Morgunblaðið - 27.03.2001, Qupperneq 44
MINNINGAR
44 ÞRIÐJUDAGUR 27. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Ásta DagmarJónasdóttir
fæddist á Vestdals-
eyri við Seyðisfjörð
7. september 1924.
Hún lést á heimili
sínu, Boðahlein 8 í
Garðabæ, 17. mars
síðastliðinn. For-
eldrar Ástu voru
Jónas Magnússon,
rafvirkjameistari og
síðar kaupmaður í
versluninni Ljós og
hiti í Reykjavík, f.
29.8. 1895, d. 12.11.
1972, og kona hans
Oddný Petrea Eiríksdóttir, f.
20.7. 1900, d. 11.1. 1986. Systkini
Ástu eru: Björg Magnea, f. 17.12.
1920, fyrrverandi verslunarmað-
ur, hún var gift Aðalsteini Guð-
jónssyni, en þau slitu samvistir;
Eiríkur rafvirkjameistari, f. 22.2.
1923, sambýliskona hans er Elín
Guðbjörnsdóttir; Ólafur raf-
virkjameistari, f. 5.5. 1928,
kvæntur Fríðu Ingvarsdóttur, og
Stefán húsasmíðameistari, f.
12.11. 1929, hann var kvæntur
Huldu Lárusdóttur, sem er látin.
Árið 1943, hinn 17. apríl, giftist
Ásta fyrri eiginmanni sínum,
Steingrími Þórissyni kaupmanni
frá Reykholti í Borgarfirði, en
hann fæddist 15.7. 1923. Foreldr-
ar hans voru Þórir Steinþórsson
skólastjóri og kona hans Þuríður
Friðbjarnardóttir. Börn Ástu og
verkstæðiseigandi, f. 30.1. 1964,
kvæntur Sonju Haraldsdóttur og
eiga þau eitt barn, en misstu ný-
fætt barn sitt árið 1993.
Sem barn var Ásta um tíma hjá
afa sínum og ömmu á Eskifirði,
en síðan fluttust foreldrar hennar
til Siglufjarðar og bjuggu þar um
tíma. Þaðan lá leiðin til Akraness
og svo til Reykjavíkur þar sem
Ásta átti sín unglingsár. Hún
starfaði sem ung stúlka m.a. í
Sundhöll Reykjavíkur, á barna-
heimilum í Reykjavík og í Reyk-
holti í Borgarfirði, við afgreiðslu
í verslun föður síns í Ljósi & hita
og við hótelrekstur í Reykholti.
Eftir að Ásta og Steingrímur
skildu var hún tvö sumur þerna á
strandferðaskipinu Esju, en árið
1957 lá leið hennar norður á
Strandir. Það vor flyst hún í
Veiðileysu ásamt þremur af börn-
um sínum, en elsta dóttirin fylgdi
föður sínum í Reykholt. Árið 1958
hóf hún hjúskap með seinni eig-
inmanni sínum, Guðbrandi Þor-
lákssyni í Djúpuvík. Hann var þar
m.a. símstöðvarstjóri, en stundaði
jafnframt búskap og sjómennsku.
Þau bjuggu þar til ársins 1966, en
fluttust þá til Hafnarfjarðar og
bjuggu lengst af á Öldugötu 2 þar
í bæ. Eftir langan starfsferil við
heimilisstörf og barnauppeldi hóf
Ásta störf að nýju utan heimilis,
var ráðskona í Álverinu í
Straumsvík á árunum 1967 til
1972, en söðlaði þá um og gerðist
vökukona á St. Jósefsspítala, síð-
an á Sólvangi, á Kópavogshæli og
síðast á Hrafnistu í Hafnarfirði.
Útför Ástu fer fram frá Víði-
staðakirkju í dag og hefst athöfn-
in klukkan 13.30.
Steingríms eru: Þur-
íður Anna verslunar-
maður, f. 28.7. 1943,
gift Óla H. Þórðar-
syni, þau eiga fjögur
börn og tólf barna-
börn; Guðrún Björg
matráðskona, f. 28.9.
1944, gift Ármanni
Hallbertssyni, börn
þeirra eru sex, barna-
börnin fjórtán og
barnabarnabarn eitt;
Þórir tæknimaður, f.
2.2. 1947, kvæntur
Margréti Ó. Svein-
björnsdóttur, þau
eiga þrjú börn og sex barnabörn;
Stefán sölumaður, f. 15.3. 1950,
kona hans er Margrét Hreinsdótt-
ir. Hún á einn son og Stefán tvö
börn frá fyrra hjónabandi. Þá
fæddist þeim Ástu og Steingrími
stúlkubarn, fætt 13.12. 1951, en
það lést 27.1. 1952. Ásta og Stein-
grímur slitu samvistir árið 1955.
Seinni eiginmaður Ástu var Guð-
brandur Sveinn Þorláksson,
bóndi og sjómaður frá Veiðileysu
í Strandasýslu, f. 23.6. 1921, d.
16.5. 1992. Foreldrar hans voru
Þorlákur Guðbrandsson, bóndi í
Veiðileysu, og kona hans Ólöf
Sveinsdóttir. Ásta og Guðbrandur
giftu sig 6. september 1959. Börn
þeirra eru: Ólöf, aðstoðarmaður í
leikskóla, f. 24.6. 1959, gift Jóni
Benedikt Jónssyni, þau eiga tvö
börn og eitt barnabarn; Þorlákur
Ég man ekki hver myndin var, eða
hvort hún var í Bæjarbíói eða Hafn-
arfjarðarbíói, en það var komið hlé.
Ég fór einn í bíó þetta kvöld, myndin
var aukaatriði. Árið var 1960. Veðrið
var gott, vor í hjarta. Ég hafði aldrei
séð þessa konu og var dálítið tauga-
óstyrkur. Hún kom með Þurý fram í
anddyrið og ég hélt mig til hlés.
Enda var hlé. Þær hlógu mæðgurn-
ar með einhverri þriðju sem ég
minnist ekki nú hver var. Skrambi
var hún myndarleg þessi kona. Það
hlaut líka að vera, það var búið að
segja mér að Þurý væri svo lík
henni, væri eiginlega spegilmynd
mömmu sinnar sem hreif strákana í
Borgarfirðinum upp úr skónum í
byrjun fimmta áratugarins.
Ég heilsaði ekki heiðurskonunni
Ástu Jónasdóttur þetta kvöld, var
alltof feiminn til þess. Ég hlýt að
hafa horft á seinni hluta myndarinn-
ar og það eina sem er klárt og hlýtur
að vera klárt er að upp stóð ég þegar
„The End“ birtist á tjaldinu hvíta.
Þessi Endir var hluti af byrjuninni
hjá feimnum strák í bænum og það
er táknrænt að allt þetta gerðist í
bíói í Hafnarfirði, bænum sem átti
eftir að verða þungamiðja tengda-
fjölskyldu minnar, heimili tengda-
mömmu nokkrum árum síðar.
Alllangur tími leið frá bíóferðinni í
Fjörðinn þar til tilvonandi tengda-
móðir mín kom til okkar í íbúðina
litlu á Snorrabrautinni, ásamt hon-
um Guðbrandi sínum, og eftir það
varð aldrei neitt hlé á samskiptum
okkar og vináttu. Ég held meira að
segja að henni hafi þótt nokkuð vænt
um þennan strákgaur sem rændi
hana dótturinni elstu og væntum-
þykjan var gagnkvæm. En nú er
kominn Endir (The End) á mynd-
skeið duglegrar konu, konu sem
ekkert aumt mátti sjá og kom hvar-
vetna með sínar smágerðu líknandi
hendur, hvort heldur á Ströndum
norður, í Hafnarfirði eða hvar sem
hún mátti hjúkra og hjálpa. Hún var
svo sem ekkert allra hún Ásta mín
blessuð, en bak við grímu sem
stundum tók á sig dálítinn hrjúfleika
föðurarfleifðarinnar sló hjartað
heitt allt til laugardagsmorguns 17.
mars. Stelpan sæta sem ég hafði svo
oft heyrt talað um í Borgarfirðinum
á árum áður var öll. Eftir sitjum við
og munum. Minning elskulegrar
tengdamóður er blessuð. Þurý getur
ekki lengur notað ávarpið hugljúfa,
„mamma mín“. Svona er lífið. Dag
einn mun ég halda á Boðahlein og ná
í inniskóna mína, þar er þeirra ekki
þörf lengur. En þá verður þar engin
Ásta sem býður kaffi og með því.
Amma í Hafnarfirði er farin.
Óli H. Þórðarson.
Elsku amma mín. Aldrei datt mér
í hug að ég ætti eftir að kveðja þig
svona fjótt. Þegar ég skrifa þessi orð
er ég búin að kveðja þig í síðasta
sinn. Ég vil ekki trúa því að ég fái
aldrei aftur ljúft faðmlag og mjúkan
koss frá þér í þessu lífi, en ég veit að
þú og afi fylgist með okkur öllum og
passið okkur.
Þessa síðustu daga hafa rifjast
upp margar minningar um ykkur
afa á Öldugötunni. Alltaf þótti mér
svo spennandi að fá að fara með þér
niður í kjallara eða fá að leika mér
uppi á lofti. Oft fórum við krakkarnir
út í garð að leika og þá var svo
spennandi að gá hvort jarðarberin
væru orðin þroskuð eða við lékum
okkur í álfahúsinu, sem þá var ekki
svo lítið. Og þegar við komum við hjá
ykkur afa 17. júní, en við vorum svo
heppin að alltaf fór skrúðgangan
framhjá Öldugötunni. Þegar ég og
mamma komum til þín og sögðum
þér frá langalangömmubarninu sem
var í vændum varstu ekkert að
messa yfir mér, 17 ára barninu,
heldur varst svo stolt. Ég geymi
mynd af þér í hjarta mínu.
Elsku amma mín, ég sakna þín svo
sárt, ég sé þig aftur seinna.
Elsku amma, afi, mamma og fjöl-
skylda, megi Guð lýsa veginn og
styrkja okkur í sorginni.
Þín
Kristjana Ósk, Hrafn og
Elva Rós.
Elsku amma mín. Það er svo stutt
síðan við sátum við eldhúsborðið hjá
þér og töluðum saman og þú sast á
gólfinu og lékst þér við stelpurnar
mína. Svo þakkaðir þú okkur fyrir
að bjarga deginum. Nokkrum dög-
um síðar ert þú farin og ég á aldrei
eftir að geta skroppið í kaffi til þín
aftur eða faðmað þig, en ég hef fullt
af góðum minningum sem ég mun
rifja upp þegar ég hugsa til þín. Ég
held að þú sért komin á góðan stað
þar sem þér líður vel og afi hefur
tekið vel á móti þér.
Það er svo mikið sem ég gæti
skrifað en læt þetta duga í bili.
Við kveðjum þig nú, elsku amma
mín.
Hafdís, Kiddi, Perla María
og Embla Líf.
Elsku amma mín, það er svo erfitt
að sætta sig við að þú sért farin frá
okkur. Síðast þegar við komum í
heimsókn til þín varstu svo hress og
glöð, við spiluðum tíu og Olsen Ol-
sen. Þú talaðir mikið um ferðalagið
sem við ætluðum í í sumar, þú varst
alveg ákveðin í að koma með okkur
til Siglufjarðar á æskuslóðir þínar.
Í haust ætluðum við svo í berjamó
í Veiðileysu, þar sem þú og afi áttuð
einu sinni heima. En nú ertu komin
til afa og Bóel systur, þá veit ég að
þér líður vel, elsku amma mín.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt.
Þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér.
Það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfin úr heimi
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sig.)
Þín,
Linda Rós.
Elsku amma mín. Nú hefur þú
ákveðið að yfirgefa þennan heim.
Þinn tími er greinilega kominn. Hér
sitjum við eftir í sorginni, með frá-
bærar minningar og spyrjum hvert
annað: af hverju núna?
Þú sem varst búin að vera svo
hress og kát. Og ég átti eftir að segja
þér svo margt. En hérna sit ég og
skrifa þér smákveðju og minning-
arnar hrannast upp í huga mínum.
Það eru ótal minningar sem ég á um
þig. Ég man svo vel eftir því þegar
ég var að æfa fimleika í Lækjarskóla
þá gat ég alltaf farið til þín og afa og
fengið mér að drekka hjá ykkur. Og
þú sýndir mér að þú gast enn farið í
splitt og það er reyndar mjög stutt
frá því að þú sýndir mér og krökk-
unum það þegar við komum í heim-
sókn og þeim fannst það auðvitað al-
veg rosalega flott að amma kæmist í
splitt. Eða þegar við komum í heim-
sókn á Boðahlein og það var alveg
sama hversu veik þú varst, þú gast
alltaf hellt upp á kaffi og áttir alltaf
kökur fyrir okkur. Og sast þá yfir-
leitt á gólfinu og lékst við krakkana
og spjallaðir í leiðinni. Elsku amma,
við söknum þín öll alveg rosalega
mikið og vitum að núna líður þér vel
ÁSTA DAGMAR
JÓNASDÓTTIR
-
.
0 + 00# 0?80
) -@ AB
3<
/
.
!" #
,
'
(0
1 12
*
!* ; !*" #6<3()
23 #6
6#.#6
<3() #6
C $ .
4 +0
) D
! "
/ .
3
()
5 $- 4
+4 6.%!3*
54 ,!! !"
!2*4
*!4 6!"
*!!4 ,!! !
)-- 3) !)-- 3)
!!)-- 3) .
0
C + 00480
& -*!:
(
# +
*+.E.
6C !
C !
* =
4!!*
@(,!-
# $
3 3) .
50
80
%!! 3 B
F G0( 2$
4
5
'
'
(0
) 22
6
%
% '
#
.
$
'"
/
.
'
7
' .
.
8
2 ((5)
%!3 *
$ %.5 - 22
5 C 6*",
; 2! 5 *!&
-
3 3) .
&"
+
#*#
+
/00# 0?
=! ) -
, !*-!$ * A>
*' (2$ .
C $
@#6 - 2
#6
* !
#6
4
+6!$ C (,&()
$ 4 .