Morgunblaðið - 25.04.2001, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 25.04.2001, Blaðsíða 44
MINNINGAR 44 MIÐVIKUDAGUR 25. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Snæfríð JóhannaDavíðsdóttir Eg- ilson fæddist á Þórs- höfn á Langanesi 27. janúar 1915. Hún lést á Hjúkrunar- heimilinu Eir að morgni 18. apríl síð- astliðins, 86 ára að aldri. Foreldrar hennar voru Hall- dóra Arnljótsdóttir og Davíð Kristjáns- son, verslunarstjóri á Þórshöfn og síðar kaupmaður í Reykja- vík. Snæfríð átti eina systur sammæðra, Margréti Arn- ljóts, f. 1900, en alsyskini hennar voru Valgerður Sigríður, f. 1908, Arnljótur, f. 1909, Hólmfríður, f. 1911, Kristjana Bryndís, f. 1913, og Þorsteinn, f. 1918, og er hann einn eftirlifandi þeirra systkina. Snæfríð ólst upp á Þórshöfn hjá foreldrum sínum en fluttist árið 1958, Bryndísi, f. 5.7. 1961, Kjart- an Steinarr, f. 26.7. 1964, Snæ- fríði, f. 18.7. 1966, og Öglu, f. 25.2. 1972. 2) Dóra, verslunarmaður, f. 24.4. 1938. Hún er gift Þór Þor- steins framkvæmdastjóra og eiga þau þrjú börn, Egil, f. 15.7. 1963, Karl, f. 13.10. 1964, og Snæfríði Jóhönnu, f. 5.4. 1967. 3) Guðrún, kennari, f. 14.7. 1945, gift Birni Jóhannssyni blaðamanni og eiga þau tvö börn, Snædísi Huld, f. 15.6. 1973, og Þorstein Brynjar, f. 8.10. 1976. 4) Davíð, forstöðumað- ur Hollustuverndar ríkisins, f. 11.5. 1950, kvæntur Helgu Einars- dóttur meinatækni og eiga þau fjögur börn: Snæbjörn Harald, f. 21.8. 1981, Svövu, f. 20.9. 1983, Einar Inga, f. 29.4. 1988, og El- ísabetu Þóru, f. 17.4. 1989. 5) Snæ- fríður Þóra, lektor í iðjuþjálfun, f. 13.10. 1956. Hún er gift Gunnari E. Kvaran upplýsingafulltrúa og eiga þau tvö börn, Einar, f. 6.6. 1975, og Hrafnhildi f. 7.12. 1981. Snæfríð eignaðist 16 barnabarna- börn og eru allir afkomendur hennar á lífi. Útför Snæfríðar verður gerð frá Dómkirkjunni í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. 1929 til Reykjavíkur þar sem hún dvaldist hjá Margréti systur sinni þar til foreldrar hennar fluttust suður árið 1931. Hún stund- aði nám við Kvenna- skólann í Reykjavík en árið 1934–’35 dvaldist hún í London þar sem unnusti henn- ar, Þorsteinn Egilson, lagði stund á trygg- ingafræði. Þau gengu í hjónaband 22.2. 1936 og upp frá því var hún húsmóðir í Reykjavík. Þorsteinn starfaði lengst af sem fulltrúi hjá Íslenskri endurtrygg- ingu en hann lést 2.9. 1983, sjötug- ur að aldri. Börn þeirra eru: 1) Gunnar, fv. flugumferðarstjóri og bóndi á Grund í Eyjafirði, f. 5.8. 1936. Hann er kvæntur Auði Birnu Kjartansdóttur húsfreyju og eiga þau fimm börn, Þorstein, f. 3.6. Snæfríð, tengdamóðir mín, kvaddi þennan heim síðasta vetrardag með þeirri reisn, sem einkenndi allt henn- ar fas frá ungdómsárum. Hún var aðeins fjórtán ára, þegar hún kvaddi foreldra og aðra ástvini á Þórshöfn á Langanesi og hélt til náms í Reykja- vík, sem var þá fámennur bær, en stór borg miðað við fámennið og ein- angrunina á Langanesi. Heimaslóð- irnar voru Snæfríði þó ætíð kærar, enda átti hún ástríka æsku í for- eldrahúsum á Þórshöfn og stutt leið var að Sauðanesi, þar sem móðurafi hennar, séra Arnljótur Ólafsson, var prestur áður fyrr og reit þar sín frægu hagfræðirit. Snæfríð var fermd að Sauðanesi og átti staðurinn alla tíð sterk ítök í henni eins og Þórshöfn. Segja má að Snæfríð hafi vaxið upp með Reykjavík frá fátæk- um smábæ til þeirrar auðugu nú- tímaborgar, sem höfuðborg lýðveld- isins er orðin að. Hún hafði það stundum á orði nú síðustu árin, að fátt sýndi betur þá umbyltingu, sem orðin er á borginni, að þegar hún kom þangað fyrst sem ung stúlka ár- ið 1929 hafi aðeins fá tré verið þar að sjá, en nú vaxi gróskumikill skógur um alla borg. Lífið í Reykjavík var samofið lífi Snæfríðar í rúma sjö áratugi, en þó fyrst og fremst lífi eiginmanns henn- ar, Þorsteins Egilson, fjölskyldu þeirra, ættingja og annarra ástvina. Þeim helgaði hún líf sitt allt og störf og hún uppskar ríkulega, því börn, barnabörn og barnabarnabörn verða að eilífu þakklát fyrir ástríkið og um- hyggjuna, sem hún auðsýndi þeim ávallt, líka okkur, sem komum utan að og urðum sama viðmóts aðnjót- andi frá fyrstu stundu. Vegna þessa og fágætra eiginleika Snæfríðar, ekki sízt glaðværðar hennar og kímni, er þungur harmur kveðinn að öllum ástvinum hennar, ekki sízt börnunum, sem áttu svo sterk ítök í ömmu sinni og langömmu. Snæfríð hefur nú lokið jarðvist sinni og safnast til feðra sinna og mæðra. Eftir að hún og unnusti hennar, Þorsteinn, komu heim eftir dvöl sína í Englandi árið 1935 var það gjarnan haft á orði, þegar til stóð að taka á móti gestum, að þau yrðu „at home“. Okkur eftirlifandi ástvin- um þeirra er huggun í því, að þegar okkar tími kemur verða þau Snæfríð og Þorsteinn „at home“ handan móð- unnar miklu. Björn Jóhannsson. Það mun hafa verið á Þorláks- messu árið 1972 sem ég hitti Abbí fyrst og satt að segja byrjaði það ekki björgulega. Ég sat í bílnum mínum 19 ára menntskælingur fyrir utan húsið númer 88 við Gnoðarvog og var að spjalla við unga stúlku sem ég hafði kynnst og var nýbyrjuð í skólanum. Klukkan nálgaðist mið- nætti og ég bjó mig undir að kveðja snótina fögru þegar bankað var á gluggann á bílnum og sagt ákveðinni röddu: „Hvað er þetta með ykkur, ætlið þið að sitja þarna í alla nótt. Komdu strax inn Snæfríður.“ Þarna var komin móðir stúlkunnar og nafna, verðandi tengdamóðir mín Snæfríð Egilson. Ekki veit ég hvoru okkar stóð meiri ógn af hinu á þessu augnabliki. Mér af konunni sem stóð þarna úti í kuldanum ströng á svip og batt enda á hina rómantísku stund eða henni af þessum síðhærða pilti, sem hún kunni engin deili á og var í þokkabót augljóslega nokkrum árum eldri en dóttir hennar. Þessi frekar brösótta byrjun breytti ekki því að þegar ég tók að venja komur mínar á heimili þeirra var mér strax vel tekið af Abbí og manni hennar Þorsteini Egilson. Þá voru elstu börn þeirra hjóna flutt að heiman og aðeins Snæfríður yngsta dóttirin enn í foreldrahúsum. Það var því farið að hægjast talsvert um hjá þeim hjón- um miðað við þann eril sem ég ímynda mér að hafi verið þegar börnin voru fimm heima. Þarna ríkti kyrrð og ró og heimilisandinn var notalegur. Fyrstu mánuðina eftir að Einar sonur okkar fæddist bjuggum við hjá þeim í Gnoðarvoginum. Eins og við var að búast vorum við unga fólkið frekar óörugg þegar ýmis praktísk mál, sem fylgja heimilis- haldi og meðferð ungbarna, voru annars vegar. Þá var gott að leita til Abbíar sem hafði lag á því að leið- beina okkur án þess að taka af okkur ráðin. Hvort sem það snerist um matseld, hiksta eða eyrnaverki hjá ungbörnum eða bletti í fötum, þá kunni Abbí ráð við öllu. Tengdamóð- ir mín helgaði heimilinu starfskrafta sína og varð ég aldrei var við annað en að hún væri fullkomlega sátt við það hlutskipti. Hún náði einstaklega vel til barna sem virtust hænast að henni hvar sem hún kom og þegar ég hugsa til hennar í dag sé ég hana fyr- ir mér brosandi með smábarn í fang- inu. Líkast til var það þetta hlýja og rólega fas sem veitti börnunum þá öryggistilfinningu sem þau sækjast svo oft eftir. Þær eru margar endurminning- arnar sem sækja á hugann nú þegar leiðir skilur. Ljúfustu minningarnar tengjast fjölmörgum kvöldstundum þegar við sátum við eldhúsborðið í Gnoðarvogi, sötruðum kaffi og spjölluðum við Þorstein og Abbí um lífið og tilveruna. Þótt þau væru ákaflega samstiga í því sem þau tóku sér fyrir hendur var blæbrigðamun- ur á lífsskoðunum þeirra. Þorsteinn var alla tíð róttækur og rómantískur hugsjónamaður en Abbí var með báða fætur á jörðinni og leit á hlutina út frá praktískara og því sem sumir myndu kalla borgaralegra sjónar- horni. Það kom því oft í hennar hlut að halda uppi vörnum fyrir sjónar- mið, sem aðrir við borðið deildu á. Oftar en ekki var hún að stríða okkur og hleypa lífi í umræðurnar en stundum fannst henni við einfaldlega vera of dómhörð og það var henni fjarri skapi. Minnisstæðar eru einnig heimsóknir hennar þegar við dvöld- umst við nám erlendis. Fyrst þegar hún kom með Þorsteini og ferðaðist með okkur í nokkrar vikur um Nor- eg. Þrettán árum síðar þegar Abbí var um áttrætt tóku þær sig til hún og móðir mín, sem er 10 árum yngri, og flugu saman yfir hálfan hnöttinn til að heimsækja okkur til Kaliforníu. Við vorum ákaflega stolt af þessu framtaki og fannst þær sýna mikið áræði að leggja á sig svo langt ferða- lag komnar á þennan aldur. Abbí fannst þetta hins vegar lítið mál og engin ástæða til að mikla það fyrir sér. Það var helst að henni þætti nóg um þegar við heimsóttum fjóra vínbúgarða í Napadalnum í Kaliforn- íu á einum og sama deginum með til- heyrandi vínsmökkun. En það er önnur saga. Síðustu æviárin dvaldi Abbí á hjúkrunarheimilinu Eir í Grafarvogi. Þótt heilsan væri farin að gefa sig hélt hún fullri reisn á sinn fágaða og hægláta hátt. Það er með virðingu og þakklæti sem ég kveð tengdamóður mína. Blessuð sé minning hennar. Gunnar E. Kvaran. Í sögum af Langanesi var talað um hana sem stúlkuna með gylltu lokkana og höfðingslegt yfirbragð hennar og hin ljúfa framkoma gerðu það að verkum að eftir henni var tekið og öllum leið vel í návist henn- ar. Hún hét amma Abbí í okkar eyr- um og frá henni stafaði birtu og hlýju. Frá fyrsta andardrætti okkar barnabarna hennar og fram á síð- ustu ár fylgdist hún gjörla með lífs- hlaupi okkar og síðari afkomenda, aðstoðaði og kenndi og bar um- hyggju fyrir öllum sporum okkar í þessu hlaupi. Við heimili hennar og afa Þorsteins við Gnoðarvog 88, húsið sem þá stóð austast í Reykja- vík, býr órjúfanlegur hluti æsku- minninga okkar. Þar var samveru- staður stórfjölskyldunnar og þar ríkti andblær samheldni og gleði. Næturheimsóknirnar fannst okkur skemmtilegastar og þá var heimilt að lesa og spila fram á kvöld, afi lagði fyrir okkur gátur og reiknings- SNÆFRÍÐ EGILSON ✝ Ólöf Guðbrands-dóttir fæddist á Hrafnkelsstöðum í Hraunhreppi í Mýra- sýslu 2. október 1919. Hún lést á líkn- ardeild Landspítal- ans 16. apríl síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Guð- brandur Sigurðsson, f. 20. apríl 1874, d. 30. desember 1953, og kona hans Ólöf Gilsdóttir, f. 27. janúar 1876, d. 23. september 1956. Systkini Ólafar voru: Ingólfur, f. 4. maí 1902, d. 2. apríl 1972, Sig- urður, f. 4. apríl 1903, d. 25 apríl 1984, Jenný, f. 19. júní 1904, d. 1. desember 1983, Pétur, f. 23. júní 1912, d. 2. mars 1913, Stefanía, f. 24. janúar 1906, d. 24. október 1985, Guðrún, f. 24. febrúar 1908, d. 12. október 1985, Halldóra, f. 15. maí 1911, d. 7. desember 2000, gjafi og varaborgarfulltrúi, f. 12.11. 1951, maki Einar Stefáns- son, f. 19.5. 1952. Börn þeirra eru: Arnar, f. 6.11. 1971, Margrét, f. 25.2. 1977, Stefán, f. 19.10. 1981, Katrín Ólöf, f. 3.4. 1983, og Anna Bryndís, f. 20.11. 1984. 3) Grétar, fyrrverandi skipstjóri, sonur Þórðar, f. 15.2. 1939, maki Katrín Jónsdóttir, f. 23.4. 1941. Synir þeirra eru: Hjörtur, f. 15.5. 1961, maki Helga Jóhannesdóttir, f . 21.10. 1961, börn þeirra eru Jó- hannes, f. 23.8. 1988, Hildur, f. 1.8. 1991, Grétar Örn, f. 13.4. 1993, og Katrín Viktoría, f. 29.12. 1999; Jón Ásbjörn, f. 5. jan 1965, sonur hans er Aron Gunnar, f. 1.5. 1994. Ólöf ólst upp á Hrafnkelsstöð- um í Hraunhreppi í Mýrasýslu og fluttist til Reykjavíkur um tvítugt. Bjó lengst af á Rauðalæk 18 áður en hún fluttist í íbúð fyrir aldraða á Skúlagötu 20. Að loknu fullnað- arprófi var hún einn vetur í skóla í Reykholti. Hún starfaði lengst af við afgreiðslu í Mjólkurbúð Mjólk- ursamsölunnar. Síðustu starfsárin vann hún sem starfsstúlka á heim- ili fyrir aldraða í Lönguhlíðinni. Útför Ólafar fer fram frá Foss- vogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Sigríður, f. 31. mars 1914, d. 15. júní 1986, Andrés, f. 19. desem- ber 1916, og Hrefna, f. 30. nóvember 1921. Hinn 30. október 1943 giftist Ólöf Þórði Bogasyni frá Flatey á Breiðafirði, f. 16. maí 1915, d. 2. okt. 1990. Hann var sonur hjónanna Boga Guð- mundssonar, f. 21. jan. 1877, d. 20. maí 1965, og Sigurborgar Ólafsdóttur, f. 7. sept. 1881, d. 26. sept. 1952. Börn þeirra eru: 1) Bogi, bygging- artæknifræðingur, f. 8.3. 1944, maki Ólöf Einarsdóttir, f. 21.9. 1944. Synir þeirra eru Þórður Birgir, f. 15.7. 1969, maki Tinna Björk Baldvinsdóttir, f. 20.9. 1973, sonur þeirra er Aron Baldvin, f. 19.9. 1995; Einar Þór, f. 2.9. 1978, unnusta Jana Friðfinnsdóttir, f. 24.7. 1978. 2) Bryndís, félagsráð- Ástkær tengdamóðir mín, Ólöf Guðbrandsdóttir, lést aðfaranótt ann- ars páskadags á líknardeild Land- spítalans í Kópavogi. Ólöf eða Lóa eins og hún var kölluð, var fædd og uppalin á Hrafnkelsstöðum á Mýrum hjá foreldrum sínum Guðbrandi Sig- urðssyni oddvita og bónda og konu hans Ólöfu Gilsdóttur ásamt stórum systkinahópi. Flest systkinanna eru nú látin, en Andrés og Hrefna lifa systur sína. Uppvöxturinn á Hrafn- kelsstöðum mótaði Lóu alla tíð. Fjöl- skylduböndin voru sterk og systkinin héldu mikið hópinn og eins hafði Lóa sveitina og búskapinn alltaf í háveg- um, þótt hún byggi mestan hluta æv- innar í Reykjavík. Guðbrandur bjó myndarbúi að Hrafnkelsstöðum og þegar Lóa var á unglingsárum reisti hann stórt íbúð- arhús, sem til skamms tíma var kennileiti á Mýrunum og sást víða að. Kreppuárin og mæðiveikin settu að vísu strik í búreikninginn, en dóttur- sonur Guðbrands býr nú myndarbúi að Brúarlandi, sem er nýbýli úr Hrafnkelsstaðalandi og stór ættbogi stendur út af Guðbrandi og Ólöfu í Borgarfirði, Reykjavík og víðar. Mikill vinskapur var milli Hrafn- kelsstaðafjölskyldunnar og föður- fólks míns á Hólavöllum í Reykjavík. Þorbjörg, móðursystir Lóu, fóstraði Ingibjörgu föðurömmu mína, og vin- átta var milli Guðbrands og Péturs Magnússonar afa míns. Þessi tengsl efldust enn með sumardvöl Andrésar og Ásgeirs Péturssona á Hrafnkels- stöðum, en þeir voru þar í sveit árum saman. Lóa fluttist til Reykjavíkur eftir uppvaxtarárin á Mýrunum og starf- aði lengst af við verslunarstörf. Hún kynntist ungum myndarmanni, Þórði Bogasyni frá Flatey á Breiðafirði, og felldu þau saman hugi. Þórður og Lóa gengu í hjónaband 1943. Þau eign- uðust tvö börn, Boga og Bryndísi. Þórður átti fyrir soninn Grétar, sem ólst upp í Hnífsdal. Bogi er bygging- artæknifræðingur í Reykjavík, kvæntur Ólöfu Einarsdóttur, hár- greiðslumeistara og eiga þau 2 börn. Bryndís er félagsráðgjafi, búsett í Reykjavík, gift Einari Stefánssyni, prófessor, og eiga þau 5 börn. Grétar er fyrrverandi skipstjóri kvæntur Katrínu Jónsdóttur skrifstofumanni. Þau eiga 2 börn og eru búsett á Ísa- firði. Húsnæðiskreppa var í Reykjavík um miðja öldina og ekki hlaupið að því fyrir ung hjón að fá íbúð. Lóa og Þórður bjuggu fyrst á Karlagötu í Norðurmýrinni en síðan við Sörla- skjól. Eftir að bæði börnin voru kom- inn í heiminn réðust þau í húsbygg- ingu í félagi við systkini Lóu, Andrés og Sigríði og maka þeirra. Þau reistu 3 hæða hús við Rauðalæk 18, þar sem Lóa og Þórður bjuggu á miðhæðinni með sínum börnum, Sigríður Guð- brandsdóttir á fyrstu hæðinni með manni sínum, Snorra, og börnum þeirra Guðrúnu og Hilmari, og á efstu hæðinni bjó Andrés Guðbrandsson með konu sinni Ingibjörgu og Sig- rúnu dóttur þeirra. Þetta var sann- kallað fjölskylduhús og tengsl frænd- systkinanna náin, nær systkinum en frænkum og frændum, og að sama skapi voru tengslin náin við eldri kyn- slóðina. Lóu er sárt saknað bæði af börnum sínum og systkinabörnum. Lóa og Þórður bjuggu mestallan sinn búskap á Rauðalæknum og þar ólust börnin þeirra upp. Á Rauða- læknum var myndarheimili, snyrti- legt og fallegt, og alltaf gott þangað að koma. Lóa tók öllum vel og átti alltaf eitthvað með kaffinu. Jafnframt heimilisstörfunum vann hún utan heimilis, við verslunarstörf, lengst af hjá Mjólkursamsölunni. Á sinn hátt hélt hún tengslunum við sveitina og uppvöxtinn bæði í starfi og með stór- fjölskyldunni á Rauðalæknum. Lóa bjó vel að börnum sínum, kom báðum til mennta og studdi þau í einu og öllu og sama gilti um tengdabörn og barnabörn, þegar þau komu til sög- unnar. Lóa á 6 barnabörn og eitt langömmubarn. Þórður Bogason átti ættir að rekja í Flatey á Breiðafirði og þangað leit- aði fjölskyldan gjarnan á sumrin. Þórður og Lóa eignuðust gamalt verslunarhús, Bogabúð, sem Bogi Guðmundsson faðir Þórðar hafði steypt upp hjálparlaust árið 1909. Húsið var illa farið, en Þórður og Lóa með börnum sínum, Boga, Bryndísi og Grétari réðust í að endurbyggja húsið og búa til sumarparadís fyrir systkinahópinn og barnabörnin. Á sinn hátt voru þau að endurtaka leik- inn frá húsbyggingunni á Rauða- læknum, koma systkinahópnum und- ir eitt þak og efla þar með vináttu og ættartengsl, enda þótt í síðara tilvik- inu sé einungis um sumardvalarstað að ræða. Þórður lést 1990. Lóa bjó áfram á Rauðalæknum en flutti sig um set fyrir nokkrum árum og keypti sér fal- lega íbúð í húsnæði fyrir aldraða við Skúlagötu 20. Þar undi hún vel við bridgespilamennsku og annað tóm- stundastarf. Lóa var lengst af heilsu- hraust og hress. Fyrir rúmum þrem- ur árum veiktist hún skyndilega og reyndist vera með hvítblæði. Hún fékk afbragðsgóða meðferð á krabba- meinsdeild Landspítalans, svaraði lyfjameðferðinni vel og var við prýði- lega heilsu, bjó ein í sinni íbúð, spilaði bridge og naut lífsins. Hún hélt upp á ÓLÖF GUÐBRANDS- DÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.