Morgunblaðið - 25.04.2001, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 25.04.2001, Blaðsíða 24
ERLENT 24 MIÐVIKUDAGUR 25. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ JUNICHIRO Koizumi, nýr leiðtogi Frjálslynda lýðræðisflokksins í Jap- an, hefur getið sér orð fyrir að fara sínar eigin leiðir í stjórnmálunum og hefur lofað að breyta starfsháttum stjórnarflokksins, sem einkennst hafa af makki íhaldssamra flokks- brodda á bak við tjöldin. Hann hefur einnig heitið umbótum til að blása lífi í efnahag landsins eftir tíu ára efna- hagshnignun, en spurningin er hvort hann standi undir væntingunum sem níundi forsætisráðherra landsins á áratug. Búist við andstöðu innan flokksforystunnar Koizumi var kjörinn leiðtogi Frjálslynda lýðræðisflokksins með 298 atkvæðum af 487 og gert er ráð fyrir því að hann taki við embætti forsætisráðherra síðar í vikunni af Yoshiro Mori, einum óvinsælasta forsætisráðherra í sögu landsins. Koizumi fékk 123 atkvæði af 141 í prófkjöri héraðsdeilda flokksins á mánudag og í gær fékk hann síðan 175 af 346 atkvæðum þingmanna flokksins. Helsti keppinautur hans, Ryutaro Hashimoto, fyrrverandi forsætisráð- herra, fer fyrir stærstu fylkingu þingmanna flokksins og fyrir próf- kjörið var hann talinn nánast örugg- ur um sigur. Stórsigur Koizumis í prófkjöri héraðsdeildanna sýnir að tilfinninga- þrungnar áskoranir hans um breyt- ingar á starfsháttum stjórnarflokks- ins hafa fengið mikinn hljómgrunn meðal almennra flokksmanna. En þótt Koizumi hafi lagt rækt við ímynd sína sem uppreisnarmanns og einfara hefur hann verið dyggur stuðningsmaður flokksins og náinn bandamaður Moris – og þær um- bótahugmyndir sem tryggðu honum stuðning grasrótarinnar eru líklegar til að mæta harðri andstöðu margra af forystumönnum flokksins. Meginmarkmið Koizumis er að einkavæða póstþjónustuna, sem hef- ur einnig boðið almenningi upp á sparnaðarreikninga og jafnvel tryggingar. Koizumi segir að um- svifamikil sparnaðar- og trygginga- þjónusta póstsins sé óhagkvæm fyrir þjóðfélagið en margir af forystu- mönnum flokksins eru andvígir hvers konar breytingum á henni. Koizumi kveðst ætla að binda enda á leynimakk leiðtoga fylking- anna innan stjórnarflokksins. Hann hefur einnig lofað að afnema ýmsar reglugerðir sem eru sagðar hindra samkeppni og kveðst ætla að stemma stigu við skuldasöfnun rík- isins. Nýi leiðtoginn hefur talað af hita og sannfæringarkrafti um nauðsyn slíkra umbóta en fátt hefur komið fram um hvernig hann hyggist standa að breytingunum. „Framganga hans er stundum til marks um sérvisku en hann er örugglega djarfur,“ sagði stjórn- málaskýrandinn Takayoshi Miya- gawa. „Þetta er það sem fólki líkar.“ Ólíkt flestum stjórnmálamönnum Japans líður Koizumi vel fyrir fram- an sjónvarpsmyndavélar og hann þykir mikill ræðuskörungur. Kann að neyðast til að semja um málamiðlanir Þótt Koizumi hafi lagt ríka áherslu á nauðsyn þess að stemma stigu við skuldasöfnuninni og afnema við- skiptahöft hefur hann viðurkennt að hann styðji þá stefnu stjórnarflokks- ins að halda áfram að auka útgjöld ríkisins til að koma í veg fyrir frekari efnahagssamdrátt. Þegar hafa komið fram vísbend- ingar um að Koizumi kunni að þurfa að semja um málamiðlanir til að styrkja stöðu sína sem leiðtogi. Þær gætu síðan orðið til þess að lýðhylli hans minnkaði. „Ef hann leggur of mikla áherslu á málamiðlanir innan flokksins bregst hann trúnaði þeirra flokksmanna sem hafa stutt hann og glatar fljótt trausti þeirra,“ sagði japanska dag- blaðið Asahi í forystugrein. Nátengdur ríkjandi öflum í flokknum Þótt Koizumi hafi getið sér orð fyrir að vera einfari í stjórnmálunum eru pólitískar rætur hans í innsta kjarna stjórnarflokksins. Afi hans var varaforseti neðri deildar þings- ins og faðir hans varnarmálaráð- herra. Koizumi nam hagfræði við virtan háskóla í Tókýó, Keio. Hann hóf af- skipti af stjórnmálum 1970 og var þá aðstoðarmaður Takeo Fukuda sem varð seinna forsætisráðherra. Koizumi var kjörinn á þing árið 1972 sem fulltrúi Kanagawa, útborg- ar Tókýó. Síðan hefur hann tíu sinn- um náð endurkjöri. Hann var þrisvar sinnum skipaður heilbrigðisráðherra og var um tíma ráðherra póst- og fjarskiptamála. Þótt Koizumi sé nátengdur ríkjandi öflum í stjórnarflokknum hefur honum tekist að sannfæra marga flokksbræður sína um að hann sé ólíkur öðrum forystumönn- um flokksins og best til þess fallinn að knýja fram breytingar. „Hann er hluti af Frjálslynda lýðræðisflokkn- um en virðist ekki bera þess merki,“ sagði Masayuki Fukuoka, stjórn- málafræðingur við Hakuo-háskóla. „Fólk vill þess vegna gefa honum tækifæri í von um að hann geti breytt einhverju.“ Umbótasinninn Koizumi kjörinn leiðtogi Frjálslynda lýðræðisflokksins í Japan Vill breyta starfsháttum flokksins AP Þingmenn Frjálslynda lýðræðisflokksins í Japan klappa fyrir Junichiro Koizumi (fyrir miðju) eftir að hann var kjörinn leiðtogi flokksins í gær. Gert er ráð fyrir að hann taki við embætti forsætisráðherra síðar í vikunni. Tókýó. AP, Reuters, AFP. CEKUOLIS er sérskipaður fulltrúi Litháensstjórnar í NATO-aðildar- undirbúningsmálum og á pólitískt líf sitt í Litháen undir því, að áætlun stjórnarinnar um inngöngu landsins í NATO gangi upp, en hún miðast við að hafa uppfyllt öll aðildarskilyrði fyrir leiðtogafund bandalagsins í Prag haustið 2002. Á þeim fundi stendur til að taka ákvörðun um „aðra lotu“ stækkunar þess. Níu ríki, sem á dögum kalda stríðs- ins tilheyrðu „Austurblokkinni“, sækjast nú eftir aðild að bandalag- inu, en í fyrstu stækkunarlotunni ár- ið 1999 fengu Pólland, Tékkland og Ungverjaland inngöngu. Eystra- saltsríkin þrjú, Eistland, Lettland og Litháen, eru þau einu í umsóknar- ríkjahópnum sem voru hluti af Sov- étríkjunum, sem gerir spurninguna um NATO-aðild þeirra mjög við- kvæmt mál í augum Rússa og þar með pólitískt erfiðari í augum sumra núverandi NATO-ríkja. Þess vegna leggja stjórnvöld í Eystrasaltsríkj- unum gríðarmikið upp úr því, að skilningur ríki meðal ráðamanna NATO-ríkjanna á stöðu þeirra. Heimsókn Cekuolis hingað til lands er liður í þessu upplýsingastarfi. Í gær hitti átti hann fundi með Hall- dóri Ásgrímssyni utanríkisráðherra og embættismönnum utanríkis- og forsætisráðuneytis, auk þess sem hann hitti fulltrúa utanríkismála- nefndar Alþingis. Dyggir vinir Í samtali við Morgunblaðið segir Cekuolis það mjög ánægjulegt, hve vel upplýstir íslenzkir viðmælendur hans séu um þróun þessara mála í landi hans. Hann hafi fengið það staðfest enn á ný, hve dygga vini Litháar eigi þar sem Íslendingar séu. Stuðningur Íslands við umleitanir Litháens og hinna Eystrasaltsríkj- anna um aðild að NATO væri rótgró- in stefna sem hægt væri að reiða sig á. „Ísland, Noregur og Danmörk hafa um langt árabil sýnt okkur dyggan stuðning,“ segir hann, og fyr- ir það sé litháíska þjóðin þakklát. Þáttar Íslands í baráttu Litháens fyrir því að fá umheiminn til að við- urkenna sjálfstæði þess fyrir áratug minntust Litháar ævinlega með miklum hlýhug. Aðspurður hvort innbyrðis sam- keppni Eystrasaltsríkjanna um að verða fyrst til að fá aðild bæði að Evrópusambandinu (ESB) og NATO hefði spillt fyrir samheldni þeirra, svarar Cekuolis á þann veg, að hér sé ekki um neina fegurðarsamkeppni að ræða. Allir sem komi að þessum mál- um í Eystrasaltslöndunum geri sér grein fyrir að bezta lausnin væri að öll löndin þrjú fengju aðild að NATO samtímis. Að því miðuðu þau öll. En það breyti því ekki, að í yfirlýstri stefnu NATO varðandi útvíkkun bandalagsins væri skýrt kveðið á um að aðildarhæfni hvers umsóknarríkis yrði metin fyrir hvert ríki um sig. Versta hugsanlega niðurstaðan væri að ekkert ríkjanna þriggja fengi að- ild. Og þetta ætti reyndar við um öll umsóknarríkin níu. Með tilliti til þess að Eystrasalts- ríkin þrjú væru öll lítil og sveigjan- leg, með lítinn her og jafn staðráðin í að uppfylla aðildarskilyrðin sam- kvæmt aðildarundirbúningsáætlun- inni sem hvert og eitt þeirra hefur játast undir (svokallaðar MAP-áætl- anir, Membership Action Plan), væri þess ekki heldur að vænta að mikill munur verði á aðildarhæfnismati landanna. Í takt við aðildarundirbúnings- áætlanirnar hefðu stjórnvöld land- anna þriggja jafnframt eflt samráð sín í milli. „Við tölumst við nærri dag- lega. Samskiptin eru óformleg, sam- bærileg því sem hefð er fyrir milli Norðurlandanna,“ segir Cekuolis. Nefna mætti, að á hernaðarsviðinu væru nú í gangi þrjú þýðingarmikil samstarfsverkefni milli Eystrasalts- landanna, sem öll hefðu verið þróuð í samráði við sérfræðinga NATO. Í Riga væri starfrækt sameiginleg flotadeild landanna þriggja, í Eist- landi sameiginlegur herforingjahá- skóli og í Litháen væri verið að byggja upp sameiginlega miðstöð fyrir (hernaðarlegt) flugumferðareft- irlit, með allri nýjustu tækni. Norð- menn hefðu veitt mikilvæga aðstoð í þessu síðastnefnda verkefni. Tengslin við Rússa mikilvæg en þeir hafa ekki neitunarvald En hvað um áhrif Rússa? „Vissulega eru áhrif Rússlands mikil,“ segir Cekuolis. „En eins og Robertson lávarður, framkvæmda- stjóri NATO, tók af öll tvímæli um í heimsókn sinni til Moskvu í vetur, hafa Rússar ekki neitunarvald um það hver fær aðild að NATO og hver ekki.“ Nú séu samskipti NATO við Rúss- landsstjórn að komast í lag eftir æs- inginn í kringum Kosovostríðið, en eftir sem áður sé það svo, að Vladimír Pútín Rússlandsforseti og aðrir rúss- neskir ráðamenn hrökkvi beint í kalda stríðs-orðalag þegar talið berst að möguleikanum á NATO-aðild Eystrasaltsríkjanna. „Það er aug- ljóslega erfitt sálfræðilega fyrir Rússa, minnugir stórveldisdaga sinna, að sætta sig við þá tilhugsun að lönd sem áður fyrr voru á þeirra yfirráðasvæði fari sínar eigin leiðir,“ segir Cekuolis. „En ég minni á, að tímabilið sem Litháen tilheyrði Sov- étríkjunum er aðeins lítill kafli í sögu landsins. Litháen er evrópskt ríki sem á heima í bandalögum Evrópu- þjóða.“ Í augum Litháa sé það borð- leggjandi að það sé líka Rússlandi í hag að Litháen og hin Eystrasalts- ríkin fái inngöngu í NATO. Þar með séu forsendur tengsla þeirra við Rússland á hreinu, gegnsæi tryggt og ekkert svigrúm fyrir tvíræðni. Auk þess séu tengsl Litháens við Rússland að flestu öðru leyti með ágætum nú um stundir. „Það væri beinlínis hættulegt fyrir stöðugleikann í Evrópu, ef Litháen og hinum Eystrasaltsríkjunum yrði ekki gefin skýr skilaboð um það á leiðtogafundi NATO 2002, að þeim bjóðist aðild. Gerist það ekki myndu Rússar tvímælalaust túlka það sem viðurkenningu á því að þessi hluti álf- unnar væri á þeirra áhrifasvæði,“ segir Cekuolis. Bezta lausnin að öll Eystra- saltsríkin fái inngöngu Landsmenn hans kalla hann „herra NATO“. Giedrius Cekuolis, aðstoðarut- anríkisráðherra Litháens, átti í gær við- ræður við íslenzka ráðamenn um undirbún- ing Litháens fyrir inngöngu í Atlantshafs- bandalagið. Hann tjáði Auðuni Arnórssyni að fengju Litháen og hin Eystrasaltsríkin ekki boð um inngöngu í NATO á leiðtoga- fundi bandalagsins á næsta ári yrðu það alvarleg pólitísk mistök. Morgunblaðið/Þorkell Giedrius Cekuolis, aðstoðarutanríkisráðherra Litháens.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.