Morgunblaðið - 25.04.2001, Blaðsíða 56
56 MIÐVIKUDAGUR 25. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ
BRÉF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavík Sími 569 1100 Símbréf 569 1329
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
VIÐ megum ekki gera lítið úr helgi-
haldi um páska. Það er tilraun
manna til að tileinka sér kenningu
kristninnar, sem beinist að þeirri
staðreynd að allt mannlíf og raunar
allt lifandi og dautt tengist órofnum
böndum. Með skilningi á því verður
augljóst að að framkoma mín gagn-
vart öðrum er framkoma við mig
sjálfan.
Þangað til þetta verður öllum ljóst
sem vísindaleg staðreynd er trúin á
Guð leiðin til að fólk lifi með fullri
virðingu hvert gagnvart öðru. Til
þess að gera Guð skiljanlegri hafa
mennirnir valið fyrirmyndareinstak-
linga sín á meðal sem samnefnara
fyrir Guð.
Kristnir menn völdu Jesú Krist
sem flutti þeim kenningu góðra siða-
.Þessi aðferð hefur borið árangur og
verið mikið betri en ekki á þeim tím-
um vanþekkingar almennings sem
ríkt hefur hingað til.
Með fullri virðingu fyrir þessari
aðferð segi ég að nú séum við menn
orðnir þess umkomnir að stíga stórt
skref fram á við og beita þekkingu
og fræðslu á nauðsyn góðs lífernis í
stað trúar. Staðreyndin um styrjald-
ir og deilur sanna að trúin ein nær
ekki tilgangi sínum. Þetta sést einn-
ig áþreifanlega á gallaðri framkomu
margra forustumanna trúarbragða.
Það þarf þekkingu og skilning til að
rétt sé breytt.
Það er mikið rætt um frelsi og
nauðsyn þess til hamingju, en algjört
frelsi er útilokað. Það er allt hvað
öðru háð. Frelsi felst í því að lifa í
samræmi við allt umhverfi manns.
Nú er verið mikið að ræða um
frelsi í meðferð eyturlyfja. Þá er
ekki nægjanlega horft til framtíðar-
innar.Að gefa sér frelsi til að nota
efni sem gera mann háðan því um
ókominn tíma og valda manni auk
þess skaða, það er alveg öfug stefna.
Hins vegar væri það ákjósanlegt-
að stefna að stóraukinni fræðslu
meðal barna unglinga og raunar alls
fólks á nauðsyn góðrar hegðunar
hvers gagnvart öðru. Þá gæti farið
svo að lagasetningar og löggæsla
yrði óþarfi. Öllum væri ljóst hvað
rétt væri, og gera ætti.
Auðvitað þyrfti marga leiðbein-
endur og alltaf má búast við sjúku
hugarfari. En að því á að snúa með
aðstoð og fræðslu en ekki bönnum
og refsingum.
KRISTLEIFUR
ÞORSTEINSSON,
Húsafelli.
Hugleiðing á
páskum 2001
Frá Kristleifi Þorsteinssyni:
ÞEGAR við veltum slíkri spurningu
fyrir okkur er nauðsynlegt að leiða
hugann að því hvaða aðstæður voru
uppi þegar verkfallsvopnið beit á
atvinnurekendur. Á þeirri tíð var
algengara að atvinnurekendur
væru með meiri eigináhættu í
rekstrinum. Þeir áttu því iðulega
yfir höfði sér persónulegt gjaldþrot
ef reksturinn gengi ekki. Í þeirri
ógn var sterkasta afl verkfalls-
vopnsins. Þá var einnig fátítt að ein-
staklingar væru verulega skuldsett-
ir, umfram lán til íbúðakaupa eða
stofnunar atvinnureksturs. Slíkt
frelsi frá skuldum gerði fólki kleift
að þola tekjutap um tíma, því marg-
ar leiðir voru til öflunar frumþarfa.
Í fyrirkomulagi nútímans er ekki
um að ræða eigináhættu eigenda
eða stjórnenda fyrirtækjanna, sem
búa yfir ráðandi afli um, hvort sam-
ið er við stéttarfélög eða rekstur
stöðvaður. Áhættan er hjá lán-
astofnunum, því algengast er að
fyrirtæki séu skuldsett eins og
mögulegt er, og í mörgum tilfellum
meira en nemur staðgreiðsluverð-
mætum eigna.
Einnig er áhætta félagsmanna
stéttarfélaganna meiri en stjórn-
enda fyrirtækjanna, því algengt er
að fólk sé skuldsett að efstu mörk-
um greiðslugetu. Slíkt veldur því að
fólk hefur lítið þol fyrir tekjumissi,
sem af verkfalli hlýst. Viðsemjend-
ur þeirra (atvinnurekendurnir)
halda hins vegar sínum launum
óskertum, þótt þeir kalli yfir fyr-
irtæki sitt verkfallsaðgerðir.
Íslenskir atvinnurekendur hafa
komið sér upp einskonar sovésku
Kremlarfyrirkomulagi. Það felst í
því, að ákvarðanir um hvort samið
er við stéttarfélög eða ekki eru
teknar undir einu þaki, af þröngum
hópi atvinnurekenda, sem komið
hafa sér fyrir í valdastöðum þess-
arar íslensku „Kremlar“. Aðrir at-
vinnurekendur eru svo skyldaðir til
að fylgja valdboðunum.
Líklegt er, ef skoðað væri, að fáir
eða jafnvel enginn þessara „vald-
hafa“ séu í fjárhagslegri eigin-
áhættu, þótt atvinnurekstur þeirra
stöðvist um ótiltekinn tíma.
Óneitanlega vekur það athygli að
framangreint fyrirkomulag at-
vinnurekenda skuli vera svo ákveð-
ið tengt þeim stjórnmálaflokki sem
hefur „frelsi einstaklingsins“ að
sínu helsta aðalsmerki.
Þegar allir framangreindir þættir
eru skoðaðir og vegnir saman er
ljóst að langur tími er liðinn síðan
verkfallsvopnið varð stéttarfélögum
bitlaust.
Verkföll undanfarinna áratuga
hafa borið þess glögg merki. Nýjar
leiðir í kjarabaráttu eru því afar
brýnar, ef nást á marktækur árang-
ur í leiðréttingu launa á Íslandi,
borið saman við önnur lönd sem við
viljum miða okkur við.
Meira um það síðar.
GUÐBJÖRN JÓNSSON,
Haukshólum 6, Rvk.
Eru verkföll
tímaskekkja?
Frá Guðbirni Jónssyni: