Morgunblaðið - 25.04.2001, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 25.04.2001, Blaðsíða 32
UMRÆÐAN 32 MIÐVIKUDAGUR 25. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ ERU skilyrði Rík- iskaupa og ÁTVR um GÁMES-væðingu flutningafyrirtækja fyrirsláttur til að þurfa ekki að taka ódýrasta tilboði í flutninga hverju sinni? Í grein Sigurðar H. Engilbertssonar, framkvæmdastjóra Aðalflutninga, í Morg- unblaðinu hinn 28. mars sl. lýsir hann furðu sinni yfir því að ÁTVR skuli hafna ódýrasta tilboði í út- boði fyrirtækisins í innanlandsflutninga þess. Telur hann ÁTVR mismuna flutningafyrirtækjum eftir því hvort þau eru með GÁMES eða ekki og að ekki sitji allir við sama borð. Virðist það koma fram- kvæmdastjóra Aðalflutninga í opna skjöldu að ÁTVR geri kröfu um GÁMES-eftirlitskerfi, sem hef- ur þó verið lagaskylda síðan 1994. Telur hann að um grófa mismunun hafi verið að ræða gagnvart Að- alflutningum þegar Landflutning- ar-Samskip og Vöruflutningamið- stöðin hlutu jafnan hlut í flutningum fyrir ÁTVR. Hvað er GÁMES? Skammstöfunin GÁMES vísar í reynd til þýðingar á enska gæða- eftirlitskerfinu Hazard Analysis and Critical Control Point - HACCP (greining áhættuþátta og mikilvægra eftirlitsstaða). Kjarni GÁMES er skuldbinding um kerf- isbundið eftirlit af ýmsu tagi en einnig greining áhættuþátta og mikilvægra eftirlitsstaða. GÁMES- eftirlit í starfsemi flutningafyrir- tækja miðar að því að skilgreina áhættu í flutningaferlinu og hvern- ig koma eigi í veg fyrir að við- kvæm matvæli, sem fyrirtækinu er treyst fyrir að flytja á milli áfangastaða, skemmist eða meng- ist og geti þannig valdið heilsu- tjóni. Á sama hátt eru skilgreindir gæðaþættir sem til staðar eru í vörugeymslum og flutningaferlinu öllu. Greining á áhættu stuðlar að því að fyrirbyggja óæskileg og jafnvel skaðleg frávik í flutning- um. Slíkt mat er ekki stundarfyr- irbæri heldur virkt tæki í gæða- starfi GÁMES-kerfisins. Hvers vegna GÁMES? Á árinu 1994 gekk í gildi reglu- gerð um matvælaeftirlit þar sem flutningafyrirtæki voru skilgreind sem matvælafyrir- tæki. Þessi reglugerð kallaði á breyttan hugsunarhátt og ný vinnubrögð starfs- fólks matvælafyrir- tækja. Samskip hófust handa við að setja upp GÁMES-eftirlits- kerfi í vörugeymslum fyrirtækisins í þeim tilgangi að uppfylla kröfur þær sem settar eru fram í framan- greindri reglugerð og lögum um matvæli. Þá hefur innra gæðaeft- irlit verið tekið upp í öllum flutningabif- reiðum á vegum Landflutninga- Samskipa og má nefna að bæði Samskip og Landflutningar-Sam- skip hafa fengið GÁMES-viður- kenningu fyrir innra eftirlit í 11 vöruhúsum fyrirtækisins. Gæðaeftirlit Samskipa Samskip er flutningafyrirtæki sem flytur meðal annars umtals- vert magn af matvælum. Fyrir- tækið hefur lagt metnað sinn og mikið fjármagn í að byggja upp innra eftirlit sem tekur mið af að- ferðum GÁMES um meðhöndlun matvæla að kröfu opinberra aðila. Tækjakostur hefur verið bættur verulega, t.d. hefur kæli- og frystigeymslum verið komið upp í öllum vöruhús- um, vöruhús hafa verið endur- skipulögð með aðskilnað vöru í huga, þrifaáætlunum komið upp og fjárfest hefur verið í dýrum tækj- um til þrifa. Bílakostur hefur verið endurnýjaður þannig að allir flutn- ingabílar eru með kælivélar, flutn- ingakassar hafa verið endurnýjaðir til að tryggja þéttleika þeirra og þrif á bílum eru framkvæmd sam- kvæmt þrifaáætlun. Allt starfsfólk sem kemur að meðhöndlun mat- væla fær reglulega þjálfun sem felst í fræðslu um meðferð mat- væla, innra eftirlit, örverur og þrif. Reglubundið eftirlit er lykilatriði Vöktun matvæla er mikilvægur liður í GÁMES-eftirliti Samskipa. Starfsmenn í vöruhúsum og flutn- ingabílstjórar vakta kæli- og frystivöru sem er í umsjá þeirra og fylgjast til dæmis grannt með hvort hitastig breytist í kæli- og frystigámum/geymslum þar sem kjöt eða fiskur er geymdur eða hvort rakastig breytist í gámum með grænmeti eða ávöxtum. Það er augljóst að opinber fyr- irtæki geta ekki samið við mat- vælafyrirtæki sem fara ekki að lögum í meðhöndlun og geymslu matvæla. Lögin eru til þess að fara eftir þeim. Ef opinber fyr- irtæki fara ekki eftir þeim lögum og reglugerðum sem stjórnvöld setja á hinum ýmsum sviðum er lagasetning þeirra ekki marktæk. Haft er eftir forstöðumanni mat- vælasviðs Hollustuverndar í Morg- unblaðinu 17. febrúar sl. að innra eftirlit matvælafyrirtækja sé í um 70% tilfella ábótavant. Það er með ólíkindum að matvælafyrirtæki skuli hafa komist upp með að starfa án innra eftirlits síðan 1994. Hvaða aðilar eiga að fylgja eftir þessum lagaskilyrðum? Forstöðu- menn matvælafyrirtækja virðast oft ekki nægilega vel upplýstir um lagalegar skyldur sínar. Hverjir eiga að upplýsa þá um þær? Lokaorð Mikilvægasti hluti GÁMES er hugarfarsbreyting. Viðhorf stjórn- valda og neytenda hafa líka breyst mikið á fáeinum árum. Það kemur á óvart að neytendur skuli ekki hafa látið meira í sér heyra og gert kröfur um breytt vinnubrögð og innra gæðaeftirlit í flutninga- starfsemi til að tryggt sé að mat- væli komist á borð þeirra óspillt með öllu. Til glöggvunar má t.d. vísa í lög nr. 93/1995 um matvæli, lög nr. 7/ 1998 um hollustuhætti og meng- unarvarnir, 2. gr. laga nr. 93/1995, 13.g . laga nr. 93/1995, reglugerð nr. 522/1994 um matvælaeftirlit og hollustuhætti við framleiðslu og dreifingu matvæla. Gróf mismunun eða hvað? Svala Rún Sigurðardóttir Matvælaflutningar Það er augljóst, segir Svala Rún Sigurðar- dóttir, að opinber fyrirtæki geta ekki samið við matvæla- fyrirtæki sem fara ekki að lögum í með- höndlun og geymslu matvæla. Höfundur er gæðastjóri Samskipa. ÝMIS merki eru nú á lofti um að vorið sé komið, lok samræmdra prófa eru einn vorboð- inn, langvarandi vinnu og oft spennu lýkur og við tekur annað tímabil, þáttaskil að sumu leyti hjá mörgum. Bjartar nætur Skólafríið sem er í vændum eftir strangan vetur er kærkomið og bæði foreldrar og börn slaka örlítið á, þegar vitað er að bjallan kall- ar ekki kl. 8 á morgn- ana. En hvað þýðir það, er þá allt leyfilegt, verða öll boð og bönn að engu og útivist frjáls? Því fer fjarri og jafnvel er enn frek- ari ástæða til aðhalds einmitt m.a. af því að skólinn er ekki til staðar með því aðhaldi sem honum fylgir. Bjartar nætur eru síst ávísun á að engar hættur séu í umhverfinu eða ekki reynist nauðsynlegt að fylgjast með því sem börn hafast að. Vissulega eig- um við að njóta þess að eiga björt og sólrík kvöld, en þrátt fyrir þau eru ákveðin lög í gildi. Barnaverndarlögin eru í gildi líka á sumrin og þar er kveðið á um útivist barna og unglinga að 16 ára aldri. Börn 12 ára og yngri eiga að vera komin inn fyrir kl. 20 á kvöldin og 13–16 ára börn eiga ekki að vera á almannafæri eftir kl. 22, nema í fylgd með fullorðnum. Á tíma- bilinu 1. maí til 1. september lengist útivistartíminn um tvær klst. Þetta kemur fæstum á óvart en samt er eins og alltaf sé ástæða til að minna á, ekki síður á sumrin þegar rannsóknir hafa sýnt að sumir unglingar lenda þá í þeim aðstæðum að drekka í fyrsta skipti á ævinni, eða neyta fíkniefna. Mikið hefur unnist hvað varðar úti- vist barna og ungmenna, það eru ekki svo mörg ár síðan miðbærinn var full- ur af unglingum sem voru oft illa til reika hangandi eftirlitslausir í bæn- um langt fram eftir nóttu og foreldrar trúðu því að svona væri þetta hjá öllum hinum líka. Miðbæjarathvarf Það þurfti viðhorfs- breytingu og átak til að snúa þessari þróun við og eitt af því sem var gert var að stofna Mið- bæjarathvarf. Það hef- ur nú verið rekið um nokkurra ára skeið og er starfrækt í samvinnu Félagsþjónustunnar í Reykjavík, Lögregl- unnar í Reykjavík og Íþrótta- og tómstunda- ráðs Reykjavíkur. Lögreglan kemur með börn í Miðbæjarathvarfið sem eru undir 16 ára aldri og eru úti eftir að lögboðnum útivistartíma lýkur. Þar er opið aðfaranætur laugardaga og sunnudaga, þó ekki allar helgar. Einnig er opið á öðrum tímum, þegar eitthvað sérstakt er um að vera og ætla má að unglingar safnist saman. Ef barn undir 16 ára aldri kemur í Miðbæjarathvarf er strax haft sam- band við foreldra og þeir beðnir að sækja barnið sitt eða gera viðeigandi ráðstafanir. Foreldrar fá afhentan bækling, en þar koma fram upplýs- ingar um starfsemina og ýmislegt er lýtur að unglingum. Hlutverki Mið- bæjarathvarfs er fyrst og fremst ætl- að að styðja foreldra sem vilja ekki að börn þeirra séu eftirlitslaus úti eftir að lögboðnum útivistartíma lýkur. Foreldrar fá sent bréf frá Félags- þjónustunni í framhaldi af vistun og þeim boðin aðstoð varðandi ungling- inn telji þeir þörf. Góður árangur Full ástæða er til að minna foreldra á að útivistartíminn er í gildi þótt samræmdu prófunum ljúki. Margir skólar bjóða upp á skipulagðar ferðir eftir að prófunum lýkur sem ástæða er til að hvetja til þátttöku í. Einnig mega foreldrar ekki gleyma því að á merkum tímamótum í lífinu er líka til- efni fyrir fjölskylduna að fagna sam- an. Í samstilltu átaki margra aðila undanfarin ár við lok samræmdra prófa er sýnilegur árangur. Þar hafa opinberir aðilar og foreldrar unnið öflugt starf saman. Það var fátt um unglinga í miðbænum í fyrra og fleiri sem fóru í skemmtilegar ferðir eða fögnuðu próflokum á annan heilbrigð- an og eftirminnilegan hátt, vonandi sjáum við það þannig aftur nú. Útivist unglinga og Miðbæjar- athvarf Stefanía Sörheller Höfundur er verkefnisstjóri á þróun- arsviði hjá Félagsþjónustunni í Reykjavík. Próf Í samstilltu átaki margra aðila undanfarin ár við lok samræmdra prófa, segir Stefanía Sörheller, er sýnilegur árangur. EITT land utan Evr- ópu tekur þátt í evró- visjón-keppninni, evr- ópsku söngvakeppninni. Þetta land er Ísrael. Þetta er mjög táknrænt, þjóðir Vestur-Evrópu líta á Ísraelsmenn sem Evrópuþjóð, forystu- menn Ísraels ólust flest- ir upp í Evrópu, í Ísrael er evrópsk menning, stjórnkerfi Ísrael bygg- ist á evrópskum hefð- um. Eða hvað? Ríkisstjórnir í Vest- ur-Evrópu og Norður- Ameríku hafa haft sér- stakar áhyggjur af ástandinu á svæði fyrrum Júgóslavíu af því, að sögn, að það tilheyrir Evrópu. Vestur-Evrópa hefur sérstökum skyldum að gegna og fyrir tveimur árum, þegar stjórn Serbíu var með yfir- gang og ofbeldi gagn- vart Kosovo-Albönum, þótti ekki stætt á öðru en NATO gripi inn í. En ástæða þess að NATO greip inn í var, að sögn, ekki aðeins sú að ástandið væri hættu- legt fyrir friðinn í álf- unni eða heiminum, heldur einnig að Kos- ovo-Albönum var sýnt ofbeldi sem ekki var hægt að líða, það var jafnvel talað um þjóðar- morð og forseta júgó- slavneska sambands- ríkisins var líkt við helstu illmenni sögunnar. Okkur var sagt að eitthvað sem kallað var alþjóðasamfélagið krefðist þess að gripið yrði til hern- aðaraðgerða gegn Júgóslavíu. Í allan vetur hefur ríkt stríðs- ástand í Palestínu þar sem ísraelska ríkið hefur haldið uppi hernaði gegn Palestínumönnum. Við höfum fengið fréttir af þessum átökum og við vit- um heilmikið um hvað er að gerast. Ísraelskir hermenn hafa skotið börn og unglinga sem hafa verið að kasta og slöngva grjóti, ísraelskar herflug- vélar hafa gert árásir á byggðir Pal- estínumanna, þorp þeirra hafa verið einangruð þannig að íbúarnir hafa ekki komist til vinnu eða getað aflað vista, rafmagn hefur verið tekið af, sömuleiðis lokað fyrir vatn og síma, hús hafa verið eyðilögð og sums stað- ar hjó herinn niður ólífutré bændanna í haust rétt fyrir upp- skeru. Í skýrslu Amnesty Inter- national frá 21. febrúar er stefna Ísraelsstjórnar kennd við „ríkis- morð“ (policy of state assassination) og „útrýmingu“ (liquidation policy). Samkvæmt skýrslunni höfðu Ísraels- menn þá drepið 350 Palestínumenn, þar á meðal 100 börn. Vopnaðir hóp- ar Palestínumanna höfðu á sama tíma drepið 60 Ísraelsmenn, þar af 30 óbreytta borgara. Eftir að þessi átök hófust tók við nýr forsætisráðherra í Ísrael, Ariel Sharon, sem átti í raun upptökin að núverandi ástandi með ögrandi at- hæfi. Fortíð hans er slík að hann verður í raun ekki kallaður annað en hryðjuverkamaður. Það ætti öllum að vera ljóst sem eitthvað þekkja til að hann ætlar aldrei að semja frið við Palestínumenn. Allt frá því að Ísraelsríki var stofn- að fyrir rúmri hálfri öld fyrir tilstilli vesturveldanna og Sameinuðu þjóð- anna hefur það hundsað samþykktir Sameinuðu þjóðanna og þverbrotið alþjóðleg lög. Ísraelsmenn hafa söls- að undir sig land Palestínumanna, tugþúsundir eru í flóttamannabúðum og þar er komin þriðja eða fjórða kynslóð flóttamanna. Palestínu- mönnum hefur verið sýndur slíkur yfigangur að orð fá ekki lýst. Þrátt fyrir það hafa Yasser Arafat og aðrir forystumenn Palestínumanna teygt sig ótrúlega langt í samkomulagsátt. Við vitum þetta allt. Þetta kemur í fréttum af og til, svona með öðrum fréttum. En það er ekkert talað um alþjóðasamfélagið, það er ekkert tal- að um að nú hafi Evrópa og Norður- Ameríka einhverjum skyldum að gegna til að koma í veg fyrir þjóð- armorð. Ísrael tekur þátt í evróvisjón en Palestínumenn eru bara Arabar. En fyrst og fremst er Ísrael banda- maður Bandaríkjanna og þar með NATO-ríkjanna, Ísrael er banda- maður í hinu alþjóðlega valdatafli, rétt eins og Tyrkland, öfugt við Júgó- slavíu undir forsæti Milosevic. Þess vegna má Palestínumönnum og Kúrdum blæða. Þess vegna má Palestínu- mönnum blæða Einar Ólafsson Þjóðerni Palestínumönnum hefur verið sýndur slíkur yf- irgangur, segir Einar Ólafsson, að orð fá ekki lýst. Höfundur er rithöfundur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.