Morgunblaðið - 25.04.2001, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 25.04.2001, Blaðsíða 46
MINNINGAR 46 MIÐVIKUDAGUR 25. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Jörundur Þor-steinsson fædd- ist í Reykjavík 13. mars 1924. Hann lést á Landspítalan- um, Landakoti 15. apríl síðastliðinn. Foreldrar Jörundar voru þau María Hróðmundsdóttir, f. 14. nóvember 1902 á Breiðabólsstað á Álftanesi, d. 11. des- ember 1974, og Þor- steinn Guðjónsson frá Efra-Seli í Stokkseyrarhreppi, f. 15. ágúst 1900, d. 17. desember 1963. Fósturforeldrar Jörundar voru þau Margrét Jörundsdóttir frá Hliði á Álftanesi, f. 15. nóv- ember 1888, d. 29. janúar 1981, og Filippus Magnússon, f. 18. júní 1885, d. 14. nóvember 1957. Jör- undur átti tvær systur, sem báð- ar eru látnar, þær hétu Esther andi maka, Þórdísi Baldursdóttur. Barnabarnabörn Jörundar eru tvö. Jörundur ólst upp hjá ástríkum fósturforeldrum á Vitastíg 13 í Reykjavík. Gagnfræðingur varð hann frá Gagnfræðaskóla Reykvík- inga, Ágústarskólanum, árið 1939. Sat Samvinnuskólann 1943–44. Jörundur vann við verslunar- og skrifstofustörf m.a. hjá Flugleiðum 1954–58. Á Keflavíkurflugvelli 1959–64. Hjá Skóbúð Austurbæjar 1964–75. Árið 1975 hóf hann störf hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur og varð síðar fulltrúi á innlagnadeild og gegndi hann því starfi til starfs- loka árið 1994. Jörundur sat í stjórn knattspyrnufélagsins Fram 1950–60 og sem formaður 1954– 55. Knattspyrnudómari var hann frá árinu 1944–74 og einnig var hann eftirlitsdómari KSÍ vel fram yfir sjötugt. Sat í stjórn Knatt- spyrnudómarafélags Reykjavíkur og var formaður Knattspyrnudóm- arasambands Íslands árið 1978–79. Einnig sat hann í fulltrúaráði starfsmannafélags Reykjavíkur- borgar. Útför Jörundar fer fram frá Grensáskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Svanlaug og Stein- unn. Hálfsystkinin eru þrjú, þau Laufey, Baldvin og Elísabet. Hinn 20. ágúst 1945 kvæntist Jör- undur Guðrúnu Guð- mundsdóttur. Þau skildu árið 1949. Þau eignuðust tvær dæt- ur: Margréti, sem á dóttur, og Sigríði, maki Hafsteinn Júlí- usson, eiga þau dótt- ur og son. 20. októ- ber 1951 kvæntist Jörundur Önnu Svan- hildi Daníelsdóttur. Þau skildu árið 1971. Anna Svanhildur lést árið 1992. Þau eignuðust þrjá syni: Daníel Magnús, maki Þór- unn Ólafsdóttir, eiga þau son og dóttur. Gunnar Hákon, maki Elín Helgadóttir, eiga þau tvo syni, en fyrir á Gunnar Hákon son. Pétur Filipp, á hann son með fyrrver- Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibj. Sig.) Mig langar með fáum orðum að kveðja bróður minn Jörund, sem lést á Landakoti eftir erfiðan sjúkdóm hinn 15. apríl 2001 á afmælisdegi Estherar systur okkar, sem nú er látin. Jörundur var elstur af okkur systkinunum. Það eru 19 ár á milli mín og hans. Þegar við eltumst urð- um við nánari gegnum íþróttir og ýmis félagsmál. Jöri var mikill áhugamaður um íþróttir og félag hans var Fram en mitt er Valur. Við fórum oft saman á völlinn. Hann æpti Áfram Fram en ég Áfram Val- ur. Jöri var hógvær að eðlisfari og vildi aldrei gera lítið úr öðrum. Hann var félagslyndur og tók þátt í félags- störfum hvar sem hann var. Eftir að Jöri kynntist Kristjönu konu sinni áttum við margar ánægjulegar sam- verustundir og vorum mikið saman. Kristjana og Jöri voru mjög sam- rýnd og stóð hún sem klettur við hlið hans í veikindum hans. Jöri reyndist börnum hennar vel og var tryggur og góður vinur þeirra. Það sýndi sig þegar Óskar sonur Kristjönu dó 26. nóv. 2000 að hann tók ekki annað í mál en að vera við jarðarförina hans, þótt hann væri fársjúkur og í hjóla- stól. Kristjana og Jörundur áttu ákaf- lega fallegt heimili að Hvassaleiti 58. Þar var alltaf gott og gaman að koma og spjalla saman. Jöri hafði mikil og góð samskipti við íbúa hússins. Hann gaf út blað í húsinu, enda var hann góður penni. Í blaðinu voru fréttir og ýmislegt annað íbúum til fróðleiks og skemmtunar um félagsstarfið í hús- inu. Þegar Jöri varð 70 ára hélt hann upp á afmæli sitt í sal hússins á jarð- hæðinni. Það var margt um manninn og mjög gaman. Honum voru veittar þar margar viðurkenningar frá íþróttahreyfingunni og öðrum félagasamtökum. Hann var vinsæll og vinamargur. Í nokkur ár bjó ég við götuna Markland í Fossvogi og Jöri lagði oft leið sína þangað til mín í heimsókn. Þar ræddum við um gamla tíma. Jöri hafði frá svo mörgu að segja sem hafði gerst fyrir mína tíð. Mér þótti það mjög gaman og fróðlegt. Ég var stoltur að eiga svona eldri bróður. Og eftir það vorum við oft kallaðir „Marklandsbræður“. Jöri reyndist mér, Elnu og börnum okkar ætíð vel, sérstaklega Ingu yngstu dóttur okkar og Baldvin Albert sem hann kynntist einna best og eru þau þakklát fyrir þau góðu kynni. Og nú síðustu árin höfum við haft mikið og gott samband. Þær stundir hafa veitt okkur mikla ánægju. Við kveðjum þig með söknuði, Jöri minn, og þökkum allar góðu sam- verustundirnar og góðu gömlu dag- ana. Blessuð sé minning þín. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi. Elsku Kristjana og aðrir aðstand- endur: Við vottum ykkur okkar dýpstu samúð og biðjum Guð að styrkja ykkur í sorg ykkar. Baldvin og Elna. Kveðja frá Knattspyrnu- félaginu Fram Í dag kveðjum við Framarar góð- an félaga, Jörund Þorsteinsson, sem frá æskuárum vann félagi sínu og fylgdist ætíð með starfsemi þess. Jörundur var alinn upp á Vitastígn- um og því nokkuð sjálfgefið hvar hann skipaði sér í félag. Hann gekk ungur til liðs við Knattspyrnufélagið Fram og lék knattspyrnu upp alla aldursflokka félagsins. Handknatt- leik hóf hann að leika með 2. flokki í Fram, þegar félagið sendi lið í fyrsta Íslandsmót í handknattleik árið 1940, og var því meðal frumherja íþróttarinnar innan félagsins. Þegar þátttöku í keppni lauk hóf- ust margvísleg störf í þágu Fram og Jörundur var ætíð reiðubúinn til starfa fyrir félagið þegar til hans var leitað. Hann sat í stjórn félagsins, var formaður þess 1954–1955 og síð- ar formaður fulltrúaráðs félagsins. Hann var lengi meðal virkustu knattspyrnudómara og tók mikinn þátt í starfsemi á vegum félags þeirra. Hann dæmdi ætíð í nafni Fram og lagði með því af mörkum mikið starf í þágu félagsins. Fyrir störf í þágu Knattspyrnufélagsins Fram heiðraði stjórn félagsins Jör- und nýlega með því að gera hann að heiðursfélaga. Við gamlir félagar Jöra innan Fram minnumst hans af hlýhug. Hann var snyrtimenni, einstakt prúðmenni, léttur í skapi og góður félagi sem aldrei lagði annað en gott til allra mála. Hann fylgdist ætíð vel með sínu gamla félagi og sýndi því stuðning í orði og verki, mætti á völl- inn meðan heilsa leyfði, fagnaði í vel- gengni en tók nærri sér þegar verr gekk. Hann var alltaf sami Fram- arinn á hverju sem gekk. Stjórn Knattspyrnufélagsins Fram þakkar fyrir störf og stuðning við félagið í yfir 60 ár og gamlir vinir og félagar Jöra þakka vináttu og samstarf um langt árabil. Kristjönu konu hans og börnum hans eru flutt- ar samúðarkveðjur með ósk um vel- farnað um ókomin ár. Sveinn H. Ragnarsson. Góður vinur og félagi, Jörundur Þorsteinsson, er látinn eftir harða baráttu við erfiðan sjúkdóm. Hann var ákafur knattspyrnu- áhugamaður en hann bar sérstak- lega fyrir brjósti velferð knatt- spyrnudómara jafnt utan sem innan leikvallar og á sú stétt honum mikið að þakka. Jörundur var virkur dómari í nærri 30 ár, en hann var starfandi landsdómari er við kynntumst árið 1949; það var að sjálfsögðu á gamla Melavellinum. Ég hafði horft á leik sem hann dæmdi. Að leik loknum gekk ég til hans og sagði honum að mig langaði til að verða knattspyrnu- dómari, hann tók mér afar vel og bauð mér að ganga með sér niður í miðbæ. Ég man hvað ég, 15 ára strákurinn, var upp með mér, að vera á göngu með þessum þekkta dómara. Þarna fræddi hann mig um starfið og lagði grunninn að því hvernig þetta áhugamál mitt átti eft- ir að þróast. Jörundur vann mikið að félags- málum dómara, sat oft í stjórn KDR og var formaður KDSÍ um tíma, hann var prófdómari og eftirlitsdóm- ari í á annan áratug. Jörundur eyddi löngum stundum með okkur dómurunum enda fékk hann það virðulega viðurnefni hjá okkur að vera kallaður fóstri og það líkaði honum vel. Hann kom iðulega á völlinn til að fylgjast með frammistöðu okkar og gefa okkur góð ráð, benda okkur á hvað betur mætti fara eða hrósa okkur en oftast endaði hann með að segja, að í heildina hafi leikurinn verið góður. Er við komum til her- bergja okkar á Laugardalsvellinum að leik loknum, var oft sagt: „Nú fer fóstri að koma,“ og ekki stóð á því. Hann fór með okkur upp á Akra- nes eða til Keflavíkur; í þeim ferðum var hann sannarlega aufúsugestur, traustur og jákvæður. Við sem dæmdum á árunum frá 1950 til 1990 munum minnast fóstra með sérstakri virðingu og þakklæti. Ég sakna þess að nú hringir Jör- undur ekki oftar til að ræða áhuga- málin; ég er þakklátur honum fyrir ævilanga, trausta vináttu. Við Jóhanna sendum fjölskyldu hans innilegar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Jörundar Þor- steinssonar. Grétar Norðfjörð. Mig langar að minnast góðs vinar míns, Jörundar Óskars Þorsteins- sonar, sem lést á páskadag. Tengsl okkar Jörundar voru með þeim hætti að hann var sambýlis- maður tengdamóður minnar í 30 ár. Fjölskylda mín bjó í næsta nágrenni og var samgangur mikill. Mig langar að þakka Jörundi innilega fyrir sam- fylgdina og hversu góður vinur hann var. Haukur sonur minn, sem er jafngamall sambúð þeirra Kristjönu, þekkti hann sem „afa“ og við eigum bæði eftir að sakna hans mikið. Jör- undur var skapgóður maður og glað- sinna. Það var auðvelt að spjalla við hann um alla hluti og ég minnist sól- skinsstunda í garðinum í Efstasundi hjá Kristjönu og Jörundi, við vorum bæði miklir sóldýrkendur. Jörundur var mikill Fram-ari og þjálfaði m.a. knattspyrnulið þeirra, hann sagði gjarnan þegar hann kvaddi mann „áfram Fram“. Félagið veitti honum margvíslegar viðurkenningar en heiðurspening fyrir starf í þágu félagsins nokkru áður en hann lést. Ég vona að það hafi glatt hann. Nokkur síðustu ár hafa verið erfið veikindaár fyrir Jörund og Kristjönu en hann lést á páskadag eins og áður sagði. Ég sendi Kristjönu mínar innilegustu samúðarkveðjur svo og börnum Jörundar og öðrum ástvin- um. Minning um góðan mann mun lifa í huga okkar allra. Bryndís Svavarsdóttir. Elsku Jörundur! Ég var bara fimm ára þegar þú og amma Kristjana kynntust og þú varðst hluti af fjölskyldunni. Þrátt fyrir ungan aldur kallaði ég þig ein- hverra hluta vegna alltaf Jörund en ekki afa. Við aðra sagði ég hins vegar að þú værir „eins konar“ afi minn enda hefur þú alltaf reynst mér sem afi og það alveg yndislegur afi. Eins og afar iðulega gera þá fórst þú oft með mig og Hauk bróður niður á tjörn að gefa öndunum þegar við vorum lítil. Þær eru líka margar góð- ar minningarnar sem ég á frá Efsta- sundi 33 þá ekki síst úr garðinum. Ég gleymi því heldur aldrei þegar þú fórst með mig í Sædýrasafnið sem var í Hafnarfirði í þá daga. Það var auðvitað mikil upplifun að skoða öll dýrin en upp úr stendur þó atvikið þegar ég var að gefa gæsunum brauð og ein þeirra beit mig í putt- ann. Mér brá nú held ég meira en ég meiddi mig og var því ekki alls ekki sátt við það að þú sæir eitthvað snið- ugt við þessa frekju í gæsinni. Ég man líka vel eftir skemmtilegu ferð- inni sem ég fór með þér og ömmu að Setbergi í Grundarfirði þar sem amma gaf skjöld til minningar um pabba sinn, afa Jósep, en hann var prófastur í Setbergskirkju til fjölda ára. Ég hef einnig alltaf haldið mikið upp á skartgripaskrínið með spila- dósinni sem þú gafst mér þegar þú komst einu sinni frá Mallorka en ég var þá u.þ.b. sex ára gömul. Ég á skartgripaskrínið enn þá, 28 árum síðar, og mun það alltaf tengja okkur saman og minna mig á þig. Þú varst alveg einstakur maður, kæri Jörund- ur, glaðlyndur, hlýr, góður og alveg afskaplega félagslyndur. Þú hafðir brennandi áhuga á öllum íþróttum enda iðkaðir þú þær af kappi hér áð- ur fyrr. Þú fylgdist vel með fram undir það síðasta og Fram var alltaf þitt félag. Ég hef alltaf dáðst að því þegar þú tókst þig til upp á þitt eins- dæmi, þá rúmlega sjötugur, og gafst út nokkur fréttablöð. Blöðin skrifað- ir þú sjálfur um það helsta sem tengdist íbúum eða félagslífi eldri borgara í VR-blokkinni þar sem þið amma bjugguð síðastliðin ár. Mér fannst þetta frábært framtak hjá þér og lýsti innilega dugnaði þínum og léttum persónuleika. Elsku Jörundur minn, mig langar að þakka þér fyrir þann tíma sem við höfum átt saman á síðastliðnum þrjátíu árum. Ekki síst langar mig að þakka þér fyrir það hve yndisleg- ur þú hefur verið við ömmu mína og það var aðdáunarvert að sjá hve vel þú hugsaðir alla tíð um hana. Mér finnst líka aðdáunarvert hversu mik- inn styrk amma hefur sýnt í veik- indum þínum. Fram á síðustu stundu hefur hún gefið sig alla í að hugsa um þig, veita þér ást sína og umhyggju og sýnir það innilega hve sterkum böndum þið bundust. Ég veit að þú hefur áhyggjur af henni nú þegar þú ert farinn en við sem næst henni stöndum munum gera allt sem við getum til hugsa vel um hana og reyna að fylla það skarð sem þú skil- ur eftir þig. Að lokum langar mig að segja þér hve vænt mér þótti um það að þú skyldir þrátt fyrir mikil veikindi koma í útförina hans pabba í des- ember sl. Ég bið þig um að skila til hans innilegri saknaðarkveðju sem og til hans elskulega Dags míns. Þór og stelpurnar okkar tvær, Sara Bryndís og Arna Björk, biðja líka fyrir kærri kveðju til ykkar allra. Elsku amma mín, megi góður guð nú gefa þér styrk til að takast á við enn eitt áfallið sem yfir þig dynur á skömmum tíma. Börnum Jörundar og öðrum aðstandendum votta ég mínar innilegustu samúðarkveðjur. Fyrir hönd fjölskyldu minnar óska ég öllum ástvinum Jörundar góðs gengis í sorginni, hans verður sárt saknað. Hvíldu í friði, elsku Jörundur, og guð verndi þig. María Björk Óskarsdóttir. JÖRUNDUR ÞORSTEINSSON                     !"# $       %&  '' (  ()  * ()  +  ,    $'- '' !' , ''   ,  . ,   / /#$ 0  0  0  0  0      '  %             &.1(* &2!.3! 3 0            !    "  #     $       %     !   $   ''   &  ''     4     &     &     0# (  '' ( &   3 0 ,5  ''  $&       '' (' 0#   ''  ,    0  0 %
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.