Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurapríl 2001næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    1234567
    891011121314
    15161718192021
    22232425262728
    293012345
    6789101112

Morgunblaðið - 25.04.2001, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 25.04.2001, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 MIÐVIKUDAGUR 25. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ SÍÐASTLIÐINN mánudag voru hækkaðir magntollar og verðtollar á innflutta tómata og græna papriku. Magntollar eru lagðir á innflutt grænmeti þegar íslensk framleiðsla annar eftirspurn. Ekki hefur öllum verslunum staðið til boða að kaupa íslenska papriku það sem af er þessu ári þótt hún sé fá- anleg sums staðar. Magn íslenskra tómata er, að sögn sumra kaup- manna, enn takmarkað. Sé framboð af íslensku grænmeti ekki nægjanlegt má fresta setningu magntolla með því að setja nýja reglugerð. Landbúnaðarráðuneytið ákveður með reglugerð tímasetningu magntolla að tillögu ráðgjafarnefnd- ar um inn- og útflutning landbúnað- arvara. Að sögn Ólafs Friðrikssonar, deildarstjóra í landbúnaðarráðuneyt- inu, er nægjanlegt framboð í dag af íslenskum tómötum og grænni papr- iku og því var ákveðið að láta reglu- gerð frá í mars standa. Íslensk paprika hefur ekki staðið til boða Í dag er lagður 15% verðtollur og 199 króna magntollur á hvert innflutt kíló af grænni papriku en á aðra liti af papriku er lagður 30% verðtollur. Á hvert kíló af innfluttum tómötum leggst 30% verðtollur og 198 króna magntollur. Kolbeinn Ágústsson hjá Sölufélagi garðyrkjumanna fullyrðir að nægjan- legt framboð sé af íslenskri grænni papriku og tómötum en Hannes Karlsson, deildarstjóri Nettó, segir hins vegar að framboð af íslenskum tómötum sé enn takmark- að og að Nettó hafi ekki staðið til boða að kaupa íslenska papriku það sem af er þessu ári. Hann segir að Sölufélagið búist ekki við íslenskum paprikum og tómötum að ráði fyrr en eftir helgi. Þegar Hannes er spurður hvað kílóverðið komi til með að vera á íslenskri papriku og tómötum í lausu segir hann að Sölufélag garðyrkju- manna sé hætt að senda út verðlista og ekki sé hægt að fá uppgefið verð fyrr en varan sé fáanleg. Í gær voru ekki til í Nettó í lausu ís- lenskir tómatar og engar íslenskar paprikur. Til voru eins og í vetur for- pakkaðir íslenskir tómatar á 698 krónur kílóið. Hollenskir tómatar voru til í lausu á 315 krónur kílóið en þegar þeir voru fluttir til landsins voru magntollar ekki skollnir á. Einungis fékkst innflutt paprika í Nettó í gær, kílóið af grænni papriku var selt á 739 krónur en kílóið af rauðri var selt á 329 krónur kílóið. Haraldur Haraldsson hjá Fjarðar- kaupum segir að íslenskir tómatar komi pakkaðir í verslunina til hans og þeir séu verðmerktir á 698 kr. kílóið frá Sölufélagi garðyrkjumanna. Þeir eru á hinn bóginn seldir á 689 krónur kílóið í Fjarðarkaupum. Haraldur segir að Fjarðarkaupum hafi ekki staðið til boða að kaupa íslenska tóm- ata í lausu enn sem komið sé. Því séu seldir tómatar frá Hollandi í Fjarð- arkaupum á 365 krónur kílóið en þeir tómatar voru fluttir til landsins áður en 199 króna magntollar á hvert kíló skullu á. Haraldur segir að engar íslenskar paprikur hafi staðið Fjarðarkaupum til boða á þessu ári en þar eru til sölu paprikur frá Hollandi og Belgíu. Kíló- verðið er 698 krónur. Reynir á framboð í vikunni Guðmundur Marteinsson, kaup- maður í Bónusi, segist hafa fengið fyrstu kassana af íslenskri grænni papriku í byrjun viku en enn hefur ekki reynt á fulla pöntun af papriku þar sem þeir áttu fyrir birgðir af inn- fluttri papriku. Hann segir að innfluttir tómatar séu að klárast og hann muni panta ís- lenska tómata í þessari viku og þá komi í ljós hvort framboð anni eft- irspurn. Guðmundur segir að í Bón- usi séu til pakkaðir íslenskir tómatar eins og hafi verið í sölu í vetur og kíló- ið kosti það sama, 698 krónur, en veittur er 10% afsláttur við kassa. Sigurður Reynaldsson, innkaupa- stjóri matvöru hjá Hagkaupum, segir að íslensk græn paprika sé komin í verslanir Hagkaups og kosti 778 krónur kílóið. Verðið mun lækka á næstu dögum. Íslenskir tómatar í lausu verða, að sögn Sigurðar, til í lok vikunnar. Þeir íslensku tómatar, sem til eru í Hag- kaupi núna, eru pakkaðir og kosta 698 krónur kílóið. Hann segir að tóm- atar í lausu muni kosta það sama þeg- ar þeir verða fáanlegir. Hollensku tómatarnir, sem til eru í lausu núna, kosta 367 krónur kílóið en þeir eru keyptir inn fyrir magntolla. Jón Þ. Jónsson, markaðsstjóri hjá Nóatúni, segir að græn íslensk papr- ika sé fáanleg um þessar mundir í Nóatúni en erlendir tómatar séu að klárast og brátt verði teknir í sölu ís- lenskir tómatar. Hann segir að verðið á íslenskum tómötum og paprikum sé í hærra lagi svona í fyrstu en lækki á næstu vikum ef birtuskilyrði verða góð fyrir ræktun þessara tegunda. Magntollar lagðir á innflutt grænmeti þegar íslenskt framboð er nægjanlegt Ágreiningur um hvort nóg sé til af íslensku grænmeti HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur dæmdi í gær ítalskan mann, Claudio Romanelli, í fjögurra ára fangelsi og tvær ítalskar konur í 15 mánaða fangelsi hvora fyrir innflutning á 342 g af kókaíni, 100 skömmtum af LSD og ígildi 474 e-taflna. Romanelli var fundinn sekur um að hafa átt frumkvæði að smyglinu en hann útvegaði efnin og skipulagði flutning þeirra til landsins. Fyrir dómi lýsti hann því að þegar hann var staddur hér á landi í lok júlí á síð- asta ári hefði ákveðinn aðili haft samband við hann og spurt hvort hann vildi flytja eiturlyf til landsins. Hann hefði verið félítill og því sam- þykkt það. Fyrir dómi neitaði mað- urinn að gefa upp hver þessi aðili væri og bar við ótta um að ættingja hans hér yrði gert mein. Konurnar lýstu því báðar að þær hefðu hitt Romanelli á Ibiza á Spáni þar sem þær voru búsettar. Fyrir dómi greindu þær báðar frá að þær hefðu verið félitlar og þegar hann hefði nefnt að hann ætlaði að smygla fíkniefnum til landsins hefðu þær boðist til að taka þátt í smyglinu. Áttu þær að fá jafnvirði rúmlega 130.000 króna auk þess sem ferðir og uppihald yrði greitt af kaupanda efn- isins. Hvorug sagðist hafa vitað um heildarmagn efnanna. Morguninn sem þau flugu til Íslands lét Rom- anelli aðra konuna hafa plastpoka með efninu sem konurnar pökkuðu inn og komu fyrir í líkama sínum. Þremenningarnir komu hingað með flugi frá Barcelona hinn 18. október og áttu pantað far til baka tveimur dögum síðar. Við skoðun á farangri annarrar konunnar fannst lítill hassmoli og var fólkið þá hand- tekið. Við yfirheyrslur hjá lögreglu viðurkenndu Romanelli og önnur konan að þau hefðu fíkniefni innvort- is sem þau skiluðu að mestu af sér á lögreglustöðinni. Hin konan upplýsti reyndar ekki um fíkniefnin fyrr en skömmu áður en taka átti af henni röntgenmynd. Sú reyndist vera með rúmlega 180 g af kókaíni innvortis en hin var með um 160 g. Romanelli bar e-töfluduft og LSD í líkama sínum. Fyrir dómi sagði hann að e-töfl- urnar og LSD hefðu verið til eigin nota en héraðsdómur taldi þá frá- sögn ekki trúverðuga. Í niðurstöðu héraðsdóms segir að innflutningur á kókaíninu hafi verið samverknaður þeirra allra þó svo að þau hafi skipt með sér verkum. Romanelli var með tæplega 50 g af e-töfludufti og um 2,1 ml af LSD- vökva. Að mati Rannsóknarstofu í lyfja- og eiturefnafræði samsvarar þetta 474 e-töflum og 103 skömmtum af LSD. Miðað var við meðaltals- stærð sýna sem borist hafa rann- sóknarstofunni. Auk refsingarinnar var fólkið dæmt til þess að greiða málsvarn- arlaun skipaðra verjenda sinna og sakarkostnað. Frá refsingunni dregst gæsluvarðhald. Þorgerður Erlendsdóttir héraðs- dómari kvað upp dóminn. Skipulagði innflutning á e-töflum, LSD og kókaíni Fjögurra ára fangelsi fyrir fíkniefnasmygl MEÐALLAUN hækkuðu um 1,1% milli febrúar- og marsmánaðar samkvæmt launavísitölu Hagstofu Íslands. Hefur vísitalan hækkað um 9,2% á síðustu tólf mánuðum. Launavísitalan hefur hækkað um 52% að meðaltali á síðustu sex árum, þ.e. frá fyrsta ársfjórðungi ársins 1995 til jafnlengdar í ár, en launavísitalan mælir meðaltal launaþróunar í landinu á hverjum tíma. Ef skoðuð er launaþróun á al- mennum markaði annars vegar og hjá opinberum starfsmönnum og bankamönnum hins vegar, en Hag- stofan birtir upplýsingar þar að lútandi ársfjórðungslega, kemur fram að laun síðarnefnda hópsins hafa hækkað rúmum 17 prósentu- stigum meira en fyrrnefnda hóps- ins. Þannig hafa laun á almennum markaði hækkað að meðaltali um 45% á ofangreindu sex ára tíma- bili, en laun opinberra starfs- manna og bankamanna hafa hækk- að um rúm 62% á sama tímabili.                                                !"              !"##  52% hækkun launa á sex árum Morgunblaðið/Árni Sæberg GOTT var í sjóinn í gær og fór Eyj- ólfur Bjarnason, trillukarl í Hafn- arfirði, í róður til að vitja um grásleppunetin sín. Aflinn var rúm tunna af grásleppuhrognum og nokkrir rauðmagar. Á hafnarbakk- anum seldi Eyjólfur þeim Jóni Berki og Daniló Meyer rauðmaga í soðið. Rauðmagi seldur í Hafnar- fjarðarhöfn ELLEFU ára drengur var barinn ítrekað í andlitið í gærmorgun af skólafélaga sínum en til deilna hafði komið á milli þeirra í skólabifreið í Mosfellsbæ. Samkvæmt upplýsing- um frá lögreglunni í Reykjavík var drengurinn fluttur á slysadeild Landspítala – háskólasjúkrahúss í Fossvogi og síðan lagður inn á Land- spítalann við Hringbraut til öryggis. Drengur bar- inn í andlitið KONA sem kom á heimili sitt í Suð- urbæ Hafnarfjarðar snemma á sunnudagsmorgun fann 14 ára ung- menni sem hún þekkti ekki, sofandi undir rúmi sínu. Í dagbók lögreglunnar í Hafnar- firði kemur fram að unglingurinn var nokkuð undir áhrifum áfengis og gat ekki gert grein fyrir ferðum sínum í híbýlum konunnar eða hvað valdið hefði vali hans á náttstað. Ölvaður undir rúmi ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
111
Fjöldi tölublaða/hefta:
55869
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
31.12.2024
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 92. tölublað (25.04.2001)
https://timarit.is/issue/249182

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

92. tölublað (25.04.2001)

Aðgerðir: