Morgunblaðið - 27.03.2001, Side 23

Morgunblaðið - 27.03.2001, Side 23
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. MARS 2001 23 RÚSSNESKA stjórnin kom í gær á fót sérstakri sveit, undir forystu háttsettra embættismanna, sem á að berjast gegn hermdarverkum eftir þrjú sprengjutilræði í Suður-Rúss- landi um helgina. 23 biðu bana og rúmlega 130 særðust í tilræðunum og talið er að tsjetsjenskir uppreisn- armenn hafi verið að verki. Míkhaíl Kasjanov forsætisráð- herra stofnaði sveitina þar sem ótt- ast er að tsjetsjenskir uppreisnar- menn hyggi á fleiri sprengjutilræði í héruðum í grennd við Tsjetsjníu og stærstu borgum landsins. Í sveitinni eru meðal annars Níkolaj Patrúshov, yfirmaður öryggislögreglunnar FSB, Ívan Golúbev aðstoðarinnan- ríkisráðherra, ríkissaksóknarinn Vladímír Ústinov og héraðsstjóri Stavropol, Alexander Tsjernogorov. Pútín lofar hörðum aðgerðum Tilræðin á laugardag voru gerð í bæjunum Míneralnje Vodí og Jes- entúkí í Stavropol, grannhéraði Tsjetsjníu, og Kákasus-lýðveldinu Karatsjajevo-Tsjerkesja. Vladímír Pútín Rússlandsforseti hefur lofað fjölskyldum fórnarlamb- anna að grípa til „mjög harðra að- gerða“ gegn tsjetsjenskum hermd- arverkamönnum. Lögreglan og öryggissveitir hafa hafið mikla leit að tilræðismönnunum og hermt er að þrír menn hafi verið handteknir í Grosní, höfuðstað Tsjetsjníu, vegna gruns um að þeir hafi skipulagt til- ræðin. Rússneska dagblaðið Kommers- ant sagði að tilræðin sýndu að ekkert væri að marka yfirlýsingar yfirvalda um að verið væri að uppræta hryðju- verkahópa Tsjetsjena. Dagblaðið Ízvestía sagði að rússneskur al- menningur væri orðinn þreyttur á stríðinu í Tsjetsjníu og gæti ekki stutt hernaðaraðgerðir Rússa í hér- aðinu miklu lengur ef blóðsúthelling- unum linnti ekki. Barátta gegn hryðjuverka- mönnum hert Moskvu. Reuters, AFP. FRELSISFLOKKURINN í Aust- urríki beið mikinn ósigur í borgar- stjórnarkosningum í Vín á sunnudag en stjórnarandstöðuflokkar juku fylgi sitt. Austurrísk dagblöð sögðu að úrslitin væru mikið áfall fyrir Jörg Haider, leiðtoga Frelsisflokks- ins, sem lét mikið að sér kveða í kosningabaráttunni og beindi eink- um spjótum sínum að leiðtoga gyð- inga í Austurríki og innflytjendum. Frelsisflokkurinn missti um fjórð- ung fylgis síns frá síðustu kosning- um árið 1996 og er þetta mesti ósigur flokksins frá því að Haider varð leið- togi hans fyrir 15 árum. Fylgi flokksins minnkaði úr 27,9% í 20,3%. Jafnaðarmenn með borgar- stjórann Michael Häupl í broddi fylkingar juku hins vegar fylgi sitt úr 39,2% í 46,8% og náðu meirihluta í borgarstjórninni, fengu 52 sæti af 100. Ósigurinn rakinn til árása á leiðtoga gyðinga Fylgi Þjóðarflokks Wolfgangs Schüssels kanslara, sem myndaði ríkisstjórn með Frelsisflokknum í febrúar á síðasta ári, jókst lítillega, úr 15,3% í 16,4%. Græningjar fengu 12,5% at- kvæðanna en voru með 7,9% í síð- ustu kosningum. „Gyðingahatur Jörgs Haiders leiddi að lokum til ósigurs,“ sagði dagblaðið Der Standard og vísaði til harkalegrar gagnrýni Haiders á leið- toga gyðinga, Ariel Muzicant, í kosn- ingabaráttunni. Haider sakaði Muz- icant meðal annars um að vera óþjóðrækinn, breiða út lygar erlend- is um að gyðingar og aðrir minni- hlutahópar væru ofsóttir í Austur- ríki, og vera viðriðinn vafasöm fasteignaviðskipti í Vín. Muzicant hefur höfðað meiðyrða- mál gegn Haider vegna þessara ásakana. Haider er þekktastur er- lendis fyrir umdeild ummæli um austurríska nasista og hann baðst síðar afsökunar á þeim. Haider hefur sagt af sér sem leið- togi Frelsisflokksins en er enn mjög áhrifamikill í flokknum. Hann fór fyrir flokknum í kosningabaráttunni og flutti ræður á fundum flokksins í Vín síðustu dagana fyrir kosningarn- ar. Frelsisflokkurinn dreifði einnig veggspjöldum þar sem orðin „út- lendingar“, „glæpir“ og „eiturlyf“ voru spyrt saman. „Árásir Haiders á gyðinga höfðu augljóslega þveröfug áhrif og fældu kjósendur frá flokknum, eða vöktu að minnsta kosti ekki hrifningu þeirra,“ sagði stjórnmálaskýrandinn Ferdinand Karlhofer. Hann bætti við að margir kjósenda Frelsis- flokksins væru óánægðir með fram- göngu hans í ríkisstjórninni sem hef- ur beitt sér fyrir erfiðum umbótum, meðal annars sparnaðaraðgerðum. „Margir stuðningsmanna Frelsis- flokksins kusu ekki og sátu heima,“ sagði Karlhofer. Jafnaðarmenn og græningjar sögðu að úrslitin væru mikið áfall fyrir stjórnina en Schüssel og ráð- herrar hans neituðu því og sögðu að kosningarnar hefðu ekki snúist um landsmálin, heldur aðeins málefni Vínar. Næstu þingkosningar í Austurríki eiga að fara fram eftir tvö og hálft ár. Frelsisflokkurinn bíður ósigur í borgarstjórakosningum í Vínarborg Talið mikið áfall fyrir Haider Reuters Jörg Haider á lokakosningafundi Frelsisflokksins í Vín á laugardag. Vín. Reuters, AP. TALIÐ er að 58 drengir á aldrinum 15–18 ára hafi farist í eldsvoða í Kyanguli-heimavistarskólanum í suðausturhluta Kenýa snemma í gærmorgun og tugir að auki brenndust illa. Grunur leikur á um að brennuvargur hafi verið að verki. Grátandi ættingjar biðu fyrir utan sótugt skólahúsið í gær en björgunarmenn reyndu að finna vísbendingar um orsakir brunans. Sumir foreldranna höfðu áður brot- ið niður hlið í örvæntingu sinni til að komast að húsinu. „Við höfum grun um að þetta hafi verið íkveikja,“ sagði yfirmaður lög- reglu í nágrannabænum Machakos, Julius Narangwi. Að sögn eins kennarans, Francis Ngunga, kom nemandi út úr svefnsalnum um nóttina til að segja eftirlitskonu á staðnum að bleyta væri á gólfi sal- arins. Er þau komu aftur að dyr- unum sem hann hafði notað var bú- ið að læsa þeim og húsið í ljósum logum. Aðrar dyr á salnum voru einnig læstar en nokkrum drengj- um tókst að brjótast út um einar dyrnar. Rimlar eru fyrir gluggum hússins til að verjast innbrotsþjóf- um. Þak múrsteinshússins, sem er ein hæð, hrundi í eldsvoðanum. Flest líkin voru á gangi milli raða af rúm- um, nokkrir drengjanna höfðu dáið í svefni. Einn af sjónarvottum á staðnum sagði að sex verðir hefðu verið að störfum en komið of seint á staðinn vegna þess að þeim hefði ekki borist nein viðvörun. Húsið var í björtu báli og drengirnir innilok- aðir. „Við gátum ekki hjálpað þeim,“ sagði maðurinn. Fyrir þrem árum dóu meira en tuttugu skólastúlkur í eldsvoða öðr- um skóla í landinu og hafði þá dyr- um einnig verið læst yfir nóttina. Fyrr í mánuðinum dóu yfir 20 stúlkur í bruna í öðru Afríkulandi, Nígeríu. 58 drengir brunnu inni í Kenýa Grunur um íkveikju Machakos í Kenýa. AFP, Reuters. ÍSLAMSKA hreyfingin Talib- an í Afganistan heimilaði í gær útlendingum að skoða leifar tveggja risastórra Búdda-lík- neskja sem voru eyðilögð ný- lega. „Það tók okkur 20 daga að eyða styttunum,“ sagði emb- ættismaður Taliban-stjórnar- innar þegar hann sýndi rústir líkneskjanna sem voru nær 2.000 ára gömul. „Það var erfitt að gereyða þeim. Við urðum að nota sprengiefni.“ Gúsínskí leystur úr haldi DÓMSTÓLL á Spáni úrskurð- aði í gær að leysa bæri rúss- neska fjölmiðlajöfurinn Vladím- ír Gúsínskí úr gæslu- varðhaldi. Búist er við að dómstóll- inn ákveði síðar í vik- unni hvort verða eigi við kröfu rúss- neskra yfir- valda um að Gúsínskí verði framseldur til Rússlands vegna meintra fjár- svika. Úrskurðurinn í gær þyk- ir benda til þess að dómstóllinn hyggist hafna kröfunni. Íbúar Ind- lands 1.027 milljónir ÍBÚAR Indlands voru 1.027 milljónir 1. mars samkvæmt manntali sem aðeins er gert einu sinni á áratug. Íbúunum fjölgaði um 181 milljón frá árinu 1991 til 2001, að því er fram kom í opinberri manntals- skýrslu sem birt var í gær. Fórnarlamba snjóflóðs leitað ÞYRLA flutti í gær björgunar- sveit til vesturhluta Nepals til að grafa upp lík þriggja Ástrala, m.a. átta ára barns, og Ísraela sem talið er að hafi farist í snjó- flóði á laugardag. Snjóflóðið féll nálægt þorpinu Dhunche, 260 km norðvestan við Khatmandu. Konungs- fjölskyldan í litlum metum LEYNILEG viðhorfskönnun, sem gerð var fyrir bresku kon- ungsfjölskylduna, bendir til þess að tæpur helmingur Breta telji að hún sé mikilvæg fyrir Bretland, að sögn dagblaðsins Daily Mail í gær. Rúmur þriðj- ungur aðspurðra sagði að kon- ungsfjölskyldan væri úr tengsl- um við almenning og aðeins einn af hverjum tíu taldi að op- inberu fjárframlögin til hennar væru hæfileg. 71% aðspurðra vildi þó að Bretland yrði áfram konungsríki og aðeins 17% voru hlynnt því að landið yrði lýð- veldi. STUTT Leifar Búdda- líkneskja sýndar Vladímír Gúsínskí SNARPUR eftirskjálfti, sem mældist 5,2 stig á Richterskv- arða, reið yfir Hiroshima og fleiri borgir í vesturhluta Japans í gærmorgun, tveimur dögum eftir 6,4 stiga skjálfta sem varð tveim- ur mönnum að bana og olli mikl- um skemmdum. Ekki var vitað til þess í gær að eftirskjálftinn í gær hefði valdið mannskaða eða miklum skemmd- um. Íbúar Hiroshima skoða hér verslanir sem skemmdust í nátt- úruhamförunum á laugardag. 172 slösuðust í stóra skjálftanum. Snarpur eftir- skjálfti í Japan AP

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.