Morgunblaðið - 25.04.2001, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 25.04.2001, Blaðsíða 33
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. APRÍL 2001 33 Forsætisráðherra hefir nýlega sýnt af sér þá ábyrgð að færa Flateyringum í eigin persónu afganginn af söfnunarfénu vegna snjóflóðanna 1995. Skilanefnd söfnunar- fjárins hafði reynzt „Vanskilanefnd“ og haldið eftir undan út- hlutuninni til Flateyr- inga rúmlega tvöföldu myndarlegu framlagi Færeyinga eða um 60 milljónum. Eftir 5 ár hefir stjórnvöldum nú loksins skilizt að ekki var stætt á að skila ekki söfnunarfé Færeyinga og til að friða eigin samvizku var framlagið vel tvöfaldað með heimildarlausri að- stoð úr ríkissjóði, sem kemur sér ef- laust vel á Flateyri. En vandamálin á Flateyri hafa ekki enn verið leyst. Síðasta verkefni hreppsnefndar Flateyrarhrepps (fyrir sameininguna við Ísafjarð- arbæ 1996) var að fela verkfræðistof- unni VST hf. hönnun snjóflóðavarna ofan Flateyrar, en bjálfarnir hjá VST réðu norska kollega sína NGT (Norsk Geoteknisk Institutt, sem síðan hafa fengið heitið Norske Gale Idioter) til aðstoðar við verkefnið. Saman gengu fulltrúar VST og NGT 150 metra upp á Eyrarhrygg í snjó- lausum marzmánuði 1996 og ákváðu þar að snjóflóðahættan stafaði af snjóflóðum frá Eyrarfjalli milli Skollahvilftar og Innra-Bæjargils, en þarna hafa aldrei fallið snjóflóð svo að heitið geti og því stafaði Flat- eyri engin hætta þaðan. Síðan sett- ust þeir niður við teikniborð sín og teiknuðu varnirnar, 1.600 metra langa snjóflóðagarða með forminu A. Þeir eru staðsettir á bezta bygging- arsvæði Flateyrar og eyðileggja það. Engu skipti þótt staðkunnugir menn mótmæltu tillögunum. Hönnuðirnir kynntu síðan tillögur sínar á opnum borgarafundi á Flateyri í byrjun maímánaðar 1996 og kröfðust þess að tillögur þeirra yrðu þar sam- þykktar, að öðrum kosti yrði ekkert gert í snjóflóðavörnum fyrir byggð- ina. Sömu hótunum beittu þeir einn- ig þingmanninn, Einar Odd Krist- jánsson á Sólbakka, með þeirri viðbót að hann ætti mest undir því að bætt yrði úr snjóflóðavörnum á svæðinu. Þótt bæði tillögurnar og hótanirnar væru algjört bull, sluppu þeir með að fá þetta samþykkt, fyrst af hreppsnefnd Flateyrarhrepps og síðar af bæjarstjórn Ísafjarðarbæj- ar. Ekki stóð heldur á samþykki Skipulagsstjóra ríkisins, Snjóflóða- varna Veðurstofunnar, umhverfis- ráðuneytisins og umhverfisráðherra, sem illu heilli var þá Guðmundur Bjarnason, auk nokkurra sérgreina- stofnana, sem allt var rekið áfram sem ein hjörð væri. Snjóflóðahætta á Flateyri stafar frá tveim hættulegum giljum, hvoru sínum megin byggðarinnar. Nokkur hætta stafar af snjóflóðum frá svo- nefndu Innra-Bæjargili, sem er að mestu vestan byggðarinnar. Þar var einfalt að gera um 200 m langan leiðigarð neðan gilsins og beina snjó- flóðunum niður yfir Eyrarhjallana og til sjávar í Eyrarbót. Miklu stærri og hættulegri eru snjóflóð úr Skolla- hvilft, austan Flateyrar, en fram- burður úr henni hefir byggt upp mikinn hrygg, Eyrarhrygg, neðan hennar. Það var ávalinn á þessum hrygg, sem beindi snjóflóðinu ofan á Flateyri. Snjóflóð úr Skollahvilft falla í fullri stýringu um þröngan gilkjaft og augljóst var öllum kunn- ugum að úrlausnarefnið var að halda stýringu á þeim með því að opna þeim braut í miðjum Hryggnum beint til sjávar austan Króksins þar sem þau yllu engum skaða. Hönn- uðirnir ákváðu hins vegar að byggja snjóflóðagarðana ofan byggðar á Flateyri og hleypa snjóflóðunum inn yfir byggðina frá báðum giljunum. Þetta hefir frá upphafi verið lítið skynsamlegt og bæði snjóflóðagilin eru enn ófrágengin. Er enginn ábyrgur fyrir ruglinu? Snjóflóðagarðarnir ofan Flateyrar hafa nú staðið í 5 ár og lækkað um u.þ.b. 2 metra og munu halda áfram að lækka. Þeir eru þannig engin varanleg lausn, heldur aðeins spjöll á staðnum. Snjóflóð úr Skollahvilft féll á aust- urhlíð varnargarðsins 1998. Það mældist nokkra sentimetra frá efri brún hans og féll langleiðis niður í báta- höfnina því að varnargarðurinn er ranglega staðsettur. Hvað gerist næst? Svonefndar Snjóflóðavarnir Veðurstofunnar hafa aldrei gert neina athugasemd við tillögur „hönnuðanna“. Aðeins á Siglufirði og í Seyðisfirði hafa heimamenn getað stöðvað vitfirringuna og getað fengið tillögunum breytt. Það fékkst ekki á Flateyri með augljósum og hörmu- legum afleiðingum. Heimsókn for- sætisráðherra til Flateyrar nú sýnir væntanlega að stjórnvöld vilja sýna málefnum byggðarinnar skilning, en frumkvæði heimamanna er forsenda þess að eitthvað verði gert til bjarg- ar þessum málum. Eftirmálin á Flateyri Ønundur Ásgeirsson Höfundur er fyrrverandi forstjóri. Snjóflóð Snjóflóðahætta á Flat- eyri, segir Ønundur Ásgeirsson, stafar frá tveim hættulegum gilj- um, hvoru sínum megin byggðarinnar. FRÁ ÞVÍ að George W. Bush tók við emb- ætti Bandaríkjaforseta hefur hann gengið hratt og örugglega til verks á vettvangi um- hverfismála og einbeitt sér að því að nema úr gildi ýmislegt sem til bóta horfði í banda- rískri umhverfisvernd. Mesta athygli um- heimsins hefur þó vak- ið yfirlýsing forsetans um Kyoto-bókunina. Hið rétta pólitíska andlit Texas-búans Bush er komið í ljós. Það að forseti Banda- ríkjanna sé ekki umhverfisverndar- sinni kemur í sjálfu sér ekki á óvart, en hins vegar vekur það athygli fréttaskýrenda að í kosningabarátt- unni í Bandaríkjunum á liðnu ári talaði frambjóðandinn Bush með öðrum hætti en forsetinn Bush hef- ur gert fyrstu 100 daga sína á valda- stóli. Bush telur ekki þörf á því að Bandaríkin undirgangist alþjóðleg- ar skuldbindingar til þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda (GHL). Hann vill afmá undirskrift Bandaríkjastjórnar við Kyoto-bók- unina og segist ekki treysta sér til þess að grípa til neinna aðgerða sem gætu veikt stöðu bandarískra fyr- irtækja, eins og það er orðað. Þessi afstaða forseta Bandaríkjanna er ekki einungis áfall fyrir hið langa og stranga ferli sem kennt hefur verið við Kyoto, heldur gefur hún skýrt til kynna að Bush telur alþjóðlegt sam- starf um að draga úr losun GHL ekki fyrirhafnarinnar virði. Frjálsir umhverfissóðar Leiðtogar Evrópuríkja hafa margir brugðist harkalega við óábyrgum málflutningi Bandaríkja- forseta, enda full ástæða til. Losun GHL af mannavöldum er alvörumál. Um það vitna rannsóknir tvö þús- und vísindamanna frá 100 löndum, rannsóknir sem leggja grunninn að niðurstöðum fjölþjóð- legrar vísindanefndar um loftslagsbreytingar (IPCC) sem starfar á vegum Sameinuðu þjóðanna. Nýjustu nið- urstöður þeirrar nefndar benda til þess að hitastig á jörðinni geti hækkað um 1,4 til 5,8 gráður á Celsíus á þessari öld. Slíkar hitabreytingar hefðu geigvænlegar afleið- ingar á lífsskilyrði og búsetu milljóna jarðar- búa. Menn sem skella skollaeyrum við hugs- anlegum afleiðingum hlýnunar loftslags á jörðinni eru að taka gífurlega áhættu, reyndar ekki á eigin kostnað, heldur á kostnað komandi kynslóða. Það kann að þjóna skammtímahagsmunum Bandaríkjaforseta að standa vörð um frelsi Bandaríkjanna til þess að losa fjórðung allra GHL sem frá mannkyninu koma. En sú stefna stríðir ekki bara gegn Kyoto-bók- uninni heldur einnig gegn anda Ríó- ferlisins sem hófst fyrir tæpum ára- tug. Ísland og regn- hlífarhópurinn Í samningaviðræðum um Kyoto- bókunina hafa stjórnvöld hér á landi setið í óformlegum ríkjahópi sem nefndur hefur verið regnhlífarhóp- urinn. Þannig var það einnig á sjöttu aðildarríkjaráðstefnu lofts- lagssamningsins í Haag í nóvember sl. Í hópnum er Ísland m.a. í félags- skap Bandaríkjanna, Ástralíu, Nor- egs og Japans en öllum sem fylgst hafa með samningaviðræðunum er ljóst að Bandaríkin hafa ætíð verið leiðandi afl í hópnum. Í því ljósi og þeirra yfirlýsinga sem að ofan er getið, hljóta stjórnvöld hér á landi að staldra við og huga betur að félagsskapnum. Eða hvað? Telja ís- lensk stjórnvöld sig e.t.v. eiga best heima undir regnhlífinni með Bush Bandaríkjaforseta í samningavið- ræðum um að draga úr losun GHL af mannavöldum? Er það hinn ákjósanlegi félagsskapur fyrir heimsmeistarana í nýtingu endur- nýjanlegra orkugjafa? Við þeirri spurningu þurfa umhverfis- og ut- anríkisráðherrar Íslands að eiga skýrt pólitískt svar. Undir regnhlífinni með Bush Bandaríkjaforseta? Þórunn Sveinbjarnardóttir Umhverfismál Afstaða forseta Banda- ríkjanna er áfall fyrir hið langa og stranga ferli, segir Þórunn Sveinbjarnardóttir, sem kennt hefur verið við Kyoto. Höfundur er þingkona Samfylkingarinnar. Gjafavara – matar- og kaffistell . All ir verðflokkar. - Gæðavara Heimsfrægir hönnuðir m.a. Gianni Versace. VERSLUNIN Laugavegi 52, s. 562 4244.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.