Morgunblaðið - 27.03.2001, Side 38
UMRÆÐAN
38 ÞRIÐJUDAGUR 27. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ
JÓN Steinar Gunn-
laugsson hrl. heldur
áfram að gera mér
upp skoðanir og af-
vegaleiða umræðu
okkar. Hann ýmist
misskilur, snýr út úr
eða svarar ekki máli
mínu. Ég ætla að leið-
rétta nokkrar villur
hans og árétta orð
mín, en sé varla frek-
ari ástæðu til að halda
þessari ritdeilu áfram
á meðan ég fæ ekki
málefnaleg svör frá
honum.
Ég hef gagnrýnt
óvægna aðför Jóns
Steinars að trúverðugleika stúlk-
unnar í dómsmálinu án þess að
fara út í flókna málavexti, sem
gert hefur verið á öðrum vett-
vangi. Ef þolendur kynferðisbrota
eiga yfir höfði svo óvægnar aðfarir
er miklu síður að þeir leiti réttar
síns fyrir dómstólum, en nýlegar
tölur frá Stígamótum benda ein-
mitt til þess að slíkt hafi gerst.
Það er grafalvarlegt mál hvort
dómstólaleiðin er fær í svona mál-
um. Kynferðisbrotum getur hver
fjölskylda í landinu skyndilega
staðið frammi fyrir. Því segi ég
það að Jón Steinar er ekki öfunds-
verður af ábyrgð sinni á því að
fæla þolendur frá því að geta leit-
að dómstólaleiðarinnar.
Ég hef aldrei sagt það, sem Jón
Steinar gerir mér upp, að dómstóll
hafi heimild til að dæma menn fyr-
ir annað en það sem þeir eru
ákærðir fyrir eða talið
að dómstóll eigi að fá
slíka heimild. Ég er
heldur ekki að deila á
dómstólinn, heldur að
svara rakalausum
fullyrðingum Jóns
Steinars. Ég held að
menn séu sammála
um það að dómstólar
eigi að dæma um
ákæruatriði. Ég legg
þó áherslu á það að
fjölskyldumál sem hér
um ræðir eru alveg
sérstaks eðlis. Þau
þarfnast öðruvísi
málsmeðferðar heldur
en önnur mál. Þau eru
miklu flóknari og djúpstæðari
heldur en löðrungadæmið hans
Jóns Steinars.
Gagnrýnin sem fram kom eftir
að dómur féll snerist ekki aðallega
um sönnun heldur um það hvort
verjendur ákærða hafi villt um
fyrir réttinum og brotið siðareglur
gagnvart stúlkunni. Við gagnrýn-
inni brást Jón Steinar með út-
úrsnúningum og alvarlegum ásök-
unum á fólk, sem hann hefur
haldið til streitu síðan. Hann kall-
aði á rök gegn fullyrðingum sínum
í grein sinni í Mbl. 10. mars sl. og
hefur nú fengið þau. Það stendur
nú upp á hann að svara með efnis-
legum rökum, án útúrsnúninga.
Ég gaf dæmi um það hvernig
stúlkan varð fyrir misrétti í mála-
ferlunum þegar miklu fleiri athug-
anir voru gerðar á henni heldur en
ákærða. Jón Steinar hirðir ekki
um að svara þessu þó að þetta
varði hina mikilvægu jafnræðis-
reglu fyrir rétti.
Jón Steinar hefur ekki enn fært
rök fyrir þeirri fullyrðingu sinni að
málsvarar stúlkunnar vilji sakfella
saklausa menn. Á meðan hann
gerir það ekki lít ég á þau ummæli
sem dauð og ómerk. Sömuleiðis
telst allt tal hans um að fólk geri
árásir á dómstóla og skipi dómstól
götunnar marklaust.
Jón Steinar svarar því að hann
beri ábyrgð á aðför sinni með því
að fara að verja starf sitt á fullu.
Hann villist á óskiljanlegan hátt í
vörnum sínum alla leið inn í
spænska rannsóknarréttarfarið.
Mér sýnist helst að hann sé farinn
að berjast við vindmyllur. Hann
sér sjálfan sig fyrir sér „í einu
þýðingarmesta hlutverkinu við
meðferð sakamála í réttarríkjum“
sem sé bæði göfugt og gjöfult.
Hvergi hef ég sett út á það að
Jón Steinar gerist verjandi sak-
borninga, eins og hann ímyndar
sér. Auðvitað þurfa sakborningar
sína lögmenn, kynferðisbrotamenn
eins og aðrir, um það er ekki deilt.
En er réttur þolendanna þýðing-
arminni í huga Jóns Steinars en
það að verja gerendurna?
Sjálfur hef ég hjálpað mörgum
kynferðisbrotamönnum bæði á Ís-
landi og í Bandaríkjunum fyrst og
fremst til þess að hætta að skaða
aðra, auk þess að bæta líf sitt og
samskipti við aðra. Það er því
langsótt og ómaklegt af Jóni
Steinari að væna mig um að ætla
að fótumtroða mannréttindi
þeirra.
Ég hef líka haft mörg fórnar-
lömb kynferðisbrota til meðferðar,
börn og fullorðna af báðum kynj-
um. Ég hef því oft orðið vitni að
djúpstæðum og langvarandi þján-
ingarfullum afleiðingum kynferð-
isbrota. Ég myndi aldrei taka þátt
í því með kynferðisbrotamönnum
að gera á nokkurn hátt aðför að
fórnarlömbum þeirra og ég ræð
öllum öðrum frá því að gera slíkt
Sumir lögmenn sem taka að sér
kynferðisbrotamál ráðleggja sak-
borningum að neita sakargiftum
jafnvel þó að þeir séu sekir. Þetta
vekur margar siðferðilegar spurn-
ingar. Þessir lögmenn nýta sér
kunnáttu sína á lögum, og það að
dómstólar eru bundnir af réttar-
reglum sem vernda ýmis mann-
úðar- og mannréttindasjónarmið,
ekki í þágu réttvísi heldur til þess
að fá sakborning sýknaðan. Þá er
tilgangurinn látinn helga meðalið.
Í kynferðisbrotamálum og sér-
staklega í sifjaspellsmálum verður
þetta oft til þess að auka stórlega
harm og þjáningar fólks. Fjöl-
skyldur eru þá oft verr settar eftir
að dómsmálum lýkur heldur en
þær voru fyrir það. Stundum hrós-
ar lögmaður sakbornings einn
sigri, aðrir lenda í því að raða
brotunum saman. Dæmi hver fyrir
sig um það hversu göfugt og gjöf-
ult það hlutverk hans er.
Jón Steinar hefur sakað þá sem
hafa önnur sjónarmið en hans um
það að hafa ekki nægilegt vit á
sönnunarfærslum. Með því gerir
hann lítið úr þekkingu þeirra dóm-
ara sem greiddu atkvæði til sak-
fellingar ákærða. Ég tel aftur á
móti trúlegt að þeir dómarar hafi
ekki síðri þekkingu á sönnunar-
færslum heldur en hinir sem
greiddu atkvæði til sýknunar.
Er Jón Steinar talsmaður þess
að svo lengi sem kynferðisbrota-
maður neitar sök þá teljist hann
saklaus? Vill hann gefa þau skila-
boð til brotamanna að þeir þurfi
ekkert að óttast því þeir muni fá
vernd í réttarkerfinu svo lengi sem
þeir gæti þess að misnota aðeins
eitt fórnarlamb í einu þegar eng-
inn sér til og að neita sök sinni?
Hvaða hugmyndir gerir lögmað-
urinn sér um rétt barna í svona
málum?
Ég hef aldrei verið málsvari
þess, sem Jón Steinar reynir að
gera mér upp, að gera eigi mis-
munandi kröfur til sönnunar á af-
broti. Það skiptir að sjálfsögðu
miklu máli fyrir dómstóla að reyna
að hafa skýr viðmið á því hvað
telst sönnun. Það er þó varla fram-
kvæmanlegt í raun að ein og sama
krafa til sönnunar á afbroti gildi í
öllum tilfellum eins og Jón Steinar
gefur í skyn. Það er m.a. vegna
þess að engin tvö sakamál eru ná-
kvæmlega eins og vegna þess að
sönnunargögn í málum eru mjög
mismunandi. Á endanum hafa
dómarar það vandasama og
ábyrðgarfulla hlutverk að meta
gögnin og skera úr um sekt eða
sýknun.
Tilgangurinn helg-
ar ekki meðalið
Gunnar Hrafn
Birgisson
Dómur
Gagnrýnin sem fram
kom eftir að dómur féll
snerist ekki aðallega um
sönnun, segir Gunnar
Hrafn Birgisson, heldur
um það hvort verjendur
ákærða hafi villt um
fyrir réttinum og brotið
siðareglur gagnvart
stúlkunni.
Höfundur er sérfræðingur
í klínískri sálfræði.
ÉG var einn af
þeim, sem tók þá af-
stöðu í flugvallarkosn-
ingunni að kjósa ekki.
Ég tók alvarlega þá
yfirlýsingu borgar-
stjórans og samþykkt
borgarstjórnar
Reykjavíkur, að til
þess að kosningin yrði
bindandi, þyrftu 75%
kjósenda að greiða at-
kvæði. Þá skipti það
einnig máli í mínum
huga, að oddviti Sjálf-
stæðismanna í borgar-
stjórn, frú Inga Jóna
Þórðardóttir, kvaðst
ekki myndu taka þátt
í þessari kosningu, því
að kosningin væri skrípaleikur. Ég
veit um fjölda fólks, sem tók sömu
afstöðu og ég. Og það er allavega
ljóst, að einungis 37,2% kjósenda
tóku þátt í þessum kosningum, en
vanalega kjósa u.þ.b. 88–90% kjós-
enda í venjulegum sveitarstjórnar-
og alþingiskosningum. Borgar-
stjórinn í Reykjavík tapaði þessum
kosningum.
Það er deginum ljósara, að ef
sett eru skilyrði um lágmarksþátt-
töku í kosningum, til þess að hún
hafi gildi (sé bindandi), hefur kjós-
andinn þann augljósa
kost að kjósa ekki.
Þar með kemur hann í
veg fyrir, að tekin sé
ákvörðun um málið.
Þetta er alþekkt að-
ferð. Á háskólaárum
mínum tíðkaðist að
halda almenna stúd-
entafundi, og voru
þeir ályktunarhæfir,
ef 10% stúdenta tóku
þátt í atkvæðagreiðsl-
unni. Þeir, sem voru í
minnihluta á fundum,
beittu gjarna því
bragði að skunda af
fundinum, þegar
greiða átti atkvæði,
og þar með varð fund-
urinn of fámennur og engin álykt-
un gerð. Oftast hundsuðu þó stúd-
entar fundina með öllu og þótti
kraftaverk að ná saman 10% stúd-
enta.
Sama gerðist nú um helgina. Yf-
irgnæfandi meirihluti Reykvíkinga
ákvað að mæta ekki. Þeir hund-
suðu kosninguna – og það er ekki
hægt að túlka úrslitin öðru vísi en
svo, að kjósendur hafi ekki viljað
taka ákvörðun um þetta mál á
þeim forsendum, sem borgarstjór-
inn vildi láta gera. Meirihluti
Reykvíkinga fór að dæmi leiðtoga
Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og
hundsaði kosninguna. Minnihlutinn
tölti á kjörstað, en skiptist nánast
til helminga og sjónarmið borg-
arstjórans fengu ekki 50% at-
kvæða. Það má nefnilega ekki
gleymast, að þeir, sem skiluðu
auðu, voru annaðhvort að lýsa því
yfir að þeir vildu hvorugan kostinn
eða segja að þeim væri sama. Og
þessi atkvæði verður að telja með.
Það er því ekki hægt að komast
öllu lengra í útúrsnúningum en
borgarstjóranum hefur tekizt að
gera nú eftir kosningarnar, þegar
hún segir, að Reykvíkingar hafi
kosið að láta flugvöllinn fara.
Svo er annað mál.
Kjósendur fengu að kjósa í
tölvu. Gallinn var hins vegar sá, að
þeir, sem kusu í tölvunni, höfðu
ekki sömu möguleika til að kjósa
og þeir, sem kusu með seðli. Sig-
urmar K. Albertsson hrl. benti
mér á, að það hefði vantað fjórða
möguleikann hjá þeim, sem kusu í
tölvunni. Þeir sem kusu í tölvu
gátu kosið með og á móti, og síðan
skilað auðu. En Sigurmar bendir
réttilega á, að með þessu er fólk
svipt þeim eðlilega rétti að gera
ógilt. Og þann rétt verður að
vernda.
Í öllum kosningum koma fram
ógildir seðlar, – ógildir vegna þess,
að fólk vill gera þá ógilda. Það
skrifar skilaboð á seðilinn, – yrkir
vísur eða gerir athugasemdir við
einstaka frambjóðendur og flokka.
Og þetta er afstaða, sem fólk má
taka. Þetta er hluti af lýðræðinu.
Þetta fólk er varnarlaust, þegar
það kýs í tölvu. Það getur ekki
notað atkvæðisrétt sinn að eigin
vild. Þetta eru ekki margir ein-
staklingar, en á kjördag er það
fólkið sem ræður, en ekki stjórn-
málamenn eða embættismenn. Og
það er hlutverk kjörstjórnarinnar
að sjá um, að allt fari löglega fram.
Ég vara eindregið við því, að
farið verði að kjósa í tölvum. Ég
trúi því ekki, að svo sé hægt að
búa um hnútana, að ekki megi
fylgjast með tölvukosningum. Það
er hægur vandinn að forrita tölvu
þannig, að hún skrái hjá sér,
hvernig hver einstakur kjósandi
kaus. Og ef það er hægt, þá verður
það gert.
Þá er einnig til þess að taka, að
sama kosningaaðferð verður að
gilda um allt land. Það er einfald-
lega út í hött að kosið sé með seðl-
um í Grímsey, Flateyri og Vest-
mannaeyjum, en með rafurmagni í
Reykjavík.
Og svo má ekki gleyma því, að
gamaldags kosningum og talningu
atkvæða fylgir viss sjarmi.
Ómerkilegt viðhorf
Haraldur
Blöndal
Flugvallarkosning
Þeir, sem skiluðu auðu,
voru annaðhvort að lýsa
því yfir að þeir vildu
hvorugan kostinn eða
segja að þeim væri
sama. Haraldur Blöndal
segir að þessi atkvæði
verði að telja með.
Höfundur er í yfirkjörstjórn
Reykjavíkurkjördæmis suðurs.