Morgunblaðið - 25.04.2001, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 25.04.2001, Blaðsíða 53
Löggild próf hjá Alliance Française Í MAÍ verður DALF-próf haldið hjá Allance Française, Hringbraut 121 (JL-húsinu). Þetta er alþjóðlegt próf í frönsku sem franska menntamála- ráðuneytið hefur yfirumsjón með. Skírteinið DALF er alþjóðlega við- urkennt sem vitnisburður um frönskukunnáttu. Prófið jafngildir inntökuprófi í frönsku við franska háskóla. Til að taka DALF-prófið þarf við- komandi að hafa staðist DELF próf- ið. Þeir sem ekki hafa lokið DELF- prófinu geta tekið stöðupróf sem haldið verður 5. og 7. maí. Alliance Française sér um að skipuleggja, undirbúa og veita allar upplýsingar sem fólk óskar eftir í sambandi við þetta próf. Prófið er þannig uppbyggt að það skiptist í 4 mismunandi stig. Fólki skal bent á það að ekki er nauðsyn- legt að taka öll stigin í einu og að prófin fyrnast ekki heldur geta nem- endur geymt hvert stig sem þeir taka. Síðar geta þeir tekið þau stig sem upp á vantar hvort sem er hér á landi eða erlendis. Í dag bjóða u.þ.b. eitt hundrað lönd fólki upp á að taka þessi próf. DALF-próf, stig B1 og B2 mun fara fram í Alliance Française laug- ardaginn 26. maí kl.10. DALF-próf stig B3 og B4 verður haldið mánu- daginn 28. maí kl.10. Innritun fer fram virka daga frá kl. 11 til kl. 18. Nýtt happ- drættisár hjá DAS HAPPDRÆTTI DAS er að hefja 47. starfsár sitt en „áramótin“ eru nú í maí nk. Fyrsti útdráttur er 3. maí. Miðaverð helst óbreytt eða 800 krón- ur á mánuði og dregið verður viku- lega á fimmtudögum í Ríkissjón- varpinu í DAS-2000. Vinningum fjölgar um 7% og verða 42.704. Heildarverðmæti vinn- inga verða rúmar 626 milljónir króna. Allur ágóði Happdrættis DAS rennur óskiptur til uppbyggingar Hrafnistuheimilanna í Reykjavík og Hafnarfirði en þar búa hátt í 700 manns. Helmingur þess fólks bjó áð- ur úti á landi. Á þeim 46 árum sem Happdrætti DAS hefur starfað hefur það lagt til hátt í 2 milljarða í uppbyggingu dval- arheimila á Íslandi. Þar af fóru um 400 milljónir í byggingarsjóð aldr- aðra á 25 ára tímabili og var fénu varið til uppbyggingar dvalarheimila úti um land allt. Enn hefur ekki fengist heimild til að greiða vinninga út í peningum þrátt fyrir margítrekaðar óskir þar um og hefur ríkisstjórnin verið að skoða málið nú á annað ár. Lög um Happdrætti DAS sem sett voru 1954 verða því óbreytt um sinn en þar segir m.a. svo: „Heimilt skal Dval- arheimili aldraðra sjómanna að stofna happdrætti um bifreiðar, bif- hjól, báta, búnaðarvélar, íbúðarhús, húsbúnað, hljóðfæri, búpening, flug- vélar og farmiða til ferðalaga.“ Í fréttatilkynningu frá happdrætt- inu segir að þátttaka almennings sé lífsnauðsynleg svo halda megi áfram að skapa öldruðum áhyggjulaust ævikvöld. FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. APRÍL 2001 53 OPNAÐUR hefur verið vefur Tour- ette-samtakanna á Íslandi. Af því tilefni færði Sveinn Magnússon, skrifstofustjóri í heilbrigðisráðu- neytinu, samtökunum 100.000 kr. frá ráðherra, en það mun hafa verið eitt síðasta embættisverk Ingibjarg- ar Pálmadóttur að veita samtök- unum þennan fjárstyrk. Hlutverk vefjarins er að fræða félagsmenn og aðra um orsakir og einkenni heilkennisins, meðferð og úrræði. Einnig eru þar upplýsingar um ann- að lesefni um Tourette, slóðir á er- lendar síður og samskiptasíður. Tourette-heilkennið er tauga- sjúkdómur sem stafar af röskun boðefnaflæðis í miðtaugakerfi. Ein- kenni Tourette-heilkennis eru ósjálfráð hljóð og hreyfingar og fylgifiskar þess eru oft á tíðum ár- áttu- og þráhyggjueinkenni, athygl- isbrestur með eða án ofvirkni og ýmislegt fleira. Á vefnum er að finna upplýsingar um orsakir og einkenni heilkennis- ins. Þar eru einnig leiðbeiningar til foreldra og kennara um hvernig best sé að taka á vandamálum sem koma upp á heimilum og í skólum og reynslusögur þeirra sem við sjúkdóminn eiga að etja. Á vefnum er líka hægt að skrá sig í samtökin, koma athugasemdum á framfæri og ræða málin. Í framtíðinni mun sér- fræðingar nota vefinn til að svara spurningum sem berast samtök- unum. Slóðin er www.tourette.is. Sveinn Magnússon, skrifstofustjóri í heilbrigðisráðuneytinu, færir Írisi Árnadóttur, formanni Tourette-samtakanna, peningastyrk í tilefni opn- unar vefjar samtakanna. Slóðin er www.tourette.is. Tourette-samtökin á Íslandi opna vef Fyrirlestur um kuml og íslenskar fornsagnir ADOLF Friðriksson, forstöðumaður Fornleifastofnunar Íslands, heldur opinn fyrirlestur á vegum Vísinda- félags Íslendinga í Norræna húsinu á morgun, fimmtudag, kl. 20:30. Adolf stundaði nám í fornleifafræði í London og París og hefur unnið við margvíslegar fornleifarannsóknir á Íslandi á vegum Þjóðminjasafns og Fornleifastofnunar. Sérsvið hans hefur einkum verið áhrif fornsagna á fornleifarannsóknir og endurskoðun á fyrri hugmyndum og aðferðum við rannsóknir á ýmsum minjum frá söguöld. Á síðustu árum hefur Adolf fengist við rannsóknir á kumlum og þingminjum. Hann ritstýrði endur- útgáfu á doktorsritgerð Kristjáns Eldjárns, Kuml og haugfé, sem kom út fyrir skömmu og vinnur nú að at- hugun á staðfræði kumla. Íslensk fornleifafræði hefur á síð- ustu árum tekið miklum stakka- skiptum. Fornleifar hafa verið kort- lagðar víða um land með nýjum og betri aðferðum. Með auknu vísinda- starfi hefur heimildasafn til íslenskr- ar forsögu vaxið verulega mikið. Þessar rannsóknir hafa opnað forn- leifafræðingum nýjar leiðir. Nú er framlag fornleifafræðinga til aukinn- ar þekkingar á fortíðinni ekki lengur bundið við að varpa ljósi á efnislega þætti fornmenningar eins og t.d. húsagerð og áhaldanotkun, því í fornleifum er fólginn vitnisburður um fjölmarga aðra þætti hins forna samfélags. Í dag er það helsta ögrun forn- leifafræðinga að nýta þessi nýju gögn til að leggja drög að íslenskri forsögu sem engar ritaðar samtíma- heimildir eru til um. Rannsóknir fornleifafræðinga á minjum frá því tímabili hafa einkum snúist um aldur landnáms og uppruna landnáms- manna. Í erindi Adolfs verður leitast við að benda á nýjar leiðir til að nota heiðnar grafir til aukins skilnings á forsögu Íslands og varpað fram nýj- um spurningum: Hvað geta kuml sagt um íslenskt samfélag á víkinga- öld? Geyma þau vitneskju um sam- félagsgerð? Eru óráðin tákn fólgin í staðsetningu kumla í landinu? Fjallað um sambúð þjóð- garða og nágrennis Kirkjubæjarklaustri - Ráðstefna verður haldin á Kirkjubæjarklaustri á morgun og föstudag, 26.–27. apríl. Fjöldi fyrirlesara verður á ráð- stefnunni, m.a. Siv Friðleifsdóttir, umhverfisráðherra. Haraldur Ólafs- son, prófessor verður með hugleið- ingu um þjóðgarða og samfélagið. Reynt verður að varpa ljósi á efna- hagslega þýðingu þjóðgarðs fyrir samfélagið, þar munu flytja erindi Tryggvi Felixson, þjóðhagfræðingur og Sædís Íva Elíasdóttir, atvinnu- ráðgjafi í Vestur-Skaftafellssýslu. Anna María Ragnarsdóttir, eigandi Hótel Skaftafells, mun fjalla um at- vinnulíf í Öræfum og hvernig er að reka hótel í næsta nágrenni við þjóð- garðinn í Skaftafelli. Kynntar verða athyglisverðar nið- urstöður rannsókna á þolmörk þjóð- garðsins í Skaftafelli sem ferða- mannastaður. Um þær fjalla Bergþór Aradóttir, Ferðamálaráði Íslands, Anna Dóra Snæþórsdóttir, Háskóla Íslands, Arnar Már Ólafs- son, Háskóli Íslands, Akureyri og Björn Traustason, Háskóla Íslands. Einnig mun Rögnvaldur Guðmunds- son, ferðamálafræðingur kynna nýj- ar rannsóknir á hálendi Skaftár- hrepps – vannýttur auður í ferðaþjónustu. Myndasýningar verða báða dagana um landsvæðið í nágrenni við Vatnajökul. Fjallað verður einnig um landnýt- ingu í erlendum þjóðgörðum og um viðhorf heimamanna til þjóðgarðs sem áhrifavalds í ferðaþjónustu og landbúnaði. Einnig verður fjallað um væntingar sveitarstjórnamanna til fyrirhugaðra þjóðgarða á Snæfells- nesi og Vatnajökli. Kristinn Jónas- son, bæjarstjóri í Snæfellsbæ og Ólafía Jakobsdóttir, sveitarstjóri í Skaftárhreppi munu fjalla um fram- angreint málefni. Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir, þjóðgarðsvörður í Jökulsárgljúfrum mun fjalla um áhrif þjóðgarðs á land og mannlíf í Norður-Þingeyjarsýslu. Jón Helga- son, formaður Kirkjubæjarstofu mun slíta ráðstefnunni kl. 15.30 á föstudeginum. Ráðstefnan er haldin í samstarfi Kirkjubæjarstofu og Náttúruvernd- ar ríkisins. Allir eru velkomnir og að- gangseyrir er enginn. Ráðstefna á Kirkjubæjarklaustri Fyrirlestur um uppruna lífsins LÍFFRÆÐIFÉLAG Íslands stend- ur fyrir fyrirlestri í dag, miðvikudag. Þar mun dr. Guðmundur Eggerts- son, prófessor í erfðafræði við líf- fræðiskor raunvísindadeildar HÍ, flytja fyrirlestur sem hann nefnir: „Hugmyndir um uppruna lífs“. Rannsóknir á lífverum jarðar benda eindregið til þess að þær séu allar af einni rót. Mjög breitt bil er á milli lifandi frumu og lífvana efnis og útilokað að núverandi lífsskipulag sé það upprunalega. Þótt margt hafi verið hugsað og ritað um uppruna lífs, ekki síst á allra síðustu árum, virðist enn langt frá því að menn hafi komist að niðurstöðu. Margar tilgát- ur hafa verið kynntar en allar eru þær umdeildar. Eitt af því sem margir vísindamenn eru þó sammála um er að kjarnsýran RNA hafi snemma í þróunarsögu lífsins verið erfðaefni lífvera og hafi að líkindum einnig verið notuð sem hvati efna- hvarfa. Bæði DNA og arfbundin prótín hafi komið seinna til sögunn- ar. Rök með og á móti tilgátunni um „RNA-líf“ verða rakin í fyrirlestrin- um en einnig verður sagt frá helstu hugmyndum um allra fyrstu skref lífsins á jörðinni þar sem kjarnsýrur komu ef til vill ekki við sögu. Fyr- irlesturinn verður haldinn í Lög- bergi, stofu 101 og hefst kl. 20:00. Aðgangur er ókeypis og eru allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Líffræðifélag Íslands Stórslysa- æfing á Sauðárkróki HÓPSLYSAÆFING fer fram á Sauðárkróki dagana 26. – 29. apríl næstkomandi, þar sem æfð verða við- brögð við því þegar flugvél með 50 manns innanborðs hlekkist á við enda flugbrautar flugvallarins á Sauðár- króki. Alls munu hátt á þriðja hundr- að manns taka þátt í æfingunni, frá björgunarsveitum, lögregluembætt- um, Landhelgisgæslu, Almannavörn- um, Flugmálastjórn, heilbrigðisstofn- unum, slökkviliði, rannsóknarnefnd flugslysa, Rauða krossinum ásamt sóknarprestum og fleirum. Æfingin hefst með undirbúningi og fræðsluerindum fimmtudaginn 26. apríl og föstudaginn 27. apríl. Erindin eru flutt á kvöldin í Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra og eru opin al- menningi. Á laugardag verða æfðar aðgerðir við tilkynningu um að ATR42-flugvél með 47 farþega og þriggja manna áhöfn innanborðs hafi skollið niður sunnan við Víkina og brotnað í nokkra hluta. Erindi um „Karlmanna- ritið Njálu“ RANNSÓKNASTOFA í kvenna- fræðum stendur fyrir rabbfundi á morgun, fimmtudag, í stofu 101 Odda, kl.12–13. Ármann Jakobssson bókmennta- fræðingur flytur erindi þar sem hann kallar „Karlmannaritið Njála“. Í er- indi sínu mun Ármann fjalla um grein sem hann ritaði um Njálu í Skírni í fyrra, viðtökur hennar og um það sem hann lét ósagt í greininni. Þar var Njála skoðuð út frá hugmyndum um kynferði og því var haldið fram að hugmyndir sem þar birtust um kyn- ferði væru alls ekki íhaldssamar eða að þar væri á ferð kvenhatur, þvert á móti mætti greina í Njálssögu rót- tæka afbyggingu á ýmsum hugmynd- um um kynferði. Í þessu erindi ræðir hann sérstak- lega þann hluta greinarinnar sem mest viðbrögð hefur fengið, þ.e. vin- áttu Gunnars og Njáls og hvernig beri að túlka viðbrögð annarra í sög- unni við henni. Íslandssími styrkir Götu- smiðjuna ÍSLANDSSÍMI færði nýlega Götu- smiðjunni á Kjalarnesi tvo farsíma að gjöf. „Til Götusmiðjunnar leita fjölmargir einstaklingar dag hvern. Ungt fólk, foreldrar og aðstandend- ur hringja í leit að ráðgjöf um ýmis vandamál tengdum vímuefnaneyslu. Tilkoma farsímanna auðveldar Götusmiðjunni talsvert að bregðast við óskum samfélagsins þar sem þeir auka aðgengi í ráðgjafa,“ segir í fréttatilkynningu frá Götusmiðj- unni. Götusmiðjan kann Íslandssíma bestu þakkir fyrir höfðinglega gjöf sem vafalaust mun nýtast vel í starfi með ungu fólki og fjölskyldum þess í landinu. Félagsfundur í Ættfræði- félaginu FÉLAGSFUNDUR verður haldinn í Ættfræðifélaginu á morgun fimmtudag kl. 20:30. Fundarstaður er í húsi Þjóðskjalasafnsins á Laugavegi 162, 3. hæð. Farið er inn í portið og inn um dyrnar í horninu til hægri. Húsið verður opnað klukkan 19:30. Orri Vésteinsson, fornleifafræð- ingur hjá Fornleifastofnun Íslands, mun halda erindi, sem nefna má „Um íslenska fornleifafræði, sem hugsanlega gæti varpað frekara ljósi á uppruna Íslendinga“. Boðið er upp á kaffi. Allir eru vel- komnir. Fyrirlestur á Keldum fellur niður VEGNA óviðráðanlegra orsaka fellur næsti fræðslufundur á Keld- um niður (þ.e. fræðslufundur 26. apríl). Sigríður Björnsdóttir dýralækn- ir á Hólum átti að tala um „Spatt í íslenskum hrossum“. Fyrirlesturinn verður fluttur í maí í staðinn og verður dagsetning tilkynnt síðar. ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ Kvöldvaka Félags þjóð- fræðinga FÉLAG þjóðfræðinga heldur kvöld- vöku í sal Sögufélagsins, Fischer- sundi 3, 26. apríl kl. 20:30. Þar munu Kristinn H.M. Schram og Jón Börk- ur Ákason kynna lokaverkefni sín í þjóðfræði við Háskóla Íslands. Ritgerð Kristins „...eins og stirðn- að lík“ fjallar um sagnaflutning fyrr og nú í félags- og menningarlegu samhengi en ritgerð Jóns Barkar nefnist „Svipir manna og dýra. Rannsókn á sögnum sem heimildum um sýnir fólks fyrr og nú“. Jón Börk- ur mun einnig segja frá samstarfs- samningi sem Rannsóknarmiðstöð Háskóla Íslands í jarðskjálftaverk- fræði og Héraðsskjalasafn Árnes- inga hafa gert með sér um rannsókn- ir á sögulegum gögnum um jarðskjálfta og aðra náttúruviðburði. Allir eru velkomnir. ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.