Morgunblaðið - 25.04.2001, Page 14

Morgunblaðið - 25.04.2001, Page 14
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 14 MIÐVIKUDAGUR 25. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ DAVÍÐ Oddsson forsætis- ráðherra afhenti við- urkenningar í ljóða- og smásagnakeppni Bókasafns Garðabæjar í fyrradag en keppnin var haldin í tilefni af 25 ára afmæli bæjarins. Ljóðasamkeppnin var op- in öllum Garðbæingum 16 ára og eldri en rétt til þátt- töku í smásagnasamkeppn- inni höfðu grunnskólanem- endur í Garðabæ og var þeim skipt í tvo flokka eftir aldri. Sturla Þorsteinsson, for- maður dómnefndar, til- kynnti úrslitin og sagði hann af því tilefni að greinilegt væri að ritun stæði ekki höllum fæti með- al Garðbæinga því dóm- nefndarmenn höfðu úr miklu að velja. Samtals bár- ust rúmlega 50 smásögur í keppnina og ljóð eftir 17 höfunda og sagði Sturla það hafa verið skemmtilegt en erfitt verkefni að velja sigurvegarana. Í ljóðasamkeppninni varð Sólveig Alda Pétursdóttir hlutskörpust með ljóð sitt Verðlaunagarðar. Oddný Sv. Björgvins varð í öðru sæti með ljóðið Gengið í Garðabæ og Katrín Kára- dóttir með ljóðið Lækurinn okkar. Í samkeppninni um smá- sögur 7.–10. bekkjar varð Sigríður Mjöll Björnsdóttir í fyrsta sæti með sögu sína Ólífutrén í hæðunum en sagan fjallar um þrjár kon- ur sem starfa saman á veit- ingastað á Spáni. Í öðru sæti varð Unnsteinn Jó- hannsson með sögu sína Einn sem fjallar um strák sem verður fyrir einelti. Í þriðja sæti í flokki nem- enda í 7.–10. bekk varð Anna Sigrún Ingimarsdóttir sem skrifaði söguna Ævi- saga bókar en eins og titill- inn ber með sér fjallar sag- an um líf bókar nokkurrar. Í samkeppni um smásög- ur í hópi barna í 4.–10. bekk varð Erla María Árna- dóttir í fyrsta sæti með sögu um bænaengil guðs sem býr í sjöunda himni og er allt of fljótur í förum. Sagan nefnist Engillinn Fljótur. Í öðru sæti varð Kjartan Óli Guðmundsson sem skrifaði söguna Mat- arstríðið en þar er því lýst hvernig sætabrauð og grænmeti í eldhúsi sögu- manns vaknar til lífs og há- ir bardaga sín á milli. Þá varð Sverrir Þorgeirsson í þriðja sæti með söguna Svarta þokan þar sem heimsókn á sjúkrahús er m.a. lýst. Loks fékk Berglind Árna- dóttir, nemandi í Flata- skóla, sérstaka viðurkenn- ingu fyrir leikrit sem hún sendi inn og ber nafnið Garðabær. Verðlaunaafhending í ljóða- og smásagnakeppni í tilefni af aldarfjórðungsafmæli Garðabæjar Engillinn Fljótur, Ólífutrén í hæðunum og Verðlaunagarðar Morgunblaðið/Kristinn Davíð Oddsson forsætisráðherra afhenti vinningshöfum viðurkenningar og peningaverð- laun. F.v. forsætisráðherra, Berglind Árnadóttir, Sigríður Mjöll Björnsdóttir, Sólveig Alda Pétursdóttir, Unnsteinn Jóhannsson, Erla María Árnadóttir, Anna Sigrún Ingimarsdóttir, Sverrir Þorgeirsson, Oddný Sv. Björgvins og Kjartan Óli Guðmundsson. Garðabær JÓHANN Óli Hilmarsson fuglafræðingur er ekki banginn við starann, held- ur fagnar komu hans og gerir raunar allt sem hægt er til að laða hann að heimili sínu við Úlfars- fellið. „Ég veit ekki til þess, að starinn sé orpinn, en hann er farinn að tína í hreiður veit ég,“ sagði Jó- hann, þegar blaðamann bar þar að garði. „Fólk bregst ekki við á réttan hátt, þegar starinn er annars vegar. Ef það vill ekki hafa fuglinn nærri á það einfaldlega að fjar- lægja hreiðrið strax í byrjun og loka svo gatinu, eins og kom fram í Morg- unblaðinu í síðustu viku. Hitt er svo annað mál, að þótt fuglinn verpi und- ir þakskegginu er ekki þar með sagt, að flóin berist inn í híbýli manna, nema greið leið sé þangað inn. Ég hvet fólk því til að setja upp hreiður- kassa, annaðhvort í tré í garðinum eða þá utan á bílskúrinn, og njóta svo þessara skemmtilegu fugla.“ Flær á öllum fuglum Jóhann Óli sagði, að það væru flær á öllum fuglum og þeir sem hafi einhvern tíma tínt dún, ættu að þekkja dúnflóna. Reyndar væri sú flóarteg- und, sem lifir á staranum kennd við hænsni og oft kölluð hænsnafló. Það væri nábýli starans við manninn, sem hefði gert hann svona óvinsælan. „Þegar starar hófu varp í Reykjavík upp úr 1960 gerðu þeir sér gjarnan hreiður í loft- ræstiopum, sem voru þá oftast óbyrgð, og þess vegna barst flóin oft inní hýbýli manna. Svo setti fólk kannski vírnet fyrir og þá var fjandinn laus. Það óorð sem komst á starann á þessum árum, hefur hann síðan átt erfitt að losna við. Ég er sjálfur með fimm varpkassa uppi hangandi hjá mér, tvo á húsinu og þrjá annarsstaðar á lóð- inni, því ég vil endilega hafa þessa fugla hjá mér,“ sagði Jóhann og kvaðst ekkert smeykur við flóna. „Flóin þrífst nefnilega ekki á fólki; hún finnur við fyrsta bit, að þetta er ekki rétt tegund. Þegar maður er alltaf að vasast í fuglum fær maður alltaf eitthvað á sig, en ég er löngu hættur að kippa mér upp við slíkt. Ég gæti þess bara að klóra mér ekki og þá eru um- merkin farin eftir 2–3 daga.“ Fuglafræðing- urinn fagnar komu starans Morgunblaðið/Jim Smart Jóhann Óli Hilmarsson og þrír af hreiðurköss- unum sem hann er bú- inn að setja upp fyrir starana við húsið sitt. Reykjavík BÖRN á aldrinum 6–16 ára í Mosfellsbæ fákennslu í skák í öllum íþróttatímum þessa viku eins og fram kom hér í blaðinu í gær. Þau njóta þar aðstoðar Helga Ólafssonar stórmeistara og Guðfríðar Lilju Grétarsdóttur en ekki Guðlaugar Stefánsdóttur eins og mishermt var í blaðinu í gær. Guðfríður Lilja, sem er sagn- og stjórnmálafræðing- ur að mennt, er nífaldur Ís- landmeistari kvenna í skák og systir Helga Áss og Andra Áss Grétarssona sem einnig eru þekktir skákmenn. Hún hefur tekið þátt í mörgum al- þjóðlegum skákmótum og er fyrsta og eina íslenska konan sem hefur hlotið alþjóðlegan meistaratitil kvenna í skák. Morgunblaðið leit inn á æf- ingu hjá nemendum í íþrótta- sal Varmárskóla í gær og var kennslan þá í fullum gangi. Þar sátu m.a. að tafli Stein- unn Gústavsdóttir og Víðir Víðisson, bæði í 6. bekk. Höfðu engan sérstakan áhuga Aðspurð sögðust þau hafa kunnað mannganginn áður en að þessu námskeiði kom og stundum tefla, en þó ekki mikið. „Við höfðum engan sér- stakan áhuga á skák áður en við byrjuðum á þessu nám- skeiði en þetta á örugglega eftir að auka áhuga nemend- anna á þessari íþrótt,“ sögðu þau. Hins vegar voru þau ekki búin að ákveða hvort þau myndu taka þátt í skák- mótinu á föstudag, lokadegi kennslunnar, en töldu að ef- laust yrði bara gaman að vera með. „Veit um einn sem er góður að tefla“ En vissu þau um einhverja upprennandi skáksnillinga í Mosfellsbæ? „Ég veit um einn sem er góður að tefla, hann heitir Vilhjálmur og er í 6. bekk,“ svaraði Víðir að bragði. „Ég veit líka bara um einn og það er bróðir minn en hann er í gagnfræðaskólanum,“ sagði Steinunn. En svo gat alveg verið að einhverjir efnilegir ættu eftir að koma fram, sem nú væru í leynum, bíðandi þess að verða uppgötvaðir, sögðu þau og voru ánægð með þetta fram- tak og áttu alveg eins von á því að fara að tefla oftar í kjölfarið. Upprennandi skáksnillingar? Morgunblaðið/Jim Smart Steinunn Gústavsdóttir og Víðir Víðisson, bæði í 6. bekk, eru ánægð með skákkennsluna sem fram fer í Mosfellsbæ. Mosfellsbær BÆJARRÁÐ Kópavogs hef- ur ákveðið að ganga til samn- inga við Ísfag ehf. um upp- steypu og utanhússfrágang á öðrum áfanga Menningar- miðstöðvar Kópavogs sem rísa á við hlið Tónlistarhúss Kópavogs en það var fyrsti áfangi miðstöðvarinnar. Þessi hluti á að hýsa Bókasafn og Náttúrufræðistofu Kópavogs. Gert er ráð fyrir að vinnu við annan áfanga miðstöðvarinn- ar ljúki í febrúar árið 2002 en eftir á að bjóða út vinnu við frágang innanhúss og inn- réttingar. Tilboð Ísfags hljóðaði upp á rúmar 136 milljónir króna sem er rétt undir kostnaðar- áætlun en hún var tæpar 138 milljónir króna. Alls bárust sjö tilboð og var hæsta tilboð- ið frá Íslenskum aðalverktök- um ehf. og hljóðaði upp á rúmar 177 milljónir króna. Menningarmiðstöð Kópavogs – Safnahús. Myndin sýnir Tónlistarhúsið (Salinn) vinstra megin og Safnahúsið hægra megin séð frá opna svæðinu vestan þess og sunnan Listasafnsins. Hönnuðir að miðstöðinni eru Alark Arkitektar. Bókasafn og náttúru- fræðistofa undir sama þak Kópavogur

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.