Morgunblaðið - 25.04.2001, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 25.04.2001, Blaðsíða 19
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. APRÍL 2001 19 Vestmannaeyjum - Á sumar- daginn fyrsta var kunngert um kjör á bæjarlistamanni Vest- mannaeyja í fyrsta skiptið. Það var að frumkvæði menningar- málanefndar Vestmannaeyja sem auglýst var eftir umsækj- endum um stöðu bæjarlista- manns, sex sóttu um og fyrir valinu varð ungur listamaður úr Eyjum, Páll Viðar Kristinsson. Það var Sigrún Inga Sigurgeirs- dóttir, forseti bæjarstjórnar, sem kunngerði um valið að við- stöddum umsækjendum, bæjar- fulltrúum, menningarmálanefnd og gestum á Byggðasafni Vest- mannaeyja. Páll hóf listamannsferilinn í Vestmannaeyjum og sótti nám hjá Sigurfinni Sigurfinnssyni og Björgvin Björgvinssyni. Hann sótti nám veturinn 1990–1991 hjá Myndlistaskóla Kópavogs og stundaði síðan nám við Mynd- lista- og handíðaskólann 1991– 1995 og útskrifaðist frá málara- deild 1995. Páll Viðar hefur haldið þrjár einkasýningar tvær í Akóges- húsinu í Vestmannaeyjum og eina sýningu á Næstu grösum í Reykjavík. Hann hefur tekið þátt í nokkrum samsýningum, þ.á m. í Norræna húsinu 1995, Miðbæjarhúsinu í Hafnarfirði 1997, Listaskálanum í Hvera- gerði 1997 og í Deiglunni Ak- ureyri 1998. Þau verk sem Páll Viðar mun vinna að sem bæjarlistamaður eru bæði abstrakt og landslags- myndir. Þá hefur Páll Viðar hug á að vinna að stórri mynd af Heimakletti í mósaíkstíl. Bæjarlistamaður Vestmanna- eyja verður á launum í fjóra mánuði. Morgunblaðið/Ásmundur Friðriksson Sigrún Sigurgeirsdóttir, forseti bæjarstjórnar, og Páll Kristinsson. Páll fyrsti bæjarlista- maður Vestmannaeyja Borgarnesi - Kór Grunnskólans í Borgarnesi sýnir söngleikinn ,,Rúmbi risaeðla“ í Félagsmiðstöð- inni Óðali um þessar mundir. Söng- leikurinn er eftir Sue Heaser að við- bættum fáeinum persónum og texta eftir Sigríði Jónsdóttur og tónlist eftir Birnu Þorsteinsdóttur. Birna er stjórnandi kórsins og jafnframt leikstjóri söngleiksins. Í kórnum eru nemendur allt upp í 6. bekk og taka allir þátt í sýningunni. Í upphafi fá áhorfendur vitneskju um þróun mannsins, en þess er getið að menn og risaeðlur hafi ekki verið uppi á sama tíma þótt svo sé í söngleiknum. Ýmsar persónur hellisbúa syngja og dansa en einna mesta athygli vekur uppfinning Súkka hellastráks sem finnur upp nammið „súkka-gleði“ sem að öllum líkindum er undanfari súkkulaðs eins og við þekkjum í dag! Að minnsta kosti kann Rúmbi risa- eðla vel að meta það. Sýningin tekur um 45 mínútur og eru næstu sýn- ingar í dag, miðvikudag 25. apríl og á morgun, fimmtudag 26. apríl kl. 18. Söngleik- urinn Rúmbi risaeðla ♦ ♦ ♦ Selfossi - Tilboð í jarðvinnu vegna stækkunar Hótel Selfoss voru opnuð 18. apríl. Fjögur tilboð bárust í verk- ið, frá Hauki Harðarsyni ehf, Nesey ehf, Ræktunarsambandi Flóa og Skeiða og Vörubílstjórafélaginu Mjölni. Lægsta tilboð í verkið átti Vörubílstjórafélagið Mjölnir, kr. 6,055,600,- sem er 82% af kostnaðar- áætlun. Samið hefur verið við Mjölni um verkið og munu framkvæmdir, und- irbúningur, girðingarvinna ofl. hefj- ast strax og síðan uppgröftur að lok- inni fyrstu skóflustungu sem verður tekin laugardaginn 28. apríl. Tilboð vegna stækkunar Hótels Selfoss opnuð ♦ ♦ ♦ Sauðárkróki - Fjölmenni var í hátíð- arsal Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki þegar leiddu saman hesta sína bestu upplesarar hvers grunnskóla sveitarfélaganna Skagafjarðar og Akrahrepps og lögðu flutning sinn á sögum og ljóð- um fyrir dómnefnd. Áður höfðu Baldur Sigurðsson frá Kennaraháskólanum og Hjördís Gísladóttir frá Skólaskrifstofu Skagafjarðar farið á milli skólanna og annast forkeppni og valið tvo bestu lesarana frá hverjum skóla, nema frá Árskóla á Sauðárkróki, sem sendi fjóra keppendur, aðeins einn nemandi kom frá Steinsstaðaskóla og voru því keppendur alls þrettán. Við upphaf samkomunnar bauð Hjördís Gísladóttir keppendur og gesti velkomna en síðan tók til máls Bragi Haraldsson frá Leikfélagi Sauðárkróks, óskaði hann keppend- um til hamingju með þátttökuna og ræddi um gildi góðs flutnings og upp- lifun í lestri og tjáningu talaðs máls. Þá fór fram tónlistaratriði frá Tón- listarskóla Skagafjarðar, og einnig á milli þátta í keppninni. Baldur Sigurðsson sagði að hér kæmu fram lesarar sem stæðu á há- tindi bernsku sinnar, sem læsu með þeirri einlægni og þeim þrótti sem einkenndi fullþroska börn, börn sem stæðu á vegamótum bernsku annars- vegar en unglings- og fullorðinsára hinsvegar. Síðan hófst keppnin og lásu keppendur fyrst sögukafla, síð- an ljóð eftir Tómas Guðmundsson, en síðast ljóð að eigin vali. Dómnefndinni, sem skipuð var Baldri Sigurðssyni og Baldri Hafstað frá Kennaraháskólanum, Huldu Eg- ilsdóttur, deildarstjóra í íslensku við Fjölbrautaskólann, og sr. Döllu Þórðardóttur, prófasti á Miklabæ, var mikill vandi á höndum því að allir keppendur lögðu sig fram og fluttu efni sitt með miklum glæsibrag. Niðurstaða dómnefndarinnar var sú að sigurvegari væri Signý Ósk Sigurjónsdóttir, og í öðru sæti Ingvi Guðmundsson, bæði úr Árskóla, en í þriðja sæti Kristbjörg Bjarnadóttir, Grunnskólanum Hofsósi. Hlutu þau peningaverðlaun, 15, 10 og 5 þúsund króna inneign í Spari- sjóði Hólahrepps, en allir keppendur bókagjöf frá bókaútgáfunni Eddu. Var sigurvegurum og keppendum öllum þakkað í lok keppninnar með dynjandi lófataki. Stóra upplestrar- keppnin í Skagafirði Siglufirði - Fyrsta greiðsla úr Verk- fallssjóði til þeirra félaga í Sjó- mannadeild Verkalýðsfélagsins Vöku á Siglufirði, sem taka þátt í verkfalli sjómanna, fór fram sl. mánudag. Þeim sjómönnum í deild- inni, sem ekki hafa sótt um greiðslur úr sjóðnum er bent á að hafa sam- band við skrifstofu félagsins. Úthlut- unarnefndin hvetur önnur félög sjó- manna til að fara að huga að þessum málum hið fyrsta. Nefndin þakkar þann stuðning sem launþegasamtök í landinu hafa sýnt sjómönnum í erf- iðri baráttu við útvegsmenn og stjórnvöld. Sérstaklega er Rafiðnað- arsambandi Íslands þakkaður mynd- arlegur stuðningur í verkfallssjóð. Verkalýðsfélagið Vaka á Siglufirði Úthlutar verk- fallsbótum Tálknafirði - Héraðssambandið Hrafnaflóki hélt sitt árlega héraðs- þing á sumardaginn fyrsta, í félags- heimilinu á Patreksfirði. Þinghald var með hefðbundnum hætti. Í há- degisverðarhléi voru fulltrúum sveitarstjórnarmanna í Vestubyggð og Tálknafirði afhentar stórar ljós- myndir sem teknar voru þegar stangarstökkskeppnin fór fram á unglingalandsmótinu í sumar er leið en með þessu vildi HHF sýna þakklæti fyrir ánægjulegt samstarf og stuðning sveitarstjórnanna við landsmótið. Þá var kjöri íþróttamanna ársins lýst. Veittar voru viðurkenningar fyrir golf, frjálsar íþróttir, knatt- spyrnu, körfuknattleik og sund. Íþróttamaður ársins var síðan val- inn úr hópi þeirra fimm sem til- nefndir voru og að þessu sinni hlaut Olga Rannveig Bragadóttir titilinn. Fyrr í vetur var Olga útnefnd íþróttamaður UMFT en hún hefur náð mjög góðum árangri á lands- vísu í mörgum greinum. Undirritaður var samstarfssamn- ingur milli HHF og Eyrarsparisjóðs þar sem sparisjóðurinn styrkir HHF um 350 þúsund á þremur ár- um. Fénu var varið til kaupa á íþróttabúningum fyrir hóp- íþróttalið félaga innan HHF, sam- stals yfir 140 búningar. Á móti skuldbindur HHF sig til þess að kynna sparisjóðinn í þeirri útgáfu- starfssemi sem fram fer á vegum sambandsins, á mótum og öðrum viðburðum sem héraðssambandið stendur fyrir. Það voru Jensína U. Kristjánsdóttir fyrir hönd Eyr- arsparisjóðs og Sigurður Viggósson fyrir hönd Héraðssambandsins Hrafnaflóka sem undirrituðu samn- inginn. Eftir hádegisverðarhlé tóku þingnefndir til starfa. Meðal þess helsta sem þingið samþykkti voru breytingar á úthlutun lottótekna, þar sem m.a. er minnkað vægi fólksfjölda en aukið vægi félaga undir 16 ára aldri í íþróttafélög- unum innnan HHF. Þá var skipuð nefnd til þess að undirbúa þátttöku á landsmóti UMFÍ á Egilsstöðum í sumar. Ein breyting var gerð á stjórn HHF, Ásdís Guðjónsdóttir vék úr stjórninni en í hennar stað kom Hannes Friðriksson á Bíldudal. Héraðsþing Héraðssambandsins Hrafnaflóka haldið á Patreksfirði Sigurður Viggósson og Jensína U. Kristjánsdóttir undirrita samstarfs- samninginn. Fyrir aftan eru íþróttamenn ársins í nýju búningunum. Hrafnaflóki og Eyrarsparisjóður í samstarf Morgunblaðið/Finnur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.