Morgunblaðið - 25.04.2001, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 25.04.2001, Blaðsíða 34
34 MIÐVIKUDAGUR 25. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. MIKIL ásókn hefur verið íbyggingarlóðir undan-farin misseri á höfuð-borgarsvæðinu og ekki óalgengt að fleiri en tíu sæki um hverja lóð sem úthlutað er. Síðast þegar úthlutað var í Garðabæ sóttu t.d. tæplega 500 einstaklingar auk ríflega 100 byggingaraðila um 40 lóð- ir og er svipaða sögu að segja í flest- um öðrum sveitarfélögum á höfuð- borgarsvæðinu. Sveitarstjórnir hafa farið ólíkar leiðir við úthlutun lóða og sett um- sækjendum mismunandi skilyrði og ekki hafa allir verið á eitt sáttir um tilhögun við lóðaúthlutanir. Reykja- vík er eina sveitarfélagið sem hefur það vinnulag að draga úr hópi þeirra umsækjenda sem uppfylla ákveðin skilyrði um fjárhagslegt bolmagn til að byggja. Í Hafnarfirði hafa menn horfið frá þeirri aðferð að draga um umsækjendur og í Garðabæ hefur það ekki þótt ákjósanlegur kostur. Bæði bæjarfélögin leggja áherslu á fjárhagslegan bakgrunn umsækj- enda. Í Kópavogi hafa menn leitast við að útvega öllum lóðir sem stand- ast greiðslumat en engar skriflegar reglur eru til varðandi það hverjir ganga fyrir við hverja úthlutun. Fyrir skemmstu úrskurðaði félagsmálaráðuneytið í tveimur stjórnsýslukærum á hendur bæjar- stjórn Mosfellsbæjar vegna lóðaút- hlutana þar sem bæjarstjórn gerði m.a. kröfu um að umsækjendur þyrftu að eiga lögheimili í Mos- fellsbæ. Komst ráðuneytið að þeirri niðurstöðu að með ákvörðun um bú- setuskilyrði hefði bæjarstjórnin „farið langt út fyrir þær heimildir sem hún hafði til að ákveða hvernig staðið skyldi að úthlutun lóðanna“. Í samtali við Morgunblaðið sagði Jóhann Sigurjónsson, bæjarstjóri í Mosfellsbæ, þetta tímamótaúrskurð að því leyti að sveitarstjórnum væri nú óheimilt að setja sér viðmiðunar- reglur varðandi lóðaúthlutun og jafnframt óheimilt að láta bæjarbúa ganga fyrir varðandi lóðir í sveitar- félaginu. Jóhann taldi að Mosfells- bær fengi þessar stjórnsýslukærur á sig fyrir að vera fyrsta sveitarfélagið sem opinberar þær vinnureglur sem beitt er við úthlutun lóða. Orkar tvímælis að gera kröfu um lögheimili umsækjenda Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borg- arstjóri segir alla borgara á EES- svæðinu hafa rétt til að sækja um lóðir í Reykjavík og sitja við sama borð og Reykvíkingar hvað úthlutun varðar. „Kröfurnar sem við gerum eru að menn geti sýnt fram á að þeir hafi fjárhagslega burði til að byggja. Þá styðjumst við við þær reglur sem gilda um greiðslumat sem m.a. Íbúðalánasjóður notast við. Hafi menn fjárhagslega burði eru þeir einfaldlega settir í pott og síðan hef- ur verið dregið úr þeim potti, meira að segja að viðstöddum fulltrúa frá fógeta.“ Að sögn Ingibjargar á þetta fyr- irkomulag aðeins við um einbýlis- húsalóðir. Byggingarréttur varðandi fjölbýlishús og raðhús er seldur til byggingaraðila í útboði samkvæmt útboðsreglum Innkaupastofnunar. Einbýlishúslóðir hafa ekki verið seldar á uppboði, nema hugsanlega einstaka lóðir í eldri hverfum sem seldar hafa verið í gegnum fast- eignasölur. Aðspurð sagði Ingibjörg orka mjög tvímælis að setja skilyrði um lögheimili við úhlutun lóða. „Ég hef litið svo á að við getum ekki sett slík- ar reglur. Auðvitað á fólk að geta flutt sig á milli sveitarfélaga, þetta er eitt íbúðarsvæði og eitt atvinnu- svæði. Hins vegar koma þessar kröf- ur oft fram hjá íbúum sveitarfélag- anna, þeim finnst að séu þeir búnir að búa þar lengi og borga sína skatta og skyldur eigi þeir að hafa einhvern rétt umfram þann sem er nýlega fluttur. Það er þrýstingur á sveitar- stjórnarmenn að passa upp á sitt fólk, ef svo má að orði komast, en mér finnst að það gangi ekki hér á höfuðborgarsvæðinu vegna þess að við verðum að gera ráð fyrir að þetta sé einn húsnæðismarkaður og fólk flytji sig til hér milli svæða.“ Í fyrra var úthlutað lóðum í Reykjavík fyrir 425 íbúðir á nýjum byggðarsvæðum í Grafarholti. Einn- ig urðu um 200 lóðir byggingarhæfar á þéttingarsvæðum í borginni, s.s. Kirkjutúni, Bryggjuhverfi og víðar. Í byrjun næsta mánaðar hefst út- hlutun lóða fyrir um 550 íbúðir í Grafarholti. Því til viðbótar verður líklega úthlutað lóðum fyrir 200 íbúðir á þéttingarsvæðum og vega Kirkjutún og Bryggjuhverfi þyngst í því sambandi, að sögn borgarstjóra. Meginreglan að Hafnfirðingar gangi fyrir við úthlutun lóða Magnús Gunnarsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, segir það ekkert launungarmál að sú meginregla hafi gilt við lóðaúthlutun í Hafnarfirði að Hafnfirðingar hafa verið látnir ganga fyrir. Bæjarráð tekur endan- lega ákvörðun um úthlutun lóða til umsækjenda sem uppfylla ákveðin skilyrði varðandi greiðslumat. Það þarf að hljóða upp á að umsækjend- ur ráði við að byggja einbýlishús, parhús eða raðhús og er sett fram ákveðin fjárhæð í því sambandi. Uppfylli umsækjandi þessi skilyrði er tekið tillit til aðstæðna, fjölskyldu- stærðar og hvort viðkomandi hafi fengið úthlutað áður eða sótt um áð- ur og ekki fengið úthlutað. „Þetta verður svo auðvitað alltaf ákveðið mat þegar taka þarf ákvörðun á end- anum. Það er þá bara tvennt í stöð- unni, að halda þessu áfram eða fara bara í einn pott og hafa tiltölulega fá atriði sem menn þurfa að komast í gegnum og síðan bara að draga. Og ég er ekki viss um að menn séu til- búnir að kyngja því.“ Við fyrstu úthlutun í Áslandi var aftur á móti dregið um umsækjend- ur, þ.e. Hafnfirðinga, sem uppfylltu ákveðin skilyrði en að sögn Magn- úsar mæltist það ekki nægilega vel fyrir og því fóru menn aftur í gamla farið, að láta bæjarráð velja. „Það eru mjög skiptar skoðanir um þessa niðurstöðu félagsmála- ráðuneytisins og maður setur fram ýmsar spurningar í því sambandi. Til dæmis hvort það sé í sjálfu sér óeðli- legt að eitthvað sé horft til þess að fólk býr í ákveðnu sveitarfélagi og hefur alið allan sinn aldur þar, borg- að þar skatta og skyldur jafnvel mann fram af man kemur að því að unga fólk grasi og hyggst fara að byg kemur fólk með umsókn staðar annars staðar frá m mikinn rétt og fólk sem tald öðlast ákveðinn rétt me sinni og þátttöku í upp samfélagsins. Þetta er nú sónulega skoðun á málin Magnús. Hann segir stöðuna ólík arfirði miðað við önnur svei höfuðborgarsvæðinu að þv bærinn standi á gömlum g því nái tengsl manna og æ aftur, en Hafnarfjörður he bæjarfélag frá árinu 1908 arfirði er búið að úthluta ló um 600 íbúðir í fjölbýlishú býlishúsum, raðhúsum og p frá árinu 1998. Í haust verðu að lóðum fyrir 150–170 íbú völlum, á nýju svæði sunnan byggingaráfanga í Áslandi. Kappkostað að hafa lóð alla sem vilja bygg Sigurður Geirdal, bæ Kópavogsbæjar, segir eng legar reglur gilda varðandi lóða í Kópavogi. Hins vega stefna verið tekin árið 19 mennt ættu allir sem vildu Kópavogi rétt á að fá lóð og lögheimili ekki máli. „Við höfum jafnan kappk hafa handbærar byggingar ir þá sem vilja byggja. Þ menn verið í kapphlaup kannski ekki haft alveg u getað orðið flestum að liði. Það er alveg ákveðin lína að þetta er ekki bara fyrir b það er enginn bisness í því bæjarbúa á milli hverfa. Ég ei skilið þá stefnu.“ Frá árinu 1990 hafa 8.000 ar bæst við í Kópavogi, mik aðkomufólk úr nágranna sem ekki hefur fengið lóðir svæðum, að sögn Sigurða segir að meginhugsunin sveitarfélaginu beri skylda að reyna að hafa land han sem þar vilja búa. „Við re meta efnahag og hvort m fengið úthlutað áður og síð þeim liggur á eða liggur ek hefur yfirleitt náðst sam Ég held að ég viti ekki um n getur sagst hafa sótt um lóð aftur og ekki fengið.“ Varðandi lóðir fyrir ei gildir sú þumalputtaregla Mismunandi áherslur við úthlutun lóða á hö Einungis Reykjav ur úr hópi umsæ Morgunblaðið/Árn Miklar framkvæmdir standa nú yfir í Salahverfi í Kópavo Erfitt getur verið að fá úthlutað lóð á uðborgarsvæðinu. Ekki gilda alls sta sömu reglur hjá sveitarfélögunum va andi úthlutanir. Eiríkur P. Jörundss ræddi við forsvarsmenn sveitarfélag höfuðborgarsvæðinu um reglur varð lóðaúthlutanir. VARÐVEISLA LEIKMINJA SKATTALÆKKANIR Í UNDIRBÚNINGI Tveir forustumenn ríkisstjórn-arinnar, Davíð Oddsson for-sætisráðherra og Geir H. Haarde fjármálaráðherra, hafa að undanförnu gert skattalagabreyt- ingar að umtalsefni og gefið til kynna að skattalækkanir séu fram- undan um næstu áramót. Hvorugur ráðherrann hefur þó kveðið upp úr um það, hvaða skattar muni lækka, enda eiga bæði ríkisstjórn og þing- flokkar hennar eftir að taka ákvarð- anir um næstu skref. Af ummælun- um má þó ráða, að fyrst og fremst sé stefnt að lækkun skattabyrðar fyr- irtækja, þótt jafnframt séu fyrirhug- aðar breytingar, sem koma einstak- lingum til góða. Þenslan í efnahagslífinu síðustu misserin hefur ekki verið réttur tími til lækkunar skatta, því það hefði að- eins aukið á vandann. Nú horfir hins vegar betur við, þar sem augljós merki hafa komið fram um minnk- andi þenslu. Skattalækkanir geta því unnið gegn þeirri þróun og auðveld- að svonefnda „mjúka lendingu“ í efnahagsmálum. Davíð Oddsson forsætisráðherra sagði í viðtali við Morgunblaðið í gær, að fjallað hafi verið um mögu- legar skattalækkanir í ríkisfjármála- nefnd ríkisstjórnarinnar og þar væri einkum horft til lækkunar eignar- skatta, bæði fyrirtækja og einstak- linga, svo og lækkunar tekjuskatts fyrirtækja, jafnvel niður fyrir 20%. Þá hefur forsætisráðherra einnig orðað breytingu á svonefndum há- tekjuskatti í þá átt að hækka gólfið verulega, því sá skattur er orðinn skattur á meðaltekjur og varla það. Röksemdir fyrir lækkun skatta á fyrirtækjum, þ.m.t. álögur eins og stimpilgjöld, eru byggðar á því, að samkeppnisstaða íslenzkra fyrir- tækja hafi versnað undanfarin ár vegna lækkunar fyrirtækjaskatta í samkeppnislöndum. Forskotið er horfið, sem íslenzk fyrirtæki nutu í kjölfar verulegrar lækkunar tekju- skatts fyrir nokkrum árum. Eignar- skattar og stimpilgjöld eru víða ekki lögð á fyrirtæki og rýrir það enn stöðu íslenzkra fyrirtækja. Forsætisráðherra kveðst sann- færður um, að skattalækkun fyrir- tækja muni auka tekjur ríkisins með sama hætti og gerðist síðast, auka líkur á flutningi fyrirtækja til Ís- lands og skapa skilyrði til styrkingar hlutabréfamarkaðarins. Bætt staða fyrirtækjanna bæti og möguleika þeirra til að rísa undir kaupmáttar- aukningu launþega. Þessi rök fyrir skattalækkunum fyrirtækja eru að sjálfsögðu gild. En ríkisstjórnin þarf einnig að fram- fylgja lækkun eignarskatta einstak- linga og helzt afnema þá alveg eins og reyndar á einnig við um hátekju- skattinn svonefnda. Eins og svo oft hefur gerzt, þá hafa þessir skattar endað með því að leggjast af þunga á þá, sem upphaflega áttu að vera und- anþegnir. Eignarskatturinn leggst orðið á íbúðarhúsnæði og hann leggst ekki sízt af fullum þunga á ekkjur, sem sitja í óskiptu búi, og þurfa á gamals aldri jafnvel að selja húsnæðið sitt til að uppfylla skatta- skyldur sínar. Ekki má gleyma því, að fasteignagjöld sveitarfélaganna hafa hækkað síðustu árin eins og reyndar eignarskattsgrunnurinn með hækkuðu fasteignamati. Það er sannarlega fagnaðarefni, að ríkisstjórnin hyggst nota aðstæð- ur í efnahagslífinu til að létta skatt- byrði atvinnulífsins og einstaklinga, þótt í minna mæli sé nú. Skiljanlegt er, að umfangsmiklar breytingar á skattalögum þurfi að gera í áföngum og ekki má gleyma því að tekjuskatt- ur einstaklinga hefur verið lækkaður umtalsvert á undanförnum árum. Saga íslenskrar leikritunar teygirsig að minnsta kosti aftur á átjándu öld en íslensk leikhús- menning verður hins vegar varla til fyrr en undir lok þeirrar nítjándu er Leikfélag Reykjavíkur var stofn- að. Á tuttugustu öld þróast íslenskt leikhús svo með gríðarlega örum hætti og er nú orðið umfangsmeira og fjölbreyttara en búast mætti við í þessu litla samfélagi. Það er mikið fagnaðarefni að nú skuli hafa verið stofnuð samtök um leikminjasafn sem ætlað er að skrá og varðveita þessa sögu og minjar um hana. Að stofnun samtakanna stóðu 26 félög, samtök og stofnanir á sviði leiklistar, kvikmyndagerðar, tónlistar og lista- og menningarlífs almennt. Vegna þess hversu leikhússaga Íslands er stutt má gera ráð fyrir því að talsvert hafi varðveist af munum frá fyrstu árum hennar. Vafalaust hefur margt farið í glat- kistuna en sennilega er enn ein- stakt tækifæri til þess að safna merkilegum munum saman á einn stað sem varpað geta ljósi á sögu og þróun íslenskrar leiklistar. Skráning þessara muna er fyrsta skrefið og hefur menntamálaráð- herra lagt fé til þess að hefja það verk en stefnt er að stofnun safns þar sem mununum yrði safnað sam- an á einn stað til varðveislu. Yrði slíkt safn mikilvægt íslenskri menningarsögu en á vissan hátt endurspeglar íslensk leiklist sögu þjóðarinnar síðustu tvær aldir. Hún vex úr grasi undir áhrifum þjóðern- ishyggju nítjándu aldarinnar og tekur með sínum hætti þátt í göng- unni til sjálfstæðis. Stofnun Þjóð- leikhúss á miðri tuttugustu öldinni var mikilvægt tákn um nýfengið sjálfstæði og hið blómlega leiklist- arlíf síðustu áratuga endurspeglar gróskulegt menningarlíf landsins. Samtökunum um tilvonandi safn hefur þegar borist stór gjöf frá Sveini Einarssyni leiklistarfræð- ingi, sem samanstendur af öllu leik- ritasafni hans, bókum og tímaritum um leiklist og ýmsum öðrum mun- um, sem tengjast íslenskri leiklist- arsögu. Er þar kominn góður vísir að því safni sem vonandi kemst undir eitt þak áður en langt um líð- ur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.