Morgunblaðið - 25.04.2001, Blaðsíða 11
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. APRÍL 2001 11
LÁTINN er í Reykja-
vík Helgi Þórarinsson,
fyrrverandi fram-
kvæmdastjóri Sölu-
sambands íslenskra
fiskframleiðenda, 92
ára að aldri.
Helgi fæddist 23.
desember 1908 að
Rauðanesi á Mýrum
og ólst upp þar og í
Borgarnesi. Hann
brautskráðist frá
Verslunarskóla Ís-
lands 1927 og stundaði
framhaldsnám í Ox-
ford og London á ár-
unum 1928 – 1929, í Bilbao á Spáni
1929 og í Berlín 1931 – 1932.
Helgi Þórarinsson starfaði sem
bókari og fulltrúi hjá Áfengisversl-
un ríkisins á árunum 1929 – 1935 og
var skrifstofustjóri viðskiptanefnd-
ar, síðar samninganefndar utanrík-
isviðskipta, 1939 til
1946. Hann hóf fyrst
störf hjá Sölusam-
bandi íslenskra fisk-
framleiðenda, SÍF, á
árinu 1933 og gegndi
starfi framkvæmda-
stjóra þar frá ársbyrj-
un 1947 þar til hann
lét af störfum í júlí
1978.
Helgi gegndi marg-
víslegum trúnaðar-
störfum í þágu utan-
ríkisviðskipta með
sjávarafurðir og var
sæmdur hinni íslensku
fálkaorðu 1968. Hann var félagi í
Rotaryklúbbi Reykjavíkur frá 1956.
Fyrri eiginkona Helga var Kirst-
ín V. Briem og eignuðust þau tvö
börn. Eftirlifandi eiginkona Helga
er Guðrún Jónsdóttir, fyrrverandi
bókari.
Andlát
HELGI
ÞÓRARINSSON
VINNUHÓPUR á vegum landlækn-
is hefur undanfarin misseri unnið að
gerð klínískra leiðbeininga handa
heilbrigðisstarfsfólki í því skyni að
stuðla að sem mestum gæðum í heil-
brigðisþjónustunni. Í gær voru
kynntar leiðbeiningar um kynsjúk-
dóminn klamydíu og meðferð við
honum og neyðargetnaðarvörn. Þeg-
ar liggja fyrir víðtækar upplýsingar
um hjarta- og æðasjúkdóma, lifrar-
bólgu C og fleira.
Landlæknir, fagráð Læknafélags
Íslands, Tryggingastofnun ríkisins
og heilbrigðis- og tryggingamála-
ráðuneyti hafa staðið að gerð leið-
beininganna með stuðningi margra
læknisfræðilegra fagfélaga.
Að sögn Sigurðar Guðmundssonar
landlæknis er með útgáfu og dreif-
ingu leiðbeininganna verið að draga
saman bestu fáanlegu upplýsingar
um tiltekin heilbrigðisvandamál.
„Tilgangurinn er að bæta meðferð
við sjúkdómum, lyfjameðferð, rann-
sóknanálgun og fleira, og nýta betur
fjármuni í heilbrigðiskerfinu, þó svo
að tilgangurinn sé ekki sá að spara
fé,“ segir Sigurður. „Leiðbeiningun-
um er fyrst og fremst beint að heil-
brigðisstarfsfólki en þeir sem eiga að
hafa mest gagn af þeim eru sjúkling-
ar.“
Stefnt að aukinni þekkingu á
neyðargetnaðarvörn
Með klínískum leiðbeiningum um
neyðargetnaðarvarnir er stefnt að
því að auka þekkingu almennings og
heilbrigðisstarfsfólks á neyðargetn-
aðarvörn og bæta heilbrigðisþjón-
ustuna. Markmiðið er að auðvelda
konum og pörum að stjórna kynlífi
og barneignum, fækka óráðgerðum
getnaði og þar með fóstueyðingum
og ótímabærum barneignum. Neyð-
argetnaðarvörn er getnaðarvörn
sem kemur í veg fyrir getnað og
þungun eftir óvarðar samfarir, þ.e.
samfarir, þar sem getnaðarvarnir
eru ekki notaðar eða þær taldar hafa
brugðist. Ekki er um að ræða fóstur-
eyðingu þar sem neyðargetnaðar-
vörnin hefur áhrif áður en egglos eða
bólfesta á sér stað. Aukið aðgengi að
neyðargetnaðarvörninni er talin ein
leið til að draga úr táningaþungun-
um hérlendis sem telst vera talsvert
vandamál. „Það er gert ráð fyrir því
að konur sem þurfa á neyðargetn-
aðarvörn að halda geti gengið beint
inn í apótek og fengið lyfið,“ segir
Sigurður. „Lyfjafræðingurinn af-
hendir lyfið í umboði landlæknis og
mun gefa ákveðnar upplýsingar um
framhaldið, þ.e. aðrar getnaðarvarn-
ir. Á sama hátt verður lyfið fáanlegt
á heilsugæslustöðvum og hjá skóla-
hjúkrunarfræðingum, sem geta gef-
ið lyfið í umboði heilsugæslulækna.
Það er ljóst að ef fara þyrfti til lækn-
is í hvert skipti og fá lyfseðil fyrir lyf-
inu, þá drægi úr notkun lyfsins og til-
gangurinn með notkun þess næðist
þ.a.l. ekki. Við teljum okkur geta
gert þetta af þeirri ástæðu að auka-
verkanir lyfsins eru nánast engar.“
Samkvæmt upplýsingum frá land-
læknisembættinu hefur samning
klínískra leiðbeininga færst mjög í
vöxt á Vesturlöndum. Slíkar leið-
beiningar eru síbreytilegar og þurfa
reglulegrar endurskoðunar við. Hér-
lendis hefur talsvert verið unnið að
þessum málum á undanförnum ára-
tug, m.a. hafa á sjúkrahúsum verið
gefnar út leiðbeiningar um meðferð
sýkinga og þá hefur landlæknir gefið
út leiðbeiningar um háa blóðfitu og
meðferð eyrnabólgu.
Klínískar leiðbeiningar handa heilbrigðisstarfsfólki
Stefnt að því að bæta
heilbrigðisþjónustuna
Morgunblaðið/Jim Smart
Frá blaðamannafundi landlæknis í gær. Frá vinstri: Sigurður Guðmundsson landlæknir, Ari Jóhannesson, for-
maður stýrihóps klínískra leiðbeininga, Rannveig Einarsdóttir, lyfjafræðingur hjá Tryggingastofnun ríkisins,
og Sigurður Helgason, ritstjóri klíniskra leiðbeininga.
FORRÁÐAMENN Landsvirkjunar
telja að friðlýsing Þjórsárvera geri
ráð fyrir lóni í Norðlingaöldu. Þeir
vilja að framkvæmdin fái að sæta
mati á umhverfisáhrifum og að auki
svokölluð Kvíslaveita 6, þar sem
tveimur upptakakvíslum Þjórsár yrði
veitt í Kvíslavatn. Náttúruvernd rík-
isins telur að Þjórsárveranefnd og
stofnunin eigi að fjalla um málið áður.
Árni Bragason, forstjóri Náttúru-
verndar ríkisins, bendir á að Þjórs-
árver séu friðlýst svæði og þegar
friðlýsingin var gerð 1981 hafi jafn-
framt verið skilgreint hvað hafi verið
átt við með Kvíslaveitu og hvaðan
taka mætti vatn. Þar hafi verið skil-
greindir fimm áfangar og í grein sem
Agnar Olsen skrifaði í Fréttabréf
Verkfræðingafélagsins 1982, sem
birtist 29. október, lýsir hann ná-
kvæmlega Kvíslaveitunum og telur
upp þær kvíslar sem tilheyrt hafi
veitunum.
„Þess vegna höfum við sagt að um-
ræður um Kvíslaveitu 6, og fram-
kvæmdir vestur fyrir Þjórsá og inni í
Þjórsárverunum, fælu í sér brot á því
samkomulagi sem gert var. Kvísla-
veita 6 var aldrei á borðinu fyrr en ár-
ið 1998, þegar við fréttum af því fyrir
tilviljun í kynningarferð hjá Lands-
virkjun þar sem ekki átti að kynna
fyrir okkur annað en Norðlingaöldu-
lón. Það er því alveg skýrt frá okkar
hendi að það svæði sem menn eru að
tala um sem Kvíslaveitu 6 er hluti af
Þjórsárverum, jafnvel þótt fram-
kvæmdirnar komi ekki inn fyrir þá
línu sem dregin var með stofnun frið-
landsins. Áhrifasvæðið er klárlega
fyrir innan þá línu,“ segir Árni.
Hann segir að margir undrist að
Náttúruvernd ríkisins skuli fara með
þetta mál í gegnum Þjórsárvera-
nefnd, en vísi því ekki í matsferli.
„Í því sambandi má minna á að
Þjórsárveranefnd er engin venjuleg
nefnd. Hún er sett saman í tengslum
við friðlýsinguna og henni var ætlað
það hlutverk að meta hvaða rann-
sóknir þurfi að gera og hvaða fram-
kvæmdir rýri náttúruverndargildi
veranna.
Nefndarmenn hafa allir komið að
þessum málum í mörg ár. Menn hafa
undrast að Þjórsárveranefnd treysti
sér til þess að taka af stöðu í málinu.
Við því er hægt að segja að sá nefnd-
armanna sem hefur styst komið að
málinu er núverandi fulltrúi Lands-
virkjunar, Agnar Olsen. Aðrir nefnd-
armenn hafa skoðað málið meira eða
minna í einn áratug.
Upplýsingar sem hafa komið fram
undanfarið hafa vissulega bætt ein-
hverri þekkingu við en í meginatrið-
um virðist sú þekking hafa legið fyrir
strax 1995. Vissulega gæti Lands-
virkjun tilkynnt málið inn til Skipu-
lagsstofnunar en hér er um friðlýst
svæði að ræða. Náttúruvernd ríkisins
er leyfisveitandi á friðlýstum svæð-
um. Það dettur varla nokkrum fram-
kvæmdaraðila í hug að tilkynna inn
framkvæmd án samráðs við leyfis-
veitanda. Það gerðist reyndar einu
sinni í sambandi við kísilgúrtökuna
úr Mývatni.
Þar eru tveir leyfisveitendur;
Náttúruvernd ríkisins og sveitar-
stjórn.
Þar var sú framkvæmd tilkynnt
eftir samráð við sveitarstjórn. Ég
veit ekki til þess að Landsvirkjun
hafi haft samráð við sveitarstjórn
vegna framkvæmdanna í Þjórsárver-
um, sem er þá Gnúpverjahreppur.
En fulltrúi Gnúpverja er í Þjórsár-
veranefndinni. Menn hafa því hugs-
anlega ekki talið þörf á því þar sem
þessi farvegur er fyrir hendi,“ segir
Árni.
Hann segir að Landsvirkjun gæti
farið fram á það að Náttúruvernd
ríkisins léti mat á umhverfisáhrifum
ráða vegna framkvæmdarinnar í
Þjórsárverum. „Við erum stjórnvald
á svæðinu ásamt sveitarstjórn og það
er ekki eðlilegt að við afsölum leyf-
isveitingunni til annarra.
Sveitarstjórnir gera það almennt
ekki og við erum í sömu stöðu og
sveitarstjórnir í þessu sambandi.
Náttúruvernd ríkisins er fagstofn-
un sem ætlað er að meta verndargildi
og hafa umsjón með friðlýstum svæð-
um.
Stofnunin er jafnfram lögbundinn
umsagnaraðili vegna allra fram-
kvæmda sem fara í gegnum mat á
umhverfisáhrifum.
Mjög algengur misskilningur er
varðandi niðurstöðu í mati á um-
hverfisáhrifum að það gefi sjálfkrafa
leyfisveitingu en svo er alls ekki, leyf-
isveiting vegna framkvæmda er í
flestum tilfellum í höndum sveitar-
stjórna sem tæknilega geta lagst
gegn framkvæmd þrátt fyrir já-
kvæða niðurstöðu mats á umhverf-
isáhrifum.
Ferlið varðandi Þjórsárver var
ákveðið í tengslum við friðlýsinguna
á sínum tíma og lögfræðingar hafa
farið yfir málið og þeir telja eðlilegt
að menn haldi sig við það sem ákveð-
ið var, þ.e.a.s. að fara fyrst með málið
í gegnum leyfisveitingu. Ef okkar
niðurstaða verður sú að eðlilegt sé að
skoða málið frekar þá munum við til-
kynna það til Landsvirkjunar að við
teljum eðlilegt að farið verði með
málið í gegnum matsferli,“ segir
Árni.
Árni Bragason, forstjóri Náttúruverndar ríkisins
Kvíslaveita 6 var
aldrei inni í myndinni
Á FJÖLMENNRI ráðstefnu um
réttaröryggi og réttindagæslu fatl-
aðra, sem haldin var á Grand Hóteli
sl. mánudag, kom m.a. fram að þörf
væri á aukinni réttindagæslu fyrir
fatlaða hérlendis. Að sögn Halldórs
Gunnarssonar, formanns Lands-
samtakanna Þroskahjálpar, liggur
fyrir Alþingi frumvarp um réttinda-
gæslu fatlaðra, sem lagt var fram
samhliða frumvarpi til laga um
félagsþjónustu sveitarfélaga. „Þetta
frumvarp erspor í rétta átt en okkur
finnst það þó ganga of skammt,“
segir Halldór.
„Við höfum lagt til við félagsmála-
nefnd Alþingis að fólki með þroska-
hömlun sem á erfitt með að þekkja
rétt sinn vegna fötlunar sinnar geti
fengið persónulegan talsmann. Hlut-
verk hans yrði að leiðbeina hinum
fatlaða innan kerfisins. Talsmannin-
um yrði ætlað að kanna réttarstöðu
hins fatlaða og ennfremur hvaða
leiðir væru tiltækar í kerfinu í þeim
tilfellum þar sem brotið hefði verið á
skjólstæðingi hans. Þetta teljum við
mjög brýnt og höfum horft til ann-
arra Norðurlandaþjóða í þessu sam-
hengi þar sem slík stuðningsþjón-
usta hefur gefist afar vel. Það kom
fram á ráðstefnunni í máli Páls Pét-
urssonar, félagsmálaráðherra, að
lögin um réttindagæslukerfi yrðu
endurskoðuð að fjórum árum liðnum
eftir gildistöku þeirra og gæslan
aukin ef þurfa þætti. Einnig yrði séð
til þess að nægilegt fjármagn fengist
til að standa við lögin.“
Þörf á auk-
inni rétt-
indagæslu
fatlaðra
SKIPVERJAR á björgunarskipinu
Oddi V. Gíslasyni sinntu sjöttu að-
stoðarbeiðninni á einni viku þegar
þeir drógu Gullfaxa GK-14 til hafnar
í Grindavík í fyrrakvöld.
Gullfaxi er 64 tonna línubátur.
Stýrið bilaði þar sem báturinn var
staddur um tvær sjómílur suðaustur
af Hópsnesi. Aðstoðarbeiðni barst
frá þeim um kl. 19.40 og var báturinn
kominn til hafnar um hálfri annarri
klukkustund síðar.
Agnar Smári Agnarsson, vélstjóri
á Oddi V. Gíslasyni, segir að vel hafi
gengið að draga bátinn enda veður
gott.
Gullfaxi
dreginn
til hafnar
♦ ♦ ♦