Morgunblaðið - 25.04.2001, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 25.04.2001, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 MIÐVIKUDAGUR 25. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÖSSUR Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, segir að ríkis- stjórn Íslands þori bersýnilega ekki að styggja Bandaríkjamenn, enda sé hún ein örfárra ríkisstjórna sem ekki hafi einu sinni lýst yfir von- brigðum með þá ákvörðun Banda- ríkjaforseta að draga til baka undir- skrift sína við Kyoto-bókunina um losun gróurhúsalofttegunda. Siv Friðleifsdóttir, umhverfisráðherra, segir hins vegar að íslensk stjórn- völd reyni að hafa áhrif á afstöðu Bandaríkjanna. Umhverfismál og viðbrögð við ákvörðun Bandaríkjamanna varð- andi Kyoto-bókunina voru rædd á Alþingi í gær utan dagskrár, fyrir tilstilli Össurar Skarphéðinssonar. Siv Friðleifsdóttir, sem var til and- svara, benti á að Íslendingar hafi starfað ásamt Bandaríkjunum og fleiri þjóðum í svonefndum regnhlíf- arhópi sem fjallar um útfærslu bók- unarinnar og þar gæfist gott tæki- færi til að hafa áhrif. Ákvörðun Banda- ríkjanna reiðarslag Í umræðunni sagði formaður Samfylkingarinnar það hafa verið reiðarslag þegar forseti Bandaríkj- anna lýsti því yfir í mars að hann hafnaði Kyoto-bókuninni og með því hefði hann ekki aðeins gengið á bak orða Bandaríkjanna, heldur líka á bak yfirlýsingar sem fulltrúi hans eigin ríkisstjórnar hafi gefið á fundi utanríkisráðherra í Trieste í fyrra mánuði um að Bandaríkin myndu vinna að lausn þeirra deilumála sem ekki reyndist unnt að leysa á þingi aðildarríkja rammasamningsins um loftslagsbreytingar, sem var haldinn í Haag í nóvember. Össur benti á að Evrópusamband- ið hyggist, jafnvel þótt Bandaríkin breyti ekki afstöðu sinni, gera allt sem það getur til að bókunin verði að alþjóðlegum lögum árið 2002. En til þess þurfi samþykki 55 ríkja, sem höfðu á bak við sig 55% þeirrar los- unar sem var í heiminum árið 1990. Allir helstu þjóðarleiðtogar heims hafi mótmælt ákvörðunum Bush Bandaríkjaforseta mjög harkalega; Evrópusambandið hafi kallað hana skelfilega og ögrandi og því þurfi af- staða íslenskra stjórnvalda til þess- ara mikilvægu mála að vera ljós. Umhverfisráðherra upplýsti að hún hefði setið fund í regnhlífar- hópnum í New York í síðustu viku og þar hefði hún lýst áhyggjum sín- um af þróun mála og afstöðu Banda- ríkjanna og lagt áherslu á að Banda- ríkjamenn vinni áfram með öðrum þjóðum að vinna að því að dregið verði úr losun gróðurhúsaloftteg- unda. Siv sagði það vera stefnu ís- lenskra stjórnvalda að staðfesta Kyoto-bókunina þegar viðunandi niðurstaða um útfærslu hennar fengist. Hún benti á að ekkert aðild- arríkja OECD hefði enn staðfest bókunina og ríki myndu ekki gera það fyrr en þau vissu hvernig út- færslunni yrði háttað. Sagði Siv að Ísland muni áfram vinna að því að samstaða náist sem fyrst um út- færsluna, helst 2002, en þá verða 10 ár liðin frá loftslagsráðstefnunni í Ríó, en miðað við þróunina nú væri það ekki líklegt. Um væri að ræða gífurlega flóknar milliríkjaviðræður sem fælu í sér styrki til þróunar- landa, viðskipti með losunarheimild- ir, bindingu með ræktun og fleira og líklega væri um að ræða flóknustu alþjóðasamninga sem gerðir hefðu verið. „Þrátt fyrir að blikur séu nú á lofti gagnvart Kyoto-bókuninni er rétt að hafa í huga, að það voru Bandaríkin sjálf sem óskuðu eftir því að fram- haldi Haag-fundarins, sem vera átti í lok maí, yrði frestað um tvo mánuði svo þeim gæfist tækifæri til að end- urskoða stefnu sína,“ bætti Siv við og því væri full ástæða til að ætla að Bandaríkjamenn taki fullan þátt í viðræðunum í sumar. Ákvörðunin átti ekki að koma á óvart Í máli flestra þeirra þingmanna stjórnarandstöðunnar sem þátt tóku í umræðunni kom fram að ákvörðun Bandaríkjamanna væri mikil von- brigði og hana bæri að harma. Krist- ján Pálsson, Sjálfstæðisflokki, lagði hins vegar áherslu á að ákvörðun Bush hefði ekki átt að koma á óvart þar sem Bandaríkjaþing hafi ekki verið fylgjandi Kyoto-bókuninni í núverandi mynd og þess vegna ætti hún ekki að hafa nein áhrif á afstöðu Íslands í þessum efnum. Undir lok umræðunnar hvatti Össur Skarphéðinsson íslensk stjórnvöld til að beita sér í þessu máli og reyna að hafa áhrif á banda- rísk stjórnvöld með öllum ráðum. Mæltist hann m.a. til þess að um- hverfisráðherra skrifi Bandaríkja- forseta bréf með mótmælum, sendi- herra Bandaríkjanna verði kallaður á fund utanríkisráðherra vegna málsins og sendiherra Íslands í Washington verði sendur á fund stjórnvalda ytra. Umræða utan dagskrár um Kyoto-bókunina Stjórnvöld hvött til að þrýsta á Bandaríkin Morgunblaðið/Þorkell Þorkelsson Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingar, var málshefjandi í umræðunni. Hér hvíslar Karl Matthíasson einhverju að formanni sínum. MEIRIHLUTI allsherjarnefndar leggur til að frumvarp dómsmála- ráðherra um breytingar á almennum hegningarlögum verði samþykkt óbreytt, en í því felst að refsimörk vegna fíkniefnabrota verði hækkuð úr tíu árum í tólf. Minnihluti nefnd- arinnar telur hins vegar að ekki hafi nægileg rök verið færð fyrir breyt- ingunni. Fram kom í máli Þorgerðar Katr- ínar Gunnarsdóttur, formanns alls- herjarnefndar, sem mælti fyrir áliti meirihlutans, að mikil vinna hefði verið lögð í frumvarpið og rök fyrir breytingunni verið vegin og metin. Kom fram í máli hennar að í ljósi þess að dómstólar hafi á síðustu ár- um nýtt núgildandi refsimörk nánast að fullu í alvarlegustu fíkniefnabrot- um telji meirihlutinn nauðsynlegt að refsimörkin verði hækkuð og dóm- stólum þannig veitt frekara svigrúm til að ákveða þyngri refsingu ef til al- varlegri brota kemur. „Jafnframt telur meirihlutinn eðlilegt að refsi- mörk vegna peningaþvættis verði hækkuð til samræmis við hækkun refsimarka vegna fíkniefnabrota,“ segir í áliti meirihluta allsherjar- nefndar. Málaflokkur tekinn út með tilviljanakenndum hætti Í áliti minnihluta allsherjarnefnd- ar sem Lúðvík Bergvinsson, Sam- fylkingunni, mælti fyrir kemur hins vegar fram að engin skoðun hafi far- ið fram á því hvaða áhrif þyngri refs- ingar kunni að hafa eða hvaða varn- aðaráhrif auknar refsingar kunna að hafa. Gerir minnihlutinn því athuga- semdir við það að þessi málaflokkur sé tekinn út að því er virðist með til- viljanakenndum hætti og refsimörk hækkuð. „Að baki þessari ákvörðun býr ekki annað en tilfinning fyrir því að dómar í fíkniefnamálum kunni að vera þróast þannig að tíu ára refs- iramminn sé ekki nægilegur. Það hefur komið fram að undanförnu að lögreglan hefur lagt hald á meira magn fíkniefna undanfarið en nokkru sinni fyrr. Það bendir sterk- lega til þess að innflutningur sé meiri en verið hefur. Af því má ráða að hertar refsingar og þyngri dómar hafi ekki haft þau áhrif sem að var stefnt. Það ber, að mati minnihlut- ans, ekki vott um vandaða löggjaf- arstarfsemi að einn brotaflokkur skuli tekinn út með þessum hætti án þess að baki því liggi rannsóknir eða rök sem hald er í,“ segir í áliti minni- hlutans. Löggjafinn vill senda skýr skilaboð Einn þeirra sem tók þátt í um- ræðum um þessi mál á Alþingi í gær við 2. umræðu um frumvarpið var Guðmundur Árni Stefánsson, Sam- fylkingunni. Gagnrýndi hann máls- meðferðina harðlega og sagðist ekki geta stutt frumvarpið, enda lægju engin rök að baki þeim breytingum sem það hefði í för með sér. Vísaði hann til þess að umsagnaraðilar, t.d. Lögmannafélagið, legðust gegn því og fór fram á að allsherjarnefnd taki það aftur til skoðunar ellegar sendi það ríkisstjórn. Þorgerður Katrín mótmælti því hins vegar harðlega að ekki hefði farið fram næg umræða um málið innan allsherjarnefndar. Vissulega væri ekki óumdeilt að auka refsiram- mann með þessum hætti, en ljóst væri að löggjafinn vilji með þessu senda skýr skilaboð til fíkniefnasala. „Við lítum glæpi af þessu tagi mjög alvarlegum augum,“ sagði hún og sagðist furða sig á viðkvæmni þing- manna Samfylkingarinnar í þessu máli. Deilt um hækkun refsi- marka í fíkniefnabrotum 111. fundur Alþingis í dag, miðviku- daginn 25. apríl 2001, hefst kl. 13:30: Atkvæðagreiðsla um ýmis mál er fyrst á dagskrá, en að henni lokinni tekur við 112. fundur með fyrir- spurnum til ráðherra: Samgönguráðherra: 1. Kynningarstarf Flugmála- stjórnar, fsp. frá KolH. 2. Öryggi vegfarenda á Norðfjarð- arvegi, fsp. frá ÞBack. Viðskiptaráðherra: 3. Uppgjörsaðferðir fjármálafyrir- tækja, fsp. frá EKG. Iðnaðarráðherra: 4. Auðlindagjald af vatnsafli í þjóðlendum, fsp. frá SvanJ. Menntamálaráðherra: 5. Námsstyrkir, fsp. frá SJS. 6. Uppbygging tæknináms á há- skólastigi, fsp. frá SvanJ. 7. Fjöldi nemenda í framhalds- skólum, fsp. frá GHall. Fjármálaráðherra: 8. Virðisaukaskattur af hugbúnað- arvinnu, fsp. frá SvanJ. 9. Þjóðlendur, fsp. frá JB. 10. Reikningsskil og bókhald fyr- irtækja, fsp. frá KLM. Heilbrigðisráðherra: 11. Hátæknisjúkrahús, fsp. frá RG. HALLDÓR Ásgrímsson, utan- ríkisráðherra, sagðist á Alþingi á mánudag telja brýnt að al- þjóðlegt friðargæslulið yrði sent á vettvang til að lægja öld- ur þær sem geisað hafa að und- anförnu fyrir botni Miðjarðar- hafs. Hann sagði að deiluaðilar, þ.e. Ísraelar og Palestínumenn, hefðu ekki tekið vel í slíkar hugmyndir, en á hinn bóginn færi fylgi við þær vaxandi í al- þjóðasamfélaginu enda væri mönnum ljós sú alvarlega staða sem uppi er á þessum slóðum. Utanríkisráðherra lét þessi orð falla við fyrirspurn Ög- mundar Jónassonar, vinstri- grænum, um átökin sem verið hafa í fréttum fjölmiðla heims undanfarnar vikur og mánuði. Sagðist Ögmundur telja mjög mikilvægt að ríki heims gerðu það sem í þeirra valdi stæði til að stuðla að friði og koma að- ilum aftur að samningaborðinu. Fundar hér á landi með Jagland á morgun Halldór upplýsti í svari sínu að hann muni eiga fund með Jagland, utanríkisráðherra Noregs, á morgun, fimmtudag, en hinn norski starfsbróðir hans mun þá eiga viðkomu hér á landi á leið sinni til Banda- ríkjanna. Norðmenn eiga einmitt sæti í öryggisráði Sameinuðu þjóð- anna og sagði Halldór því brýnt að heyra sjónarmið þeirra um þá stöðu sem uppi væri. Halldór sagðist telja skyn- samlegt að Norðurlöndin bæru saman bækur sínar í þessum efnum, en lagði áherslu á að ástandið væri ákaflega alvar- legt á þessum slóðum og svo virtist sem átök væru að stig- magnast. Ögmundur Jónasson fagnaði þessum orðum utanríkisráð- herra og sagði brýnt að Íslend- ingar leggi sitt af mörkum í þessum efnum. Brýnt að senda al- þjóðlegt friðar- gæslulið Átökin fyrir botni Miðjarðarhafs
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.