Morgunblaðið - 25.04.2001, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 25.04.2001, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. APRÍL 2001 35 r og búið nni. Síðan kið vex úr ggja og þá einhvers- með jafn- di sig hafa ð búsetu pbyggingu mín per- nu,“ segir ka í Hafn- itarfélög á ví leyti að grunni og ættir langt efur verið . Í Hafn- ðum fyrir sum, ein- parhúsum ur úthlut- ðir á Ás- n við fyrri ðir fyrir gja æjarstjóri gar skrif- i úthlutun ar hafi sú 990 að al- u byggja í g þá skipti kostað að rlóðir fyr- Þetta hafa pi við og undan en a hér líka bæjarbúa, að flytja g hef aldr- 0 nýir íbú- kið til ungt abyggðum r á sínum ar. Hann sé sú að a til þess nda þeim eynum að menn hafi ðan hvort kki á. Það mkomulag. neinn sem ð aftur og nbýlishús a að ein- staklingar ganga fyrir byggingar- fyrirtækjum, sem yfirleitt sækja um allar lóðir þegar allt selst. Í Kópa- vogi er nú verið að skipuleggja 5.000 manna hverfi á Vatnsenda og segist Sigurður vonast til að farið verði út í fyrsta áfanga á því svæði í byrjun næsta árs. Ekki sáttir við að draga úr hópi umsækjenda Guðjón E. Friðriksson, bæjarrit- ari í Garðabæ, segir engar skráðar reglur til um úthlutun lóða í Garða- bæ en menn hafi litið til þess að taka mið af vinnureglum sem leiða má af meginreglum stjórnsýslunnar. Bæj- arráð fer yfir umsóknir og tekur ákvörðun um úthlutun lóða. Í um- sóknum er farið fram á að menn gefi upp tekjur og eignastöðu en ekki er farið fram á greiðslumat. „Við látum síðan lista þetta upp og síðan er farið yfir hverja umsókn með tilliti til þess hverjir teljast geta fjármagnað venjulegar byggingar- framkvæmdir. Síðan lítum við á fjöl- skyldustærð, hvort ástæða sé til þess að taka t.d. hjón fram yfir einstak- ling og þá hjón með börn kannski fram yfir aðra. Svo lítum við á hvort viðkomandi hafi sótt um lóð áður eða fengið lóð áður. Við lítum á búsetu manna, menn verða að vera íslenskir ríkisborgarar og síðan eru einhverj- ar EES-reglur sem ekki hefur þurft neitt sérstaklega að skoða.“ Aðspurður hvort Garðbæingar gangi fyrir við úthlutun lóða sagði Guðjón að litið væri á alla umsækj- endur sem eina stærð og að fyrst og fremst væri litið til fjárhagsstöðu og fjölskyldustærðar umsækjenda. „Síð- an er farið yfir umsóknir í bæjarráði og menn meta það bara hverjir eigi að fá úthlutun í hvert skipti. Yfirleitt er ein tillaga lögð fram að lokum og hún þá samþykkt þegar meta á þá sem standa jafnfætis. Menn hafa farið í gegnum þá umræðu að draga út um- sækjendur en eru ekki sáttir við þá aðferð,“ segir Guðjón. Verktakar sjá um uppbygg- ingu og sölu lóða Í Garðabæ á eftir að úthluta 40 lóðum í viðbót í Ásahverfi á Hrauns- holti sem væntanlega verða auglýst- ar í haust. „Þá verður spurning hversu margar umsóknir berast og hvort menn hugi að því að hafa skýr- ari reglur um einhverja þessa þætti, t.d. að menn leggi fram greiðslumat. Síðan munum við ekki úthluta lóðum í mörg herrans ár, því næst verður uppbygging hverfa í Arnarnesvogi og það sjá verktakar um.“ Lítið hefur reynt á að velja um- sækjendur um byggingarlóðir á Sel- tjarnarnesi og Bessastaðahreppi, enda eru flestar lóðir þar eignarlóðir sem ganga kaupum og sölum. Gunn- ar Valur Gíslason, sveitarstjóri Bessastaðahrepps, segir að engin lóðaúthlutun hafi farið fram í sveit- arfélaginu um langt skeið. „Sá hátt- ur hefur verið hafður á að verktaka- fyrirtæki hafa keypt jarðir og byggt eftir skipulagi sem við höfum gert. Við vorum síðast með úthlutun lóða 1997 og þá var engin ásókn sem kall- aði á hlutkesti eða slíkt enda var þá nægt framboð á lóðum.“ Að sögn Gunnars hefur verktaki keypt jörð- ina Kirkjubrú á Álftanesi og standa nú yfir samningaumleitanir við hann um ákveðna uppbyggingu og upp- byggingarhraða. „Það kann að vera að það verði næsta hverfi en þá kem- ur ekki til kasta sveitarfélagsins að úthluta lóðum.“ Sigurgeir Sigurðsson, bæjarstjóri Seltjarnarnesbæjar, segir að allar lóðir séu eignarlóðir á Seltjarnarnesi sem gangi kaupum og sölum til þeirra sem greiða hæsta verðið. Einu lóðirnar sem eftir eru í bænum eru á gamla Ísbjarnarsvæðinu. Ver- ið er að skipuleggja það svæði og segir Sigurgeir að búast megi við á bilinu 80 til 100 lóðum á því svæði. fuðborgarsvæðinu vík dreg- kjenda ni Sæberg ogi. höf- aðar arð- son ga á andi ÞETTA er í annað sinn semEfnahags- og framfara-stofnunin, OECD, gerirúttekt á stöðu umhverfis- mála á Íslandi. Í skýrslunni eru metnar þær framfarir sem orðið hafa á sviði umhverfismála síðan fyrri úttekt OECD á framkvæmd umhverfismála var gerð árið 1993, og hvernig Ísland hefur staðið við markmið sín heima fyrir og við al- þjóðlegar skuldbindingar. Skýrslan er byggð á viðmiðum varðandi ár- angur í umhverfismálum og efna- hagslegri skilvirkni. Yfirmaður um- hverfisdeildar OECD, Joke Waller-Hunter kynnti skýrsluna á fundi með Siv Friðleifsdóttur um- hverfisráðherra í gær. Þrátt fyrir það hversu strjálbýlt landið er gera ýmis mengunar- vandamál engu að síður vart við sig segir í skýrslunni. Draga þarf úr mengun vatns af völdum þéttbýlis og landbúnaðar, bæta meðhöndlun sorps, auka jarðvegs- og náttúru- vernd og hafa hemil á útstreymi loft- tegunda af völdum aukinnar umferð- ar á vegum. „Þessi viðfangsefni endurspegla öðru fremur ónógan styrk á innra skipulagi umhverfis- mála ásamt breytingum á neyslu- venjum sem tengjast auknum tekjum einstaklinga á síðustu árum,“ sagði Joke. Löggjöf hefur verið bætt Það er engu að síður mat stofn- unarinnar að umhverfisráðuneytið hafi aukið mikið verksvið sitt og lög- gjöf hafi verið verulega bætt, bæði umhverfislöggjöf vegna aðildar Ís- lands að Evrópska efnahagssvæðinu sem og löggjöf sem tengist landi og er rammi að stjórnun á auðlindum lands og miðhálendi landsins. Miklar framfarir hafa einnig orðið varðandi mat á umhverfisáhrifum og í skipu- lagsmálum. „Ríkið hefur tekið á sig mikinn kostnað við að taka upp umhverfis- löggjöf Evrópusambandsins, en í mörgum sveitarfélögum hefur smæð, fjárskortur og hugsanlegir hagsmunaárekstrar tafið fram- kvæmd hennar. Í iðnaði er nýlega farið að nota frjálsa samninga, um- hverfisstjórnun og framkvæma um- hverfisúttektir. Beitt hefur verið hagstjórnartækjum í nokkrum mæli, t.d. í sjávarútvegi og við meðferð spilliefna, en fyrir hendi er svigrúm til að auka notkun þeirra t.d. með mengunar- og neytendagjöldum fyr- ir umhverfisþjónustu. Þörf er á mæl- anlegum markmiðum í framkvæmd stefnumótunar og umhverfismál- um,“ segir í skýrslunni. Vatn á og við Ísland er almennt hreint og hætta á vatnsmengun nær eingöngu staðbundin. Skólphreinsi- stöðvar til meðferðar á skólpi frá höfuðborgarsvæðinu hafa verið byggðar eða eru í byggingu í sam- ræmi við alþjóðlegar skuldbindingar Íslands gagnvart Evrópska efna- hagssvæðinu. Í dreifbýli er unnið að samtengingu holræsa og gerð frá- rennsliskerfa til losunar í sjó. Joke sagði það hins vegar hafa vakið at- hygli skoðunarnefndarinnar hversu lágt hlutfall affallsvatns heimila, eða aðeins 16%, fari í gegnum hreinsi- stöðvar. Þetta sé lægsta hlutfall inn- an allra aðildarríkja OECD. Um- hverfisráðherra greindi þá þegar frá því að miklar breytingar hefðu orðið til hins betra frá því skýrslugerðar- menn fengu tölur sínar þar sem yf- irstandandi framkvæmdir muni hækka þetta hlutfall upp í 60% þegar í ársbyrjun 2002. 200 milljóna króna styrkur á ársvísu frá ríki til sveit- arfélaga til að bæta skólphreinsiað- stöðu sé einnig sterkur hvati til að ljúka framkvæmdum fyrir árið 2005. OECD telur samt hugsanlegt að leggja rúmmálsgjald á skólp til þess að greiða vaxandi útgjöld vegna þess og leggur til að sem fyrst verði sett heildarlöggjöf um fyrirkomulag skólpmála. Hvatt er til þess að beita hagræn- um stjórntækjum í ríkari mæli en nú er gert og sk. mengunarreglu verði beitt. Framleiðendur skulu þá gerðir ábyrgir varðandi úrgang frá fyrir- tækjum sínum og er sérstaklega minnst á umbúðarúrgang, gömul ökutæki og hjólbarða í skýrslunni. Siv sagði Íslendinga hafa fikrað sig í þessa átt á undanförnum árum m.a. með lögum um spilliefnagjald þar sem framleiðendur bera ábyrgð á meðferð spilliefna. Í kjölfarið hefur losun þessara efna í umhverfið minnkað mikið að sögn ráðherra. Fyrr í apríl var að auki lagt fram frumvarp á Alþingi sem nær til þeirra atriða sem OECD nefnir sér- staklega, þ.e. umbúðaúrgang, gömul ökutæki og hjólbarða. Þar er lagt til að úrvinnslugjald verði lagt á við- komandi vöru í innflutningi og/eða framleiðslu til að standa undir end- urvinnslu eða förgun vörunnar. Með þessu næst, að mati ráðherra, sá hagræni hvati sem er nauðsynlegur til að ná árangri í umhverfismálum. Gjaldtaka á ferðamanna- staði ekki tímabær Þrátt fyrir að unnið hafi verið að stöðvun jarðvegseyðingar á fjöl- mörgum þeirra svæða þar sem ástand hefur verið verst og mikill ár- angur hafi að undanförnu náðst í náttúruvernd stafar stórum land- svæðum enn hætta af völdum jarð- vegseyðingar og ofbeitar. Nauðsyn- legt er talið setja skýr markmið í landgræðslu og grípa til nýrra að- gerða til að auka hlutverk hags- munaaðila heima í héruðum. „Nauðsynlegt er að hrinda í fram- kvæmd rammalöggjöf og stefnumið- um sem sett hafa verið varðandi náttúruvernd og nýtingu miðhálend- isins. Flest þeirra svæða sem nýlega hafa verið friðuð eru lítil að flatar- máli; í Náttúruverndarlögum frá árinu 1999 er fjallað um mikilvægi þess að friða stór víðefni og lands- lagsgerðir. Í flestum þjóðgörðum og öðrum verndarsvæðum þarf fleiri eftirlitsmenn og framkvæmdaáætl- anir,“ segir í skýrslunni og bent á að mikil aukning í ferðaþjónustu síð- ustu ár auki þörfina fyrir því að hafa hemil á því mikla álagi á náttúru landsins sem verður í kjölfar ágangs ferðamanna. Því er lagt til að vernd- uð svæði verði stækkuð til muna í því skyni að vernda víðerni og landslags- gerðir. Umhverfisráðherra svaraði þessum tilmælum stofnunarinnar með því að tveir nýir þjóðgarðar verði stofnaðir innan skamms, þjóð- garður á utanverðu Snæfellsnesi á þessu ári og Vatnajökulsþjóðgarður á því næsta. Vatnajökulsþjóðgarður verður stærsti þjóðgarður í Evrópu við stofnun auk þess sem ætlunin er að bæta við svæðum við jökuljaðar- inn síðar. Orð stofnunarinnar um hversu lítil verndunarsvæði séu verði því senn ómerk. „Það er þó ekki nóg að stórauka flatarmál verndaðra svæða, við þurf- um einnig að tryggja að náttúru- vernd verði eins markviss og unnt er. Það gerum við ekki síst með heildstæðri náttúruverndaráætlun, en á næsta ári verður fyrsta áætl- unin af því tagi lögð fram á Alþingi,“ sagði ráðherra. Í skýrslunni er lagt til að gjaldtaka af ferðamönnum til að standa undir náttúruvernd og eft- irliti og umbótum á verðamanna- stöðum sé enn ekki fýsilegur kostur þar sem samstaða um slíka gjald- töku hafi ekki náðst milli stjórnvalda og ferðamannaþjónustunnar á Ís- landi. „Á þessu stigi höfum við ekki ákveðið að taka þetta skref að taka upp aðgangseyri að þjóðgörðunum en það tel ég hins vegar koma mjög til greina í framtíðinni. Við erum að sjá stóraukinn straum ferðamanna til landsins og til að ferðamenn skaði ekki náttúru okkar þarf að byggja upp þessa fjölsóttu ferðamannastaði og það kostar fjármuni,“ sagði ráð- herra og lagði áherslu á að ráðuneyt- ið væri jákvætt gagnvart þeirri leið að skoða aðgangseyri að ferða- mannastöðum. Smáskipaflotinn að öllu leyti hluti kvótakerfisins Ísland stendur vel að vígi hvað varðar alþjóðlegar skuldbindingar, þ.e. að taka upp tilskipanir Evrópu- sambandsins og vernda hafið og landsvæði sem hafa sérstakt nátt- úrufarslegt gildi. Þó segir í úttekt- inni að frekara átaks sé hins vegar þörf varðandi framkvæmd þessara skuldbindinga; draga þurfi úr út- streymi gróðurhúsalofttegunda samgöngum og fiskveiðum. Íslend- ingar hafa ekki gripið til mikilla að- gerða til að draga úr útstreymi gróð- urhúsalofttegunda frá samgöngum og sjávarútvegi og er talið sennilegt að árið 2010 verði útstreymi gróð- urhúsalofttegunda í landinu meira en það var árið 1990. Útsreymi köfn- unarefnissambanda á hvern íbúa er umtalsvert hærri hér en að meðaltali í OECD-löndunum, aðallega vegna hins stóra fiskveiðiflota. Stefnt var að því að útstreymismagnið yrði það sama og árið 1990, en sem stendur er það hærra. Þrátt fyrir mikla fjölgun bifreiða hefur magnið hins vegar far- ið minnkandi á síðustu árum og er það rakið til notkunar hvarfakúta. Fiskveiðistjórnun Íslendinga þyk- ir áhugaverð út frá sjálfbærri nýt- ingu lifandi auðlinda og árangur hennar í að auka stofnstærð fiska lofaður. Lagt er til að strangt fyr- irkomulag um leyfilegan hámarks- afla verði viðhaldið. „Hið framseljanlega aflamark hef- ur haft jákvæð áhrif á útgerðina; flestir hagsmunaaðliar í atvinnu- greininni hafa hagnast á þeim efna- hagslega árangri sem kerfið hefur haft í för með sér, og kvótatilfærsla hefur leitt til meiri skilvirkni og auk- ins gagnsæis. Ísland hefur gegnt lykilhlutverki í því að ná fram tví- hliða og fjölhliða svæðisbundnum fiskveiðisamningum sem munu eiga þátt í að tryggja sjálfbæran afrakst- ur viðkomandi fiskistofna til fram- búðar,“ segir í skýrslunni en bent á að fiskveiðikerfið mætti hins vegar bæta enn frekar og verða yfirgrips- meira og það lagt til að smábátaflot- inn ætti að öllu leyti að vera hluti hins framseljanlega aflamarks. „Nauðsynlegt er að auka gagnsæi og umræður um mál sem varða framsal og dreifingu kvóta í fiskveiðistjórn- unarkerfinu til þess að auka því fylgi og til þess að það verði íslensku sam- félagi til mestra hagsbóta,“ segir í beinu framhaldi en bent á að frekari rannsókna sé þörf á efnahagslegum áhrifum kerfisins þegar til langs tíma sé litið. Mælst er til þess að haldið verði áfram að þróa og fram- kvæma leiðir til sjálfbærrar fisk- veiðistjórnunar sem að mati nefnd- arinnar tryggir samhengi umhverfis-, samfélags- og efnahags- legra markmiða. Þróunaraðstoð í lágmarki Athygli vekur hversu lágt framlag Íslendingar greiða til þróunarað- stoðar en miðað við fólksfjölda er það með því lægsta sem gerist meðal allra iðnaðarþjóða og um það bil fjór- um sinnum lægra en ríkisstjórn Ís- lands lýsti yfir árið 1993 að það myndi verða árið 2000. Framlag Ís- lendinga er aðeins 0,09% landsfram- leiðslu en meðaltal ríkja innan OECD er 0,24%. Joke sagði það því ljóst að þetta lága framlag Íslend- inga til þróunaraðstoðar væri veik- asti hlekkur skýrslunnar. Þegar ráð- herra var inntur eftir þessum niðurstöðum sagðist hún telja málið afar mikilvægt þar sem bág staða þróunarlanda í umhverfismálum leiddi til heilsufarsvandamáls þegna þeirra. Ráðherra sagði framlag stjórnvalda þó hafa hækkað umtals- vert síðustu ár en það næði ekki meðaltali OECD-ríkjanna. Ráðherra sagðist fagna tillögum OECD um umbætur í umhverfis- málum á Íslandi og þær yrðu teknar til gaumgæfilegrar skoðunar í um- hverfisráðuneytinu. Hún sagði að ráðuneytið hefði ákveðið að gefa OECD skýrslu um hvernig Íslend- ingum hefur miðað í þessum málum eftir um tvö ár. OECD hefur skoðað stöðu umhverfismála á Íslandi Á réttri leið í umhverfis- málum að mati OECD Morgunblaðið/Ásdís Joke Waller-Hunter, yfirmaður umhverfisdeildar OECD, afhenti Siv Friðleifsdóttur umhverfisráðherra fyrsta eintak skýrslu stofnunar- innar um stöðu umhverfismála á Íslandi. Mikilvægt er fyrir Ísland að vinna enn frekar að framkvæmd umhverfisstefnu- mála og bæta skipulag umhverfismála. Betur þarf að samþætta umhverfismál og efnahagslegar ákvarðanir og auka al- þjóðlegt samstarf á sviði umhverfismála, segir í skýrslu OECD um umhverfismál á Íslandi sem var gefin út og kynnt á fundi umhverfisráðherra í gær.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.