Morgunblaðið - 25.04.2001, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 25.04.2001, Blaðsíða 31
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. APRÍL 2001 31 VETURINN 1942-43, var háð ein afdrifaríkasta orrusta síðari heims- styrjaldarinnar í borginni Stalingrad á Volgubökkum. Að lokum tókst Rauða hernum að umkringja þýska innrásarherinn í borginni og neyða til uppgjafar. Urðu þar með þáttaskil í styrjöldinni, framrás nasista stöðvuð á austurvígsstöðvunum og við tók undanhald sem endaði í uppgjöf Þjóðverja, röskum tveimur árum síð- ar. Þessi sögufræga barátta er bak- grunnur nýjustu myndar Jeans- Jacques Annaud. Gerist að mestu leyti í einskismannslandinu á milli hinna stríðandi herja. Tvær aðalper- sónurnar, leyniskytturnar, sá sovéski Vassili (Jude Law) og Þjóðverjinn Konig (Ed Harris). Þeir Vassili og Danilov (Joseph Fiennes), mennta- maður af gyðingaættum, nú yfirmað- ur í hernum, lenda hlið við hlið á blóð- vellinum og verður Danilov vitni að því er Vassili banar 5 óvinum úr laun- sátri. Þar sem baráttuhugur Rauða hersins fer hrakandi, kemur Danilov það snjallræði í hug að gera Vassili að hetju, tákni hins óbugandi sigurvilja félaganna í Rauða hernum. Hug- myndin hlýtur hljómgrunn hjá Nikita Khrústsjov (Bob Hoskins), yfirmanni sovésku herjanna, sem sér þegar áróðursgildið, og Vassili verður um- svifalaust átrúnaðargoð. Konig, mað- urinn sem Þjóðverjar setja Vassili til höfuðs, er fræg skytta, og upphefst langvinnt einvígi í borgarrústunum. Átökin milli þessara manna, eru útaf fyrir sig áhugaverð, en verða langdregin þrátt fyrir að persónurn- ar séu bestu smíðisgripir höfundann, ólíkar og táknrænar. Ein afdrifarík- asta orrusta mannkynssögunnar fer fyrir ofan garð og neðan, er óljós skuggi í bakgrunninum. Þriðja aðal- persónan, Danilov, er losaraleg í höndum Joseph Fiennes. Ekki verð- ur það heldur leikaranum til hjálpar að persónan, sem berst við skyttuna um ástir Tönju, fer í hring í lokakafl- anum, verður hugumstór gagnrýn- andi byltingarinnar og sér sig knúinn til hetjudáðar á ögurstund. Jafnvel verri er ótrúlega vemmileg hliðar- saga af ástum sovéthetjunnar og menntakonunnar og hermannsins Tönju (Rachel Weisz), sem tekur með sér heimsbókmenntirnar á vígstöðv- arnar. Tanja er ekki aðeins ótrúverð- ug og illa gerð persóna af hálfu hand- ritshöfundarins, heldur er hún gjörsamlega óþörf og skaðar heild- armyndina. Lítill drengur kemur við sögu, raunaleg saga hans fær litlausa afgreiðslu. Sam Peckinpah gerði hlið- stæðri persónu miklum mun eftir- minnilegri skil í The Cross of Iron, sem aldrei var sérstaklega lofsungin. Verstur af öllu er þó dæmigerður lukkuendir, sem Disney sálugi hefði orðið stoltur af. Hvar er hið marg- fræga evrópska raunsæi? Ekki í rúst- um Stalingradborgar, svo mikið er víst. Stríðsátökin í upphafi eru aðall Enemy at the Gate, gefa lítið eftir hinni mögnuðu byrjun Leitarinnar að óbreyttum Ryan. Harris og Law og Ron Pearlman, í litlu hlutverki, gera það sem þeir geta og Hoskins af- greiðir Khrústsjov einsog honum er lagið. Leiktjöldin eru mögnuð, sömu- leiðis tónlist James Horner. Stór- brotnar umbúðir um undarlega til- finningasnautt innihald, stórdrama sem skilur lítið eftir. Einvígi í einsk- ismannslandi „Verstur af öllu er þó dæmigerður lukkuendir, sem Disney sálugi hefði orðið stoltur af. Hvar er hið margfræga evrópska raunsæi?“ KVIKMYNDIR B í ó b o r g i n , L a u g a r á s b í ó Leikstjóri Jean-Jacques Annaud. Handritshöfundur Alain Godard og Annaud. Tónskáld James Horner. Kvikmyndatökustjóri Robert Fraisse. Aðalleikendur Jude Law, Joseph Fiennes, Ed Harris, Rachel Weisz, Bob Hoskins, Ron Pearlman. Sýningartími 130 mín. Þýsk/Bandarísk/Bresk. Paramount. Árgerð 2001. ENEMY AT THE GATE Sæbjörn Valdimarsson ÁTTHAGAKÓRAR hafa allt frá seinni hluta síðustu aldar verið einn helsti merkisberi íslenskrar alþýðu- menningar. Átthagakórarnir eru ótalmargir og starfa eðlis síns vegna flestir á höfuðborgarsvæðinu, þar sem hinir „brottfluttu“ hafa tekið sér bólfestu. Skagfirska söngsveitin hef- ur verið starfrækt í 30 ár, og heldur um þessar mundir afmælistónleika sína af því tilefni. Skagfirska söng- sveitin hefur líka verið einna dugmest átthagakóranna; kórinn er stór og virkur og hefur haft á að skipa ágætu söngfólki. Það skiptir líka máli fyrir velgengni kórsins að stjórnandinn, Björgvin Þ. Valdimarsson, hefur ver- ið ötull við að semja fyrir kórinn og útsetja verk annarra, þannig að efnis- skrá kórsins er blanda af vel þekktum kórlögum og nýju efni úr smiðju söngstjórans. Einn kórfélaga, Bjarni Stefán Konráðsson, er augljóslega eins konar hirðskáld kórsins og átti ekki færri en fimm af þeim ljóðum sem sungið var við, bæði frumsamin og þýdd. Skagfirska söngsveitin er prýðis kór. Stærð kórsins gerir hljóm hans mikinn og þéttan. Sópraninn þyrfti hins vegar að vera öflugri til að vega upp á móti neðri röddunum, en sópr- aninn er oft flatur og hljómlítill á efsta raddsviði. Góð raddþjálfun mun bæta úr þessu, en nokkrir hljómmiklir og bjartir sópranar til viðbótar myndu einnig hafa sitt að segja til að bæta hljóminn. Bassinn í kórnum er góður, en altinn og tenórinn eru afbragðsfín. Kórinn er líka vel sam-sunginn, – þ.e. kórhljómurinn er heilsteyptur og ræðst það vafalítið af því að kjarni kórsins hefur sungið lengi saman. Fjögur verk voru frumflutt á tón- leikunum, öll eftir kórstjórann, Björgvin Þ. Valdimarsson: Söngur alla nærir við ljóð Maríu K. Einars- dóttur, Börn, Hamingjan og Jörð, öll við ljóð Bjarna Stefáns Konráðsson- ar, en það síðastnefnda var flutt með fulltingi lítillar kammersveitar. Lög Björgvins eru misjöfn að gæðum, og helsti ágalli þeirra hversu keimlík þau eru í tónfræðilegri útfærslu. Flest þeirra eru byggð á svokölluðum sekvensum, þar sem stuttar hending- ar eru endurteknar eftir ákveðnum formúlum, tón hærra eða lægra. Lög- in eru einnig nær eingöngu hómófón- ísk, eða samhljóma, og vantar þá til- breytingu sem pólýfónískt eða fjölraddað ferli í tónvefnum gæti gef- ið þeim. Af þessum lögum voru Börn best. Þar söng Jóhann Friðgeir Valdi- marsson með kórnum og gerði það ákaflega vel. Af öðrum lögum sem kórinn söng var lag Ísólfs Pálssonar, Í birkilaut, mjög fallega sungið og eins Vorljóð Jóns Björnssonar, þar sem kammerkórinn söng á móti að- alkórnum. Í Bikarnum eftir Eyþór Stefánsson fór Jóhann Friðgeir á kostum og söng lagið dæmalaust vel með kórnum. Léttara yfirbragð var yfir seinni hluta tónleikanna, þar sem óperu-, óperettu og söngleikjatónlist var alls ráðandi framan af. Syrpa af lögum eftir Rodgers og Hammerstein var prýðilega sungin og hin besta skemmtun. Valsasyrpa úr Leðurblök- unni eftir Johann Strauss var ekki eins vel lukkuð. Hápunktarnir eftir hlé voru tvö atriði úr La traviata eftir Verdi; annars vegar Sígaunakórinn, sem kvennaraddir (að mestu) Skag- firsku söngsveitarinnar sungu afar smekklega. Flutningur Öldu Ingi- bergsdóttur og Jóhanns Friðgeirs Valdimarssonar með kórnum á dúett- inum Libiamo úr fyrsta þætti óper- unnar var langglæsilegasta atriði tón- leikanna. Einsöngvararnir voru virkilega góðir. Spinto rödd Jóhanns Friðgeirs er sem sköpuð fyrir hlut- verk Alfredos og Alda var stórglæsi- leg sem Violetta og söng afar fallega. Píanóleikari kórsins Sigurður Mar- teinsson stóð í ströngu og var kór og einsöngvurum vel fylgispakur. Mest reyndi á Sigurð í erlendu lagasyrp- unum tveimur, og þar var leikur hans fínn. Kórinn söng verk söngstjóra síns Hamingju og Jörð, af mikilli inn- lifun og krafti og sýndi þar sínar bestu hliðar, en sem fyrr var sópr- aninn veikasti hlekkurinn þar sem hann átti ekki allskostar í fullu tré við neðri raddirnar. Alltént var það áhugavert að heyra nýju lögin sungin af svo mikilli einlægni. Kammersveit og einsöngvarar stóðu sig einnig með mestu prýði í lögum Björgvins. Bergþóra Jónsdótt ir Átthagakór á tímamótum TÓNLIST L a n g h o l t s k i r k j a Skagfirska söngsveitin flutti íslensk og erlend lög. Einnig komu fram Kammerkór Skagfirsku söngsveitarinnar og kammersveit. Einsöngvarar voru Alda Ingibergs- dóttir og Jóhann Friðgeir Valdimarsson; píanóleikari var Sigurður Marteinsson og stjórn- andi Björgvin Þ. Valdimarsson. Laugardag kl. 17.00. KÓRTÓNLEIKAR KARLAKÓR Eyjafjarðar er á söngferð um Suðurland dagana 27.– 29. apríl. Kórinn mun syngja í Sel- fosskirkju næstkomandi föstudag, kl.20.30, og í Aratungu á laugardag kl. 21. Kórinn mun frumflytja ný lög eftir eyfirsk tónskáld og flytja ýmis þekkt hetjulög fyrir karlakóra. Með í för er að venju fjögurra manna hljómsveit sem spilar undir í nokkr- um lögum, en píanóleikari er Daníel Þorsteinsson. Stjórnandi er Björn Leifsson. Fjöldi kórfélaga hefur verið um 40–45, og er það nokkuð vel skipt milli radda. Kórinn mun halda tón- leika á heimaslóðum 4. og 5. maí. Karlakór Eyjafjarðar á söngferð i8, Klapparstíg 33 Sýningu á verkum Karin Sander í i8 lýkur á laugardag. Karin er fædd í Þýskalandi 1957 og er með virtari lista- mönnum sinnar kynslóðar. Þekktust eru líklega þau verk þar sem hún pússar fleti á máluðum veggjum, þar til eft- ir standa háglansandi fer- hyrningar. En undanfarið hefur Sand- er sýnt örlitlar styttur af fólki sem ögra nánast öllum hliðum þess sem hingað til hefur ver- ið kallað fígúratív höggmynd. Sýningin er í samvinnu við OZ (www.oz.com). i8 er opið þriðjudaga–laug- ardaga frá kl. 12–17. Sýningu lýkur URBAN connection, norskt djass- tríó frá Þrándheimi, heldur tvenna tónleika í stuttri heimsókn sinni hingað til lands. Fyrri tónleikarnir verða í Kaffileikhúsinu (Hlaðvarpan- um) í kvöld, miðvikudagskvöld, kl. 21:30 og hinir síðari í Norræna hús- inu nk. laugardag, kl. 20. Liðsmenn sveitarinnar eru Frode Nymo á altó saxófón, Steinar Raknes á kontra- bassa og Hákon M. Johanssen á trommur. Þeir eru nokkurs konar framlínu- menn ungra djassleikara í Noregi í dag og eru allir „komnir frá“ djass- línu skólans í Þrándheimi. Þeir hafa starfað saman síðan 1996 og hafa spilað vítt og breitt um heiminn, t.d. á helstu djasshátíðum í Evrópu og voru sendir fyrir hönd Noregs til Frakklands, Tékklands og Færeyja á djasshátíðir þar. Þeir voru valdir ungdjasstónlistarmenn Noregs árið 1998. Þeir segjast spila móðins djass sem á rætur sínar að rekja til bebopsins sem var að þróast í New York á 6. áratugnum. Gestur þeirra á tónleikunum verð- ur Davíð Þór Jónsson sem leikur á píanó. Tónleikar ungra framlínu- djassista Í HÁRLIST.IS stendur yfir sýning Sigurrósar Stefánsdóttur. Þar sýnir hún nokkrar myndir unnar með blandaðri tækni og eitt olíumálverk. Hugmyndin á bak við sýninguna er að tengja saman menningu og atvinnulíf. Sigurrós lauk myndlistarnámi vorið 1997 og hefur unnið við listsköpun síð- an. Hún hefur haldið nokkrar einka- sýningar og tekið þátt í samsýning- um. Sýningin stendur til 15. maí. Myndlist í Hárlist.is ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.