Morgunblaðið - 25.04.2001, Side 52
HESTAR
52 MIÐVIKUDAGUR 25. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Nýhestamót Sörla
Tölt – opinn flokkur
1. Katrín Gestsdóttir á Stormi 6 v. frá Strönd
2. Adolf Snæbjörnsson á Hörpu 8 v. frá Reykjavík
3. Pálmi Adolfsson á Frey 7 v. frá Lambleiksstöðum
4. Sigurður Ævarsson á Djákna 6 v. frá Suður-Nýjabæ
5. Páll Ólafsson á Hrímu 6 v. frá Tungu
Tölt – áhugamannaflokkur
1. Jón Sigurðsson á Gormi 6 v. frá Grímsstöðum
2. Þorsteinn Eyjólfsson á Kóngi 7 v. frá Hurðarbaki
3. Ólafur Ólafsson á Funa 8 v. frá Grjóteyri
4. Guðrún Astrid á Gloríu 12 v. frá Mykjunesi
5. Þorsteinn Lárusson á Jötni 9 v. frá Enni
Tölt – nýliðaflokkur (knapar sem
ekki hafa keppt áður)
1. Andreas Bergmann á Gígju 17 v. frá Álftanesi
2. Viggó Sigurðsson á Sokka 11 v.
3. Linda Bragadóttir á Funa 10 v. frá Skarði
4. Ingi Björnsson á Þyt 12 v. frá Miðkoti
100 m brokk
1. Viggó Sigurðsson á Sokka 11 v.
2. Hreinn Bjarnason á Hendingu 18 v. frá Skipanesi
3. Sigurður Ævarsson á Djákna 6 v. frá Suður-Nýjabæ
100 m skeið
1. Páll Ólafsson á Vordísi 9 v. frá Tungu
2. Daníel Ingi Smárason á Kambi 8 v. frá Svignaskarði
Töltmót Þyts og Hestamiðstöðvarinnar
á Gauksmýri, 12. apríl
Opinn flokkur
1. Svanhildur Hall á Kráki frá Gauskmýri
2. Herdís Einarsdóttir á Kæti frá Grafarkoti
3. Halldór Sigurðsson á Heru frá Brekku
4. Magnús Lárusson á Giffli frá Grafarkoti
5. Sverrir Sigurðsson á Jasmín frá Höfðabakka
Áhugamenn
1. Ingvar J. Jóhannsson á Pötu frá Víðidalstungu
2. Hjördís Ó. Óskarsdóttir á Öfga frá Höfðabakka
3. Árborg Ragnarsdóttir á Hrund frá Hvammstanga
4. Malin Person á Hel frá S-Kolugili
5. Andrea Laible á Snældu frá N-Vatnshorni
Unglingaflokkur
1. Fanney D. Indriðadóttir á Ásjónu frá Grafarkoti
2. Helga R. Níelsdóttir á Skjóna frá Fremri-Fitjum
3. Helga U. Björnsdóttir á Kormáki frá Reykjum
4. Gerður R. Sigurðardóttir á Gælu frá Kolugili
5. Katrín S. Rúnarsd. á Frosta frá Neðra-Vatnshorni
Samanlagðir sigurvegarar þriggja
töltmóta á Gauksmýri í vetur
Opinn flokkur: Herdís Einarsdóttir, Grafarkoti
Áhugamenn: Andrea Laible, Neðra-Vatnshorni
Unglingar: Fanney D. Indriðadóttir, Grafarkoti.
Töltmót Sleipnis og Loga
í Ölfushöllinni
Sleipnir – 16 ára og yngri
1. Sandra Hróbjartsdóttir á Verðanda frá Grund
2. Kristinn Loftsson á Glanna frá Strönd
3. Sigrún A. Brynjarsdóttir á Loga frá Voðmúlastöðum
4. Daníel I. Larsen á Ljúfi frá Sandhólaferju
5. Emil Þ. Guðjónsson á Gunndísi frá Strönd
17 ára og eldri
1. Sigurður Ó. Kristinsson á Kviku frá Egilsstaðakoti
2. Svanhvít Kristjánsdóttir á Faldi frá Syðri-Gróf
3. Sigursteinn Sumarliðason á Toppi frá Selfossi
4. Steindór Guðmundsson á Ófeigi frá Miðhjáleigu
5. Brynjar J. Stefánsson á Röst frá Voðmúlastöðum
Logi – 16 ára og yngri
1. Eldur Ólafsson á Silkisif frá Torfastöðum
2. Thelma K. Grant á Mekki frá Bjarnastöðum
3. Andri Þ. Valgeirsson á Framari frá Árgerði
4. Tinna D. Tryggvadóttir á Lyftingu frá Kjarnholtum
5. Hunter I. Muscat á Fífu frá Torfastöðum
17 ára og eldri
1. María Þórarinsdóttir á Hnotu frá Fellskoti
2. Knútur Ármann á Garúnu frá Friðheimum
3. Stígur Sæland á Arney frá Torfastöðum
4. Magnús Einarsson á Glófaxa frá Þúfu
5. Kristinn B. Þorvalds. á Sunnu frá Stóra-Vatnsskarði
VEL á þriðja þúsund hestamanna
brugðu sér um helgina á sýningar í
reiðhöll til að fylgjast með glæstum
gæðingum og snjöllum knöpum leika
listir sínar. Fákur hélt sína árlegu
sýningu í Reiðhöllinni í Víðidal þar
sem boðið var upp á sýningu föstu-
dags- og laugardagskvöld og lögð
sérstök áhersla á föstudagskvöldið
sem hefur til þessa fengið lélega að-
sókn. Sýningarstjórarnir Hafliði
Halldórsson og Vignir Jónasson
höfðu lofað húsfylli á föstudagskvöld
en þótt ekki hafi það tekist nú geta
þeir vel við unað því mæting var góð,
á sjöunda hundrað sem þykir gott
miðað við fyrri sýningar. Alls hafa því
komið á sýninguna um 1.400 manns
sem verður að teljast viðunandi.
Breyttar kröfur
og væntingar
Frekar góður rómur var gerður að
sýningu fáksmanna sem þýðir þó
ekki að hún hafi verið eitthvað betri
en fyrri sýningar. Liggur það frekar í
því í að kröfur og væntingar sýning-
argesta hafa breyst, menn hafa að því
er virðist gert sér grein fyrir því að á
þeim árum sem boðið hefur verið upp
á hestasýningar í Reiðhöllinni í Víði-
dal er búið að koma víða við og reyna
margt. Verður því alltaf erfiðara að
bjóða upp á eitthvað nýtt og spenn-
andi. Sýningargestir koma í dag fyrst
og fremst til að horfa á góða hesta og
fái þeir þá ósk uppfyllta fara þeir
glaðir heim.
Og það gat ýmislegt gott að líta í
Víðidalnum að þessu sinni og má þar
nefna Sportmenn úr Keflavík sem
voru með vel æft atriði sem féll vel í
kramið. Sýning þeirra Suðurnesja-
manna er gott dæmi um það hvað vel
ríðandi áhugamenn geta dundað sér
við hafi þeir reiðhöll, góða hesta og
frjósamt hugarflug.
Hegri út úr
leyndarskápnum
Kynbótahross voru að venju sýnd
og vekja alltaf áhuga. Mætti þar
nefna nokkur til sögunnar en fremst-
ur þeirra var án efa stóðhesturinn
Hegri frá Glæsibæ sem er undan
Ófeigi frá Flugumýri og Kolfinnu frá
Glæsibæ. Vignir Jónasson sýndi
Hegra. Kolfinna þessi er móðir gæð-
ingsins kunna Sölva frá Glæsibæ en
það sem vekur kannski mesta athygli
er að þessi hestur hefur fengið fyrstu
verðlaun síðan ’98 og með ólíkindum
hvað hróður hans hefur farið leynt
því klárinn er 9 vetra gamall. Ætla
má því að frægðarsól hans fari nú rís-
andi úr þessu því hér gæti vel verið á
ferðinni einn áhugaverðasti stóðhest-
urinn sem komið hefur fram undan
Ófeigi. Með Hegra var sýndur Snerr-
ir frá Bæ sem kom prýðilega fyrir hjá
Olil Amble en féll þó eigi að síður í
skuggann fyrir þeim móálótta.
Annar ungur stóðhestur er Hrim-
ur frá Hofi sem Vignir Jónasson
sýndi. Sá er undan Skorra frá
Blönduósi og Hlökk frá Hólum. Með
honum var sýnd fjögurra vetra
hryssa, Íris frá Ármóti, sem er undan
Frama frá Ragnheiðarstöðum og
Krás frá Laugarvatni sem kom þarna
fram með afkvæmum.
Temjum fyrst – sýnum svo
Þá var sýnd þarna í sóló-sýningu
fjögurra vetra hryssa, Sól frá
Reykjavík, og hefði hún, þrátt fyrir
að vera bráðefnileg, mátt sitja heima
og hvíla sig. Þulir margtóku fram
með mikilli aðdáun að hún væri að-
eins tamin í einn mánuð eins og
reyndar framganga hennar bar
glöggt vitni um. Sýning þessarar
hryssu vekur spurningar um það
hver sé tilgangurinn að koma fram
með svo lítið tamið trippi. Voru þetta
síðustu forvöð að sýna þessa efnilegu
hryssu?
Mátti ekki gefa henni hálfan mán-
uð í tamningu til viðbótar og mæta þá
frekar með hana á reiðhallarsýningu
í byrjun maí fyrst svona bráðliggur á
að sýna hana í Reiðhöllinni? Hver er
tilgangurinn að sýna lítið tamið trippi
sem hoppar og skoppar reiðvöllinn
þveran og endilangan og fer vart
lengd sína á hreinum gangi, hvorki
brokki né tölti?
Um sýningu Sólar hinnar efnilegu
má segja að þar hefði betur verið
heima setið en af stað farið því þarna
var um hreina afskræmingu að ræða
á því sem á að vera fallegt og hest-
vænt. Vísast hefði enginn gert at-
hugasemd við sýningu Sólar ef allt
hefði gengið upp eins og þegar sýn-
ingarstjórar skoðuðu hana fyrir sýn-
inguna en þetta dæmi sýnir vel að
mikil áhætta er tekin með því að velja
svo lítið tamin hross til reiðar inn á
sýningu.
Í heild var þetta prýðileg sýning
margt gott að sjá sem gladdi augað.
Ekkert svo sem nýtt annað en ungu
hrossin sem lítið eða ekki hafa komið
fram. Atriðin sum hver kannski frek-
ar hraðsoðin eins og oft vill verða en
eins og alltaf voru það betri hrossin
sem héldu sýningunni uppi og sáu til
þess að flestir gátu farið heim glaðir
og sáttir.
Þágufallið á förum úr
íslenskri hestamennsku
Nýir þulir spreyttu sig á Hesta-
dögum að þessu sinni, þau Tómas
Ragnarsson sem hefur þokkalega
rödd og góðan húmor og svo Sólveig
Ásgeirsdóttir sem er starfsmaður á
skrifstofu samtaka hestamanna og
má spá henni góðum frama á þessum
vettvangi. Hún hefur góða og skýra
rödd, þekkir vel til í hestamennsk-
unni, bæði menn og hesta, og hefur
gott vald á íslensku máli sem er því
miður orðið fáheyrt á hestamótum.
Það hefur verið verulegt áhyggjuefni
málvöndunarmanna í röðum hesta-
manna hversu málfar margra þula á
samkomum þeirra er lélegt. Verður
ekki betur séð ef fram heldur sem
horfir að þágufall verði horfið úr mál-
vitund hestamanna innan fárra ára.
Á Hestadögum 2001 keyrði alveg um
þverbak í þessum efnum.
Færri komust að en vildu
Á Sauðárkróki var blásið í fyrsta
sinn til leiks í reiðhöllinni sem ber
nafnið Svaðastaðir með einni stór-
sýningu norðlenskra hestamanna og
er það mál manna sem með fylgdust
að vel hafi til tekist og líklega einu
mistökin að hafa sýningarkvöldin
ekki tvö í stað eins. Ingimar Ingi-
marsson sýningarstjóri sagði að blint
hefði verið rennt í sjóinn með aðsókn
og eins hversu margir kæmust í höll-
ina. Raunin hefði orðið sú að því mið-
ur hefði orðið að vísa mörgum frá en
líklega hafi verið í húsinu upp undir
átta hundruð manns. Sex hundruð
miðar hefðu verið seldir en frítt var
fyrir 12 ára og yngri. Sagði Ingimar
það vissulega leiðinlegt að þurfa að
vísa fólki frá en um annað hafi ekki
verið að ræða.
„Miðað við þessar viðtökur taldi
hann víst að grundvöllur væri góður
fyrir tveimur sýningum því nú væri
stefnt að því að halda sýningu sem
þessa á hverju ári framvegis. Þetta
lukkaðist mjög vel enda hafði ég úr
virkilega góðum efniviði að spila fyrir
sýninguna og ég fann það greinilega
að menn víða á Norðurlandi voru til-
búnir að leggja mikið á sig til að sem
best tækist til í þessari frumraun
okkar,“ sagði Ingimar.
Enn hrífur Hrímnir
Sýningin tók rétt rúmar tvær
stundir og af þeim atriðum sem í boði
voru er á engan hallað þótt fyrst sé
getið hins aldna höfðingja, Hrímnis
frá Hrafnagili, sem þarna kom fram
26 vetra gamall. Hrímnir vakti verð-
skuldaða athygli þegar hann kom
fyrst fram á Vindheimamelum fyrir
20 árum og alla tíð síðan hefur fram-
ganga hans vakið mikla athygli og
hrifningu og svo var einnig nú. Þrátt
fyrir aldurinn virðist þessi mikli höfð-
ingi halda sínum töfrum og reisn vel.
Björn Sveinsson, eigandi Hrímnis,
sýndi hann nú í taumi og hefur hann
engu tapað í fótaburði, takti og til-
þrifum. Þá vöktu athygli tvö leirljós
hross Halldórs frá Vatnsleysu sem
Arndís Björnsdóttir sýndi og svo
Birta frá Ey sem Gísli Gíslason sýndi.
Þá kom þarna fram eitt hross úr
kynbótasýningu sem fór fram á
Sauðárkróki á föstudag og laugar-
dag, Gola frá Ysta-Gerði, sem Bald-
vin Ari Guðlaugsson sýndi en hún
hafði meðal annars hlotið 9,5 bæði
fyrir tölt og brokk og 8,51 fyrir hæfi-
leika sem er með því hæsta hjá skeið-
lausu hrossi. Stóðhestarnir og hálf-
bræðurnir Hilmir og Galsi frá
Sauðárkróki gáfu tóninn í upphafi
sýningar með skörpum skeiðsprett-
um í gegnum höllina en sá síðar-
nefndi kom fram með afkvæmum síð-
ar á sýningunni.
Reiðhallarhelgin mikla
Ekki er neinum vafa undirorpið að
óheppilegt hefur verið að hafa stór-
sýningar sunnan og norðan heiða
sömu helgi því ætla má að einhverjir
að norðan myndu slæðast suður á
sýningu þar og öfugt ef sýningarnar
væru sín hvora helgina. Sama gildir
um hestakostinn, ekki þarf að vera að
keppa um einstök hross sem fengur
er í að fá til sýningar. Verður þess
vonandi gætt að þetta endurtaki sig
ekki.
Stórsýningar
norðan og
sunnan heiða
Tvær stórsýningar á einni og sömu helginni
er nokkuð sem fáa hefur órað fyrir en sú
varð raunin um helgina. Fákur með Hesta-
daga í Víðidal og norðlenskir hestamenn
með sína frumraun á Svaðastöðum við
Sauðárkrók. Valdimar Kristinsson fór í
Víðidalinn og ræddi við Ingimar Ingimars-
son sýningarstjóra fyrir norðan. Knapar áranna komu fram, frá vinstri talið Sigurður Matthíasson, Sævar Haraldsson, Logi Laxdal, Sigurður Sigurðarson og Sigurbjörn Bárðarson.
Úrslit