Morgunblaðið - 22.03.2001, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 22.03.2001, Blaðsíða 40
40 FIMMTUDAGUR 22. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. SKÓLAMÁLTÍÐIR BREYTTUR BLAÐAMARKAÐUR Dagblaðið Dagur hætti að koma útfyrr í vikunni. Dagur var stofn-aður á grunni fjögurra gamalla flokksblaða, sem sum hver rekja sögu sína allt aftur á annan áratug síðustu aldar, eins og rakið var í Morgun- blaðinu í gær. Raunar hafa flokkarnir, eigendur blaðanna sem runnu inn í Dag, sem áður hafði sameinast Tímanum, ekki haft nein afskipti af útgáfunni, en ljóst var árið 1997, er Alþýðublaðið og Vikublaðið runnu inn í Dag, að eigendur þeirra gerðu sér vonir um að blaðið héldi félagshyggjusjónarmiðum á lofti. Dagur var að hluta í eigu sömu aðila og DV og mun nú renna saman við síð- arnefnda blaðið, að sögn forsvars- manna þess. Upplag blaðsins var lítið og segja má að það breyti ekki að ráði vægi útgáfufyrirtækja á markaðnum, þótt útgáfu Dags sé hætt. Þeir, sem starfa við blaðaútgáfu, sjá hins vegar eftir hverju blaði, sem hættir starfsemi. Það er æskilegt að sem líflegust sam- keppni sé á blaðamarkaðnum; það hvet- ur menn til dáða í fréttaöflun og hvers konar faglegri umfjöllun. Og það fer ekki á milli mála að það er eftirsjá að Degi, enda var hann að mörgu leyti vel skrifað og aðgengilegt blað. Með brotthvarfi Dags er viss hætta á að skoðanaskipti í fjölmiðlum verði fá- tæklegri. Þótt blaðið hafi ekki haft mikla útbreiðslu hefur ákveðinn hópur fólks litið á það sem vettvang til að koma skoðunum sínum á framfæri í greinum og lesendabréfum. Nú standa aðeins tvö dagblöð eftir, Morgunblaðið og DV. Gera má ráð fyrir að nú verði gerðar enn ríkari kröfur til þeirra um að þau séu opin fyrir mismunandi sjón- armiðum. Morgunblaðið mun fyrir sitt leyti gera sitt ýtrasta til að standa und- ir þeim kröfum. Menn bera gjarnan saman þá tíma, er fimm eða sex dagblöð voru gefin út á Ís- landi og þá stöðu, sem uppi er í dag, þegar þau eru orðin tvö. Hins vegar má ekki horfa framhjá því að í fyrsta lagi hefur yfirleitt ekki verið raunverulegur fjárhagsgrundvöllur fyrir svo mörgum dagblöðum; stjórnmálaflokkarnir héldu sumum þeirragangandi með fjárstyrkj- um. Í öðru lagi geta menn ekki lengur horft á dagblaðamarkaðinn einan og sér. Þegar dagblöðin voru fimm eða sex var hér ein sjónvarpsstöð og ein út- varpsstöð. Nú reka a.m.k. þrjár sjón- varpsstöðvar fréttastofu og sjálfstæða dagskrárgerð og margar fleiri sjón- varpa fjölbreyttu efni. Útvarpsstöðvar eru fleiri en menn hafa tölu á. Sam- keppnin á milli allra þessa fjölmiðla á að tryggja að skoðunum sé ekki úthýst og að auglýsendur beri ekki skarðan hlut frá borði vegna þess að fá fjölmiðlafyr- irtæki séu um hituna. Síðast en ekki sízt hafa netmiðlar blómstrað, einkum og sér í lagi málgögn alls konar pólitískra skoðana. Segja má að með tilkomu Netsins og almennri út- breiðslu netnotkunar hafi orðið ódýrara og auðveldara en nokkru sinni fyrr að koma skoðunum sínum á framfæri við almenning. Ekkert af þessu breytir því að full þörf er á að almenningur eigi sem greiðastan aðgang að dagblöðum með sjónarmið sín og skoðanir. Þeir, sem starfa að útgáfu dagblaðanna tveggja, sem nú eru á markaðnum, gera sér fulla grein fyrir þeirri ábyrgð, sem þeim er lögð á herðar. Ólíkt því sem tíðkast í flestum lönd-um í kringum okkur hefur hingað til ekki verið algengt að boðið sé upp á heitar máltíðir í grunnskólum. Það hef- ur þó verið að breytast og nú er þegar boðið upp á heitar máltíðir í nokkrum skólum og stefnt að því í flestum á næstu árum. Með einsetningu skóla og heilsdags- skóla er skóladagur ungra barna orðinn ansi langur. Flest þeirra fara að heiman snemma að morgni og koma ekki heim aftur fyrr en síðdegis. Í flestum skólum er reglan sú að börnin taki með sér nesti er þau snæða síðan saman í skólastof- unni. Fyrir mörg börn eru það veruleg við- brigði að koma úr leikskóla, þar sem yf- irleitt er boðið upp á heitar máltíðir í hádeginu, í grunnskóla þar sem þau verða að láta sér nægja nesti, yfirleitt mjólkurvörur, brauð og safa. Að sama skapi er mjög misjafnt hversu vel útbú- in börnin mæta. Í Reykjanesbæ var byrjað að bjóða upp á heitan mat í tilraunaskyni í einum skóla árið 1993 og segir Eiríkur Her- mannsson, skólamálastjóri Reykjanes- bæjar, að það hafi gefið góða raun og því séu skólamötuneyti nú orðin hluti af skólamálastefnu bæjarins. Hjá Reykjavíkurborg hefur sömu- leiðis verið tekin ákvörðun um að matur verði eldaður innan skólanna og að boð- inn verði heitur matur til kaups í hádeg- inu þegar allir skólar verða einsetnir árið 2003. Það má gera ráð fyrir að á næstu ár- um muni flest skólabörn eiga þess kost að kaupa heitan mat í hádeginu. Þetta er mikið framfaraspor enda getur rétt næring skipt miklu upp á einbeitingu barnanna, að ekki sé minnst á vöxt, vel- líðan og almennt heilbrigði. Mikilvægt er að vandað verði til verks þegar skólamáltíðirnar verða að veruleika. Það er ekki nóg að bjóða upp á „mat“, hann verður einnig að vera hollur og rétt samsettur til að hann þjóni tilgangi sínum. Umræða um óholl- ar neysluvenjur ungra barna færast stöðugt í vöxt jafnt hér á landi sem í ná- grannalöndunum og er skyndibitafæði og gosdrykkjum oft kennt um ýmis næringarfræðileg vandamál og offitu ungra barna. Með skynsamlegri stefnu varðandi skólamötuneyti gæfist þarna tækifæri til að snúa vörn í sókn. Að sama skapi verður að tryggja að kostnaðurinn við heitu máltíðirnar verði ekki til að efnaminni foreldrar eða foreldrar með mörg börn á grunnskóla- aldri sjái sér ekki fært að nýta sér þessa þjónustu. Slíkt gæti haft neikvæðar af- leiðingar innan skólanna, þar sem ákveðinn hluti nemenda yrði þá útund- an er félagarnir streyma í hádegismat. Til að koma í veg fyrir þetta hefur sú leið verið farin á Norðurlöndunum að gera skólamáltíðirnar að hluta hins al- menna skólastarfs og bjóða þær án beins endurgjalds. Þau sveitarfélög er nú stefna að því að taka upp skólamáltíðir hljóta að velta fyrir sér hvernig best er hægt að tryggja að þessum markmiðum verði náð. ÁFANGASKÝRSLA semunnin var fyrir dóms-málaráðuneytið ogkynnt á blaðamanna- fundi í gær, leiðir í ljós að skipulagt vændi fari fram hérlendis og birtist í ýmsum myndum. Ennfremur á vændi sér stað meðal ungs fólks í vímuefnaneyslu og staðfest er að vændi tengist starfsemi nektar- dansstaða. Einnig gefa niðurstöð- urnar til kynna að barnavændi eigi sér stað hérlendis. Þá eru vanda- mál þeirra sem leiðast út í vændi margþætt. Vonleysi og vanlíðan fylgja líferni þeirra sem lenda í vændi. Skýrslan var unnin af Rannsókn- um & greiningu ehf. og hefur Sól- veig Pétursdóttir dómsmálaráð- herra ákveðið að skipa nefnd undir formennsku Sigríðar Ingvarsdótt- ur héraðsdómara, sem ætlað er það hlutverk að gera tillögur um við- brögð við niðurstöðum skýrslunn- ar. Í rannsókninni var ekki leitast við að meta umfang vændis heldur að skilja eðli þess og félagslegt samhengi. Nauðarvændi íslenskra ungmenna Í skýrslunni, sem byggist á við- tölum við 32 viðmælendur, þar af 18 sérfræðinga sem þekkja vændi í gegnum starf sitt, og einstaklinga sem þekkja vændi af eigin raun, kemur fram að vændi sem ungling- ar í vímuefnaneyslu stundi sé svo- nefnt nauðarvændi. Skýrsluhöfundar, þær Bryndís Björk Ásgeirsdóttir, Hólmfríður Lydía Ellertsdóttir og Inga Dóra Sigfúsdóttir, segja að nauðarvændi virðist í meginhluta tilvika stundað í þeim tilgangi að afla sér lífsvið- urværis. Í því felst að skipta á kyn- mökum fyrir húsaskjól, mat, vímu- efni, peninga eða annað. „Um er að ræða bæði stelpur og stráka frá 13 til 18 ára sem eiga það sameiginlegt að neyta vímuefna. Þannig er vændi ein leið til að fjár- magna vímuefnaneysluna, leið sem stúlkur fara í fleiri tilvikum en strákar,“ segir í skýrslunni. Við- mælendur segja að erfiðar félags- legar aðstæður einkenni þann hóp ungmenna sem leiðst hefur út í nauðarvændi og hafi þessi hópur oft brotið bakland eða sögu um áföll á lífsleiðinni. Sjálfsmynd þeirra sé oft brotin og vændis- reynslan reynist þeim oft mjög erf- ið. Fram kemur að flest ungmenn- anna líti ekki á skipti kynmaka sem hefðbundið vændi þar sem það sé ekki skipu- lagt af þriðja aðila og oft séu ekki beinharðir pen- ingar á borðinu. „Nauð- arvændi á sér stað bæði innan vímuefnahópsins og utan, en utan hópsins virðist frekar vera um beina sölu á kyn- mökum að ræða. Í slíkum tilfellum eru kaupendur eldri eða á aldrinum 20-50 ára,“ segir í skýrslunni. Vændi meðal eldra fólks virðist skipulagðara en meðal hinna yngri og hópur kaupenda afmarkaðri. Vændi meðal hinna eldri fer oft fram í heimahúsum eða á öðrum umsömdum stöðum. Tilviljana- kennt götuvændi er einnig til stað- ar meðal hinna eldri og segja við- mælendur í rannsókninni að þar komi oft við sögu meiri vímuefna- neysla og ofbeldi. „Þeir einstak- lingar sem fara markvissari leiðir til að nálgast viðskiptavini gera það meðal annars í gegnum auglýsing- ar í dagblöðum, á símalínum og á Internetinu. Þá vekur athygli að með tilkomu nektardansstaða virð- ast einstaklingar í vændi nýta sér þá til að komast í samband við hugsanlega viðskiptavini.“ Vísbendingar um skipulagt vændi í tengslum við nekt- ardansstaði Í viðtölum skýrsluhöfunda við nektardansara og aðra starfsmenn dansstaðanna komu fram vísbend- ingar um að skiplagt vændi fari fram í tengslum við nektardans- staðina. Tilgreindir voru þrír til fjórir staðir í Reykjavík þar sem heimildarmönnum bar saman um að vændi færi fram. „Þá staðfestu allir viðmælendur að óskipulagt vændi færi fram á mörgum þessara staða þar sem einstakir dansarar seldu viðskiptavinum kynmök, ým- ist í einkadansklefum eða annars staðar. Viðmælendur sögðu nekt- ardansstaðina mjög ólíka í þessum efnum og yfirmenn þeirra taka mishart á slíku athæfi,“ segir í skýrslunni. Fram kemur einnig að margt bendi til þess að stúlkur frá ákveðnum löndum utan EES ráðist frekar til starfa á nektardansstaði hérlendis þar sem vændi tengist starfinu. Það skýrist af bágum bakgrunni stúlknanna og erfiðum aðstæðum í heimaland- inu. Viðmælendur sögðu að umboðsskrif- stofur í þessum löndum byðu upp á mismunandi gerðir af nektardönsurum, þar á meðal stúlkur sem stundi vændi. Skýrslu- höfundar hafa eftir viðmælendum sínum að ólíklegt sé að nýjar reglur frá í fyrra, um atvinnuleyfi fyrir nektardansara utan EES, sem fela í sér aukið eftirlit og réttindi þeirra, dragi úr eftirspurn og komu þeirra til landsins. Bent er á í skýrslunni að 142 atvinnuleyfi fyrir nektardansara utan EES hafi verið gefin fyrstu fjóra mánuðina eftir að tilkomu umræddra reglna. Í skýrslunni er greint frá skipu- lögðu vændi hérlendis, en þar er átt við vændi þar sem þriðji aðili skipuleggur og hefur milligöngu milli þess sem selur sig og þess sem kaupir vændi. „Skipulagt vændi birtist í ýms- um myndum hér á landi sem og annars staðar. Í samræmi við nið- urstöður rannsókna í Noregi á ólík- um hópum vændissala gefa niður- stöður til kynna að á Ísla skipta vændissölum í fjó eftir tengslum þeirra við þ þeir selja. Til eru vændiss eru kærastar þeirra sem þ sem eru í kynlífssambandi sem þeir selja, aðilar s fleiri en einn einstakling, ákveðnum vændishúsum um og að lokum vændiss starfa í tengslum við nek staði. Í fyrrgreindum tilv oft um að ræða samband s ist ekki á jafnræðisgr Þannig hefur vændissalinn yfirráð yfir þeim einsta sem hann selur og beitir til þess kúgunum og ofbeld Til að komast í samb stúlkur sem líklegar eru t ast út í vændi beita þess ýmsum aðferðum. Það þe þeir fari sjálfir í meðferð gert til að komast í kynni v stúlkur sem eru í meðfe vímuefnaneyslu.“ Niðurstöður skýrslunna kynna að barnavændi fari á landi, þótt slíkt hafi ekki verið kært til lög- reglu. Í skýrslunni er viðtal við konu sem var mis- notuð í æsku af föður sínum og seld til ann- arra manna í skiptum fy efni. Segir hún að menni átt það sameiginlegt að stúlkubörn og hafa áhuga klámi. Viðmælendur seg menn leita hver annan sækjast eftir samþykki og ingu hjá sínum líkum. Bágborið félagslegt umhve Um félagslegt umhver skýrsluhöfundar að erlend sóknir hafi gefið til kynn staklingar í vændi séu lík aðrir til að hafa lent í kynf ofbeldi í æsku, hafi verið efnaneyslu, hlaupist ungir an og skort eftirlit og um eldra. Að sögn sér hérlendis sést þetta myn þeirra sem sækja sérfræð heilbrigðis- og félagsþjónu „Vandamál einstaklin leiðast út í vændi eru m Ný áfangaskýrsla staðfestir tilvist vændis í margs ko Vitnað um kví vanlíðan vegna Morgunbla Sólveig Pétursdóttir dómsmálaráðherra ásamt skýrsluhöfund Bryndísi Björk Ásgeirsdóttur og Hólmfríði Lydíu Ellertsdót Vændi er stundað hérlendis m.a. tengslum við vímuefnaneyslu, nektard staði og er bæði skipulagt og tilvilja kennt, samkvæmt nýrri áfangaskýrsl vændi á Íslandi. Dómsmálaráðherra h þegar ákveðið að skipa nefnd til að br ast við niðurstöðunum. Umboðs- skrifstofur með vænd- isdansara
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.