Morgunblaðið - 25.04.2001, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 25.04.2001, Blaðsíða 27
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. APRÍL 2001 27 HVAÐ er til ráða þegar kórstjóri finnur ekki nótur að verkinu sem hann vill flytja með kórnum sínum? Hilmar Örn Agnarsson organisti í Skálholti heyrði fyrir nokkrum ár- um á geisladiski með Dómkórnum í Riga í Lettlandi afar fallegt verk eftir franska tónskáldið Gabriel Fauré, Ave verum corpus, fyrir kór, einsöngvara, orgel, hörpu og hljóm- sveit. Hilmar hóf leit að verkinu, en það virtist hvergi fáanlegt, hvorki hjá stærri né smærri nótnaforleggj- urum. Netið gaf engin svör, og lærðar bækur um tónlist gátu held- ur ekki gefið neinar upplýsingar um verkið. Engar aðrar upptökur virt- ust heldur til með verki Faurés. Hilmar Örn brá á það ráð að fá til liðs við sig Skarphéðin Hjartarson söngvara og tónlistarkennara, sem þekktur er að góðu tóneyra, og fékk hann til að skrifa verkið niður eftir geisladiskinum góða frá Riga. Þetta gerðu reyndar gömlu meistararnir, þegar þeir vildu verða sér út um verk annarra tónskálda, oft voru ekki önnur ráð en að skrásetja verk eftir heyrn. Að sögn Hilmars Arnar var þetta mikil vinna, en árangur- inn er sá að nú er verkið tilbúið til flutnings og verður flutt á tónleik- um Skálholtskórsins í Fossvogs- kirkju í kvöld kl. 20.00. Upprisan er þema tónleikanna Hann segir verkið mikinn gull- mola og eitt það fegursta sinnar tegundar. Reyndar hefur Hilmar Örn lagt fram kenningu um tilurð verksins. Hann komst að því að Fauré, sem var snjall organisti, var góðvinur organistans í dómkirkj- unni í Riga um aldamótin, og vera má að verkið hafi verið vinargjöf Faurés til Lettans. Vegna einangr- unar landsins á síðustu öld, hafi verkið svo dagað uppi í Riga og hugsanlega ekki verið til nema í því eina handriti sem Fauré skildi þar eftir. Með Skálholtskórnum syngja einsöngvararnir Sigrún Hjálmtýs- dóttir og Anna Sigríður Helgadótt- ir. Hljómsveitin er leidd af Gretu Guðnadóttur; Kári Þormar leikur á orgel og Monica Abendroth á hörpu. En það er fleira á efnisskrá tón- leika Skálholtskórsins í Fossvogs- kirkju. Upprisan er þema tón- leikanna og miðast verkefnaval við það. Meðal verka sem kórinn syng- ur fyrir hlé eru Ave María eftir Sig- urð Þórðarson, Heill þér himneska orð eftir Fauré, Agnus Dei eftir Bizet Laudate dominum eftir Moz- art og svo verk Faurés Ave verum corpus, en víst má telja að það sé frumflutningur þess á Íslandi. Til að undirstrika upprisu Krists verð- ur síðasta verk fyrir hlé Hallelúja kórinn úr Messíasi eftir Händel. Eftir hlé er eitt verk á dagskrá, Gloría í D-dúr, eftir Vivaldi, en það hefur verið aðal vetrarverkefni kórsins. Að sögn Hilmars Arnar eru félag- ar í Skálholtskórnum einkum mjólkurbændur, grænmetis- og blómabændur úr sveitunum við Skálholt. Kórinn fagnar tíu ára af- mæli sínu um þessar mundir og því er íbúum höfuðborgarsvæðisins boðið að hlusta. Hilmar segir Foss- vogskirkju eitt fegursta hús Reykjavíkur, það sé hús sorgarinn- ar, en þeim hafi þótt það táknrænt að tengja það þema tónleikanna, upprisunni, þar sem gleðin og lífið sigra að lokum. Skálholtskórinn syngur í Fossvogskirkju í kvöld Kórverk eftir Fauré heimt úr glatkistunni Skálholtskórinn ásamt Sigrúnu Hjálmtýsdóttur sópransöngkonu sem syngur einsöng á tónleikunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.