Morgunblaðið - 25.04.2001, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 25.04.2001, Blaðsíða 57
BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. APRÍL 2001 57 7 vikna námskeið í HATHA-YOGA frá 2. maí til 16. júní. Áhersla er lögð á fimm þætti:  RÉTT SLÖKUN losar um spennu í vöðvum, róar og kyrrir hugann.  LÍKAMLEG ÁREYNSLA Í ÆFINGUM. Þá styrkjum við vöðva, liðbönd, liðamót, mýkjum hrygginn og örvum blóðrás.  RÉTT ÖNDUN þýðir að anda djúpt og vel.  RÉTT FÆÐI sem stjórnast af hófsemi og fjölbreytni.  JÁKVÆTT HUGARFAR. Að beina huganum jákvætt að verkefnum dagsins strax að morgni. Byrjendatímar og fyrir vana yogaiðkendur. Sértímar fyrir barnshafandi konur. Yogastöðin Heilsubót Síðumúla 15, sími 588 5711 Í NOKKRA áratugi hef ég fylgst með frábærum greinum Aðalheiðar Jóns- dóttur í Morgunblaðinu og einnig DV. Þessi harðduglega og kjarkmikla kona hefur kallað sig „verkakonu“, en það sem kemur úr penna hennar eru tífalt betri skrif en allt sem kemur frá þessu hámenntaða og háskólalærða „úrvalsfólki“ Íslands. Greinar hennar eru um þjóð á villigötum, um sann- leikann, réttlæti og heiðarleika. Eins og hún skrifaði síðast hinn 21. mars sl.: Barátta um brauðið: „En að lokum vil ég endurtaka það að sú þjóð er vissulega í nauðum stödd sem hvorki getur treyst framkvæmdavaldinu né Hæstarétti.“ Fyrir mörgum árum var ég einu sinni á fundi hjá Ragnhildi Gott- skálksdóttur, læknamiðli, sem sagði við mig: „Þú kennir ríkisstjórn engan kærleika.“ Og Óskar Breiðfjörð Jóns- son sagði seinna við mig um það sem ég var að gera: „Það tekur enginn mark á þessu.“ Þetta var hárrétt hjá þeim. Þegar ég les greinar hennar Að- alheiðar koma orð spámannsins Jer- emía í huga mér: „Ó land, land, land, heyr orð Drottins! Vei þeim, sem byggir hús sitt með ranglæti og veggsvalir sínar með rangindum, sem lætur náunga sinn vinna fyrir ekki neitt og greiðir honum ekki kaup hans. Því að landið er fullt af hórkörl- um sem hóra með valdi og peningum, – já, vegna bölvunarinnar syrgir land- ið, eru beitilöndin í öræfunum skrælnuð – og hlaup þeirra er vonzka og styrkur þeirra ósannsögli. Því að bæði stjórnmálamenn og prestar eru guðlausir, jafnvel í húsi mínu hefi ég rekið mig á vonzku þeirra – segir Drottinn. Þeir spenna tungu sína eins og boga sinn, með lygi en eigi með sannleika hafa þeir náð völdum í land- inu. Því frá einni vonzkunni ganga þeir til annarrar, en mig vilja þeir ekki þekkja – segir Drottinn. Varið yður hver á öðrum og treyst- ið engum bróður, því að sérhver bróð- ir beitir undirferli og sérhver vinur gengur með róg. Þeir blekkja hver annan og sannleika tala þeir ekki; þeir venja tungu sína á að tala lygi, kosta kapps um að gera rangt. Tunga þeirra er deyðandi ör, svik tala þeir. Með munninum tala þeir vingjarn- lega við náunga sinn, en í hjarta sínu sitja þeir á svikráðum við hann. Bæði ungir og gamlir, allir eru þeir fíknir í rangfenginn gróða; bæði stjórnmála- menn og prestar, allir hafa þeir svik í frammi. Er hús þetta, sem kennt er við nafn mitt, orðið að ræningjabæli í augum ykkar? Já, orð Drottins er orðið þeim að háði, þeir hafa engar mætur á því. Óttalegt og hryllilegt er það, sem við ber í landinu! En hvað ætlið þið að gera þegar að skuldadögunum kem- ur? Er ekki orð mitt eins og eldur – segir Drottinn – og eins og hamar, sem sundurmolar klettana?“ Ég vona að Aðalheiður Jónsdóttir haldi áfram baráttu sinni fram í rauð- an dauðann. En er einhver að hlusta á rödd hennar, rödd sannleikans, trú- mennsku og réttlætis? Hvar eru þess- ir svokölluðu „kristnu“ menn sem eiga að hafa lært að bregðast rétt við? Eru öryrkjar, eldri borgarar og ein- stæðar mæður betur stödd í dag? Því miður er allt ennþá í sama fari. Hve- nær vilt þú vakna, Ísland? SONJA HARALDSDÓTTIR, Bakkakoti, Reykjavík. Þjóð á villigötum Frá Sonju Haraldsdóttur: FJÖLMIÐLAMENN og viðmælend- ur þeirra grípa oft til líkingamáls þeg- ar þarf að undirstrika eitthvað, til áherslu umræðuefnis. Það á oft vel við þegar tilvitnunin hæfir því sem um er rætt. Stundum snýst þetta á annan veg og verður tóm tilgerð og hofmóð- ur. Sagt er um þá sem fara fyrir fylk- ingum í þjóðmálum eða á vettvangi heimsmála að þeir hafi harðan skráp og standist spjótalög. Þó er talið að á flestum megi finna einhvern snöggan blett. Í goðsögnum og fornsögum er fjallað um hetjur sem gátu sér frægð- arorð. Sveinbjörn Egilsson, rektor- inn, sem hrakinn var úr sæti í Pereat- inu, sem frægt var, þýddi af snilld kviður Hómers. Þær lifa enn góðu lífi á vörum þjóðarinnar. Svo er a.m.k. að heyra ef hlýtt er á Eyfirðinga, sem svara spurningum fréttamanna í sjónvarpi. (Víst mætti telja fleiri.) Það gerðist nýverið, tvívegis, að ég ætla, að viðmælendur fréttamanna nefndu „Akkillesarhæl“ án frekari skýringar og virtust gera ráð fyrir að allir vissu hvað við væri átt. Um þær mundir sem viðtölin birtust voru einnig sýnd- ar auglýsingar frá KEA þar sem vak- in var athygli á nýrri afurð, skyri, sem hæfði kröfum dagsins um „fitness“. Ríkisútvarpið hefir horfið frá varð- stöðu sinni og falið Mjólkursamsöl- unni gæslustörf. Um þetta var kveðið: Í Eyjafirði er enginn snöggur blettur og aldrei heyrist þaðan nokkurt væl því fjörðurinn er grískum goðum settur, þau ganga á sínum Akkillesarhæl. Og ekki þarf að efa þeirra „fitness“ þau eta KEA-skyr í sérhvert mál og eru því svo ákaflega eldhress og ódauðleg á líkama og sál. PÉTUR PÉTURSSON þulur. Akkilesarhæll Frá Pétri Péturssyni: Akkilles. Þefis dýfir Akkelisi í fljótið Stýx til að gera hann ósær- anlegan. (Rismynd frá 1837 eftir Bertil Thorvaldsen.) MÉR er ofboðið. Það er þannig ástatt hjá mér, að ég þyrfti helst að hafa pósthólf til að geta fengið minn póst á réttum tíma, því heimilisfang mitt er að taka stöðugum breyting- um, þar sem ég er aðeins nýbúinn að finna mér hlutverk í henni tilveru og er að taka mín fyrstu skref út í lífið eftir brösótta byrjun. Og ég fer sem leið liggur niðrá pósthús, þar átti ég hólf pantað. Fyrir það (hólfið) átti ég að borga 2800 kr. í ársgjald sem mér fannst vera eðlilegt og svo aðrar 2000 kr. í tryggingargjald. Það er ekkert að því. Nei, nei. Og ég fengi það (tryggingargjaldið) meira að segja til baka er ég myndi skila lykl- unum að hólfinu. Hið best mál. En nú kemur þetta EN, það var auka 500 kall á mánuði til að fá póst í hólf- ið? Ha, Spáið í því. Og ég gapti af undrun og spurði dömuna á afgreiðslunni: Ertu að meina þetta? Og hún svarar mér: Nú já, er ekki póstfangið þitt á öðru heimilisfangi? Það kemur á mig og ég svara og segi: Jú, það er það að vísu, en er ég ekki að breyta því núna hérna? Aft- ur svarar hún mér og þá á þessa leið: Nei, nei, það var svo mikil vinna í því að „framsenda“ bréfin á nýtt heimilisfang að við höfum tekið upp, og orðrétt segir hún, „framsending- argjald“. Högg. Og ég hugsaði mig um ör- skotsstund og sagði svo við hana: Þetta er fáránlegt. Hugum núna aðeins að því hver þjónustan sem ég ætlaði að kaupa er. Pósthólf. OK. Trygging fyrir lykl- unum og hólfi. Og innifalið í því á náttúrulega að vera að póstur minn rati í hólfið, gefur augaleið, er það ekki? OK. En það á að kosta mig auka að fá póst í hólfið. Þvílíkt og annað eins kjaftæði. Og ekki var afgreiðsludaman af gömlum jöskuðum fáknum dottin. Því hún ætlaði að rétta mér kort sem ég gæti fyllt út og sett pósthólfs- númer mitt á. Og það gæti ég svo sent til þeirra sem myndu og hugs- anlega myndu senda mér bréf eða þá reikninga í framtíðinni, og þannig myndi ég sleppa við það að borga þessar auka 6000 krónur fyrir árið. Það er skekkja á þessari mynd. Að vísu er þessi kortahugmynd ekki svo galin. En hvernig fer maður að því að tryggja það að allur póstur sem ég þarf að fá skili sér? Maður yrði að vera skyggn til að vita með vissu til hverra maður ætti að senda blessað kortið, og tala nú ekki um ef ég myndi nú slysast til að merkja kort- in illa, hvað þá ? Ég yrði væntanlega húðskammaður af póstinum fyrir það að vera auli. Og rukkaður um vesenisgjald. Og ekki er ég skyggn, því fór ég ekki þessa kortaleið. En þá kostar það (hólfið) mig 10.800 fyrir árið? Það er einum of bara til að fá reikningana sína, er það ekki? En því þá ekki frekar að hækka gjaldið fyrir hólfið í staðinn fyrir þetta „Framsendingargjald“. Ég meina, maður segir ekki að hólfið kosti 2800 kr og trygging 2000 og laumar svo auka 6000 kalli á verðið. HALLÓ. Einhver heima? Hinn frjálsi og sjálfstæði Íslend- ingur, ÖRN ÞÓR KRISTÍNARSON, Miklubraut 3, Reykjavík. Halló Íslandspóstur Frá Erni Þór Kristínarsyni: ÞEGAR við kjósum til Alþingis eða bæjarstjórna afhendum við vald okkar fólki sem við treystum til að fara vel með það og hafa betri yf- irsýn yfir þjóðmálin en við getum sjálf haft í amstri daganna. Þetta er það lýðræði sem við búum við og á að tryggja öllum kjósendum jafnan rétt. Sá jöfnuður væri fullkomnari ef þeir sem við kjósum væru óbundnir af flokkum og kjördæm- um, „eigi bundnir af neinum reglum frá kjósendum sínum“, eins og kveðið er á um í stjórnarskránni. Nú er mikið talað um beint lýð- ræði og þjóðaratkvæðagreiðslur um einstök mál. Þær hugmyndir stang- ast hins vegar á við hefðbundnar kosningar, þar sem við erum með þeim að ganga inn á verksvið al- þingismanna og bæjarfulltrúa, sem við erum í kosningum búin að af- henda vald okkar til ákveðins tíma. Þess vegna geta slíkar kosningar um einstök mál ekki verið bindandi fyrir þá sem fara með vald okkar. Þær geta gefið vísbendingu um vilja þeirra sem kjósa, en ekki skert valdið sem við höfum afhent þingmönnum eða sveitarstjórnar- mönnum. Fyrir því yrði að vera mjög skýr lagasetning. Hvað er beint lýðræði og hversu æskilegt er það ef grannt er skoð- að? Fólkið sem við kjósum hefur það hlutverk að skoða mál og leita hagkvæmra lausna. Kjósendur eru ekki allir jafnfærir um að setja sig inn í mál sem kosið er um. Þess vegna yrðu málin sem lögð væru fyrir kjósendur að vera mjög vel undirbúin og sett fram með skýrum hætti af sveitarstjórnum og að þeirra frumkvæði. Úrslit í slíkum kosningum geta þó tæplega verið bindandi, þar sem með þeim er gengið á það vald sem kjósendur fela sveitarstjórnarmönnum. Mikill munur er á verksviði Al- þingis og sveitarstjórna. Aðeins Al- þingi og forseti landsins fara með löggjafarvaldið og það gildir yfir- leitt fyrir allt landið. Starf sveit- arstjórna er staðbundið og snertir það sem er að gerast á viðkomandi svæði. Samt er fólki sem er í fram- boði í báðum tilvikunum fengið vald til ákveðins tíma og á ekki að hlýða öðru en það telur réttast. Snar þáttur í lýðræðinu, sem stjórnarskrá okkar markar, er sú aðgreining valdaþátta sem kveðið er á um í 2. grein hennar. Um vald forsetans og störf ráðherra er kveð- ið á í öðrum kafla stjórnarskrár- innar, auk þess sem í 51. grein hennar er kveðið á um setu ráð- herra á Alþingi. „Ráðherrar eiga samkvæmt embættisstöðu sinni sæti á Alþingi,“ segir þar. Embætt- isstaða ráðherra er samkvæmt stjórnarskránni skipun forsetans. Hvergi er talað um að flokksfor- ingjar eigi að gegna þeirri stöðu. Og hvaðan kemur sú skipan að for- sætisráðherra hafi vald yfir öðrum ráðherrum? Hvert er lýðræðislegt vald stjórnmálaflokka? Með hvaða rétti geta þeir braskað með valdið, jafn- vel fram í tímann eins og nú blasir við, þegar ljóst er að heilbrigðis- ráðherra muni bæði láta af ráð- herradómi og þingmennsku? Er það lýsing á skipun forsetans í ráð- herraembætti, sem felst í umfjöllun fréttastofu Útvarpsins í dag, þegar sagt er frá áformum Framsókn- arflokksins? Að sjálfsögðu ekki. Með valdabraski flokkanna er traðkað á stjórnarskránni og lýð- ræðinu. Stöðug og óháð umræða um stjórnarskrána, alls staðar á landinu ætti að vera sjálfsögð og eðlileg trygging fyrir heilbrigðara stjórnarfari. HELGI JÓNSSON, kt. 240923-4469, Eiðismýri 22, Seltjarnarnesi. Kosningar og lýðræði Frá Helga Jónssyni: HEIÐRAÐI stórsöngvari og sjarm- ör. Fyrst verð ég nú eiginlega að greina þér frá því, að ég gat varla um frjálst höfuð strokið í gær. Augngot og athugasemdir gamalla vina úr ýmsum áttum skutu upp kollinum og í umferðinni átti ég mér fótum fjör að launa. Stefndu þar að mér virtar maddömur í Vesturbænum á jap- önskum smábílum sem töldu mig best geymdan á sjúkrabeði. Ekki var ástæða hraðakstursins sú að ég gerði nokkuð á þeirra hlut. Nei, aldeilis ekki. Heldur hitt að þú átt eitthvað sökótt við nafna minn og því var slegið upp með stríðsfyrir- sögn í lesendabréfi þínu á síðum Morgunblaðsins í gær. Hvergi í grein þinni var getið föðurnafns um- rædds Magnúsar Orra og því lágum við nafnarnir fimmtán undir grun. Heldur meinleg villa. Ekki hyggst ég skipta mér á nokkurn hátt af deilum ykkar og læt ég nafna minn um að svara bréfi þínu efnislega kjósi hann svo. Hins vegar vil ég koma því á fram- færi að ég undirritaður tengist þess- um deilum ekki á nokkurn hátt. Ég vil þannig „hreinsa“ nafn mitt, enda tími brúðkaupa framundan þar sem gamlar frænkur, sem vita ekkert við hvað maður starfar, skjóta eflaust upp kollinum. Ekki vil ég í þeirra augum eiga neitt sökótt við Guð- mund Jónsson söngvara. Með fyrirfram þökk, MAGNÚS ORRI SCHRAM, verkefnisstjóri hjá Landssímanum. Kæri Guðmundur Jónsson Frá Magnúsi Orra Schram:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.