Morgunblaðið - 22.03.2001, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 22.03.2001, Blaðsíða 45
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. MARS 2001 45 Skútuvogur 1 • Sími 568 8660 • Fax 568 0776 - ANNO 1929 - K O R T E R Uppþvottavél á ótrúlegu verði 1VE-21S Gerum tilboð í heildarlausnir fyrir öll eldhús. Verðið kemur á óvart! Keramik helluborð Var kr. 54.900.- 28” sjónvarp með Hi-Fi stereo, 2 Scarttengi, RCA tengi að framan, Íslenskt textavarp, Allar aðgerðir á skjá o.fl. 43.900.- 39.900.- 44.900.- 57.800.- 36.900.- þvottavél+þurrkari A th .ö ll ve rð e ru m ið u ð v ið s ta ð g re ið sl u ofn, burstað stál. Grillteinn, sjálfhreinsiplötur o.fl. Íþróttakennarafélag Íslands boðaði í gær til ráðstefnunnar ,,Skól- inn á hreyfingu“. Það er ekki að ástæðulausu sem slíkt er gert ogmá þar m.a. nefna áhyggj- ur af almennu heilsu- fari barna og unglinga. Að velja og hafna er lífsins saga. Sumar ákvarðanir tökum við meðvitað, aðrar ómeð- vitað og stundum tekur hreinlega einhver ákvörðun fyrir mann. Foreldrar ungabarna sjá algerlega um alla þætti í lífi þeirra en eft- ir því sem börnin stækka og þroskast fara þau að taka fleiri ákvarðanir upp á eigin spýtur og bera meiri ábyrgð á hvernig þau haga lífi sínu. Eitt helsta lokamarkmið með kennslu íþrótta, líkams- og heilsu- ræktar, allt frá fyrsta ári í leikskóla til námsloka í framhaldsskóla, er að gera nemendur jafnt og þétt hæfari og meðvitaðri um mikilvægi þess að bera fulla ábyrgð á eigin heilsu í framtíðinni. Markmiðið er að efla og vekja áhuga á reglubundinni hreyfingu og fræða nemendur á markvissan hátt um líkams- og heilsuvernd þannig að þeir geti ræktað líkama sinn sér til heilsubótar og ánægju til æviloka. Það er því ekki aðeins hagur hvers nemanda að áðurnefnd markmið ná- ist heldur getur það ráðið miklu um heilbrigði og efnahag þjóðarinnar í heild. Vegna tæknivæðingar og þjóð- félagsbreytinga síðustu áratuga er hreyfing ekki lengur eins ómeðvit- aður hluti af daglegu lífi margra og var heldur eitthvað sem fólk þarf að vera sérstaklega meðvitað um og gera þar með ráð fyrir í dagsskipu- laginu þ.e. að fullnægja hreyfiþörf líkamans svo hann nái að þroskast og dafna eðlilega. Það þarf að taka ákvörðun um að hreyfa sig. Þetta á ekki síður við um börn en fullorðna. Þau eru oftar en ekki keyrð í skólann í stað þess að ganga eða hjóla og það er keppt í fótbolta – í tölvunni og í sjónvarpi (lítil sem stór börn) í stað þess að fara út á gras og leika við alvöru félaga, ham- ast og svitna. Þegar þau eldast verð- ur einnig meira að gera í náminu, félagslífinu og síðast en ekki síst lífs- gæðakapphlaupinu, vinna fyrir sím- anum, fötum, bíómiða og svo mætti lengi telja. Samkeppnin um tíma við- komandi verður sífellt meiri. Ein- hverjir foreldrar takmarka þann tíma sem er eytt við tölvu og sjón- varp og reyna að hvetja börnin til að fara út að leika sér og margir taka ákvörðun um að sjá til þess að barn- ið/unglingurinn geti stundað ein- hvers konar hreyfingu t.d. hjá íþróttafélagi. Það getur hins vegar verið afar kostnaðarsamt (æfinga- gjöld, útbúnaður, ferðalög o.fl.) og ekki á færi allra, ekki síst ef börnin eru fleiri en eitt. Margir foreldrar eru að gera hvað þeir geta til að fullnægja skyldum sínum – en hvernig er ástatt með skólana? Er skólinn að fullnægja hreyfiþörf nemenda á skólatíma? Eins og staðan er í dag eiga nem- endur grunnskóla að fá samkvæmt viðmiðunarstundaskrá 2 tíma í skólaíþróttum og 1 tíma í skólasundi á viku, en þetta er sami tímafjöldi og um miðja síðustu öld. Fjörutíu og tveir grunnskólar uppfylla ekki þennan lágmarkstímafjölda. Það er val stjórnenda skóla hvort þeir nýta sér þann möguleika að bæta við kennslustundum í íþróttum. Nem- endur framhaldsskóla eiga að lág- marki að fá ígildi 2 tíma á viku í íþróttir, líkams- og heilsurækt út skólagönguna. Lögð er áhersla á að tengja verklega og fræðilega þætti saman þ.e. að nemendur séu ekki að- eins að hreyfa sig heldur læri t.d. nánar um hvers vegna þeir eiga að hreyfa sig og hugsa um heilsuna og hvað þarf að gera til að bæta þol, styrk, liðleika og líkamsbeitingu svo eitthvað sé nefnt. Í nýrri skólanámskrá er brugðist við auknum kröfum um tölvukunn- áttu með því að flétta upplýsinga- tækni inn í allar námsgreinar, einnig íþróttir, líkams- og heilsurækt. Væri því ekki réttast og reyndar bráð- nauðsynlegt að bregðast við auknu hreyfingarleysi og kyrrsetu með því að auka hlut hreyfingar í skólastarf- inu í heild? Að minnsta kosti ættu hléæfingar (æfingar sem liðka og auka blóðstreymi um álagssvæði eins og háls og herðar) að verða sjálfsagður hluti af sem flestum kennslustundum og þá ekki síst órjúfanlegur hluti af þeim tímum sem setið er við tölvu. Aukinn fjöldi hreyfistunda sem fá hjartað til að slá hraðar væri líka æskilegur því hafa ber í huga að íþróttatímar í skólum eru eina ákafa hreyfingin sem mörg börn og unglingar fá. Það þarf að tryggja gæði kennslunnar með því að hafa menntaða íþróttakennara við kennslu og tryggja að skólaumhverf- ið í heild (íþróttahús, önnur kennslu- aðstaða og leiksvæði) sé vænlegt til hreyfingar bæði hvað varðar aðstöðu og öryggi. Eitt af meginverkefnum íþrótta- kennslu í skólum er að vera aflvaki til mótunar á heilbrigðu líferni og lífsstíl ungmenna Dagleg hreyfing nemenda í skóla- starfi og þá ekki aðeins í formi íþróttatíma er markmið sem stefnt skal að. Það þarf að taka ákvörð- un um að hreyfa sig Arngrímur Viðar Ásgeirsson Höfundar eru íþróttakennarar. Heilsa Fólk þarf að vera sér- staklega meðvitandi um hreyfingu, segja Gígja Gunnarsdóttir og Arngrímur Viðar Ásgeirsson, og þar með gera ráð fyrir því í dagsskipulaginu að fullnægja hreyfiþörf líkamans. Gígja Gunnarsdóttir GALLUP fram- kvæmdi fyrir stuttu könnun fyrir markaðs- svið Ríkisútvarpsins þar sem 400 íslenskir markaðsstjórar voru m.a. spurðir að því hvern þeir teldu vera áhrifamesta auglýs- ingamiðilinn af sjón- varpsstöðvunum þrem- ur: Skjá einum, Stöð 2 og Sjónvarpinu. Mark- mið könnunarinnar var að kanna stöðu þessara þriggja sjónvarps- stöðva sem auglýsinga- miðla. Niðurstöðurnar voru þær að 64,5% að- spurðra töldu Sjónvarpið vera áhrifamesta miðilinn, 18,2% töldu Skjá einn vera áhrifamestan og 17,3% Stöð 2. Svarhlutfall í könnun- inni var 72,6%. Þessar niðurstöður voru í sam- ræmi við niðurstöður fjölmiðlakann- ana sem voru framkvæmdar á síð- asta ári á vegum Gallup. Sams konar könnun sem gerð var fyrir tveimur árum leiddi ljós að helmingur að- spurðra taldi Sjónvarpið vera áhrifa- mesta sjónvarpsmiðilinn og hinn helmingurinn Stöð 2. Í þeirri könnun var eingöngu spurt um Stöð 2 og Sjónvarpið. Það er því ljóst að mat markaðsstjóra á þess- um miðlum hefur breyst verulega á þess- um tíma. Athygli vekur að í dag telja fleiri markaðsstjórar Skjá einn hafa vinninginn en Stöð 2 hvað þetta varð- ar, þó er hér ekki um marktækan mun að ræða. Ekki er útilokað að breyting á ímynd þessara sjónvarps- stöðva hafi einnig haft áhrif á mat markaðs- stjóranna, en það þarf að kanna sérstaklega áður en álykt- anir í þá veru eru dregnar. Í þessu sambandi má nefna að í fjölmörgum könnunum hefur það komið fram að almenningur ber mest traust til fréttastofa Ríkisútvarpsins hvað áreiðanleika í fréttaflutningi varðar. Margt hefur breyst á sjónvarps- markaðnum undanfarin tvö ár sem líklega hefur haft afgerandi áhrif á mat íslenskra markaðsstjóra á þess- um sjónvarpsmiðlum í þetta skiptið. Breytingar á fréttatímum Ríkisút- varpsins 1999 skiluðu sér fljótlega í auknu áhorfi á aðalfréttatíma Sjón- varpsins, að sama skapi dró úr frétta- áhorfi á Stöð 2. Vitað er að áskriftum að Stöð 2 hefur fækkað eftir að Skjár einn hóf göngu sína og að Sjónvarpið hefur undanfarið styrkst verulega hvað áhorf yngri aldurshópa varðar. Skjár einn hefur greinilega tekið áhorf frá Stöð 2 en Sjónvarpið hefur vel staðist þá auknu samkeppni sem varð til þegar Skjár einn kom á markaðinn. Sterkri stöðu Sjónvarps- ins á sjónvarpsmarkaðnum verður ekki auðveldlega haggað. Sjónvarpið áhrifamesti auglýsingamiðillinn Þorsteinn Þorsteinsson Markaðssetning Þessar niðurstöður, seg- ir Þorsteinn Þorsteins- son, voru í samræmi við niðurstöður fjölmiðla- kannana sem voru fram- kvæmdar á síðasta ári á vegum Gallup. Höfundur er forstöðumaður markaðssviðs RÚV. UMRÆÐAN eftir kosningu um flugvöll í Vatnsmýri hefur því miður snúist helst um kjörsókn. Úrslit kosn- ingarinnar skiptir höf- uðmáli – kjörsóknin er aukaatriði. Skoðana- könnun meðal dæmi- gerðra Reykvíkinga sýndi nánast sömu nið- urstöðu og kosningin; sem undirstrikar það hve litlu máli kjörsókn- in skiptir. Skoðana- könnun er vissulega ekki kosning eins og bent hefur verið á. Þrátt fyrir það fór könnun Gallup, sem birtist mánudaginn 12. mars, afar nærri kosningaúrslitum. Í henni kom fram að 51,4% þeirra sem hugðust kjósa með eða á móti vildu að flugvöllurinn færi úr Vatnsmýri. Í ljós kom á laugardag að 50,7% þeirra, sem kusu annan hvorn kost- inn í kosningunni, vildu að flugvöllurinn færi. Þarna munar aðeins 0,7%. Í könnun Gallup var einnig spurt hvort Reykvíkingar ætluðu að kjósa, sem raunar er ekki spurning um skoðun heldur hegðun. Um tveir af hverjum þremur sögðust ætla að kjósa hinn 17. mars. Þetta var mat kjósenda 6–24 dögum fyrir kosn- ingu (21. febrúar–11. mars). Það er engin ástæða til að efast um að þeir Reykvíkingar sem sögðust myndu kjósa ætluðu að kjósa. Á kjördag kom svo í ljós að hátt í 30% Reykvíkinga náðu ekki að fylgja eftir þeirri ætlan sinni. Hverj- ar eru ástæður þess er fróðlegt að rannsaka þótt það sé ekki kjarni málsins. Það verður gert til að varpa skýrara ljósi á kosningahegðun fólks. Kjarni málsins er úrslit kosning- ar. Þann kjarna fann Gallup með könnun sem var aðeins 0,7% frá úr- slitum. Hvernig fór kosningin? Þorlákur Karlsson Höfundur er framkvæmdastjóri Gallup. Flugvöllur Kjarni málsins er úrslit kosningar, segir Þor- lákur Karlsson. Þann kjarna fann Gallup með könnun sem var aðeins 0,7% frá úrslitum. M O N S O O N M A K E U P litir sem lífga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.