Morgunblaðið - 25.04.2001, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 25.04.2001, Blaðsíða 43
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. APRÍL 2001 43 ÁRIÐ 1994 höfnuðu Norðmenn aðild að Evrópusambandinu í þjóðaratkvæðagreiðslu í annað sinn. Margir ályktuðu sem svo að hér væri á ferðinni fyr- irmyndardæmi um sjálfstæðis- og lýðræð- ishugsjón Norðmanna. Raunveruleikinn er allt annar. Með því að hafna aðild og staðfesta EES-samninginn má segja að Noregur, auk Íslands og Liechten- stein, sé aukaaðili að Evrópusambandinu. Munurinn á aukaaðild og fullri aðild er í grófum dráttum sá að aukaað- ildin gefur enga möguleika á áhrifum við stefnumótun sambandsins. Skákað í skjóli myrkurs Með EES-samningnum skuld- bundu EFTA-ríkin í EES sig til að innleiða alla löggjöf ESB varðandi innri markaðinn. Jafnfram skuld- bundu þau sig til að taka upp alla nýja löggjöf sem ESB setur og snýr að innri markaðnum til að tryggja einsleitni á öllu svæðinu. Í Noregi fer þetta fram á eftirfarandi hátt og er ferlið örugglega svipað ef ekki ná- kvæmlega eins á Íslandi: Þegar ný löggjöf um innri mark- aðinn hefur verið mótuð og afgreidd af stofnunum ESB – framkvæmda- stjórninni, Evrópuþinginu og ráð- herraráðinu – er hún kynnt fyrir EFTA-/EES-ríkjunum. Upplýsing- arnar eru sendar áfram af sendi- nefnd Noregs í Brussel til utanrík- isráðuneytisins í Osló. Þar tekur utanríkisráðherra við gjörningnum – setur í skjalatösku og heldur áleiðis til Stórþingsins. Í þinginu hittir ráðherra fyrir þingnefnd sem hefur umsjón með málefnum EES-samningsins. Hún samanstendur af utanríkismála- nefnd auk fulltrúa úr viðeigandi nefndum sem málið varðar. Fundur- inn fer fram fyrir luktum dyrum og fundargerð er ekki gerð opinber fyrr en 12 mánuðum seinna. Fundurinn stendur yfirleitt ekki lengur en í 35 mínútur og engin atkvæðagreiðsla á sér stað – þingmennirnir kinka kolli og taka þannig undir fyrirmæli ráð- herrans. Að loknum fundi kemur ráðherrann þeim skilaboðum á fram- færi við sína fulltrúa í Brussel að málið hafi verið rætt og það afgreitt án athugasemda. Norski sendiherrann fer með þessi skilaboð til sameiginlegu EES- nefndarinnar en í henni sitja – ásamt honum – fulltrúar Íslands, Liechten- stein og Evrópusambandsins. Fulltrúi ESB fer yfir þau atriði sem fyrir liggja og fulltrúar EFTA-/ EES-ríkjanna kinka kolli og sam- þykkja möglunarlaust í samræmi við fyrirmæli að heiman. „Staðfestingarferlið“ Eftir þessa æfingu eru tjöldin dregin frá og leiksýningin hefst. Við- komandi gerð er send til Noregs og hið opinbera staðfestingarferli fer í gang. Utanríkisráðuneytið sendir fyrirliggjandi upplýsingar í viðeig- andi ráðuneyti og oftast öðlast við- komandi gerð lagagildi án nokkurar umræðu og án þess að nokkur verði þess var. Fyrir kemur þó að einstaka gerð er tekin fyrir sem tillaga að lögum. Í slíkum til- fellum er málsmeðferð- in hefðbundin á yfir- borðinu. Gerðin er kynnt fyrir hagsmuna- aðilum og fyrir Stór- þinginu sem formleg tillaga. Þetta ferli get- ur tekið allt upp í tvö ár frá því að gerðin var samþykkt af fulltrúum hinna 15 aðildarríkja Evrópusambandsins. Hér er á ferðinni hrein og klár sýndar- mennska. Þessi meinta umræða er með öllu gagnslaus einfaldlega vegna þess að EFTA-/EES-ríkin verða, fyrr eða síðar, að staðfesta viðkomandi gerð til að tryggja eins- leitni á öllu EES-svæðinu. Fari svo að ein EFTA-þjóð í EES hafni gerð sem snýr að innri markaðnum þýðir það uppsögn á EES-samningnum á því sviði og næði uppsögnin þá til allra EFTA-/EES-ríkjanna. Keðju- verkun færi í gang og getur enginn með nokkru móti séð fyrir endann á þess háttar uppákomu. Svikamylla Á Íslandi og í Noregi eru margir sem styðja þessa svikamyllu í nafni sjálfstæðis og fullveldis! Þeir eru þeirrar skoðunnar að EES-samning- urinn sé hin fullkomna og endanlega lausn frændþjóðanna í norðri gagn- vart ESB – hér er um reginmisskiln- ing að ræða. EES-samningurinn er dæmi um alþjóðasamning sem felur í sér eitt mesta fullveldis- og sjálf- stæðisafsal og áhrifaleysi sem um getur. Að auki er hann brothættur sem postulín. Það er borðleggjandi að eftir því sem Evrópusambandið vex og dafnar dvínar áhuginn á þess- um „biðstofusamningi“. Þetta er hinn blákaldi veruleiki þrátt fyrir kurteisislegar yfirlýsingar einstakra leiðtoga í stuttu spjalli yfir kaffibolla um að samningurinn sé enn í gildi. Hann er vissulega í fullu gildi í því formi sem hann var og er en staða hans er mun veikari en áður og á eft- ir að veikjast enn frekar. Noregur í ESB 2003? Ísland og Noregur munu í náinni framtíð tengjast ESB sífellt nánari böndum. Til viðbótar við EES-samn- inginn eru bæði ríkin aðilar að Schengen-vegabréfasamstarfinu og í deiglunni er náin samvinna á sviði öryggis- og varnarmála. Auk þess hafa ríkin náið samstarf við ESB á ýmsum sviðum sem EES-samning- urinn nær ekki yfir. Mér virðist sem opinber umræða um þessi mál sé lengra á veg komin í Noregi en á Ís- landi. Það eru teikn á lofti og fram- undan eru líflegar umræður um framtíð Noregs í Evrópusamstarfi. Stjórnmálaskýrendur eru sammála um að umræðan fari á fullt í kjölfar þingkosninga sem haldnar verða síð- ar á þessu ári og þeir sem lengst ganga telja að Noregur muni jafnvel sækja um aðild eigi síðar en 2003. Norsku Evrópusamtökin fagna hverju skrefi sem tekið er í átt að nánara samstarfi við ESB. Endan- legt markmið er full aðild Noregs að Evrópusambandinu þannig að áhrif Norðmanna á eigin framtíð verði tryggð og að þeir fái notið samstarfs- ins sem á sér stað innan ESB til fullnustu. Við gerum okkur grein fyrir því að örlög frændþjóðanna – Noregs og Íslands – eru samofin hvað þetta varðar. Taki Norðmenn af skarið mun það hafa mikil áhrif á Íslandi og öfugt. Það er því mikið fagnaðarefni fyrir norsku Evrópu- samtökin að kollegar okkar á Íslandi hafa nú blásið til sóknar eftir nokk- urn dvala og óskum við þeim velfarn- aðar í framtíðinni. Leyndarmálið á bak við EES-samninginn Gunnar Bolstad ESB Endanlegt markmið, segir Gunnar Bolstad, er full aðild Noregs að Evrópusambandinu. Höfundur er formaður norsku Evrópusamtakanna. Bómullar-satín og silki-damask rúmföt Skólavörðustíg 21, sími 551 4050 Ferðamannafranska, hraðnámskeið í frönsku Námskeiðið er 10 tímar, tvö á dag frá mánudegi til föstudags og miðast við að undirbúa Frakkalandsfara sem best fyrir Frakklandsdvölina með áherslu á kennslu í daglegum orðaforða. Námskeiðin verða haldin í maí, júní og júlí. Upplýsingar í síma 552 3870 frá kl. 11-18. Hringbraut 121 - 107 Reykjavík - Fax 562 3820. Veffang: http://af.ismennt.is Netfang: af@ismennt.is Kringlan Rvík - skrifstofuhæð Vorum að fá í einkasölu glæsilega skrifstofuhæð, 249,7 fm, á fjórðu hæð í suður-turni Kringlunnar. Hæðin er fallega innréttuð og er öll í útleigu í dag. Verð kr. 65.000.000. Kringlan Rvík - verslunarpláss - fjárfesting Vorum að fá í einkasölu mjög vel staðsett ca 143 fm verslunarpláss með langtímaleigusamning. Nánari upplýsingar eingöngu veittar á skrif- stofu, ekki í síma. Laugavegur - verslunarhúsnæði Erum með í einkasölu ca 230 fm versl- unarhúsnæði, mjög vel staðsett við Laugaveg. Húsnæðið er í leigu í dag en getur verið laust eftir nánara sam- komulagi. Verð kr. 36.000.000. Ármúli - verslun/skrif- stofa/þjónusta Erum með í einkasölu glæsilegt versl- unar-, skrifstofu- og þjónustuhús- næði á tveimur hæðum, (báðar jarð- hæðir). Hvor hæð um sig er 709 fm þannig að heildarflatarmál eignarinn- ar er 1.418 fm. Eignin er mjög vel staðsett við Ármúlann og er neðri jarðhæð með góðum innkeyrsludyr- um, mikilli lofthæð og afgirtri lóð. Köllunarklettsvegur - skrifstofuhæð Erum með í einkasölu glæsilega 614,9 fm nýinnréttaða skrifstofuhæð. Hæð- in skiptist í ca 450 fm hæð ásamt ca 130 fm milligólfi með þakgluggum. Frábær staðsetning, glæsilegt útsýni, parket á gólfum, sjón er sögu ríkari. Eignin er laus strax. Austurströnd Seltj. - verslun/skrifst./lager Erum með til sölu mjög gott 154,8 fm skrifstofu/verslunar- og lagerhús- næði. Húsnæðið er mjög vel staðsett og getur losnað fljótlega. Verð kr. 15.500.000. Lindahverfi Kóp. - fjárfesting Til sölu í Lindahverfinu í Kópavogi glæsilegt 800 fm skrifstofuhúsnæði með langtímaleigusamning við trausta aðila. Áhvílandi hagstæð lán ca 60.000.000. Verð kr. 90.000.000. Leigutekjur ca kr. 900.000. á mánuði. Viðarhöfði Rvík - jarðhæð Erum með í einkasölu mjög gott 218,5 fm iðnaðarhúsnæði á jarðhæð, enda- bil. Eignin er í útleigu í dag. Verð kr. 16.000.000. Vatnagarðar Rvík - kvikmyndaver Til sölu glæsilegt 945,8 fm skrifstofu- og þjónustuhúsnæði við Vatnagarða í Reykjavík. Smiðjuvegur Kóp. - fjárfesting Erum með í sölu verslunarhúsnæði sem hýsir matvörumarkað, langtíma- leigusamningur. Nánari upplýsingar veittar á skrifstofu. Lækjarmelur Rvík - iðnaður Erum með í sölu 1.400 fm iðnaðarhús- næði sem hægt er að skipta upp í minni einingar. Grettisgata Rvík - jarðhæð Erum með í sölu 304,9 fm húsnæði á jarðhæð, sem getur nýst undir ýmsa starfsemi. Húsnæðið er laust í júlí nk. Verð kr. 22.500.000. Áhvílandi hagstæð lán ca kr. 11.000.000. Eldshöfði Rvík - iðnaður Erum með í sölu mjög gott iðnaðar- húsnæði, samtals ca 1.800 fm við Elds- höfða í Rvík. Húsnæðið er laust strax. Hagstæð lán að fjárhæð ca kr. 64.000.000. Verð kr. 99.000.000. Dugguvogur Rvík Erum með í sölu mjög gott 340 fm húsnæði þar sem starfrækt er kjöt- vinnsla í dag. Eignin er til sölu með eða án kjötvinnslunnar. Til sölu lóðir í Garðabæ Erum með í sölu tvær byggingarlóðir undir atvinnu/þjónustuhúsnæði, mjög vel staðsettar í Molduhrauni í Garðabæ. Nánari upplýsingar á skrif- stofu okkar. Atvinnuhúsnæði til leigu Dalvegur 18, Kóp. - verslun/skrifstofa Erum með til leigu glæsilega 895 fm verslunarhæð sem hægt er að skipta í tvær ca 447,5 fm einingar. Auk þess erum við með til leigu 778 fm skrifstofuhæð sem hægt er að skipta niður í allt að fjórar 194,5 fm einingar, mjög góð staðsetning og aðkoma. Dalvegur Kóp. - verslunarhæð Erum með til leigu 400 fm jarðhæð sem hægt er að skipta í tvær ein- ingar. Lyngháls Rvík - skrifstofur Erum með til leigu ca 500 fm skrif- stofuhæð sem hægt er að leigja út í minni einingum. Eignin hefur öll verið tekin í gegn á smekklegan hátt. Hagstætt leiguverð. Austurströnd Seltj. - skrifstofa/íbúð Erum með til leigu 201,3 fm skrif- stofu/íbúðarhúsnæði. Eignin er skráð sem 105,8 fm íbúð og 95,5 fm skrifstofa. Mjög glæsileg hæð til af- hendingar strax. Atvinnuhúsnæði óskast Óskum eftir 500-600 fm húsnæði til leigu í Grafarvogi. Helst allt á einni hæð. Traustur aðili óskar eftir 10 ára leigusamningi. Atvinnuhúsnæði til sölu SÝNISHORN Á SÖLUSKRÁ ...og þú svífur„ S K Ý “Útgefandi glæsilegra tímarita síðan 1963 NÝTT SPENNAND I T ÍMAR I T Á NÆSTA BLAÐSÖLUSTAÐ Leikmenn dauðana: „Krufning er unnin í þögn, en ekki eins og í bíómyndunum þar sem spúkí karakterar vinna í subbulegum líkhúsum og borða yfir krufningunni. Í krufningu er engin sláturhússtemmning heldur meira skurðstofuyfirbragð“.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.