Morgunblaðið - 27.03.2001, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 27.03.2001, Qupperneq 23
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. MARS 2001 23 RÚSSNESKA stjórnin kom í gær á fót sérstakri sveit, undir forystu háttsettra embættismanna, sem á að berjast gegn hermdarverkum eftir þrjú sprengjutilræði í Suður-Rúss- landi um helgina. 23 biðu bana og rúmlega 130 særðust í tilræðunum og talið er að tsjetsjenskir uppreisn- armenn hafi verið að verki. Míkhaíl Kasjanov forsætisráð- herra stofnaði sveitina þar sem ótt- ast er að tsjetsjenskir uppreisnar- menn hyggi á fleiri sprengjutilræði í héruðum í grennd við Tsjetsjníu og stærstu borgum landsins. Í sveitinni eru meðal annars Níkolaj Patrúshov, yfirmaður öryggislögreglunnar FSB, Ívan Golúbev aðstoðarinnan- ríkisráðherra, ríkissaksóknarinn Vladímír Ústinov og héraðsstjóri Stavropol, Alexander Tsjernogorov. Pútín lofar hörðum aðgerðum Tilræðin á laugardag voru gerð í bæjunum Míneralnje Vodí og Jes- entúkí í Stavropol, grannhéraði Tsjetsjníu, og Kákasus-lýðveldinu Karatsjajevo-Tsjerkesja. Vladímír Pútín Rússlandsforseti hefur lofað fjölskyldum fórnarlamb- anna að grípa til „mjög harðra að- gerða“ gegn tsjetsjenskum hermd- arverkamönnum. Lögreglan og öryggissveitir hafa hafið mikla leit að tilræðismönnunum og hermt er að þrír menn hafi verið handteknir í Grosní, höfuðstað Tsjetsjníu, vegna gruns um að þeir hafi skipulagt til- ræðin. Rússneska dagblaðið Kommers- ant sagði að tilræðin sýndu að ekkert væri að marka yfirlýsingar yfirvalda um að verið væri að uppræta hryðju- verkahópa Tsjetsjena. Dagblaðið Ízvestía sagði að rússneskur al- menningur væri orðinn þreyttur á stríðinu í Tsjetsjníu og gæti ekki stutt hernaðaraðgerðir Rússa í hér- aðinu miklu lengur ef blóðsúthelling- unum linnti ekki. Barátta gegn hryðjuverka- mönnum hert Moskvu. Reuters, AFP. FRELSISFLOKKURINN í Aust- urríki beið mikinn ósigur í borgar- stjórnarkosningum í Vín á sunnudag en stjórnarandstöðuflokkar juku fylgi sitt. Austurrísk dagblöð sögðu að úrslitin væru mikið áfall fyrir Jörg Haider, leiðtoga Frelsisflokks- ins, sem lét mikið að sér kveða í kosningabaráttunni og beindi eink- um spjótum sínum að leiðtoga gyð- inga í Austurríki og innflytjendum. Frelsisflokkurinn missti um fjórð- ung fylgis síns frá síðustu kosning- um árið 1996 og er þetta mesti ósigur flokksins frá því að Haider varð leið- togi hans fyrir 15 árum. Fylgi flokksins minnkaði úr 27,9% í 20,3%. Jafnaðarmenn með borgar- stjórann Michael Häupl í broddi fylkingar juku hins vegar fylgi sitt úr 39,2% í 46,8% og náðu meirihluta í borgarstjórninni, fengu 52 sæti af 100. Ósigurinn rakinn til árása á leiðtoga gyðinga Fylgi Þjóðarflokks Wolfgangs Schüssels kanslara, sem myndaði ríkisstjórn með Frelsisflokknum í febrúar á síðasta ári, jókst lítillega, úr 15,3% í 16,4%. Græningjar fengu 12,5% at- kvæðanna en voru með 7,9% í síð- ustu kosningum. „Gyðingahatur Jörgs Haiders leiddi að lokum til ósigurs,“ sagði dagblaðið Der Standard og vísaði til harkalegrar gagnrýni Haiders á leið- toga gyðinga, Ariel Muzicant, í kosn- ingabaráttunni. Haider sakaði Muz- icant meðal annars um að vera óþjóðrækinn, breiða út lygar erlend- is um að gyðingar og aðrir minni- hlutahópar væru ofsóttir í Austur- ríki, og vera viðriðinn vafasöm fasteignaviðskipti í Vín. Muzicant hefur höfðað meiðyrða- mál gegn Haider vegna þessara ásakana. Haider er þekktastur er- lendis fyrir umdeild ummæli um austurríska nasista og hann baðst síðar afsökunar á þeim. Haider hefur sagt af sér sem leið- togi Frelsisflokksins en er enn mjög áhrifamikill í flokknum. Hann fór fyrir flokknum í kosningabaráttunni og flutti ræður á fundum flokksins í Vín síðustu dagana fyrir kosningarn- ar. Frelsisflokkurinn dreifði einnig veggspjöldum þar sem orðin „út- lendingar“, „glæpir“ og „eiturlyf“ voru spyrt saman. „Árásir Haiders á gyðinga höfðu augljóslega þveröfug áhrif og fældu kjósendur frá flokknum, eða vöktu að minnsta kosti ekki hrifningu þeirra,“ sagði stjórnmálaskýrandinn Ferdinand Karlhofer. Hann bætti við að margir kjósenda Frelsis- flokksins væru óánægðir með fram- göngu hans í ríkisstjórninni sem hef- ur beitt sér fyrir erfiðum umbótum, meðal annars sparnaðaraðgerðum. „Margir stuðningsmanna Frelsis- flokksins kusu ekki og sátu heima,“ sagði Karlhofer. Jafnaðarmenn og græningjar sögðu að úrslitin væru mikið áfall fyrir stjórnina en Schüssel og ráð- herrar hans neituðu því og sögðu að kosningarnar hefðu ekki snúist um landsmálin, heldur aðeins málefni Vínar. Næstu þingkosningar í Austurríki eiga að fara fram eftir tvö og hálft ár. Frelsisflokkurinn bíður ósigur í borgarstjórakosningum í Vínarborg Talið mikið áfall fyrir Haider Reuters Jörg Haider á lokakosningafundi Frelsisflokksins í Vín á laugardag. Vín. Reuters, AP. TALIÐ er að 58 drengir á aldrinum 15–18 ára hafi farist í eldsvoða í Kyanguli-heimavistarskólanum í suðausturhluta Kenýa snemma í gærmorgun og tugir að auki brenndust illa. Grunur leikur á um að brennuvargur hafi verið að verki. Grátandi ættingjar biðu fyrir utan sótugt skólahúsið í gær en björgunarmenn reyndu að finna vísbendingar um orsakir brunans. Sumir foreldranna höfðu áður brot- ið niður hlið í örvæntingu sinni til að komast að húsinu. „Við höfum grun um að þetta hafi verið íkveikja,“ sagði yfirmaður lög- reglu í nágrannabænum Machakos, Julius Narangwi. Að sögn eins kennarans, Francis Ngunga, kom nemandi út úr svefnsalnum um nóttina til að segja eftirlitskonu á staðnum að bleyta væri á gólfi sal- arins. Er þau komu aftur að dyr- unum sem hann hafði notað var bú- ið að læsa þeim og húsið í ljósum logum. Aðrar dyr á salnum voru einnig læstar en nokkrum drengj- um tókst að brjótast út um einar dyrnar. Rimlar eru fyrir gluggum hússins til að verjast innbrotsþjóf- um. Þak múrsteinshússins, sem er ein hæð, hrundi í eldsvoðanum. Flest líkin voru á gangi milli raða af rúm- um, nokkrir drengjanna höfðu dáið í svefni. Einn af sjónarvottum á staðnum sagði að sex verðir hefðu verið að störfum en komið of seint á staðinn vegna þess að þeim hefði ekki borist nein viðvörun. Húsið var í björtu báli og drengirnir innilok- aðir. „Við gátum ekki hjálpað þeim,“ sagði maðurinn. Fyrir þrem árum dóu meira en tuttugu skólastúlkur í eldsvoða öðr- um skóla í landinu og hafði þá dyr- um einnig verið læst yfir nóttina. Fyrr í mánuðinum dóu yfir 20 stúlkur í bruna í öðru Afríkulandi, Nígeríu. 58 drengir brunnu inni í Kenýa Grunur um íkveikju Machakos í Kenýa. AFP, Reuters. ÍSLAMSKA hreyfingin Talib- an í Afganistan heimilaði í gær útlendingum að skoða leifar tveggja risastórra Búdda-lík- neskja sem voru eyðilögð ný- lega. „Það tók okkur 20 daga að eyða styttunum,“ sagði emb- ættismaður Taliban-stjórnar- innar þegar hann sýndi rústir líkneskjanna sem voru nær 2.000 ára gömul. „Það var erfitt að gereyða þeim. Við urðum að nota sprengiefni.“ Gúsínskí leystur úr haldi DÓMSTÓLL á Spáni úrskurð- aði í gær að leysa bæri rúss- neska fjölmiðlajöfurinn Vladím- ír Gúsínskí úr gæslu- varðhaldi. Búist er við að dómstóll- inn ákveði síðar í vik- unni hvort verða eigi við kröfu rúss- neskra yfir- valda um að Gúsínskí verði framseldur til Rússlands vegna meintra fjár- svika. Úrskurðurinn í gær þyk- ir benda til þess að dómstóllinn hyggist hafna kröfunni. Íbúar Ind- lands 1.027 milljónir ÍBÚAR Indlands voru 1.027 milljónir 1. mars samkvæmt manntali sem aðeins er gert einu sinni á áratug. Íbúunum fjölgaði um 181 milljón frá árinu 1991 til 2001, að því er fram kom í opinberri manntals- skýrslu sem birt var í gær. Fórnarlamba snjóflóðs leitað ÞYRLA flutti í gær björgunar- sveit til vesturhluta Nepals til að grafa upp lík þriggja Ástrala, m.a. átta ára barns, og Ísraela sem talið er að hafi farist í snjó- flóði á laugardag. Snjóflóðið féll nálægt þorpinu Dhunche, 260 km norðvestan við Khatmandu. Konungs- fjölskyldan í litlum metum LEYNILEG viðhorfskönnun, sem gerð var fyrir bresku kon- ungsfjölskylduna, bendir til þess að tæpur helmingur Breta telji að hún sé mikilvæg fyrir Bretland, að sögn dagblaðsins Daily Mail í gær. Rúmur þriðj- ungur aðspurðra sagði að kon- ungsfjölskyldan væri úr tengsl- um við almenning og aðeins einn af hverjum tíu taldi að op- inberu fjárframlögin til hennar væru hæfileg. 71% aðspurðra vildi þó að Bretland yrði áfram konungsríki og aðeins 17% voru hlynnt því að landið yrði lýð- veldi. STUTT Leifar Búdda- líkneskja sýndar Vladímír Gúsínskí SNARPUR eftirskjálfti, sem mældist 5,2 stig á Richterskv- arða, reið yfir Hiroshima og fleiri borgir í vesturhluta Japans í gærmorgun, tveimur dögum eftir 6,4 stiga skjálfta sem varð tveim- ur mönnum að bana og olli mikl- um skemmdum. Ekki var vitað til þess í gær að eftirskjálftinn í gær hefði valdið mannskaða eða miklum skemmd- um. Íbúar Hiroshima skoða hér verslanir sem skemmdust í nátt- úruhamförunum á laugardag. 172 slösuðust í stóra skjálftanum. Snarpur eftir- skjálfti í Japan AP
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.