Morgunblaðið - 25.04.2001, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 25.04.2001, Blaðsíða 23
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. APRÍL 2001 23 VANTRAUSTSTILLÖGU á hendur Viktor Jústsjenkó, for- sætisráðherra Úkraínu, sem til stóð að bera upp á úkr- aínska þing- inu í gær og gæti hafa fellt ríkisstjórn- ina, var frest- að fram á fimmtudag. 316 af 450 þingmönnum samþykktu eftir hvassar umræður að fresta atkvæðagreiðslu um vantrauststillöguna sem hangið hefur yfir stjórn Jústsjenkós í heila viku. Tíu þingmenn greiddu atkvæði á móti frest- uninni. Jústsjenkó, sem er fyrrver- andi stjórnarformaður úkr- aínska seðlabankans, er fallinn í ónáð hjá kommúnistum, áhrifamiklum kaupsýslumönn- um og fleiri hagsmunahópum. Hafa róttækar efnahagsum- bótaaðgerðir stjórnarinnar kallað þessa óvild yfir forsætis- ráðherrann. Gúsinskí birtar nýjar ákærur RÚSSNESKIR saksóknarar hafa lagt til nýrrar atlögu að því að fá fjölmiðlajöfurinn Vladimír Gúsinskí framseldan frá Spáni. Lagði ríkissaksókn- araembættið í Moskvu fram nýjar ákæru um peningaþvætti á hendur Gúsinskí og fól rúss- nesku Interpol-skrifstofunni að gefa út nýja alþjóðlega hand- tökuskipun. Greindi Interfax- fréttastofan frá þessu í gær. Gúsinskí var látinn laus úr stofufangelsi í Sotogrande á Spáni eftir að spænskur dóm- stóll hafnaði fyrri framsals- beiðni rússneskra stjórnvalda sl. miðvikudag. Hann hugðist fara til Ísrael í gær, en hann hefur bæði rússneskan og ísr- aelskan ríkisborgararétt. Lög- menn Gúsinskís í Moskvu sögðu hinar nýju ákærur vera „uppspuna“. Gúsinskí telur ákærurnar á hendur sér lið í herferð Kremlarvaldsins gegn fjölmiðlaveldi sínu; með þeirri herferð vilji valdhafarnir skrúfa fyrir alla óþægilega gagnrýni á sig. Fordæma aftöku McVeigh ALÞJÓÐLEGU mannrétt- indasamtökin Amnesty Int- ernational gáfu í gær út yfirlýs- ingu, þar sem fyrirhuguð aftaka Timothy McVeighs, sem kallaður hefur verið „Okla- homa-sprengjumaðurinn“, er fordæmd og varað við því að hún gæti gert hann að píslar- votti og skapað hættu á að aðrir öfgamenn reyndu að herma ódæðisverk hans eftir. McVeigh var dæmdur til dauða fyrir að hafa staðið að sprengi- tilræði við alríkisbygginguna í Oklahomaborg árið 1995, sem varð 168 manns að bana. Til stendur að taka hann af lífi með banvænni sprautu, með hans eigin samþykki, hinn 16. maí nk. STUTT Jústsjenkó fær gálga- frest Viktor Jústsjenkó Stjórnarandstöðuflokkar á hægri og vinstri vængjum hafa krafist skýr- inga á deilum Jan Trøjborg, varn- armálaráðherra Danmerkur, og yf- irmanns danska heraflans, Christian Hvidt. Trøjborg setti ofan í við Hvidt í vikunni sem leið eftir að sá síðar- nefndi greiddi atkvæði í hermála- nefnd Evrópusambandsins í trássi við fyrirskipun ráðherra. Hvidt hefur ekki svarað þessum ásökunum og krefjast stjórnarand- stæðingar þess nú að varnarmála- ráðherrann geri nánari grein fyrir málinu, ekki síst hvað varði þátttöku Dana í hernaðarsamstarfi Evrópu- sambandsins. Atkvæði Hvidts réð úrslitum er Finni var tekinn fram yfir Ítala sem formaður hermálanefndarinnar. Sagður hafa greitt atkvæði með góðvini sínum Trøjborg fullyrðir að hann, svo og utanríkisráðuneytið, hafi gert Hvidt það ljóst fyrir fundinn að honum bæri að greiða atkvæði með fulltrúa NATO-lands en Hvidt hafi skellt skollaeyrum við því. Fullyrt hefur verið í dönskum fjölmiðlum að finnski herforinginn sem um ræðir sé góðvinur Hvidt. Þrátt fyrir þetta lýsti Trøjborg því yfir að ekki væri ástæða til að víkja Hvidt frá og að héðan í frá myndi fulltrúi Dana ekki greiða atkvæði í nefndinni ef líkur væru til þess að það hefði úrslitaáhrif á niðurstöðuna. Tveimur vikum áður hafði ráð- herrann lýst því yfir í viðtali við Berlingske Tidende að Hvidt væri fyllilega treystandi til að notast við eigin dómgreind þegar hann greiddi atkvæði í nefndinni. Nú hafa stjórnarandstæðingar krafist þess að Trøjborg geri nánari grein fyrir fyrirskipunum sínum og svari því einnig hvers vegna Hvidt var látinn greiða atkvæði þar sem Danir séu ekki fullgildir meðlimir í varnarsamstarfi ESB. Ráðherra setur ofan í við yfirmann danska heraflans Deilt um þátttöku Dana í hernaðarsamstarfi ESB Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. VÍSINDAMÖNNUM hefur tekist að greina genamengi tveggja afbrigða af bakteríum sem þróað hafa varnir gegn sýklalyfjum. Er þetta talinn mikilvægur áfangi í baráttunni við „ofurbakteríur.“ Vísindamenn hafa haft áhyggjur af því að ýmis bakt- eríuafbrigði hafa þróað vörn eða ónæmi fyrir sýklalyfjum. Hópi vísindamanna við Junt- endo-háskóla í Tókýó hefur nú tekist að kortleggja genamengi tveggja afbrigða af klasakokk- um, sem orsaka mikinn hluta sýkinga sem verða innan veggja sjúkrahúsa, og nú er því unnt að hefja vinnu við þróun nýrra lyfja sem unnið geta bug á þeim. Bakteríuafbrigðin eru nefnd eftir þeim tegundum sýklalyfja sem þau hafa þróað ónæmi fyr- ir, annarsvegar methicillin- ónæm og hins vegar vancomyc- in-ónæm. Bæði afbrigðin eru talin mjög hættuleg, einkum það síðarnefnda. Að sögn vís- indamannanna virtust hlutar af erfðaefni bakteríanna vera fengnir frá öðrum lífverum – jafnvel úr mönnum – og gæti það skýrt hversu vel þeim hef- ur tekist að aðlagast umhverf- inu og verjast sýklalyfjum. Áfangi í barátt- unni gegn „ofurbakt- eríum“ VERIÐ er að hefja umfangsmikla rannsókn í aðildarríkjum Evrópu- sambandsins á meintum andlegum og líkamlegum skaða sem glasa- börn verði fyrir. Alls verða rann- sökuð 1.500 börn en eldri rann- sóknir benda til þess að börnunum sé hættara við minni háttar lík- amlegri afmyndun, hægari þroska og andlegu álagi, að því er segir í Berlingske Tidende. Rannsökuð verða fimm ára börn sem verða til við glasafrjóvgun þar sem einni sæðisfrumu er sprautað inn í egg. Samkvæmt öðrum rann- sóknum virðist þessi aðferð auka líkur á því að börnin fæðist t.d. með afmyndaðan eyrnasnepil, sam- grónar tær og þess háttar. Þá virð- ast þau þroskast hægar. Rannsóknin verður gerð í Sví- þjóð, Bretlandi, Grikklandi og Belgíu auk Danmerkur en for- sprakki hennar er breski barna- læknirinn Alistair Sutcliff. Hann kveðst áhyggjufullur vegna áhrif- anna á börnin; þeim sé hættara við að fæðast með afmyndun og að ekki megi gleyma því andlega ástandi sem foreldrarnir séu í þegar barnið loksins fæðist. Áralangar árangurs- lausar tilraunir til að eignast barn setji sín spor. „Nokkrir sálfræðingar hafa látið að því liggja að þessi börn séu undir miklu álagi vegna stöðu fjölskyld- unnar og að það hafi á einn eða annan hátt áhrif á þau,“ segir lækn- irinn í samtali við Berlingske Tidende. Ekki liggur fyrir hvenær rann- sókninni lýkur. Rannsókn á andlegum og líkam- legum áhrifum glasafrjóvgunar Kaupmannahöfn. Morgunblaðið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.