhanna gengu hægt um, bein í baki og þétt saman. Höfðu enga pinkla. Svo var kallað út í vél og þau leiddust að landgang- inum öruggum skrefum, svo stakk hann aðeins við fæti, leit til baka, nikkaði og brosti í kveðjuskyni. Þá mynd geymi ég af Magnúsi Jóni Árnasyni. Kári Valvesson.  Fleiri minningargreinar um Magnús Jón Árnason bíða birt- ingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á rit- stjórn blaðsins í Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðs- ins í Kaupvangsstræti 1, Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minn- ing@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höfundar/send- anda fylgi. Um hvern látinn einstakling birtist formáli, ein uppistöð- ugrein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Til- vitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birt- ar greinar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar eru birtar afmælisfréttir ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Birting afmælis- og minningargreina /   -.+ -0 /700 + # B 4    6     !  5 )  3 " +  7        * !  "  #+ ++& -(    !    3    3  ! "  4   )       ))       :  6    ! 5 )  "( +- $$ 7- $$ .   "    '<*=0<.7>=0.=<0?=<. /! )"  @   )" "(   5    !  )"      5          +A&&    ##  +? $ " :     )( *-../7+1-7%- %$$ . ! 4 !  !"   ./4  "  #% +&& B  !   4  )  5"  !   7$ + * !"$$ &64"* !"$!"   64"* ! 7$ $!"     7$ 7$ $$ C  3   /  8  @ ! 4 !   @   (   (     06;-C) 06/700 !  2#  2 *  $AA 4  * !"6 * !"$$ "+ * !"$!"  1,; 7 $  5 * !"$!"  ;* -@ !$$  '(5 * !"$$ )" * 0 $ !"       ,    ,            17*-6+ +1--  $9$ " ; #$=A %'  ! "      ! "  #+ %&& *    - $!"  ,  ! ,   ,    ,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.