Morgunblaðið - 25.04.2001, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 25.04.2001, Blaðsíða 22
ERLENT 22 MIÐVIKUDAGUR 25. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ STJÓRNVÖLD í Kína fordæmdu í gær harðlega ákvörðun Bandaríkja- stjórnar um að selja Taívönum ýmis háþróuð vopn en varnarmálasér- fræðingar segja, að þau muni efla verulega hernaðargetu taívanska hersins, einkum flotans. Bandaríkja- menn urðu þó ekki við óskum Taív- ana um tundurspilla, sem búnir eru hinu háþróaða Aegis-ratsjárkerfi, en sögðu, að sú ákvörðun yrði endur- skoðuð eftir eitt eða tvö ár. Talsmaður kínverska utanríkis- ráðuneytisins sagði í gær, að kín- verska stjórnin, sem lítur á Taívan sem kínverskt land, teldi vopnasöl- una óvirðingu við fullveldi Kína og íhlutun í kínversk málefni. Vildi hann ekkert segja um hugsanleg við- brögð við vopnasölunni en sagði, að það væri á ábyrgð Bandaríkjastjórn- ar en spennan milli ríkjanna ykist. Wu Xinbo, prófessor við þá deild Fudan-háskóla í Shanghai, sem fjallar um bandarísk málefni, spáði því í gær, að stjórnin í Peking myndi ekki láta sitja við orðin tóm, heldur mótmæla vopnasölunni, einkum kaf- bátasölunni, með áþreifanlegum hætti og það heldur fyrr en seinna. Munar mest um kafbátana Bandaríkjamenn ætla að selja Taívönum fjóra tundurspilla af Kidd- gerð, 12 P-3-flugvélar, sem notaðar eru gegn kafbátum, þyrlur og ýmis önnur árásarvopn. Þá munu Taívan- ar fá átta dísilknúna kafbáta en um þá hafa þeir lengi beðið. Eiga þeir aðeins fjóra fyrir en Kínverjar 60 til 70 þótt fæstir þeirra séu raunar tald- ir haffærir. Í þessum flota eru hins vegar fjórir rússneskir kafbátar af Kilo-gerð, sem gefa Kínverjum mikla yfirburði á þessu sviði. Kínverjar segja, að Bandaríkja- stjórn hafi stigið yfir ákveðið „rautt strik“ með því að selja Taívönum kafbáta þar sem þeir séu árásarvopn fremur en varnarvopn. Salan sé því ekki í samræmi við þær skuldbind- ingar Bandaríkjamanna, að þeir sjái Taívönum fyrir varnarvopnum. Villt um fyrir Kín- verjum með Aegis? Varnarmálasérfræðingar segja, að með kafbátunum gætu Taívanir gert að engu hugsanlegar tilraunir Kínverja til að ráðast inn í Taívan og auk þess, sem Kínverjum hugnast enn verr, gætu þeir skotið stýri- flaugum á Kína kæmi til styrjaldar. Eins og fyrr segir urðu Banda- ríkjamenn ekki við óskum Taívana um Arleigh Burke-tundurspilla, sem búnir væru Aegis-ratsjám, en tals- maður Bandaríkjastjórnar sagði, að það yrði tekið til endurskoðunar eftir ár eða tvö. Raunar hefði Bandaríkja- stjórn ekki getað afhent tundurspill- ana fyrr en 2010 eða sjö árum eftir afhendingu kafbátanna. Sumir fréttaskýrendur og varnar- málasérfræðingar geta sér raunar til, að öllu talinu um Aegis-kerfið hafi verið ætlað að villa um fyrir Kínverj- um. Þeir hafi litið söluna á því mjög alvarlegum augum og telji sig nú hafa unnið nokkurn sigur en í raun hafi umræðunni verið ætlað að skyggja á kafbátasöluna til Taívana. Hún sé í raun mikilvægari en Aegis- kerfið. Stjórnvöld á Taívan höfðu ekki tjáð sig opinberlega um söluna síð- degis í gær en þá var þess enn beðið, að taívanskri sendinefnd yrði kynnt hún formlega í bandaríska hermála- ráðuneytinu. Steve Chou, taívanskur þingmaður og uppgjafaherforingi, kvaðst hins vegar vera mjög ánægð- ur og einkanlega vegna kafbátanna. Bandarískir þing- menn ánægðir Bandarískir þingmenn, jafnt demókratar sem repúblikanar, lýstu yfir stuðningi við ákvörðun stjórnar George W. Bush forseta um vopna- söluna en sumir töldu, að einnig hefði átt að selja Taívönum Aegis- kerfið. Um er að ræða mestu vopnakaup Taívana frá því snemma á síðasta áratug er þeir keyptu 150 F-16-orr- ustuþotur frá Bandaríkjunum og 60 Mirage 2000-5-orrustuþotur og sex Lafayette-freigátur af Frökkum. Kínverjar mótmæla harðlega vopnasölu Bandaríkjastjórnar til Taívans Stóreflir varnir Taívana gegn hugsanlegri innrás Peking, Washington. AP, AFP, Reuters. AP Tundurspillir af Kidd-gerð. Taívanar fá fjóra slíka, átta kafbáta, 12 kafbátaleitarflugvélar og fleiri vopn. EINN af þekktari þingmönn- um breska Íhaldsflokksins, Gerald Howarth, hvetur til þess að kjósendur í Englandi riti stjórnvöldum og krefjist þess að fá að merkja við reit með orðinu „enskur“ á eyðu- blaði vegna væntanlegs mann- tals hagstofunnar. „Það virð- ist vera í lagi að vera skoskur, velskur eða írskur en ekki enskur,“ segir hann en reitir eru fyrir Skota og Íra. Wales-búar hafa ekki enn sérstakan reit en hafa verið hvattir til að tilgreina þjóð- erni sitt undir reitnum „hvítur af öðru þjóðerni en ofan- greindu“. Verða þeir þá flokk- aðir sérstaklega en ekki er ljóst hvort Englendingarnir sem nota reitinn fá slíka með- ferð. Howarth segist ætla að skrifa ensk-skoskur. Byrjað var að setja reiti fyrir þjóðerni á eyðublaðið fyrir áratug og segja embætt- ismenn að með því sé gert auðveldara að beina fjárfram- lögum til minnihlutahópa sem þurfi aðstoð. Kannanir hafi ekki gefið til kynna að margir vilji fá réttinn til að mega kalla sig enska og íbúar í Englandi líti fremur á sig sem breska. Howarth er í hópi þing- manna sem neita að undirrita yfirlýsingu allra breskra flokksleiðtoga sem beinist gegn kynþáttafordómum en er nú orðin umdeild. Manntal í Bretlandi Vill fá að vera enskur London. The Daily Telegraph. SHEIKH Abdul Aziz bin Abdullah-al- Sheikh, múfti og æðsti embættismaður trú- mála í Sádi-Arabíu, fordæmdi fyrir nokkr- um vikum Pokémon-leikinn vinsæla á þeirri forsendu að hann ýtti undir fjárhættuspil, trú á þróunarkenningu Darwins og væri þáttur í samsæri síonista gegn múslimum. Var leikurinn formlega lýstur óalandi og óferjandi í heimi íslams, gefin út svonefnd „fatwa“ sem einnig getur þýtt dauðadóm ef hún beinist gegn einstaklingi. Múslimaleiðtogar í Dubai og Katar hafa tekið undir með Sheikh Abdul og gefið út „fatwa“ í krafti embætta sinna um að dygg- ir stuðningsmenn íslams eigi ekki að taka þátt í Pokémon-æðinu með börnum sínum. Sheikh Abdul segir að á flestum Pokémon- spilum séu „sex arma stjörnur, tákn hins al- þjóðlega síonisma og Ísraels“ og einnig „krossar með ýmiss konar lögun“. Höfundur Pokémon er Japani, Satoshi Tajiri. Vildi hann að sögn tímaritsins News- week á sínum tíma búa til leik þar sem hann gæti rifjað upp eftirlætisviðfangsefni sín í æsku: að horfa á skrímslamyndir í sjónvarpinu og veiða skordýr. Mikið er um óvæntar myndbreytingar persónanna eins og í fleiri teiknimyndasögum og mun það vera ástæðan fyrir tilvísun í þróunarkenn- inguna af hálfu trúarleiðtogans sádi- arabíska. Tajiri kynnti leikinn árið 1996 og síðan hefur hann farið sigurför um allan heim. Auk spilanna eru framleiddir hvers skyns smáhlutir í tengslum við persónurnar, gerð myndbönd og sjónvarpsþættir og nokkrar kvikmyndir í fullri lengd. Ævintýri Pikachu og félaga hennar eru hvarvetna vinsæl og ekki síst í löndum araba. Orðrómur hefur lengi verið á kreiki í Jórdaníu og víðar um að orðið Pokémon merki á japönsku „gyðinglegur“ en menn- ingarfulltrúi við japanska sendiráðið í Amman vísar því á bug. Gyðinglegur sé „júdajajin“ á japönsku. Aðrir heimildarmenn segja að um sé að ræða þekkt fyrirbæri í Japan: enskuslettu. Pokémon sé afbökun og stytting á enska orðinu „pocket monster“ eða vasaskrímsli. Sheikh Abdul hefur hvatt múslima til að „gæta sín á þessum leik og hindra börn sín í að taka þátt í honum til að vernda trú þeirra og siði“. Aðrir múslimaleiðtogar benda einnig á að mikill kostnaður fylgi því að kaupa leik- föngin og allt sem þeim fylgir. Pakki af Pokémon-spilum getir kostað 16 dollara, nær 1.500 krónur, í Egyptalandi þar sem laun embættismanna eru oft ekki nema 60 dollarar eða um 5.500 krónur. Newsweek vitnar í Meryat Samaha, móður í hverfi ve- lefnaðs fólks í Kaíró, og hún er á vissan hátt ánægð með yfirlýsingarnar um tengsl- in við síonisma. „Við höfum notað hatrið sem börnin okk- ar arabísku hafa á Ísrael og fengið þau til þess að hætta að taka þátt í þessu brjál- æðislega Pokémon-spili,“ segir hún. Sums staðar hefur andstaðan birst í lesendabréf- um. „Ég ætla ekki að láta börnin mín borða meira af kartöfluflögum með Pokémon- mynt innan í vegna þess að við vitum öll að í þeim er efni sem festist í kartöflunum, fer þaðan í magann og veldur ófrjósemi,“ skrif- aði eitt foreldrið í í dagblaðinu Al-Ahram. Mörgum múslimum þykir trúarleiðtog- arnir hafa farið langt yfir mörkin í for- dæmingunni á Pokémon. Tímaritið News- week segir í grein að fyrirrennari Sheikhs Abduls í embætti hafi á sínum tíma lýst því yfir að jörðin væri flöt en ekki hnöttótt í laginu. Bandarísk samtök sem berjast gegn gyð- ingahatri hafa mótmælt ásökunum um að Pokémon sé hluti af síonistasamsæri og segja þær „fáránlegar“. Með þeim sé alið á hatri og fordómum meðal araba gegn Ísra- el og gyðingum. Yfirmaður trúmála í Sádi-Arabíu sker upp herör Pokémon-leikurinn sagður ógna gildum íslams New York. AFP. Reuters Sölumaður í leikfangaverslun í Aþenu með Pikachu-brúðu en hún seldist best af Pokémon-brúðunum í fyrra. STJÓRN Ísraels kvaðst í gær vera tilbúin að aflétta umsátri hersins um borgina Jeríkó á Vesturbakkanum en dráp ísraelskra hermanna á tveimur Palestínumönnum og sprengjuvör- puárás Palestínumanna á byggð gyðinga á her- numdu svæðunum drógu úr líkunum á því að spennan minnkaði. Palestínska lögreglan kvaðst hafa fundið lík geðtruflaðs Palestínumanns við landamæri Gaza og Ísraels. „Ísraelskir hermenn sáu grunsamlegan Palestínumann fara yfir landa- mæragirðingu í norðurhluta Gaza. Þeir hróp- uðu til hans og skipuðu honum að nema staðar. Hann gerði það ekki og þeir hleyptu af byssum upp í loftið og skutu hann síðan til bana,“ sagði talsmaður Ísraelshers. Ísraelskir hermenn skutu annan Palestínu- mann til bana í átökum við grjótkastara á Vest- urbakkanum. Þrír Palestínumenn til viðbótar særðust. Herinn sagði að Palestínumenn hefðu skotið þremur sprengjum á Gadid, byggð gyðinga á Vesturbakkanum. Enginn hefði særst í árás- inni. AP Palestínsk kona reynir að aðstoða konu sem féll í yfirlið við heimili tólf ára drengs sem ísraelskir hermenn skutu til bana á Gaza-svæðinu á sunnudag. Palestínu- menn vegnir Jerúsalem. Reuters.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.