Morgunblaðið - 25.04.2001, Blaðsíða 58
DAGBÓK
58 MIÐVIKUDAGUR 25. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Skipin
Reykjavíkurhöfn: Lag-
arfoss kemur og fer í
dag. Blackbird kemur í
dag, Dettifoss fer í dag.
Hafnarfjarðarhöfn:
Ocean Tiger og Nikolay
Afanasjev koma í dag.
Lagarfoss fer í dag.
Rexnes og Arctic Swan
fóru í gær.
Fréttir
Mæðrastyrksnefnd
Reykjavíkur, Sól-
vallagötu 48. Skrifstofan
er opin alla miðvikud.
frá kl. 14–17. S.
551 4349. Fataúthlutun
og fatamóttaka er opin
annan og fjórða hvern
miðvikud. í mánuði, frá
kl. 14– 17 s. 552 5277.
Styrkur, samtök
krabbameinssjúklinga
og aðstandenda þeirra.
Svarað er í síma
Krabbameinsráðgjaf-
arinnar, 800 4040 frá kl.
15–17.
Mannamót
Árskógar 4. Kl. 9–12
baðþjónusta, kl. 9–16.30
klippimyndir, harð-
angur, kl. 13 smíða-
stofan opin, trésmíði/
útskurður og spilað, kl. 9
hár- og fótsnyrtistofur
opnar.
Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8–
13 hárgreiðsla, kl. 8–
12.30 böðun, kl. 9–12
vefnaður, kl. 9–16
handavinna og fótaað-
gerð, kl. 10 banki, kl. 13
spiladagur og vefnaður.
Eldri borgarar í Mos-
fellsbæ, Kjalarnesi og
Kjós. Félagsstarfið
Hlaðhömrum er á
þriðjud. og fimmtud. kl.
13–16.30, spil og föndur.
Sundtímar á Reykja-
lundi kl. 16 á miðvikud.
Uppl. hjá Svanhildi í s.
586-8014 kl. 13–16.
Tímapöntun í fót-, hand-
og andlitssnyrtingu,
hárgreiðslu og fótanudd,
s. 566 8060 kl. 8–16.
Félagsstarf aldraðra,
Dalbraut 18–20. Kl. 9
böðun hárgreiðslustofan
og handavinnustofan
opnar, kl. 13 opin handa-
vinnustofan.
Félag eldri borgara
Kópavogi. Viðtalstími í
Gjábakka í dag kl. 15–
16. Skrifstofan í Gull-
smára 9 opin í dag kl
16.30–18.
Félagsstarf aldraðra,
Lönguhlíð 3. Kl. 8 böð-
un, kl. 10 hársnyrting og
verslunin opin til kl. 13,
kl. 13 föndur og handa-
vinna, kl. 13.30 enska,
byrjendur.
Félag eldri borgara
Hafnarfirði, Hraunseli,
Reykjavíkurvegi 50.
Línudans kl. 11, mynd-
mennt kl. 13 og píla
kl.13:30. Á morgun
fimmtudag eru púttæf-
ingar í Bæjarútgerð kl.
10–11:30, myndmennt
kl. 13, félagsvist kl.
13:30. Leikhúsferð í
Þjóðleikhúsið að sjá
„Syngjandi í rigning-
unni“ 4.maí nk. Sækið
pantaða miða í Hraun-
seli milli kl. 13.30 og 16.
Skoðunarferð í Þjóð-
menningarhúsið 10. maí.
Skráning hafin í
Hraunseli sími 555-0142.
Félag eldri borgara
Reykjavík, Ásgarði,
Glæsibæ. Baldvin
Tryggvason verður til
viðtals um fjármál og
leiðbeiningar um þau
mál á skrifstofu FEB í
dag kl. 10.30–11.30.
Panta þarf tíma. Söng-
félag FEB kóræfing kl.
17. Línudanskennsla
Sigvalda fellur niður.
27.–29. apríl. Þriggja
daga ferð á Snæfellsnes.
Brottför frá Ásgarði,
Glæsibæ, 27. apríl kl. 9.
Þátttakendur vinsam-
legast sækið farmiðann í
síðasta lagi á morgun
fimmtudag 9. maí Garð-
skagi-Sandgerði-
Hvalnes. Brottför frá
Glæsibæ kl. 13. Skrán-
ing hafin. Silfurlínan op-
in á mánudögum og
miðvikud. frá kl. 10–12.
Ath. skrifstofa FEB er
opin frá kl. 10–16. Uppl.
í s. 588 2111.
Félagsstarfið, Hæð-
argarði 31. Kl. 9 opin
vinnustofa, postu-
línsmálun og fótaaðgerð,
kl. 13 böðun kl. 13.30
samverustund.
Gerðuberg, Félagsstarf.
Kl. 9-16.30 vinnustofur
opnar, frá hádegi spila-
salur opinn kl. 10.30
gamlir leikir og dansar.
Gjábakki, Fannborg 8.
Handavinnustofan opin,
kl. 10.30 boccia, kl. 13
félagsvist, kl. 17 bobb. Í
tilefni af viku bók-
arinnar verða lesin ljóð í
Gjábakka fimmtudaginn
26. apríl kl. 14 þeir sem
vilja lesa skrái sig í af-
greiðslunni.
Gullsmári, Gullsmára
13. Kl. 9 vefnaður, kl.
9.10 og 10.10 leikfimi, kl.
10 ganga, kl. 13
keramikmálun, kl. 13.30
enska.
Hraunbær 105. Kl. 9–
16.30 bútasaumur, kl. 9–
12 útskurður, kl. 9–17
hárgreiðsla, kl. 11 banki,
kl. 13 brids.
Hvassaleiti 58–60. Kl. 9
böðun, fótaaðgerðir,
hárgreiðsla, keramik,
tau- og silkimálun og
jóga, kl. 11 sund í Grens-
áslaug, kl. 15 teiknun og
málun.
Kirkjulundur, félags-
starf aldraðra, Garða-
bæ. Fimmtudaginn 26.
apríl: spilað í Holtsbúð
kl. 13.30, boccia kl.
10.30, leikfimi kl. 12.10.
Dagana 27 og 28. apríl
eru uppskerudagar í
Kirkjuhvoli kl. 13–18,
sýning á tómstunda-
vinnu aldraðra,
skemmtiatriði og veit-
ingar kl. 15 báða dag-
ana.
Korpúlfarnir, eldri
borgarar í Grafarvogi.
Hittast á morgun kl. 10 í
keilu í Mjódd. Spiluð
keila, spjallað, kaffi. All-
ir velkomnir. Uppl veitir
Þráinn Hafsteinsson s.
5454-500.
Norðurbrún 1. Fótaað-
gerðastofan opin frá kl.
9–14, kl. 9–12.30 út-
skurður, kl. 9–16.45
handavinnustofurnar
opnar, kl. 10 sögustund,
kl. 13–13.30 bankinn, kl.
14 félagsvist, kaffi og
verðlaun.
Vesturgata 7. Kl. 8.30
sund, kl. 9 fótaaðgerðir
og hárgreiðsla, kl. 9.15
aðstoð við böðun,
myndlistarkennsla og
postulínsmálun, kl. 13–
16 myndlistarkennsla,
glerskurður og postu-
línsmálun, kl. 13–14
spurt og spjallað.
Vitatorg. Kl. 9 smiðjan
og hárgreiðsla, kl. 9.30
bankaþjónusta, kl. 10
morgunstund og fótaað-
gerðir, bókband og búta-
saumur, kl. 13 hand-
mennt og kóræfing, kl.
13.30 bókband, kl. 14.10
verslunarferð.
Bústaðakirkja starf
aldraðra, miðvikudaga
kl. 13–16.30 spilað,
föndrað og bænastund.
Boðið upp á kaffi.
Sjálfsbjörg, félag fatl-
aðra á höfuðborg-
arsvæðinu, Hátúni 12.
Félagsvist kl. 19.30.
Hana-nú Kópavogi.
Ekki fundur í Bók-
menntaklúbbi Hana-nú í
kvöld. Næsti fundur 2.
maí kl. 20 á Lesstofu
Bókasafns Kópavogs.
ITC-deildin Melkorka,
heldur fund í Menning-
armiðstöðinni Gerðu-
bergi í kvöld kl. 20.
Fundurinn er öllum op-
inn. Uppl. veitir Auður
Thorarensen s. 567-
6443.
Barðstrendingafélagið,
Hverfisgötu 105, 2. hæð,
spilað í Konnakoti í
kvöld kl. 20.30. Allir vel-
komnir.
Kvenfélag Kópavogs.
Gestafundur í kvöld kl.
20.30 í félagsheimilinu
Gjábakka.
Krabbameinsfélags
Hafnarfjarðar heldur
aðalfund miðvikudaginn
25. apríl í safnaðarheim-
ili Fríkirkjunnar við
Linnetstíg, kl. 20:30. Að
loknum aðalfund-
arstörfum verður
fræðslufundur þar sem
fulltrúar stuðningshóp-
anna Styrkur og Ný
rödd segja frá starfsemi
sinni. Fundurinn er öll-
um opinn.
Lífeyrisþegadeild SFR.
Aðalfundur lífeyr-
isþegadeildarinnar verð-
ur haldinn laugardaginn
28. apríl kl. 13.30 í
félagsmiðstöðinni Grett-
isgötu 89, 4 hæð. Venju-
leg aðalfundarstörf og
önnur mál.
Samtök psoriasis- og
exemsjúklinga halda að-
alfund sinn
fimmtudaginn 26.4. í
Grand Hóteli v/Sigtún
kl. 20.
Orlofsnefnd húsmæðra
í Reykjavík hefur laus
pláss í ferð á Hótel Örk
dagana 29. apríl–4. maí
og á Snæfellsnes 25.–27.
maí. Upplýsingar á
skrifstofunni Hverf-
isgötu 69 mán.–
fimmtudaga kl.17.–19.
og í síma 551–2617.
Í dag er miðvikudagur 25. apríl
115. dagur ársins 2001. Gang-
dagurinn eini. Orð dagsins: Sjórinn
gekk yfir Babýlon, hún huldist
gnýjandi bylgjum hans.
(Jeremía, 51, 42.)
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar:
569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156,
sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT-
STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 165 kr. eintakið.
Víkverji skrifar...
Í NÝJASTA tölublaði Ísal-tíðinda,fréttabréfi Íslenska álfélagsins,
er greint frá svonefndum hugmynda-
banka innan fyrirtækisins en í hann
geta starfsmenn lagt ábendingar sín-
ar og tillögur um hvaðeina er snertir
starfsemina. Segir meðal annars að
algjör sprenging hafi orðið í fjölda
hugmynda sem rignt hefur inn en
þær voru 256 á síðasta ári. Árið 1999
voru þær 206 og árið 1998 168.
Víkverja þykir þetta framtak með
hugmyndabankann forvitnilegt en
starfsmenn eru hvattir til að senda
tillögur um hvers kyns málefni er
snerta rekstur og starfsemi. Er þeim
skipt í flokka til dæmis eftir því hvort
þær snúast um sparnað, öryggi, að-
búnað eða hreingerningu og þær
falla undir hin ýmsu svið starfsem-
innar, tæknisvið, rafgreiningu
steypuskála eða önnur. Og til að gera
það eftirsóknarvert að leggja höfuðið
í bleyti og setja fram ábendingar og
tillögur eru verðlaun í boði. Annars
vegar peningaverðlaun á bilinu 2.500
og uppí 30 þúsund og í fyrra voru
veitt í fyrsta sinn sérverðlaun sem
voru ferð til Noregs, m.a. heimsókn
til systurfyrirtækis í Noregi, Söral.
Segir í Ísal-tíðindum að hugmyndin
um þessi sérverðlaun hafi komið frá
Norðmönnum, þeir boðið starfs-
manni sínum hingað til lands og því
hafi Ísal gripið hugmyndina á lofti og
farið fram á að þeir tækju við starfs-
manni héðan. Sá sem lagt hefur inn
flestar hugmyndir síðustu árin,
Sveinn Pétursson, hlaut þessi verð-
laun en hann hefur síðustu fimm árin
lagt inn 36 hugmyndir.
x x x
MJÖG margar hugmyndir hljótaverðlaun og má sjá af töflu í
fréttablaðinu að flest árin er það vel
yfir helmingur innkominna tillagna.
Má nefna sem dæmi að árið 1991
kom inn 101 tillaga og voru 42 verð-
launaðar. Árið 1993 hlutu 60 tillögur
af 105 verðalun, 122 af 168 árið 1998
og í fyrra voru 169 verðlaunaðar en
þá komu inn eins og fyrr segir 256 til-
lögur.
Þetta hlýtur að þýða að tillögurnar
eru að meira og minna leyti brúkleg-
ar eða skipta verulegu máli. Sem
þýðir líka að menn hafa gruflað í
þessu og sett fram hlutina í fullri al-
vöru. Enda til einhvers að vinna líka
fyrir utan það að tillögunum er ætlað
að leiða til betrumbóta.
x x x
EFLAUST eru starfsmenn fleirifyrirtækja hvattir á svipaðan
hátt til að huga að því sem betur
mætti fara á vinnustað sínum. Hlýt-
ur þessi þáttur að geta viðhaldið góð-
um starfsanda innan fyrirtækja ekki
síst ef menn finna hvatningu frá for-
ráðamönnum fyrirtækja í þessa átt
og ef þeir vita að tillögurnar eru
teknar alvarlega og þeim hrint í
framkvæmd ef þær eru taldar geta
orðið starfseminni til framdráttar á
einhvern hátt. Þessa leið ættu sem
flest fyrirtæki að nota sem eina af
mörgum til að viðhalda góðum
starfsanda og skiptir þá varla máli
hvort fyrirtækin eru stór eða smá,
með flókna starfsemi eða einfalda,
það er alltaf hollt að reyna svolítið á
heilasellurnar og reyna að skoða um-
hverfi sitt út frá alls konar sjónar-
hornum.
x x x
OG ENN vill Víkverji stinga uppáað útvarpsstöðin Klassík 100,7
reyni að taka upp kynningu á tónlist-
inni sem leikin er og að leikin verði
heil tónverk en ekki einstakir kaflar.
Það er að minnsta kosti skárra þegar
kynning er ekki fyrir hendi að fá
órofin tónverk en ekki einn kafla í
senn og síðan eitthvert allt annað
verk. Er ekki hægt að kippa þessu í
liðinn eða er þetta of dýrt?
KONA frá Akureyri hafði
samband við Velvakanda
og vildi kvarta yfir hrað-
akstri í Kaupvangsstræti á
Akureyri. Það er alveg
hræðilegt hversu hratt er
ekið upp og niður gilið og
þó sérstaklega á kvöldin.
Er ekki eitthvað hægt að
gera í þessum málum? Nú
er farið að vora og allt að
lifna við í Listagilinu og
getur þetta skapað mikla
hættu fyrir gangandi veg-
farendur.
Gisting eða
íbúðaskipti
VELVAKANDA barst
bréf frá eldri hjónum í Kan-
ada sem eru að ráðgera 1–2
vikna ferð til Íslands um
miðjan júní.
Þau hafa mikinn áhuga á
íslenskri náttúru og hlakka
mikið til að sjá miðnætur-
sólina.
Eru þau að leita sér að
gistingu – eða íbúðaskipt-
um – á þessum tíma.
Þeir sem geta liðsinnt
þeim eru beðnir að hafa
samband við:
John Baumhard,
15 Old Church Rd.
King City ON L7B IK4,
Canada.
Myndasögur
Moggans
ÉG er 10 ára stelpa og ætla
að kvarta yfir nýju breyt-
ingunni á Myndasögum
Moggans. Það er fáránlegt
að hafa bara eina blaðsíðu
því núna hafa börnin miklu
minna efni til þess að lesa.
Gætuð þið breytt þessu?
annars kvarta ég aftur. Ég
hef alltaf lesið Myndasögur
Moggans og hef alltaf beðið
spennt eftir Myndasögun-
um og systkini mín líka. Ég
er viss um að fleiri krökk-
um finnst það sama og mér.
Erna Dís 10 ára.
Tapað/fundið
Nokia-sími, veski
og fleira tapaðist
SR. FLOSI týndi lykla-
kippu með 4–5 lyklum,
veski, sólgleraugum og
GSM-síma af gerðinni
Nokia 3210, einhvers stað-
ar á svæði 101 Reykjavík á
tímabilinu frá skírdegi þar
til síðastliðinn sunnudag.
Finnanda heitið fundar-
launum. Upplýsingar í síma
561-5608.
Gullúr tapaðist
GULLÚR tapaðist í Hafn-
arstræti, gæti hafa verið á
skemmtistað, aðfaranótt
sumardagsins fyrsta. Skil-
vís finnandi er vinsamleg-
ast beðinn að hafa samband
í síma 695-0140.
Karlmannsjakki í
óskilum
SÁ, sem saknar karlmanns-
jakka með lyklakippu,
GSM-síma og fjarstýringu í
vasanum, getur vitjað hans
í síma 557-3990. Jakkinn er
svartur og úr einhvers kon-
ar regnefni.
Gullmen tapaðist
Í BYRJUN mars datt gull-
men með litlum steini af
keðju í Fossvogshverfi,
Höfðabakka eða Hamra-
hverfi. Skilvís finnandi er
vinsamlegast beðinn að
hafa samband í síma 581-
3966.
Dýrahald
Fresskött vantar
gott heimili
AF óviðráðanlegum ástæð-
um vantar þriggja ára
gamlan högna nýtt heimili.
Hann er steingrár á litinn,
þrifinn, mannelskur og
heimakær. Hann er geltur
og eyrnamerktur og hefur
alltaf verið mjög heilsu-
hraustur. Er ekki einhver
hjartahlýr tilbúinn að taka
hann að sér og bjarga lífi
hans? Upplýsingar í síma
564-2073 eða 691-1532.
Tóbías er týndur
TÓBÍAS er tæplega árs
gamall fressköttur. Hann
er bröndóttur, fjörugur og
forvitinn. Hann lagði af
stað í ævintýraför frá heim-
ili sínu í Hafnarfirði (Set-
bergslandi) mánudaginn 9.
apríl sl. og hefur ekkert
spurts til hans síðan.
Hans er sárt saknað af
mönnum og dýrum. Þeir
sem hafa orðið hans varir
vinsamlegast hafið sam-
band í síma 555-0701 eða
869-7002.
Mjása er týnd
MJÁSA hvarf frá heimili
sínu að Vesturvallagötu
fyrir um það bil tveimur
vikum. Hún er grábrönd-
ótt, ólarlaus en merkt í
eyra. Mjása mjálmar mikið.
Ef einhver getur gefið upp-
lýsingar um ferðir Mjásu,
vinsamlegast hafið sam-
band í síma 551-8494 eða
860-5566.
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15
frá mánudegi til föstudags
Hraðakstur
á Akureyri
K r o s s g á t a
LÁRÉTT:
1 útgjöld, 8 þrautir, 9
vesæll, 10 óvild, 11
harma, 13 blóðsugan, 15
kjökra, 18 urga fram og
aftur, 21 gagn, 22 gam-
ansemi, 23 ávinningur, 24
leika á.
LÓÐRÉTT:
2 mjólkurafurð, 3 nauti, 4
óhreinkaði, 5 mergð, 6
guðs, 7 fall, 12 megna, 14
mánuður, 15 næðing,16
dögg, 17 ilmur, 18 vinna,
19 fjáður, 20 forar.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU:
Lárétt: 1 fegin, 4 kelda, 7 lemur, 8 múgur, 9 núa, 11
ræna, 13 barr, 14 fossa, 15 hagl, 17 krók, 20 ann, 22 káf-
ar, 23 aftur, 24 ryrar, 25 tærar.
Lóðrétt: 1 fælir, 2 gaman, 3 norn, 4 káma, 5 lygna, 6 akr-
ar, 10 únsan, 12 afl, 13 bak,15 hákur, 16 gæfur, 18 ritar,
19 kórar, 20 arar, 21 naut.
6
8
11
15
22
1
24
12
3
10
17
21
4
9
13
18
23
14
5
19
7
20
2
16