Morgunblaðið - 25.04.2001, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 25.04.2001, Blaðsíða 16
AKUREYRI 16 MIÐVIKUDAGUR 25. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar auglýsir hér með til- lögu að deiliskipulagi fyrir byggingarreit í landi Brúar- lands. Skipulagssvæðið er nefnt Brúnahlíð og liggur nyrst og vestast í landi jarðarinnar. Svæðið er ca 2,5 ha og þar verður heimilt að byggja 8 einnar og tveggja hæða íbúðarhús. Tillagan er auglýst með vísan til 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 og verður hún til sýnis á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar á Syðra-Laugalandi frá og með 25. apríl til og með 23. maí 2001. Þeir, sem vilja gera athugasemd við tillöguna, skulu gera það með skriflegum hætti fyrir kl. 16.00 miðvikudaginn 6. júní 2001. Hver sá sem ekki gerir athugasemd fyrir tilskilinn frest telst samþykkur tillögunni. Sveitarstjóri Auglýsing um deiliskipulag í Eyjafjarðarsveit SJÖFN hf. á Akureyri og Goði hf. í Reykjavík hafa gert með sér víð- tækan samning um viðskipti með hreinsiefni, gerð þrifalýsinga og ráðgjöf. Goði mun samkvæmt samningn- um kaupa öll hreinsiefni fyrir slát- urhús og kjötvinnslur fyrirtækis- ins um land allt frá Sjöfn og þá mun Sjöfn sjá vinnslueiningum Goða fyrir þrifalýsingum, aðstoða við gerð gæðakerfa og sjá um eft- irlit með þrifum hjá fyrirtækinu. Í frétt frá félögunum kemur fram að samningurinn sé þeim báðum mikilvægur, en ávinningur samskonar samninga við önnur félög í sömu grein hafa haft í för með sér betri þrif og lækkun kostnaðar. Samningurinn er þann- ig liður í því að efla gæðastjórnun hjá Goða, en þrif verða í kjölfar hans markvissari auk þess sem gert er ráð fyrir að sparnaður á því sviði náist. Sjöfn og Goði semja um hreinlætismál FYRSTU ferðalangar sumarsins eru komnir á stjá þó að enn sé land- ið ekki farið að skarta sum- arklæðum og nokkuð í að gróð- urinn fari að sýna græna litinn. Dupoux-hjónin frá Frakklandi áttu leið um Akureyri í gær og stöldr- uðu við á einu af bílastæðum bæj- arins þar sem þau elduðu sér máls- verð. Morgunblaðið/Rúnar Þór Dupoux-hjónin frá Frakklandi höfðu skamma viðdvöl í blíðviðrinu á Akureyri í gær og elduðu sér málsverð. Franskir ferðalangar snemma á ferðinni DAGUR umhverfisins er í dag, miðvikudaginn 25. apríl, og verður af því tilefni ýmis- legt um að vera á Akureyri. Dagurinn er fæðingardagur Sveins Pálssonar, fyrsta ís- lenska náttúrufræðingsins sem fyrstur manna hvatti til aðgerða gegn skógareyðingu á Íslandi. Á Glerártorgi verða kynn- ingar og í boði leiðbeiningar um umhverfismál heimilisins, m.a. verða veittar upplýsingar um vorverk í garðinum, vist- vernd í verki, umhverfis- merktar vörur og lífrænt ræktuð matvæli. Sýnikennsla í runna- og trjáklippingum verður í gróðarstöð Skógrækt- arfélags Eyfirðinga í Kjarna- skógi og hefst hún kl. 17. Gróðurhúsið í Lystigarðin- um verður opið frá kl. 10 til 16, en það var vígt á Degi um- hverfisins árið 1999. Gengið er inn frá bílastæði FSA. Einnig verður opið hús í Gróðrarstöð- inni, Krókeyri, frá kl. 13 til 18, en þar eru m.a. ræktuð sum- arblóm. Um kvöldið verður stutt kvöldganga með leiðsögn um Glerárgil og hefst hún kl. 20. Kvöldgangan byrjar á bíla- stæði Glerárskóla en farið verður um neðsta hluta gils- ins. Á eftir verður litið á „rauða millilagið“ við Borgar- brautina, en það er talið vera 9-10 milljóna ára gamalt. Dagskrá á Degi umhverfisins Kynningar, opin hús og kvöldganga SKREF fyrir skref er heiti á nýjum geisladiski sem nú er að koma í verslanir. Diskurinn hefur að geyma 12 lög í flutningi listamanna sem margir hverjir eru landsþekktir en diskurinn er gefinn út til styrktar handknattleiksdeild KA. Áhersla var lögð á að verkið yrði eins eyfirskt og hugsast gæti, þ.e. að flytjendur byggju á svæðinu og lögin væru úr firðinum. Jón Björnsson, sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Norðlendinga, átti hug- myndina, en Kristján Edelstein og fyrirtæki hans Stúdíó Hljóðlist tók að sér upptökur og útsetningar auk þess sem Pálmi Gunnarsson tók einnig þátt í að koma diskinum út. Fjögur laganna eru ný og hafa ekki heyrst áður en þau lög sem áður hafa komið út eru í nýjum útsetn- ingum. Flytjendur eru Pálmi Gunnars- son, Óskar Pétursson, Michael Jón Clarke, Audrey Clarke, Inga Eydal, Sigrún Anna Arngrímsdóttir, Frið- rik Ómar, Herdís Ármannsdóttir, Jón Björnsson og PKK. Diskurinn er til sölu í Pennanum/ Bókvali og er hægt að nálgast hann bæði norðan og sunnan heiða, en einnig verður gengið í hús á Akur- eyri og hann boðinn til kaups. Geisladiskur til styrktar handknattleiksdeild KA Aðstandendur disksins Skref fyrir skref. Skref fyrir skref með tólf nýjum og eldri lögum MINNINGARMÓT um Marjo Krist- insson fór fram í Skautahöllinni á Akureyri um liðna helgi. Marjo var mikil driffjöður í Skautafélagi Ak- ureyrar og vann jafnt fyrir allar deildir, þ.e. ísknattleik, listhlaup og krullu (curling) og því þótti við hæfi að keppt yrði í öllum greinunum á mótinu. Mótið var með léttu yfirbragði og skemmtu keppendur sér vel frá föstudagskvöldi og fram á sunnu- dag. Stefnt er að því að gera minn- ingarmótið að árlegum viðburði í lok keppnistímabils og er markmið þess ekki endilega að sigra heldur að vera með og hafa gaman af. Keppendur komu frá Reykjavík og tóku þátt í listhlaupi og krullu en því miður komst ekkert ísknatt- leikslið að þessu sinni. Mótið hófst í keppni í krullu og komu ísknattleiksmenn þar á óvart og sigruðu með glæsibrag en sex lið tóku þátt. Í sigurliðinu voru þeir Sveinn Björnsson, Sigurgeir Har- aldsson, Baldur Óli Baldursson, Steinar Sigurðsson og Clark McCormick. Audrey Freyja Clarke úr SA sigraði í listhlaupskeppninni, Hild- ur Ómarsdóttur úr SR varð í öðru sæti og Kristín Helga Hafþórsdóttir úr SA í því þriðja. Tveir ísknattleikir voru spilaðir á mótinu, annars vegar milli kvenna- liðs og unglinga og höfðu þeir síð- arnefndu betur í bráðabana, 11-10, og hins vegar milli kvennaliðs og Old boys þar sem gamalmennin höfðu sigur 17-11. Minningarmótinu lauk með sýn- ingu frá akureysku listhlaupastelp- unum sem sýndu frábæra tilburði. Minningarmót um Marjo Kristinsson Keppt í íshokkí, listhlaupi og krullu Stúlkurnar sem sýndu listhlaup. Frá vinstri, aftari röð: Kristín Helga Hafþórsdóttir, Audrey Freyja Clarke, Helga Margrét Clarke, Auður Dögg Pálsdóttir og fyrir framan eru Urður Ylfa Arnardóttir og Ingi- björg Bragadóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.