Morgunblaðið - 22.03.2001, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 22.03.2001, Blaðsíða 35
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. MARS 2001 35 Ertu meðvitaður um gæði Sjáðu merkið Afsláttur 20% af ísl. grafík. Ath. Ísl. myndlist e. Karólínu, Ingibj. Eggerts, Einar Hákonar, J. Reykdal, Atla Má, Tolla, Flóka, Hring o.fl.Afsláttur 20% Speglar eftir þínu máli. Síðumúla 34 • 108 Reykjavík Sími 533 3331• Fax 533 1633 Tilboð Super gler er glært glampafrítt gler. „Sjáðu muninn“. Opið frá kl. 9.00 - 18.00 mán. - fös. Laugardag 10-16 og sunnudag 13-17 NICOLE Vala og Árni Heimir eru bæði í tónlistarnámi í Bandaríkjun- um, en tónleikarnir eru haldnir í kjölfar lokatónleika Nicole við New England Conservatory í Boston, en þaðan lýkur hún meistaragráðu í vor. Árni Heimir leggur stund á framhaldsnám í tónvísindum við Harvard-háskólann og fékk Nicole hann til að leika undir á píanó á út- skriftartónleikunum. „Við munum flytja sömu efnisskrá á tónleikunum í Salnum í kvöld, en ég var svo hepp- in að Árni Heimir skyldi vilja koma með mér til Íslands til að flytja hana,“ segir Nicole. Þetta verða fyrstu einleikstónleikar hennar í Reykjavík en þau Árni Heimir léku fyrst saman opinberlega á tónleik- um á Akureyri í fyrrasumar. Efnisskráin rekur sögu sellósins Nicole þótti við hæfi að horfa til síðustu aldar við val á verkum í efn- isskrána, en um er að ræða tónlist frá 20. öld. Þá er efnisskráin jafn- framt valin út frá sögu sellósins. „Tuttugasta öldin var mjög mikil- væg í þróun sellósins, en það var fyrst á þeirri öld sem sellóið varð jafn vinsælt einleikshljóðfæri og fiðl- an. Frumkvöðlar í sellóleik voru mjög mikilvægir í þessari þróun, en sellóleikarar á borð við Spánverjann Pablo Casals, Mstislav Rostropovich og Pjatrgorski áttu mikinn þátt í að vekja áhuga tónskálda á hljóðfær- inu,“ segir Nicole og bætir því við að þannig sé þema tónleikanna að leika tónlist sem skrifuð er fyrir selló á liðinni öld. „Sellóið nýtur sín mjög vel í þessum tónverkum sem eru á efnisskránni. Um er að ræða djúp og lagræn verk þar sem áhersla er lögð á eiginleika hljóðfærisins.“ Tónleikarnir hefjast á Sónötu fyr- ir selló og píanó í d-moll eftir Claude Debussy frá 1915. Um er að ræða þá fyrstu af sex sónötum fyrir ýmis hljóðfæri sem hann hugðist semja, en entist aðeins aldur til að ljúka við þrjár. Sónatan er því eitt af síðustu verkunum sem tónskáldið samdi. Árni Heimir bendir á að um sé að ræða nokkuð óvenjulegt verk fyrir Debussy. „Það er innhverft og dul- úðugt, en á köflum fullt af kímni,“ segir hann. Argentínsk og rússnesk tónlist Næst á efnisskrá er Svíta nr. 3 fyrir einleiksselló sem samin var 1971 og er tileinkuð rússneska selló- leikaranum Rostropovich og tón- skáldinu Dmitri Shostakovich. „Um er að ræða tilbrigði við fjögur stef, sem byggð eru á rússneskum þjóð- lögum. Það óvenjulega við lagið er það að tilbrigðin koma öll fyrst, en stefin síðan í lokin,“ segir Nicole og bætir því við að um sé að ræða mjög dæmigerða rússneska tónlist með tregafullum undirtóni. Eftir hlé verður flutt annað rúss- neskt verk, Sónata fyrir selló og píanó eftir Sergei Prokofiev. „Þetta er að mörgu leyti dæmigerð tónlist fyrir það sem rússnesku tónskáldin voru að gera á Stalíntímanum,“ seg- ir Árni Heimir. Sónatan er samin árið 1949 en þá voru tónskáldum lagðar strangar línur og verkin mjög rækilega rit- skoðuð áður en flytja mátti þau á tónleikum. Helst áttu verkin að vera glaðleg og aðgengileg fyrir alþýðu manna. „Það er skemmtilegt að hlusta á hvernig tónskáldið vinnur með þessar takmarkanir. Tónskáld- ið virðist tefla fram mjög róttækum andstæðum, sem endurspegla e.t.v. ákveðna firringu. Og líkt og öll góðu tónskáldin sem unnu við þessar að- stæður fer Prokofiev oft út á ystu nöf þess sem er leyfilegt, en gætir þess þó að fara aldrei fram af brún- inni.“ Nicole bætir því við að verkið notfæri sér mjög vel þá eiginleika sem sellóið hefur upp á að bjóða, auk þess að vera mjög vel skrifað fyrir píanóið. Síðasta verkið á efnisskránni er Pampeana nr. 2 eftir Alberto Ginastera, þjóðarskáld Argentínu- manna. „Það er drifið áfram af mikl- um krafti og er fullt af þjóðlegum dansrytmum argentískra þjóðlaga. Þetta er ofsalega flott verk,“ segir Nicole og Árni Heimir tekur undir það. „Þetta er mjög krefjandi verk fyrir sellóleikarann, píanóleikarinn sleppur mun betur,“ segir hann. Að loknum tónleikunum halda tónlistarmennirnir ungu aftur til Bandaríkjanna. Árni Heimir mun halda áfram að vinna að doktorsrit- gerð sinni um sögu íslenska tví- söngsins, en Nicole þarf að ljúka bóklegum hluta námsins áður en hún útskrifast með meistaragráðu í vor. Tónleikarnir í kvöld eru sem fyrr segir haldnir í Salnum í Kópa- vogi og hefjast kl. 20. „Horft til liðinnar aldar“ Tónlist samin fyrir selló á 20. öld verður viðfangsefni tónleika Nicole Völu Cariglia sellóleikara og Árna Heimis Ingólfssonar í Salnum í kvöld. Heiða Jóhannsdóttir ræddi við listamennina. Ljósmynd/Ásdís Nicole Vala Cariglia og Árni Heimir Ingólfsson. SÝNING á verkum listamannsins Sri Chinmoy verður opnuð í Ráð- húsi Reykjavíkur í dag, fimmtudag, kl. 17.15. Þetta er fyrsta sýning á verkum Sri Chinmoy sem haldin er hér á landi en hann hefur komið til Ís- lands oftsinnis áður, síðast í októ- ber sl. þar sem hann hélt frið- artónleika í Háskólabíói. Sýningin spannar fjölmörg ár í ferli Sri Chinmoys. Mest eru þetta akrílverk en einnig mun sýningin geyma litskrúðugar tússteikningar. Sýningin stendur til 8. apríl. Hún er opin mánudaga til föstudaga frá kl. 8 – 19, og laugardaga og sunnu- daga frá kl. 12 – 18. Aðgangur er ókeypis. Sýning á verkum Sri Chinmoy  ÖRNEFNI og leiðir í landi Garðabæjar er titill bókar eftir Guð- laug Rúnar Guðmundsson sagn- fræðing. Bókin er sú þriðja í ritröð- inni Safn til sögu Garðabæjar en áður hafa komið út bækurnar Frá fjöru til fjalls og Byggð milli hrauns og hlíða. Ritið er skráð eftir gömlum heimildaritum, landamerkjaskjölum, máldögum, jarðabókum, örnefnalýs- ingum, uppdráttum og heimild- armönnum. Ritinu er skipt í þrennt: Landlýs- ing þar sem svæði eru afmörkuð og þeim lýst, Garðahverfi, Hraunsholt, Hofsstaðir og Hagakot, Arnarnes, Urriðakot, Setberg, Vífilsstaðir og Garðaland. Í öðrum hluta verksins eru sýndar gamlar leiðir, fiskimið og viðmiðunarstaðir. Þriðji hlutinn er örnefnalýsing í stafrófsröð. Höfundur hefur safnað örnefnum og skráð örnefnalýsingar í Reykja- vík, Kópavogi og Mosfellsbæ. Á ár- unum 1993–1994 skráði hann ör- nefnalýsingu Garðabæjar en vann eftir það að leiðréttingum og endur- skoðun á merkingu örnefna á vinnu- kortum allt til ársins 2000. Útgefandi er Garðabær. Bókin er 165 bls. Hönnun E. Backman auglýs- ingastofa. Filmuvinna og prentun: Prentsmiðjan Grafík. Umsjón með útgáfu höfðu Erla Jónsdóttir, fyrr- verandi bæjarbókavörður í Garða- bæ, og Oddný Björgvinsdóttir bæj- arbókavörður. Bókin er til sölu á Bókasafni Garðabæjar og í Bókabúð- inni Grímu í Garðabæ. Verð 3.000 kr. Nýjar bækur SAFN greina og viðtala eftir Pétur Pétursson þul kemur út hjá bóka- útgáfunni Hólum á Akureyri fyrir næstu jól. Titill bók- arinnar verður „Úr fórum þul- ar“ og mun hún, að sögn Jóns Hjaltasonar, út- gáfustjóra hjá Hólum, inni- halda greinar sem Pétur hefur skrifað í Morg- unblaðið á und- anförnum árum, auk annars áður óbirts efnis. „Það eru meðal annars ákaflega merkileg viðtöl sem hann hefur tekið við fólk sem segir frá ævi sinni og tilteknum atburðum sem hafa komist inn í þjóðarsöguna,“ segir Jón. Pétur Pétursson Nýjar bækur Með prentara og án prentaraFyrir rafhlöðu og 220 V AC RÖKRÁS EHF. Kirkjulundi 19, sími 565 9393 Hágæða vogir á góðu verði alltaf á fimmtudögum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.