Morgunblaðið - 27.03.2001, Síða 40

Morgunblaðið - 27.03.2001, Síða 40
UMRÆÐAN 40 ÞRIÐJUDAGUR 27. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ ALLT frá því að umhverfisráðherra af framsýni og skörungs- skap hvað upp úr- skurð sinn um að dæla mætti kísilgúr úr Syðriflóa Mývatns og hafði þar með að engu hræðsluáróður sjálf- skipaðra náttúru- verndarsinna úr must- eri mammons sem að eigin áliti vita og skilja allt allra manna best hafa þessir mammonsriddarar hver á fætur öðrum riðið fram á ritvöllinn og ritað hverja grein- ina á fætur annarri til að níða niður ákvörðun umhverfisráðherrans. Ekki hefur undirritaður haft geð í sér til að svara þeim fjölmörgu greinum sem birtar hafa verið um málefnið enda fæstar svara verðar og bændur, búalið og landsbyggð- arfólk almennt uppteknara en svo við hið daglega brauðstrit að tími gefist til mikilla skrifa. Það vekur á hinn bóginn athygli að prófessorar, lektorar og hvers kyns „fræði- menn“ virðast hafa mjög rúman tíma til skrifa um hugðarefni sín. Þó kastaði tólfunum þegar Guð- mundur Páll Ólafsson náttúrufræð- ingur ritaði grein í Morgunblaðið hinn 14. mars og ræðst með af- skaplega ósmekklegum hætti að Halldóri Blöndal forseta Alþingis. Úr ræðustól á Alþingi gagnrýndi Halldór meðal annars Náttúru- rannsóknarstöðina við Mývatn. Þessi gagnrýni virðist hafa farið af- skaplega fyrir brjóstið á náttúru- fræðingnum. Sannleikur málsins er þessi: Þegar Náttúrurannsóknar- stöðin var sett á laggirnar voru bundnar við hana mjög miklar væntingar hér í Mývatnssveit og það var álit margra að með tíð og tíma myndi við stöðina skapast vís- indasamfélag nokkurra vísinda- manna sem hefðu búsetu í sveit- arfélaginu og stunduðu hér rannsóknir. Þannig er hægt að vitna til bókana í fundargerðum sveitarstjórnar Skútustaðahrepps frá þessum tíma þar sem oddvita var falið að knýja á um efndir og einnig í seinni tíð hafa sveitar- stjórnir Skútustaðahrepps reynt með ýmsum ráðum að taka upp að nýju umræður um rannsóknarsetur í Mý- vatnssveit. Því miður hefur reyndin orðið önnur. Allt frá stofnun stöðvarinnar hefur hún verið rekin þannig að starfsmaður hennar hefur verið búsettur í Reykjavík og aðeins haft aðsetur í sveitinni á sumrin. Nú berast fréttir af því að for- maður stöðvarinnar hafi látið hafa það eft- ir sér að starfsmenn stöðvarinnar séu þrír og búi á Akureyri, Húsavík og einn sé um það bil að flytja í Mývatnssveit. Sem stjórnarmanni í Náttúrurann- sóknarstöðinni finnst undirrituðum þessi yfirlýsing afar fróðleg en hefði heldur viljað heyra tíðindin á stjórnarfundi en í fjölmiðlum. Engu að síður ber að fagna þeirri stefnu- breytingu sem þarna virðist gæta. Þess ber þó að geta að stjórn stöðvarinnar hefur í gegnum tíðina verið ákaflega hamlandi á hver- skyns framkvæmdir í sveitinni og besta dæmið um stöðu skipulags mála hér er að nú hefur tekið rúm þrjú ár að fá leyfi fyrir byggingu íbúðarhúss við Mývatn. Ekki leikur lengur neinn vafi á því að trún- aðarbrestur hefur orðið nú í seinni tíð á milli sveitarstjórnar Skútu- staðahrepps og meirihluta stjórnar rannsóknarstöðvarinnar sem veld- ur því að stöðin hefur glatað trú- verðugleika sínum og er engan veginn fær um það lengur að sinna lögskipuðu hlutverki sínu. Það kann vel að vera skoðun náttúrufræðingsins að eingöngu þurfi að stunda rannsóknir á sumr- in á lífríkinu og ekki sé ástæða til að hafa fasta búsetu á staðnum. Það er þó allavega ljóst að við bú- setu á staðnum sjá menn gjarnan hlutina í öðru ljósi og þekking þeirra á lífríkinu og umhverfinu hlýtur að verða meiri við aukna ná- lægð. Ef til vill er það skoðun fræðimannsins að heppilegast sé að forræði náttúruverndarmála sé best fyrir komið í höndum embætt- ismanna í Reykjavík og heppilegast sé að safna allri þekkingunni sam- an á einum stað. Við bændur og búalið norður í landi sem lifum við nálægð náttúrunnar allt árið og byggjum tilveru okkar á því að misbjóða henni ekki teljum svo ekki vera og eftir nær þriggja ára- tuga forræði ríkisins og embættis- manna á þeirra vegum í náttúr- verndarmálum Mývatns er nú svo komið að margir helstu ferða- mannastaðir og náttúruperlur svæðisins líða sárlega fyrir það að litlu sem engu fjármagni hefur ver- ið varið til uppbyggingar aðstöðu á þessum stöðum og merkingar til upplýsingar eru víðast takmarkað- ar. Við teljum að forræði náttúru- verndarmála sé best fyrir komið í heimabyggð og eðlilegt sé að leita álits og umsagnar „sérfræðinga“ að sunnan í einstökum tilvikum. Því er það skoðun okkar að löngu sé tíma- bært að taka til endurskoðunar lög- in um verndun Mývatns og Laxár frá 1974 enda mikið vatn til sjávar runnið í þeim málaflokki frá því þau voru sett. Við sem lifum á náttúrunni telj- um okkur ekki minni náttúruvernd- arsinna en þá sem hafa alla sína þekkingu um náttúruvernd af bók. Það er líka hægur vandi að hlutast til um málefni sem eru manni víðs fjarri og hafa engin áhrif á tilvist manns sjálfs. Þá eru ótrúlegar skoðanir nátt- úrufræðingsins um áhrif kísilgúr- náms úr Ytriflóa. Ekki verður séð af skrifum hans um það efni að hann hafi haft fyrir því að kynna sér það mál gaumgæfilega. Stað- reyndin er sú að áður en hafin var dæling kísilgúrs úr flóanum var vart fært um hann á árabát, svo grunnur var hann orðinn. Silungs- veiði í flóanum var hverfandi og fugli hafði fækkað svo mjög að t.d. í Slútnesi þar sem áður höfðu verið mörg þúsund andahreiður var varla eitt einasta hreiður að finna á vor- in. Nú er svo komið eftir þriggja áratuga dælingu kísilgúrs úr Ytri- flóa að gott varp er aftur orðið í Slútnesi og einnig í eyjum og hólm- um fram af Vogum og einnig hefur veiði í Ytriflóa verið mjög góð nú hin síðari ár. Þá má nefna að fjölg- un flórgoðans var um 80% á Ytri- flóa á milli áranna 1998 og 1999. Fleira mætti nefna til sögunnar, s.s. framvindu gróðurs á dýpkuðu svæðunum sem er miklu meiri en álitið hefur verið og einnig hefur komið í ljós að þéttleiki botndýra er meiri þar en í Syðriflóa. Að end- ingu hefur lífríki Laxár nú um a.m.k. þriggja ára skeið verið það albesta sem bændur í Laxárdal muna. Dæmi svo hver fyrir sig um skaðsemi kísilgúrdælingar úr Mý- vatni. Það er nefnilega alls ekki svo að við sem ennþá þreyjum þorrann og góuna úti á landsbyggðinni höfum verið dugleg við að skemma nátt- úruarfinn þó ykkur finnist það e.t.v. fræðimönnunum í höfuðborg- inni. Tilvera okkar og framtíð byggist á því að við göngum vel um náttúruna og skemmum ekki nátt- úruarfinn. Í náttúruvernd erum við engir eftirbátar ykkar þegar allt kemur til alls. Náttúruvernd við Mývatn Leifur Hallgrímsson Umhverfismál Því er það skoðun okk- ar, segir Leifur Hall- grímsson, að löngu sé tímabært að taka til endurskoðunar lögin um verndun Mývatns og Laxár frá 1974. Höfundur býr á Hraunborg í Mývatnssveit. Mörkinni 3, sími 588 0640G læ si le ga r gj af av ör ur Tannstönglabox kr. 2.140 Opið mán.-fös. frá kl. 12-18. Lau. frá kl. 11-14. Fermingarmyndatökur Erling Ó. Aðalsteinsson Ljósmyndastofa Laugavegi 24, sími 552 0624 Pantanir í síma 552 0624 frá kl. 13-18

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.