Morgunblaðið - 22.03.2001, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 22.03.2001, Blaðsíða 57
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. MARS 2001 57 kennara unglingadeildar. Nú þegar Magnús Jón er farinn hefur ljár dauðans slegið þrjú yngstu þessara sex. Magnús hélt tryggð við Víðistaða- skóla en ég fór í önnur störf. Ekki skildi samt leiðir. Á þriðja áratug störfuðum við saman í Alþýðubanda- laginu, reyndar ekki alltaf sammála og hvorugt lá á skoðun sinni í ein- stökum málum. Grundvallarskoðan- ir voru þó þær sömu og væri okkur falið að vinna verkefni saman gekk það vel, hvort sem um var að ræða útmokstur á drasli eða uppstillingu í stjórn. En við þekktumst í raun lítið þrátt fyrir löng kynni. Þess vegna hringdi ég ekki strax í Magnús Jón þegar ég frétti af veikindum hans og erfiðri baráttu við þau – og nú er hann farinn og mistök mín verða ekki bætt. Ég hikaði við að hringja í Magnús, þann Magnús sem stundum hleypti engum í návígi. En þungu brýrnar voru gríma yfir dugnaðarforki, at- hugulum, skörpum og reyndum Magnúsi Jóni sem ætíð var gott að leita til þegar vanda bar að höndum í pólitísku starfi. Nú nýtur krafta hans ekki lengur við í Samfylking- unni sem hann tók þátt í að skapa. Hann sá snemma mikilvægi þess að þau öfl sameinuðust sem tryggja vildu frelsi allra með öryggisneti vel- ferðarkerfisins, sameinuðust til þess að hafa áhrif í stað þess að tryggja andstæðingunum völd með því að hnotabítast um hluti sem næðu hvort eð er ekki fram að ganga eftir lýð- ræðislegum leiðum. Ekki var Magnús Jón alltaf þung- brýnn og við fylgdumst með því flokkssystkinin og vinnufélagarnir þegar hann var að byrja að kynnast Jóhönnu. Hann vissi hvað hann vildi og Jóhanna stóð seinna við hlið hans á hverju sem gekk. Hún hafði hrifist líka enda voru þau tvö ótrúlega lík á margan hátt, ákveðin og fylgin sér, og kraftur Jóhönnu lagðist við kraft Magnúsar og jók afl hans meira en tvöfalt. Nú stendur Jóhanna á kross- götum að nýju við lát maka. Sorgin og söknuðurinn eru myrk en synir Jóhönnu verða henni birtugjafar. Ég sendi þér, Jóhanna, sonum þínum og sonarsonum, dóttur Magnúsar Jóns og öllum ættingjum hans einlægar samúðarkveðjur. Þótt Magnús Jón sé farinn lifa minningarnar. Guðrún Bjarnadóttir, form. Alþýðubandalagsins í Hafnarfirði. Samfylkingin í Hafnarfirði kveður með söknuði í dag einn af dyggustu félögum sínum, Magnús Jón Árna- son, sem féll frá í liðinni viku, langt fyrir aldur fram. Jafnaðar- og félags- hyggjufólk í Hafnarfirði hefur misst baráttumann fyrir betra samfélagi, baráttumann sem aldrei gafst upp í ræðu og riti, baráttumann sem gaf mikið af sér til uppbyggingar í Hafn- arfirði og í öllum þeim verkum sem hann kom að. Sú reynsla sem Magnús Jón hafði af störfum sínum í skólum og af félagsstörfum á vegum kennara og víðar nýttist vel þegar hann var kjör- inn bæjarfulltrúi fyrir Alþýðubanda- lagið. Magnúsi Jóni fórst þá strax einkar vel að koma frá sér vel mót- uðum hugmyndum inn í það sam- starf sem hann átti með bæjar- fulltrúum Alþýðuflokksins og var hann á þeim tíma formaður í vel starfandi bæjarráði. Magnús Jón var einn af dyggustu stuðningsmönnum stofnunar Sam- fylkingarinnar og var sú undirbún- ingsvinna sem hann lagði fram ómet- anleg í alla staði. Í undirbúningi Alþingiskosninga vorið 1999 kom vel í ljós áhrifamáttur Magnúsar Jóns þegar tókst að sameinast undir merkjum Samfylkingarinnar í fram- boði. Hann tók þá sæti á framboðs- listanum í Reykjaneskjördæmi og tók virkan þátt í kosningabaráttunni. Haustið 1999 sameinuðust fram- boð jafnaðar-, félagshyggju- og kvenfrelsissinna ásamt óháðum í Samfylkingunni í Hafnarfirði. Magn- ús Jón var stoð og stytta í stofnun félagsins og starfaði fyrir Samfylk- inguna í nefndum innan bæjarkerfis Hafnarfjarðar. Síðastliðið vor kom ennþá einu sinni í ljós hve Magnús Jón var vel metinn er honum var fal- ið að annast störf í uppstillingar- nefnd fyrir stjórnarkjör í Samfylk- ingunni á stofnþinginu í Borgar- leikhúsinu. Magnúsi Jóni tókst þá að ljúka málum þannig að öllum fannst þær lausnir sem hann bauð óaðfinn- anlegar. Nýlega hélt Samfylkingin opinn fund í Hafnarborg með formanni og varaformanni flokksins. Flutti sá fjölmenni fundur kraft og hlýju til Magnúsar Jóns í þeim erfiðu veik- indum sem hann stóð í. Það vita allir sem þekktu Magnús Jón að æðru- leysi hans og dugnaður hefur hjálpað honum mikið í þeirri baráttu. Um leið og Samfylkingin í Hafn- arfirði kveður einn af sínum virkustu félögum, félaga sem bar uppi hug- sjónavinnu jafnaðar- og félags- hyggjufólks, sendum við félaga okk- ar Jóhönnu auk móður og tengdamóður, barna, barnabarna og systkina Magnúsar hugheilar sam- úðarkveðjur. Þau hafa öll misst góð- an dreng og við óskum þess að Guð styrki þau í söknuði þeirra. Með Magnúsi Jóni er genginn einn sá vandaðasti og eftirminnileg- asti maður sem við höfum kynnst. Megi Guð vera með honum. F.h. Samfylkingarinnar í Hafnar- firði. Gunnar Svavarsson, formaður. „Kenn oss að telja daga vora.“ Þessi orð helgrar bókar flugu um huga minn, þegar ég fregnaði um síðustu áramót, að Magnús Jón Árnason, maður í blóma lífsins, að- eins 53 ára gamall, hefði skyndilega komið helsjúkur heim frá námsdvöl í Bandaríkjunum. Hann er nú látinn eftir skamma og erfiða sjúkdóms- legu. Daga okkar vildum við öll geta talið. Enginn veit þó ævina fyrr en öll er og ef til vill fer best á því. Við Magnús Jón Árnason sátum saman í bæjarstjórn Hafnarfjarðar í nokkur ár. Áður hafði ég heyrt hans getið sem góðs íslenskukennara við Víðistaðaskólann í Hafnarfirði, en þekkti ekki til hans af eigin raun. Kynni okkar hófust því fyrst í bæj- arstjórn Hafnarfjarðar. Þar vorum við pólitískir andstæðingar, hann fulltrúi Alþýðubandalagsins, en ég Sjálfstæðisflokksins. Oft tókumst við á í ræðu og riti á þessum árum, eins og ætíð hlýtur að vera í orrahríð stjórnmálanna. Magnús Jón var fylginn sér í málflutningi og sjálfsagt létum við aldrei hvor annan eiga neitt inni hjá hinum. Á þessum árum okkar í bæjar- stjórn kynntist ég Magnúsi Jóni all- vel. Við sátum saman í bæjarráði í fjögur ár, þar sem fundir voru minnst vikulega. Bæjarráð fjallar jafnt um hin stærstu sem hin smæstu mál. Segja má, að þar séu menn í persónulegu návígi, þar sem hver og einn heldur á sínum málstað um leið og hann verður að vinna að lausn og niðurstöðu. Fundir geta staðið tímunum saman og oft orðið þreytandi. Þar reynir á menn og stóryrði duga skammt. Enginn getur kastað fram fullyrðingum og hlaupið síðan af fundi. Menn verða að standa fyrir sínu, en um leið að forðast sjálf- helduna. Magnús Jón var einlægur vinstrimaður og hélt fast á sínum málstað. Mér fannst hann þó jafnan reiðubúinn til að hlýða á sjónarmið andstæðingsins, sem telja verður kost á hverjum manni. Það er ætíð álitamál, hvað rifja skal upp í minningargrein. Ég læt þó eftir mér að geta atviks frá um- ræðum í bæjarstjórn, sem við Magn- ús Jón minntumst oft síðar. Verið var að ræða fjárhagsáætlun bæjar- sjóðs og umræðum útvarpað. Magn- ús Jón var að tala og ég næstur á mælendaskrá. Hann var óvenju langorður að þessu sinni, en kominn að því að ljúka máli sínu. Þá vildi svo til, að ég þurfti nauðsynlega að kasta af mér vatni. Sá ég fram á, að Magn- ús Jón myndi ljúka máli sínu á með- an ég sinnti kalli náttúrunnar. Ég yrði því ekki til staðar, þegar ég ætti að taka til máls. Ég gekk því til Magnúsar Jóns, sem sat öndvert við mig í salnum, hvíslaði í eyra hans hvernig á stæði og bað hann bless- aðan um að halda áfram ræðunni, þar til ég kæmi aftur. Magnús Jón brosti, kinkaði til mín kolli, lengdi ræðuna og allt fór vel. Daginn eftir spurðu nemendur Magnúsar Jóns í Víðistaðaskóla hann um þessar um- ræður, sem höfðu verið nokkuð harð- skeyttar á köflum eins og gengur, þar á meðal á milli okkar tveggja. Hann sagði þeim þá þessa sögu. Nemendurnir urðu undrandi, að því er Magnús Jón sagði mér síðar, yfir því að menn, sem átt hefðu í hvössum orðaskiptum, gætu verið svo mann- legir í framkomu hvor við annan. Ég rifja þessa sögu upp hér vegna þeirra mannlegheita, sem hún geym- ir. Það var einmitt hið mannlega í fari Magnúsar Jóns sem ég mat mest. Hann var vel greindur, víðles- inn, ljóðelskur og unnandi íslenskrar tungu. Hann var mikilhæfur kennari og skólamaður. Utan hins hefð- bundna orustuvallar stjórnmálanna ræddum við oft þessi og önnur hugð- arefni okkar. Það voru friðarstundir. Þá voru vopnin kvödd. Magnús Jón Árnason var fæddur á Akureyri, en ól lengst aldur sinn í Hafnarfirði. Hér var hann kennari, yfirkennari, bæjarfulltrúi og bæjar- stjóri og lagði víðar gjörva hönd að verki. Að leiðarlokum minnist ég hans með þakklæti fyrir góð kynni. Við Sigríður sendum Jóhönnu Ax- elsdóttur, eftirlifandi eiginkonu Magnúsar Jóns Árnasonar, og ást- vinum hans innilegar samúðarkveðj- ur. Árni Grétar Finnsson. Síðla sumars árið 1987 áttum við undirrituð, um 25 manna hópur á 14. ári, að hefja nám í 8. bekk við Víði- staðaskóla í Hafnarfirði. Því fylgir alltaf spenna að byrja í skólanum en meðal okkar fylgdi þessari skóla- byrjun enn meiri spenna þar sem nýr umsjónarkennari bekkjarins yrði Magnús Jón Árnason, sem með- al okkar var betur þekktur sem „Maggi svarti“. Af einhverjum ástæðum var uppi þrálátur orðrómur í skólanum þess efnis að Magnús þessi væri óskap- lega strangur og það að lenda í hon- um væri hreinasta martröð! Af þess- um orðrómi höfðum við ekki heldur farið varhluta og því ekki að neita að sum okkar voru örlítið smeyk vegna komandi vetrar, þótt engu okkar hefði hann kennt áður. Fyrsta skóladag þegar við mætt- um í fyrsta tíma hjá Magga, eins og við kölluðum hann alltaf, gerðum við það sem við höfðum alltaf gert vet- urinn áður, að vera á skónum í skóla- stofunni. Maggi var þungur á brún og horfði alvarlegur yfir hópinn. Hann sagði ekki neitt og hafði ekki einu sinni fyrir því að kynna sig. Þegar við höfðum komið okkur fyrir í sætunum og ró komin á var það fyrsta sem Maggi sagði við okkur: „Hvar eiga skórnir að vera?“ Það er skemmst frá því að segja að við flýtt- um okkur öll fram í fatahengi til að fara úr skónum. Hugmyndir okkar um Magga höfðu fengið byr undir báða vængi og ekki laust við að sum okkar hafi hugsað eitthvað á þá leið að framundan væri erfiður og jafnvel leiðinlegur vetur. Það reyndist al- rangt. Það er reyndar rétt að Maggi var strangur, nógu strangur til að öðlast virðingu nemenda og hafa góð tök a bekknum. Þetta lærðum við að meta sem góðan kost í fari hans, á þeim tveimur árum sem hann kenndi okk- ur íslensku jafnframt því að vera umsjónarkennari okkar. En Maggi var líka svo margt annað en bara strangur. Til að mynda var gaman að tala við Magga, enda var hann vel að sér á mörgum sviðum. Sérstaklega var pólitíkin honum hugleikin og eins íþróttirnar, enda mikill stuðnings- maður Hauka. Maggi var líka frábær húmoristi, fyrst og fremst vegna þess hversu lúmskur grínisti hann var. Iðulega tók það okkur tíma að átta okkur á gríninu hans, því sjaldnast brosti hann eða hló að sjálfum sér. Ein- hverju sinni voru farnar af stað miðasendingar milli einhverra í bekknum í íslenskutíma hjá Magga þegar hann leit skyndilega upp, gerði einn miðann upptækan og las hann yfir, grafalvarlegur á svip. Þeg- SJÁ NÆSTU SÍÐU :              5/*7.5 -./5- ; @  AB %'    5 )     0 "    ;    4        ! "  #+ 2&&  )$!"   , # !$!"  ? %  $$  6$  # !$!"     # !$$ * 1"  # !$!"  5 &$1"$$   ,    ,  )(  7.-; 5/ - '(; 4  + !   "  #+ ,&&   # !$!"    # !$!"                  )(    !  C5 -/6- 5-0*6  .  4     ;  ! "   * !  "  #+ &+&   &)$!"  + !5  2# $ $ #)# $ $ 5 ?# $ $ .  $!"  5 &$  $  )"$!"  ) #&$$ * ! +,$!"  %$   + 5  2$!  $  )" ,$$ 5  2 . 5  2$!  $ 5 :< $$  +,*  !"  5 &$ . '4*  !"  1"2 6$$ $& *  $  #&)$$ %  +,$!"  ).( $)$$ 1&  6$!"  1" )$!"  < )"5 &$$            *-..C5 -    #   +&$  AD   6     9 !    !  #   '   "'$!"  ,  ! ,   ,    , :                %1-0--7   '   AE - $ ! "    <  "  #+ %&& -(     3    3  !   4   )    4 !   )   &++& + ;$&&#, / /  )  4 1"2  + ! $!"  - %  $$ / F1"$!"  - 5 %  $!"     0"# $$ 5   %  $!"  + ! 7 %  $$ 1"2 * %  $$ 5 1 %  $!"  +4!$  !"  / 3  $ %  +5  $ -" 7 '$$ + !  "$$
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.