Morgunblaðið - 25.04.2001, Side 53

Morgunblaðið - 25.04.2001, Side 53
Löggild próf hjá Alliance Française Í MAÍ verður DALF-próf haldið hjá Allance Française, Hringbraut 121 (JL-húsinu). Þetta er alþjóðlegt próf í frönsku sem franska menntamála- ráðuneytið hefur yfirumsjón með. Skírteinið DALF er alþjóðlega við- urkennt sem vitnisburður um frönskukunnáttu. Prófið jafngildir inntökuprófi í frönsku við franska háskóla. Til að taka DALF-prófið þarf við- komandi að hafa staðist DELF próf- ið. Þeir sem ekki hafa lokið DELF- prófinu geta tekið stöðupróf sem haldið verður 5. og 7. maí. Alliance Française sér um að skipuleggja, undirbúa og veita allar upplýsingar sem fólk óskar eftir í sambandi við þetta próf. Prófið er þannig uppbyggt að það skiptist í 4 mismunandi stig. Fólki skal bent á það að ekki er nauðsyn- legt að taka öll stigin í einu og að prófin fyrnast ekki heldur geta nem- endur geymt hvert stig sem þeir taka. Síðar geta þeir tekið þau stig sem upp á vantar hvort sem er hér á landi eða erlendis. Í dag bjóða u.þ.b. eitt hundrað lönd fólki upp á að taka þessi próf. DALF-próf, stig B1 og B2 mun fara fram í Alliance Française laug- ardaginn 26. maí kl.10. DALF-próf stig B3 og B4 verður haldið mánu- daginn 28. maí kl.10. Innritun fer fram virka daga frá kl. 11 til kl. 18. Nýtt happ- drættisár hjá DAS HAPPDRÆTTI DAS er að hefja 47. starfsár sitt en „áramótin“ eru nú í maí nk. Fyrsti útdráttur er 3. maí. Miðaverð helst óbreytt eða 800 krón- ur á mánuði og dregið verður viku- lega á fimmtudögum í Ríkissjón- varpinu í DAS-2000. Vinningum fjölgar um 7% og verða 42.704. Heildarverðmæti vinn- inga verða rúmar 626 milljónir króna. Allur ágóði Happdrættis DAS rennur óskiptur til uppbyggingar Hrafnistuheimilanna í Reykjavík og Hafnarfirði en þar búa hátt í 700 manns. Helmingur þess fólks bjó áð- ur úti á landi. Á þeim 46 árum sem Happdrætti DAS hefur starfað hefur það lagt til hátt í 2 milljarða í uppbyggingu dval- arheimila á Íslandi. Þar af fóru um 400 milljónir í byggingarsjóð aldr- aðra á 25 ára tímabili og var fénu varið til uppbyggingar dvalarheimila úti um land allt. Enn hefur ekki fengist heimild til að greiða vinninga út í peningum þrátt fyrir margítrekaðar óskir þar um og hefur ríkisstjórnin verið að skoða málið nú á annað ár. Lög um Happdrætti DAS sem sett voru 1954 verða því óbreytt um sinn en þar segir m.a. svo: „Heimilt skal Dval- arheimili aldraðra sjómanna að stofna happdrætti um bifreiðar, bif- hjól, báta, búnaðarvélar, íbúðarhús, húsbúnað, hljóðfæri, búpening, flug- vélar og farmiða til ferðalaga.“ Í fréttatilkynningu frá happdrætt- inu segir að þátttaka almennings sé lífsnauðsynleg svo halda megi áfram að skapa öldruðum áhyggjulaust ævikvöld. FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. APRÍL 2001 53 OPNAÐUR hefur verið vefur Tour- ette-samtakanna á Íslandi. Af því tilefni færði Sveinn Magnússon, skrifstofustjóri í heilbrigðisráðu- neytinu, samtökunum 100.000 kr. frá ráðherra, en það mun hafa verið eitt síðasta embættisverk Ingibjarg- ar Pálmadóttur að veita samtök- unum þennan fjárstyrk. Hlutverk vefjarins er að fræða félagsmenn og aðra um orsakir og einkenni heilkennisins, meðferð og úrræði. Einnig eru þar upplýsingar um ann- að lesefni um Tourette, slóðir á er- lendar síður og samskiptasíður. Tourette-heilkennið er tauga- sjúkdómur sem stafar af röskun boðefnaflæðis í miðtaugakerfi. Ein- kenni Tourette-heilkennis eru ósjálfráð hljóð og hreyfingar og fylgifiskar þess eru oft á tíðum ár- áttu- og þráhyggjueinkenni, athygl- isbrestur með eða án ofvirkni og ýmislegt fleira. Á vefnum er að finna upplýsingar um orsakir og einkenni heilkennis- ins. Þar eru einnig leiðbeiningar til foreldra og kennara um hvernig best sé að taka á vandamálum sem koma upp á heimilum og í skólum og reynslusögur þeirra sem við sjúkdóminn eiga að etja. Á vefnum er líka hægt að skrá sig í samtökin, koma athugasemdum á framfæri og ræða málin. Í framtíðinni mun sér- fræðingar nota vefinn til að svara spurningum sem berast samtök- unum. Slóðin er www.tourette.is. Sveinn Magnússon, skrifstofustjóri í heilbrigðisráðuneytinu, færir Írisi Árnadóttur, formanni Tourette-samtakanna, peningastyrk í tilefni opn- unar vefjar samtakanna. Slóðin er www.tourette.is. Tourette-samtökin á Íslandi opna vef Fyrirlestur um kuml og íslenskar fornsagnir ADOLF Friðriksson, forstöðumaður Fornleifastofnunar Íslands, heldur opinn fyrirlestur á vegum Vísinda- félags Íslendinga í Norræna húsinu á morgun, fimmtudag, kl. 20:30. Adolf stundaði nám í fornleifafræði í London og París og hefur unnið við margvíslegar fornleifarannsóknir á Íslandi á vegum Þjóðminjasafns og Fornleifastofnunar. Sérsvið hans hefur einkum verið áhrif fornsagna á fornleifarannsóknir og endurskoðun á fyrri hugmyndum og aðferðum við rannsóknir á ýmsum minjum frá söguöld. Á síðustu árum hefur Adolf fengist við rannsóknir á kumlum og þingminjum. Hann ritstýrði endur- útgáfu á doktorsritgerð Kristjáns Eldjárns, Kuml og haugfé, sem kom út fyrir skömmu og vinnur nú að at- hugun á staðfræði kumla. Íslensk fornleifafræði hefur á síð- ustu árum tekið miklum stakka- skiptum. Fornleifar hafa verið kort- lagðar víða um land með nýjum og betri aðferðum. Með auknu vísinda- starfi hefur heimildasafn til íslenskr- ar forsögu vaxið verulega mikið. Þessar rannsóknir hafa opnað forn- leifafræðingum nýjar leiðir. Nú er framlag fornleifafræðinga til aukinn- ar þekkingar á fortíðinni ekki lengur bundið við að varpa ljósi á efnislega þætti fornmenningar eins og t.d. húsagerð og áhaldanotkun, því í fornleifum er fólginn vitnisburður um fjölmarga aðra þætti hins forna samfélags. Í dag er það helsta ögrun forn- leifafræðinga að nýta þessi nýju gögn til að leggja drög að íslenskri forsögu sem engar ritaðar samtíma- heimildir eru til um. Rannsóknir fornleifafræðinga á minjum frá því tímabili hafa einkum snúist um aldur landnáms og uppruna landnáms- manna. Í erindi Adolfs verður leitast við að benda á nýjar leiðir til að nota heiðnar grafir til aukins skilnings á forsögu Íslands og varpað fram nýj- um spurningum: Hvað geta kuml sagt um íslenskt samfélag á víkinga- öld? Geyma þau vitneskju um sam- félagsgerð? Eru óráðin tákn fólgin í staðsetningu kumla í landinu? Fjallað um sambúð þjóð- garða og nágrennis Kirkjubæjarklaustri - Ráðstefna verður haldin á Kirkjubæjarklaustri á morgun og föstudag, 26.–27. apríl. Fjöldi fyrirlesara verður á ráð- stefnunni, m.a. Siv Friðleifsdóttir, umhverfisráðherra. Haraldur Ólafs- son, prófessor verður með hugleið- ingu um þjóðgarða og samfélagið. Reynt verður að varpa ljósi á efna- hagslega þýðingu þjóðgarðs fyrir samfélagið, þar munu flytja erindi Tryggvi Felixson, þjóðhagfræðingur og Sædís Íva Elíasdóttir, atvinnu- ráðgjafi í Vestur-Skaftafellssýslu. Anna María Ragnarsdóttir, eigandi Hótel Skaftafells, mun fjalla um at- vinnulíf í Öræfum og hvernig er að reka hótel í næsta nágrenni við þjóð- garðinn í Skaftafelli. Kynntar verða athyglisverðar nið- urstöður rannsókna á þolmörk þjóð- garðsins í Skaftafelli sem ferða- mannastaður. Um þær fjalla Bergþór Aradóttir, Ferðamálaráði Íslands, Anna Dóra Snæþórsdóttir, Háskóla Íslands, Arnar Már Ólafs- son, Háskóli Íslands, Akureyri og Björn Traustason, Háskóla Íslands. Einnig mun Rögnvaldur Guðmunds- son, ferðamálafræðingur kynna nýj- ar rannsóknir á hálendi Skaftár- hrepps – vannýttur auður í ferðaþjónustu. Myndasýningar verða báða dagana um landsvæðið í nágrenni við Vatnajökul. Fjallað verður einnig um landnýt- ingu í erlendum þjóðgörðum og um viðhorf heimamanna til þjóðgarðs sem áhrifavalds í ferðaþjónustu og landbúnaði. Einnig verður fjallað um væntingar sveitarstjórnamanna til fyrirhugaðra þjóðgarða á Snæfells- nesi og Vatnajökli. Kristinn Jónas- son, bæjarstjóri í Snæfellsbæ og Ólafía Jakobsdóttir, sveitarstjóri í Skaftárhreppi munu fjalla um fram- angreint málefni. Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir, þjóðgarðsvörður í Jökulsárgljúfrum mun fjalla um áhrif þjóðgarðs á land og mannlíf í Norður-Þingeyjarsýslu. Jón Helga- son, formaður Kirkjubæjarstofu mun slíta ráðstefnunni kl. 15.30 á föstudeginum. Ráðstefnan er haldin í samstarfi Kirkjubæjarstofu og Náttúruvernd- ar ríkisins. Allir eru velkomnir og að- gangseyrir er enginn. Ráðstefna á Kirkjubæjarklaustri Fyrirlestur um uppruna lífsins LÍFFRÆÐIFÉLAG Íslands stend- ur fyrir fyrirlestri í dag, miðvikudag. Þar mun dr. Guðmundur Eggerts- son, prófessor í erfðafræði við líf- fræðiskor raunvísindadeildar HÍ, flytja fyrirlestur sem hann nefnir: „Hugmyndir um uppruna lífs“. Rannsóknir á lífverum jarðar benda eindregið til þess að þær séu allar af einni rót. Mjög breitt bil er á milli lifandi frumu og lífvana efnis og útilokað að núverandi lífsskipulag sé það upprunalega. Þótt margt hafi verið hugsað og ritað um uppruna lífs, ekki síst á allra síðustu árum, virðist enn langt frá því að menn hafi komist að niðurstöðu. Margar tilgát- ur hafa verið kynntar en allar eru þær umdeildar. Eitt af því sem margir vísindamenn eru þó sammála um er að kjarnsýran RNA hafi snemma í þróunarsögu lífsins verið erfðaefni lífvera og hafi að líkindum einnig verið notuð sem hvati efna- hvarfa. Bæði DNA og arfbundin prótín hafi komið seinna til sögunn- ar. Rök með og á móti tilgátunni um „RNA-líf“ verða rakin í fyrirlestrin- um en einnig verður sagt frá helstu hugmyndum um allra fyrstu skref lífsins á jörðinni þar sem kjarnsýrur komu ef til vill ekki við sögu. Fyr- irlesturinn verður haldinn í Lög- bergi, stofu 101 og hefst kl. 20:00. Aðgangur er ókeypis og eru allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Líffræðifélag Íslands Stórslysa- æfing á Sauðárkróki HÓPSLYSAÆFING fer fram á Sauðárkróki dagana 26. – 29. apríl næstkomandi, þar sem æfð verða við- brögð við því þegar flugvél með 50 manns innanborðs hlekkist á við enda flugbrautar flugvallarins á Sauðár- króki. Alls munu hátt á þriðja hundr- að manns taka þátt í æfingunni, frá björgunarsveitum, lögregluembætt- um, Landhelgisgæslu, Almannavörn- um, Flugmálastjórn, heilbrigðisstofn- unum, slökkviliði, rannsóknarnefnd flugslysa, Rauða krossinum ásamt sóknarprestum og fleirum. Æfingin hefst með undirbúningi og fræðsluerindum fimmtudaginn 26. apríl og föstudaginn 27. apríl. Erindin eru flutt á kvöldin í Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra og eru opin al- menningi. Á laugardag verða æfðar aðgerðir við tilkynningu um að ATR42-flugvél með 47 farþega og þriggja manna áhöfn innanborðs hafi skollið niður sunnan við Víkina og brotnað í nokkra hluta. Erindi um „Karlmanna- ritið Njálu“ RANNSÓKNASTOFA í kvenna- fræðum stendur fyrir rabbfundi á morgun, fimmtudag, í stofu 101 Odda, kl.12–13. Ármann Jakobssson bókmennta- fræðingur flytur erindi þar sem hann kallar „Karlmannaritið Njála“. Í er- indi sínu mun Ármann fjalla um grein sem hann ritaði um Njálu í Skírni í fyrra, viðtökur hennar og um það sem hann lét ósagt í greininni. Þar var Njála skoðuð út frá hugmyndum um kynferði og því var haldið fram að hugmyndir sem þar birtust um kyn- ferði væru alls ekki íhaldssamar eða að þar væri á ferð kvenhatur, þvert á móti mætti greina í Njálssögu rót- tæka afbyggingu á ýmsum hugmynd- um um kynferði. Í þessu erindi ræðir hann sérstak- lega þann hluta greinarinnar sem mest viðbrögð hefur fengið, þ.e. vin- áttu Gunnars og Njáls og hvernig beri að túlka viðbrögð annarra í sög- unni við henni. Íslandssími styrkir Götu- smiðjuna ÍSLANDSSÍMI færði nýlega Götu- smiðjunni á Kjalarnesi tvo farsíma að gjöf. „Til Götusmiðjunnar leita fjölmargir einstaklingar dag hvern. Ungt fólk, foreldrar og aðstandend- ur hringja í leit að ráðgjöf um ýmis vandamál tengdum vímuefnaneyslu. Tilkoma farsímanna auðveldar Götusmiðjunni talsvert að bregðast við óskum samfélagsins þar sem þeir auka aðgengi í ráðgjafa,“ segir í fréttatilkynningu frá Götusmiðj- unni. Götusmiðjan kann Íslandssíma bestu þakkir fyrir höfðinglega gjöf sem vafalaust mun nýtast vel í starfi með ungu fólki og fjölskyldum þess í landinu. Félagsfundur í Ættfræði- félaginu FÉLAGSFUNDUR verður haldinn í Ættfræðifélaginu á morgun fimmtudag kl. 20:30. Fundarstaður er í húsi Þjóðskjalasafnsins á Laugavegi 162, 3. hæð. Farið er inn í portið og inn um dyrnar í horninu til hægri. Húsið verður opnað klukkan 19:30. Orri Vésteinsson, fornleifafræð- ingur hjá Fornleifastofnun Íslands, mun halda erindi, sem nefna má „Um íslenska fornleifafræði, sem hugsanlega gæti varpað frekara ljósi á uppruna Íslendinga“. Boðið er upp á kaffi. Allir eru vel- komnir. Fyrirlestur á Keldum fellur niður VEGNA óviðráðanlegra orsaka fellur næsti fræðslufundur á Keld- um niður (þ.e. fræðslufundur 26. apríl). Sigríður Björnsdóttir dýralækn- ir á Hólum átti að tala um „Spatt í íslenskum hrossum“. Fyrirlesturinn verður fluttur í maí í staðinn og verður dagsetning tilkynnt síðar. ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ Kvöldvaka Félags þjóð- fræðinga FÉLAG þjóðfræðinga heldur kvöld- vöku í sal Sögufélagsins, Fischer- sundi 3, 26. apríl kl. 20:30. Þar munu Kristinn H.M. Schram og Jón Börk- ur Ákason kynna lokaverkefni sín í þjóðfræði við Háskóla Íslands. Ritgerð Kristins „...eins og stirðn- að lík“ fjallar um sagnaflutning fyrr og nú í félags- og menningarlegu samhengi en ritgerð Jóns Barkar nefnist „Svipir manna og dýra. Rannsókn á sögnum sem heimildum um sýnir fólks fyrr og nú“. Jón Börk- ur mun einnig segja frá samstarfs- samningi sem Rannsóknarmiðstöð Háskóla Íslands í jarðskjálftaverk- fræði og Héraðsskjalasafn Árnes- inga hafa gert með sér um rannsókn- ir á sögulegum gögnum um jarðskjálfta og aðra náttúruviðburði. Allir eru velkomnir. ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.