Morgunblaðið - 25.04.2001, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 25.04.2001, Blaðsíða 25
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. APRÍL 2001 25 Heimsferðir bjóða nú einstakt tæki- færi í glæsilega vorferð til Costa del Sol þann 8. maí á hreint ótrúlegu verði í 14 nætur. Þú bókar núna og 4 dögum fyrir brott- för látum við þig vita á hvaða gististað þú dvelur í fríinu. Þú nýtur fegursta tíma ársins á þessum vinsælasta áfangastað við Miðjarðarhafið og á meðan á dvölinni stendur nýtur þú traustrar þjónustu fararstjóra Heimsferða allan tímann. Verð kr. 39.985 M.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára, 8. maí, 14 nætur. Flug, gisting, skattar. Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Verð kr. 49.930 M.v.2 í stúdíó. Santa Clara, 8. maí, 14 nætur, Flug, gisting, skattar. Aðeins 30 sæti á sértilboði Stökktu til Costa del Sol 8.maí frá 39.985 kr. GRUNUR leikur á, að maður hafi smitast af gin- og klaufaveiki í Bretlandi en búist var við niður- stöðum rannsóknar á því í gær eða í dag. Ef rétt reynist er um að ræða annan manninn, sem vitað er til, að hafi smitast af sjúkdómnum, sem annars leggst eingöngu á klaufdýr. Þykja þessar fréttir mikil ótíðindi fyrir ferðaiðnaðinn breska. Maðurinn, sem um ræðir, er slátrari og vann við að farga sýkt- um gripum í Cumbriu á Norðvest- ur-Englandi. Var hann að færa til dauða kú er rotnandi skrokkurinn sprakk framan í hann. Nú er hann kominn með ýmis einkenni gin- og klaufaveikinnar, sár í munni, á höndum og fótum. Læknar segja, að þrátt fyrir þetta sé engin hætta á ferðum og fullyrða, að slátrarinn muni ná sér alveg. Mjög sjaldgæft sé, að gin- og klaufaveikiveiran berist í menn og talið sé útilokað, að hún geti borist á milli manna. Í gin- og klaufaveikifaraldrinum í Bretlandi 1967 sýktist einn maður en hann náði sér fljótt fullkomlega. Nýjum tilfellum hefur fækkað Gin- og klaufaveikitilfellin í Bretlandi eru nú orðin 1.452 talsins en nýjum tilfellum í viku hverri hefur fækkað úr 40 fyrir fáum vik- um í 16. Er nú búið að slátra rúm- lega 2,1 milljón skepna, nautgrip- um, sauðfé og svínum, og hefur skrokkunum verið brennt í stórum köstum. Veldur það áhyggjum, að í reyknum, sem frá þeim leggur, er mikið af krabbameinsvaldandi efn- um og hefur verið lagt til, að skrokkunum verði eytt með na- palmi. Er það til athugunar hjá yf- irvöldum en napalmið er sagt tryggja miklu hraðari og hreinni bruna. Um 20% samdráttur hefur orðið í breskum ferðaiðnaði vegna gin- og klaufaveikinnar og óttast er, að ekki muni ástandið batna ef rétt reynist, að maður hafi sjúkdóm- urinn hafi lagst á mann. Grunsemdir um gin- og klaufaveiki í breskum slátrara Með sár í munni, á höndum og fótum London. AFP. AP Nokkrar þúsundir skrokka brenndar í South Arscott í Devon á Eng- landi. Komið hefur í ljós, að mikið er af krabbameinsvaldandi tvísýr- ingssamböndum í reyknum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.