Morgunblaðið - 22.03.2001, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 22.03.2001, Blaðsíða 39
SKOÐUN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. MARS 2001 39 Kringlukast Verð ‘Aður Kringlukast Bedouin toppur 3.995 2.049 Bedouin pils 7.499 3.799 Rosa Blússa 4.599 3.449 Kjóll 7.499 5.749 Pils 6.899 3.450 áður Kringlukast Fullt af öðrum góðum tilboðum Kringlunni & Laugavegi 66 EITT ár er nú liðið frá því að ákveðið var að sameina sjúkrahúsin í Reykjavík, þ.e. ríkisspítala og Sjúkra- hús Reykjavíkur. Þetta var gert 3. mars með útgáfu reglugerðar nr. 127/ 2000 þar að lútandi. Á þessu ári hefur sameiningin vakið fjöl- margar áleitnar spurn- ingar sem snerta starf spítalans vegna skyldna við sjúklinga, stöðu starfsmanna, kennslu- hlutverk og rannsóknar- starfsemi. Aðrar spurn- ingar og ekki síður brennandi varða framtíð sjúkrahússins í heild. Í fjórum greinum er ætl- unin að varpa nokkru ljósi á aðkallandi mál í starfsemi Landspítala – háskólasjúkrahúss sem er stærsta fyrirtæki landsins miðað við fjölda starfsmanna. Það eru tímamót í starfsemi þess- arar mikilvægu stofnunar og full þörf á opinberri umræðu um rekstur hennar, framtíð og uppbyggingu. Framtíð spítalans snertir alla landsmenn Landsmenn vilja hafa góða heil- brigðisþjónustu á alþjóðlegan mæli- kvarða og greiðan aðgang að henni. Það er því eðlilegt og jafnframt nauð- synlegt að þeir taki virkan þátt í um- ræðu um hvert eigi að stefna með þessa starfsemi. Síðastliðinn áratug hefur margt í samfélaginu breyst og flest til hins betra. Lögmál markaðs- samkeppni hafa fengið aukið gildi og opinber starfsemi sem laut oft stífu regluverki hefur ekki síður tekið miklum breytingum. Þessi nýju við- horf hafa þó enn ekki náð mikið til heilbrigðisþjónustunnar. Landspítali – háskólasjúkrahús stendur nú á krossgötum. Það kemur fram í fjórum atriðum að minnsta kosti, (1) framtíðaruppbyggingu spít- alans og staðsetningu hans á höfuð- borgarsvæðinu; (2) hlutverki spítal- ans sem mennta- og rannsóknar- stofnunar, þannig að hann standi undir því að kallast háskólasjúkra- hús; (3) skipulagi spítalans, þannig að hann gegni sem best skyldum sínum við sjúklinga og (4) hvaða tilhögun í rekstri og fjármögnun spítalans hent- ar best til að uppfylla kröfur um bæði hagkvæman rekstur og óheftan að- gang sjúklinga að þjónustunni. Staðsetning Í skipulagi höfuðborgarsvæðisins skiptir staðsetning á helsta sjúkra- húsi landsins verulegu máli. Nú er Landspítali – háskólasjúkrahús á um 20 stöðum, flestir eru í Reykjavík og nágrenni en einnig austur í Rangár- vallasýslu. Kjarnastarfsemin er vissulega í Reykjavík og nágrenni, þ.e. við Hringbraut, í Fossvogi, á Kleppi, Landakoti og Vífilsstöðum. Það er ótvíræð stefna stjórnenda spítalans að þjappa starfseminni sam- an, einkum þeirri sem er fjárfrekust og krefst mestrar tækni- og sérþekk- ingar. Þetta á við starfsemina í Foss- vogi og við Hringbraut. Með sama hætti er það viðhorf stjórnenda spít- alans að þann hluta starfseminnar sem fremur telst til félagsmálaþjón- ustu eigi að færa í hendur annarra, opinberra aðila eða einkaaðila. Meginrök sameiningar spítalanna voru þau að sérhæfing efldist, hag- ræðing næðist í rekstri og að spítal- inn yrði betur hæfur til að takast á við aukið starf vegna fjölgunar aldraðra og flutnings fólks á höfuðborgar- svæðið. Öll eru þessi rök góð og gild en hvaða forsendur þurfa að vera fyrir hendi til þess að mark- mið sameiningarinnar náist? Sjúkrahús í takt við tímann Að margra áliti væri æskilegt að spítalinn starfaði sem mest í einu nýju húsi þar sem sérhæfing og verka- skipting fengi best notið sín. Sérgreinar væru þá ekki dreifðar á tvo staði eða fleiri og tvíverknaður í rekstri sem því fylgir hyrfi. Það eru einnig gild rök að núverandi hús við Hringbraut og í Fossvogi eru reist við aðrar aðstæður en nú gilda og eru að ýmsu leyti óheppileg. Þannig hafa aðferðir og aðstaða til lækninga tekið stakka- skiptum. Kröfur fólks og réttur sam- kvæmt nýlegum sjúklingalögum hef- ur aukist verulega og oft þarf að leggja í kostnaðarsamar breytingar til þess að mæta þeim, til dæmis vilja sjúklingar einbýli eða fábýli á legu- deildum og starfsfólk þarf bætta að- stöðu til umönnunar og aukið rými fyrir búnað og áhöld. Á sjúkrahúsinu spyr starfsfólk hvort byggt verði upp við Hring- braut, í Fossvogi eða á Vífilsstöðum. Svarið liggur ekki fyrir. Ákvörðunin er stór og nauðsynlegt að stjórnvöld ríkisins og Reykjavíkurborgar og al- menningur allur hafi á henni skoðun. Með réttu þarf að hugsa málið 30 til 50 ár fram í tímann til þess að sæmi- legrar framsýni sé gætt. Stjórnar- nefnd Landspítala – háskólasjúkra- húss leitaði ráða hjá sænskum arkitektum sem hafa reynslu af skipulagi og uppbyggingu háskóla- sjúkrahúsa. Meginrök sænsku arki- tektanna eru að sjúkrahús eigi að vera í hringiðu mannlífsins og hluti af miðborgarstarfi. Að þeirra mati á að stefna að uppbyggingu spítalans ann- aðhvort í Fossvogi eða við Hring- braut. Landrými er nægjanlegt á hvorum stað, að því gefnu að Hring- braut verði flutt og framtíðarspítalan- um tryggð góð tengsl við greiðfærar samgönguæðar. Sjúkraþjónustan er í auknum mæli að verða göngu- og dagdeildastarfsemi og dvöl á sjúkra- húsi að sama skapi skemmri. Sænsku arkitektarnir telja að uppbygging á Vífilsstöðum samræmist ekki þessum viðhorfum. Danskir ráðgjafar hafa verið að leggja mat á líklega húsnæðisþörf spítalans til skemmri tíma eða næstu 20 ára. Þörfin er metin út frá þróun íbúafjölda, breytingum í lækningum, sífellt styttri dvalartíma sjúklinga á sjúkrahúsi og þeim stöðlum sem al- mennt er miðað við í ný- eða endur- byggðum sjúkrahúsum á Norður- löndum. Dönsku ráðgjafarnir skila 3. apríl næstkomandi tillögum um hvernig húsnæði spítalans verði best nýtt næstu árin. Framtíðarsýn fyrir árslok Úr þessum efnivið þurfa stjórnvöld og stjórnendur spítalans að móta til framtíðarstefnu um uppbyggingu Landspítala – háskólasjúkrahúss. Að því leyti skiptir mestu máli að heil- brigðisyfirvöld og borgaryfirvöld ásamt stjórnendum sjúkrahússins taki afstöðu í málinu og myndi sér stefnu. Slík framtíðarsýn var síðast mótuð að þessu leyti fyrir Landspít- alann við Hringbraut á áttunda ára- tugnum með svokallaðri Weeks-áætl- un. Gera verður ráð fyrir því að vel ígrunduð stefnumörkun taki nokkurn tíma. En með markvissri vinnu mætti nálgast niðurstöðu fyrir lok þessa árs. Uppbygging spítalans er langtíma- verkefni og öllum ljóst að þær eignir sem þegar hafa risið verður að nýta enn um sinn. Hafa verður hugfast að verið er að reisa nýjan barnaspítala við Hringbraut og þar verða höfuð- stöðvar barnalækninga í næstu fram- tíð. Undirbúningur stefnumörkunar og nýbygging, einkum ef reistur yrði nýr spítali á einum stað, tæki 6 til 8 ár, þ.e. ákvörðun, hönnun, skipulag og byggingartími. Því má öllum vera ljóst að Landspítali – háskólasjúkra- hús verður að mestu í núverandi hús- næði næstu árin. Hvað er framundan? Þótt veigamikil verkefni séu fram- undan við að móta spítalanum framtíð til langs tíma þá eru einnig aðkallandi viðfangsefni núna. Margt af því sem gert er nú hefur veruleg áhrif á fram- tíðina. Stjórnendur spítalans kapp- kosta að gera ekki breytingar sem hindra, hvað þá fara gegn, skynsam- legri þróun til langs tíma. Starfsmenn spítalans reka þétt á eftir ákvörðunum um framtíðina. Nauðsynlegt er að ljúka sem fyrst sameiningu sérgreina og annarri verkaskiptingu í aðalbyggingum spít- alans við Hringbraut og í Fossvogi. Framkvæmdastjórn hefur nú ákveðið að sameina taugalækningar, lungna- lækningar og smitsjúkdómalækning- ar í Fossvogi, krabbameinslækningar og blóðmeinafræði við Hringbraut og að aðalstöðvar endurhæfingarþjón- ustu verði á Landspítala Grensási. Tilkoma nýs barnaspítala haustið 2002 verður mikil framför og leyfir sameiningu og endurskipulagningu hverrar sérgreinarinnar af annarri í aðalbyggingunum við Hringbraut og í Fossvogi. Enn fremur þarf að ákveða hvar slysa- og bráðaþjónusta spítalans verði. Af faglegum og rekstrarlegum ástæðum hlýtur bráðaþjónustan að eiga að vera sem mest á einum stað. Aðstaða slysadeildarinnar í Fossvogi er bágborin og leyfir ekki aukið álag að óbreyttu enda eru endurbætur þar forgangsverki á næsta ári. Með sama hætti er augljóst að aðstæður við Hringbraut leyfa naumast að óbreyttu að sameina starfsemina þar. Ætlunin er að ákveða tilhögun slysa- og bráðastarfseminnar fyrir lok apríl þegar fyrir liggur nauðsynleg undir- búningsvinna. SJÚKRAHÚS FRAMTÍÐARINNAR Magnús Pétursson Fjölmargar áleitnar spurningar, sem snerta starf spítalans, hafa vaknað á þessu eina ári sem liðið er frá því ákveðið var að sameina sjúkrahúsin í Reykjavík. Í þessari fyrstu grein af fjórum fjallar Magnús Pétursson um aðkallandi mál í starfsemi Landspítala – háskólasjúkrahúss. Höfundur er forstjóri Landspítala – háskólasjúkrahúss. Morgunblaðið/Árni Sæberg Af faglegum og rekstrarlegum ástæðum hlýtur bráðaþjónustan að eiga að vera sem mest á einum stað, segir greinarhöfundur. Aðstaða slysa- deildar í Fossvogi er bágborin og leyfir ekki aukið álag að óbreyttu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.