Morgunblaðið - 27.03.2001, Page 37

Morgunblaðið - 27.03.2001, Page 37
þrjú stjórnunarlög, þ.e. fram- kvæmdastjórn, sviðsstjórar og yfir- læknar/deildarstjórar. Þeir síðast- nefndu stjórna sérgreinum. Slíkum stjórnunarstöðum fækkar augljós- lega eitthvað þegar sérgreinar sam- einast. Starfsmenn hafa eðlilega velt fyrir sér hvort sameining spítalanna væri til þess eins að fækka starfsfólki. Það hefur aldrei verið markmiðið, þótt ljóst væri að við sameiningu tveggja fyrirtækja fækkaði yfirmönnum. Framkvæmdastjórum og sviðsstjór- um hefur fækkað og verið er að skipuleggja næsta stjórnunarlag spítalans sem er yfirlæknar og deild- arstjórar. Framkvæmdastjórn ákvað að fara að ráðum samtaka lækna og hjúkrunarfræðinga og aug- lýsa í mörgum tilvikum yfirmanna- stöðurnar. Jafnframt hefur verið við það miðað að þeir sem ættu stutt eft- ir í starfslok gætu samið um þau eða hætt sem yfirmenn. Sú leið fram- kvæmdastjórnar hefur sætt gagn- rýni og verið talið sanngjarnast að segja fólki upp eða leggja niður störf og ráða síðan yfirmenn í kjölfar aug- lýsingar. Hafa verður hugfast að um er að ræða stöður skv. heilbrigðis- lögum og fylgt hefur verið staðfestu stjórnskipulagi spítalans. Aðgerðirnar hafa verið taldar harkalegar og að þær sköpuðu óvissu meðal starfsfólks. Ekki vil ég gera lítið úr því. Vinnumarkaður hér á landi fyrir marga sérfræðinga í heilbrigðisvísindum er takmarkaður utan spítalans og samkeppni hörð erlendis. Hins vegar teldust þetta varfærnar og mjúkhentar aðgerðir hjá einkafyrirtæki. Kjarni sameiningarinnar Sumir telja markmið sameiningar spítalanna óskýrt og nýja spítalann skorta framtíðarsýn. Ugglaust er nokkuð til í því. Ákvörðun um yfir- færslu Sjúkrahúss Reykjavíkur til ríkisins í árslok 1998 var pólitísk og tekin í ljósi rekstrarerfiðleika þess spítala. Þeir sem stóðu fyrir samein- ingu spítalanna töldu hana fjárhags- lega og faglega skynsamlega. Mark- mið skipulagsbreytinga á Landspítala – háskólasjúkrahúsi nú á að vera að bæta fagmennsku í sjúkraþjónustu, kennslu og vísind- um innan þess fjárhagsramma sem samfélagið setur spítalanum. Í því reynir á starfsmenn og stjórnendur en ekki síður á stjórnvöld og almenn- ing að styðja þann málstað. Land- spítali – háskólasjúkrahús er til fyrir sjúklinga og almenning í landinu, ekki starfsmennina. Samt eru það þeir sem gera spítalann að því sem hann er. Höfundur er forstjóri Landspítala – háskólasjúkrahúss. Morgunblaðið/Júlíus Sigurjónsson Landspítali – háskólasjúkrahús er til fyrir sjúklinga og almenning í landinu, ekki starfsmennina, segir greinarhöfundur, en samt eru það þeir sem gera spítalann að því sem hann er. UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. MARS 2001 37 úr akrýli! • Níðsterkir, auðveldir að þrífa • Fást með loki eða öryggishlíf • Nuddkerfi fáanlegt • Margir litir, 10 gerðir, rúma 4-12 TREFJAR Hjallahrauni 2, 220 Hafnarfjörður. Sími: 555 1027 Fax: 565 2227 pottar Heitir Komið og skoðið pottana uppsetta í sýningarsal okkar, eða hringið og fáið sendan litprentaðan bækling og verðlista. Verð frá aðeins kr. 94.860,- Umboðs- og heildverslun Nethyl 3-3a - 110 Reykjavík Sími 53 53 600 - Fax 567 3609 Sparaðu bakið með réttri vinnuhæð Netverslun - www.isold.is 1000 kg. 2500 kg. 1000 kg. segull REYKJAVÍK: Ármúla 11 - sími: 568 1500 AKUREYRI: Lónsbakka - sími: 461 1070 GREI NAK URLA RAR í stærðfræði og öðrum raungreinum fyrir grunnskóla, framhaldsskóla og háskóla. Ath. sérsniðið námskeið fyrir grunnskólanema. Sjá nánar á vefsíðu. Tölvu- og stærðfræðiþjónustan ehf. Brautarholti 4, sími 551 5593. www.tolst.com NÁMSAÐSTOÐ Á undanförnum ár- um hefur komið fram mikill áhugi meðal eyjamanna á því að stærstur hluti gamla Flateyjarhrepps sam- einist Stykkishólmi. Hafa þeir m.a. safnað undirskriftum og lagt fyrir félagsmálaráð- herra. Einnig hefur viðkomandi sveitar- félögum verið skrifað um málið og þau beðin um að semja um breytt mörk. Á árinu 1987 sameinuðust allir hreppar Austur- Barðastrandarsýslu í eitt sveitarfélag, Reykhólahrepp. Flestir sem til þekkja og eiga hagsmuna að gæta telja eðlilegt að mörk milli Stykk- ishólms og Reykhólahrepps á Breiðafirði liggi mun norðar og austar en þau gera í dag. Núverandi skipan veldur margvíslegu óhag- ræði í stjórnsýslu og opinberri þjón- ustu. Í 3. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/ 1998 segir að sveitarfélög hafi ákveðin staðarmörk, sem óheimilt sé að breyta nema með lögum. Einnig segir í sömu grein laganna að þrátt fyrir þetta ákvæði geti ráðuneytið breytt mörkum sveitar- félaga í sambandi við sameiningu þeirra eða til staðfestingar á sam- komulagi milli sveitarstjórna. Ný- lega náðu Reykjavík og Mosfellsbær samkomulagi um breytt lögsögu- mörk, sem er báðum sveitarfélög- unum til hagsbóta. Á sama hátt er hér með hvatt til þess að Stykk- ishólmur og Reykhólahreppur semji um breytt lögsögumörk, þannig að m.a. Bjarneyjar, Flatey, Hergilsey, Svefneyjar, Sviðnur og Hvallátur tilheyri Stykkishólmi í framtíðinni. Ástæðan fyrir núverandi mörkum sveitarfélaga og sýslna á Breiðafirði er söguleg. Fyrr á tímum versluðu bændur við norðanverðan Breiða- fjörð í Flatey og sóttu þangað þjón- ustu sína. Sömuleiðis bændur úr nærliggjandi eyjum. Af þessum sök- um var Flateyjar-hreppur auk Barðastrandarhrepps, Múlahrepps og Gufudalshrepps, eitt þjónustu- svæði og tilheyrði Austur-Barða- strandarsýslu. Síðustu árin og áratugi hafa tengsl Flateyjar og Stykkishólms eflst. Núverandi íbúar Flateyjar sækja mest alla þjónustu til Stykk- ishólms, svo og fjöldi fólks sem dvel- ur þar á sumrin. Ferðir flóabátsins Baldurs eru grundvöllur þessara tengsla, en hann fer tvær ferðir á dag fram og til baka yfir Breiða- fjörð á sumrin en dag- lega á vetrum. Margir fyrrverandi eyjamenn, sem dvelja í eyjunum á sumrin, búa í Stykkis- hólmi. Engin sam- göngutengsl eru milli Flateyjar og Reykhóla. Það er örðugt fyrir Reykhólahrepp að sinna Flatey og ná- grannaeyjum frá Reyk- hólum með ýmis verk- efni sveitarfélagsins. Þess utan er fjárhagsstaða hrepps- ins það erfið og tekjur hans af íbú- um og sumarhúsaeigendum í Flatey það takmarkaðar að ekki er hægt að ætlast til að hann geti staðið fyrir uppbyggingu eða umfangsmikilli þjónustu í Flatey. Hreppurinn hefur látið höfnina í Flatey afskiptalausa, þjónusta byggingarfulltrúa hrepps- ins hefur verið í algjöru lágmarki, veginum frá höfninni inn í þorpið hefur ekki verið haldið við, hrepp- urinn treysti sér ekki til að koma upp vatnsveitu í þorpinu og ekkert hefur verið gert af hálfu hreppsins til að koma upp aðstöðu fyrir ferða- menn í Flatey. Með þessum orðum er ekki verið að sakast við hreppinn heldur benda á að Flatey þarf að hafa öflugra sveitarfélag sem bak- hjarl en nú er. Stykkishólmur er öflugt sveitar- félag og stærstur hluti Breiðafjarð- areyja er í baklandi sveitarfélagsins, m.a. hvað snertir ferðamannaþjón- ustu, rekstur Baldurs og hörpudisk- veiðar. Stykkishólmur á því mikilla hagsmuna að gæta hvað Breiða- fjarðareyjar varðar. Sveitarfélagið hefur þann styrk sem þarf, auk góðra samgöngutengsla, til að taka að sér lögboðin verkefni sveitar- félaga í stærstum hluta fyrrverandi Flateyjarhrepps. Það er vitað að viðhorf bæjarstjórnar Stykkishólms til þessa máls eru jákvæð en Reyk- hólahreppur þarf að sýna frum- kvæði svo af samningi um breytt lögsögumörk geti orðið. Hér með er skorað á viðkomandi sveitarfélög og félagsmálaráðuneytið að beita sér fyrir samkomulagi um breytt lög- sögumörk milli Stykkishólms og Reykhólahrepps sem leiði til þess að stærstur hluti fyrrverandi Flateyj- arhrepps verði hluti Stykkishólms- bæjar. Sigfús Jónsson Lögsögumörk Flatey þarf að hafa öfl- ugra sveitarfélag sem bakhjarl, segir Sigfús Jónsson, en nú er. Höfundur er framkvæmdastjóri Nýsis hf. Sameining Flateyjar og Stykkishólms í eitt sveitarfélag nema launalaust. Því miður gerist það oft að fólk sem hættir hjá skól- unum að vori snýr ekki aftur til starfa í skólanum haustið þar á eftir. Einnig er forvitnileg staða skólaliða í nýjum vetrarfríum skólanna, þar sem þeir eiga enga möguleika á að geyma hluta af sumarfríinu til þess að vera heima þessa daga, eins og margir aðrir munu gera. Tilraunaskólar Ég er innilega sammála Sigurði þegar hann segir: „Skólinn verður aldrei betri en starfsmenn hans gera hann ... ég held að rekstrarfyrir- komulagið hafi mjög lítið að segja um það hvert fólk ræður sig. Frekar að kjör og réttindi ráði því.“ Nákvæm- lega! Hvers vegna að vera þá með öll þessi læti? Þegar Öldutúnsskóli tók til starfa fyrir 40 árum var hann til- raunaskóli og sem slíkur fékk hann meira fjármagn en aðrir skólar bæj- arins. Ríkti sátt um það mál. Líklega hafa menn þá horft til þess að sú til- raun yrði til hagsbóta fyrir alla skólana í bænum. Einnig hét Há- teigsskóli Æfinga- og tilraunaskóli Kennara(-háskóla) Íslands þangað til fyrir nokkrum árum. Núna, næstum því hálfri öld síðar, á að gera næstu tilraun í skólamálum hér í bæ og þá verður fjandinn laus. Ef einhver treystir sér til þess að gera jafnvel eða betur en bærinn í rekstri Ás- landsskóla, meðal annars með því að bjóða kennurum betri kjör, hvers vegna má þá ekki leyfa það? Að lokum vil ég taka það fram að Sigurði er frjálst að kalla mig frjáls- hyggjumann og betlara ef honum líð- ur betur við það. Aftur á móti frábið ég mér ósmekkleg ummæli sem hann setur fram í úrdrætti greinar sinnar og eru ekki sæmandi manni í hans stöðu. Höfundur er foreldri í Víðistaða- skóla og situr fyrir hönd Foreldra- félags Víðistaðaskóla í foreldraráði Hafnarfjarðar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.