Morgunblaðið - 25.04.2001, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 25.04.2001, Blaðsíða 60
FÓLK Í FRÉTTUM 60 MIÐVIKUDAGUR 25. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ FEITUR köttur, breskur, hreiðr- aði um sig í hinu alíslenska Tilrauna- eldhúsi síðasta föstudagskvöld, hvar hann malaði í takt við áhöldin sem þar er að finna. Þetta var sýnilega afar metnaðar- fullt framtak hjá þessum tveimur aðilum þótt niðurstöður einstakra atriða skiluðu ekki alltaf krassandi niðurstöðum. Enda voru tónleikarn- ir spunakyns, listamenn úr hinum og þessum áttum að reyna með sér, leikandi af fingrum fram. Oft getur því brugðið til beggja vona, sem vonlegt er, enda sannaðist það þetta kvöld. Þeir félagar Janek Schaefer, Darri Lorenzen og Birgir Örn „Cur- ver“ Thoroddsen riðu á vaðið með naumhyggjulegri fléttu sem náði aldrei að lifna almennilega við; líkast til voru þar of ólíkir listamenn á ferð. Það var ekki fyrr en í fjórða kafla verksins sem hitnaði í kolun- um. Greinilegt að menn voru að halda aftur af sér og niðurstaðan daufleg málamiðlun krydduð með sænskri nútímatónlist. Svipað var upp á teningnum hjá Foehn og Stí Stí. Hinar ólíku hljómanálganir; trommur, flauta og hljóðsarpur áttu þarna litla samleið og útkoman var flöt og ruglingsleg og skilaði harla litlu. Helst að líf væri í sarpnum. Og enn kvað við annan tón í rauð- vínskútunum Antenna Farm og Pétri Hallgrímssyni. Þar gengu hlutirnir upp; Tortoise-legir, seim- dregnir gítarhljómar, blandaðir skuggalegum og nýstárlegum hljóð- heimi loftnetsbændanna, létu okkur líða eins og við værum miðja vegu milli svefns og vöku. Full langt að vísu en afar vel heppnað og mett- andi. Það er nú með ólíkindum að múm, Orgelkvartettinn og Duplo Remote hafi náð að ganga heil frá sínu atriði; átta manns í belg og biðu uppi á sviði og stundum erfitt að greina eitthvað vitrænt gegnum kraðakið. Tilraunin tókst þó vel að langmestu leyti; sérstaklega náði hópurinn að læsa sig vel saman um miðbikið, þannig að úr varð býsna glæsileg sveifla. Sameiginlegt óhljóð í endann, þar sem allir þáttakendur komu saman og þöndu tæki sín og tól fór að mestu leyti fyrir ofan garð og neðan og var lítt tilkomumikið. Átti víst að vera tileinkað hinu nýlátna pönkgoði Joey Ramone en tileinkunin sú var miður greinileg. Besta atriði kvöldsins var svo ekki á auglýstri dagskrá. Að tónleikunum loknum tók óhljóðaundrið frá Kópa- vogi, Auxpan, sér stöðu fyrir framan útganginn, vopnaður stálsteyputitr- ara. Hann fékk svo að bylja á stál- plötu af miklum móð þar sem táp- mikill og fjörugur Auxpan snerist um eins og viljalaust verkfæri, með djöfullegu glotti og hláturrokum. Hávaðinn var bókstaflega óþolandi. Alger. Svona á að gera þetta. Morgunblaðið/Björg Sveinsdóttir Atriði Antenna Farm og Péturs Hallgrímssonar var „afar vel heppnað“ að mati Arnars Eggerts Thoroddsen og Árna Matthíassonar. Steyptar rafhrærur TÓNLIST L o f t k a s t a l i n n Fat Cat vs. Tilraunaeldhúsið, föstu- daginn 20. apríl kl. 21.00. Fram komu: Janek Schaefer + Darri Lor- enzen + Curver, Foehn + Stí Stí [Magga Stína, Kristín Björk, Arnar Geir], Antenna Farm + Pétur Hall- grímsson og múm + Apparat orgel kvartett + Duplo Remote. TÓN- OG HLJÓÐLEIKAR Arnar Eggert Thoroddsen Árni Matthíasson LOS ANGELES sveitin Fear Fact- ory hefur verið starfandi frá árinu 1990 og var farinn að spila nýja og ferska tegund af þungarokki nokkru áður en hin svokallaða nýþunga- rokksstefna ruddi sér rúms, leidd af sveitum eins og Deftones og Korn. Sveitin spilar ískalt og níðþungt rokk, blandað véltónlist og rafræn- um áherslum, hvar endurtekin gít- arstef og trommugnýr ræður ríkj- um. Fyrir stuttu kom út fjórða breiðskífa sveitarinnar, Digimortal, þar sem þeir félagar eru enn við sama heygarðshornið. Sveitin hefur löngum verið upp- tekin af vangaveltum um mann- veruna og afdrif hennar á tækniöld – pælingar um sambúð hins vélræna og lífræna eru ávallt í forgrunni eins og titill fyrstu plötunnar, Soul of a New Machine, ber með sér. Platan sú kom út árið 1992 á merkinu Roadrunner sem löngum hefur verið með helstu útgáfum á rokki í þyngri kantinum. Tilraunastarfsemi hefur aldrei verið langt frá sveitinni og hefur hún verið alls óhrædd við að leyfa hljóð- blöndungum að krukka í verkin sín. Strax á árinu 1993 kom út þröng- skífan Fear is the Mind Killer með endurhljóðblöndunum eftir tvo af meðlimum vélsveitarinnar Front Line Assembly og árið 1997 kom aft- ur út þröngskífa með ámóta efni, Remanufacture (Cloning Techno- logy), hvar lög voru m.a. sett í tæknótónlistarhræru ásamt því að meðlimir sveitarinnar voru einnig farnir að blanda sjálfir í meiri mæli. Að lokum má geta þess að sá sem stýrir upptökum á nýjustu plötunni er Rhys Fulber úr Front Line As- sembly en hann hefur einnig komið nokkuð að tveimur síðustu plötun- um, Demanufacture (1995) og Obsol- ete (1998). Fear Factory gefur út fjórðu breiðskífuna Rokk á tækniöld: Fear Factory, 2000. Af stafrænum heimi                               Í HLAÐVARPANUM Í kvöld kl. 21 mið. 25. april Jasstónleikar: Urban collection Fimmtudagur 26. apríl Tónleikar: Lög Billy Joels. Eva — bersögull sjálfsvarnar- einleikur 24. sýn. fös. 27. apríl kl. 21.00 uppselt 25. sýn. fim. 3. maí kl. 21 örfá sæti laus 26. sýn. þri. 8. maí kl. 21.00 Ath. Síðustu sýningar                 sýnir í Tjarnarbíói       7. sýning föstudaginn 27. apríl 8. sýning laugardaginn 28. apríl 9. sýning fimmtudaginn 3. maí Sýningar hefjast kl. 20.00. Miðapantanir allan sólarhringinn í síma 551 2525. Miðasala opin alla sýningardaga frá kl. 19.00. Stóra svið SKÁLDANÓTT e. Hallgrím Helgason Fös 27. apríl kl. 20 - ÖRFÁ SÆTI LAUS Fös 4. maí kl. 20 – NOKKUR SÆTI LAUS MENNINGARVERÐLAUN DV 2001 BLÚNDUR & BLÁSÝRA e. Joseph Kesselring Lau 28. apríl kl. 19 MÓGLÍ e. Rudyard Kipling Sun 29. apríl kl 14 – NOKKUR SÆTI LAUS Sun 6. maí kl. 14 Sun 13. maí kl. 14 SÍÐUSTU SÝNINGAR! ÍD KRAAK EEN OG KRAAK TWEE e. Jo Strömgren POCKET OCEAN e. Rui Horta Sun 29. apríl kl. 20 - Síðasta sýning Litla svið – Valsýningar ÖNDVEGISKONUR e. Werner Schwab Fim 26. apríl kl. 20 SÍÐUSTU SÝNINGAR Í VOR! KONTRABASSINN e. Patrick Süskind Lau 28. apríl kl. 19 Sun 29. apríl kl. 20 PÍKUSÖGUR e. Eve Ensler Sun 29. apríl kl. 20 Frums. - UPPSELT Fim 3. maí - UPPSELT Fös 4. maí - UPPSELT Lau 5. maí - UPPSELT Fim 10. maí - UPPSELT Fös 11. maí - ÖRFÁ SÆTI Lau 12. maí - NOKKUR SÆTI Fim 17. maí - NOKKUR SÆTI Fös 18. maí - ÖRFÁ SÆTI Lau 19. maí - NOKKUR SÆTI Anddyri LEIKRIT ALDARINNAR Mið 2.maí kl. 20 Hrafnhildur Hagalín Guðmundsdóttir fjall- ar um Dag vonar eftir Birgi Sigurðsson. Miðasala: 568 8000 Miðasalan er opin kl. 13-18 og fram að sýningu sýningardaga. Sími miðasölu opnar kl. 10 virka daga. Fax 5680383 midasala@borgarleikhus.is 552 3000 opið 12-18 virka daga SNIGLAVEISLAN KL. 20 flyst í Loftkastala vegna mikillar aðsóknar fim 26/4 örfá sæti laus sun 29/4 örfá sæti laus fös 4/5 örfá sæti laus lau 12/5 örfá sæti laus sun 13/5 nokkur sæti laus lau 19/5 Sýningargestum er boðið upp á snigla fyrir sýningu. ATH aðeins 6 sýningarvikur eftir Á SAMA TÍMA SÍÐAR KL. 20 lau 28/4 örfá sæti laus lau 5/5 fös 11/5 fös 18/5 SJEIKSPÍR EING OG HANN LEGGUR SIG KL. 20 fös 27/4 UPPSELT SÍÐUSTU SÝNINGAR! 530 3030 Opið 12-18 virka daga FEÐGAR Á FERÐ KL. 20 Frumsýn. lau 28/4 UPPSELT sun 29/4 A,B&C kort gilda UPPSELT lau 5/5 D,E&F kort gilda örfá sæti laus Á sýningardögum er miðasalan opin fram að sýningu og um helgar er hún opnuð hún í viðkomandi leikhúsi kl. 14 ef sýning er um kvöldið. Hópasala er í síma 530 3042 frá kl. 10-16 virka daga. midasala@leik.is — www.leik.is Sýnt í Gamla bíói (í húsi Íslensku óperunnar) Miðasala í síma 511 4200 og á Netinu - www.midavefur.is Hópar: Hafið samband í síma 511 7060. Fim. 26. apríl kl. 20:00 - uppselt Lau. 28. apríl kl. 23:00 - örfá sæti laus Lau. 5. maí kl. 23:00 - uppselt Fös. 11. maí kl. 20:00 - uppselt Mið. 23. maí kl. 20:00 - nokkur sæti laus ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ sími 551 1200 Stóra sviðið kl. 20.00:  ! "" "#$ % /  #   @A! %" &! '(B /  5A! $ ))'"&! '( , /  A@  /  5A@  /  BA@ *+,-.++ ! "/ $0+"$01" $ " 4 / #  4A! '22!(% /  +A@ '22!(B / #  !A@ '22!( , /  ,A@ '22!(  / #  A@ '22!(  /  4A@ '223 !( #  %A@ '22!(  BA@   @,, %" &! '(  BA@   ,,, '22!( #  @A@ '22!(')4$ $' 560 )  $ ))'"&! '(  5A@ '22!(  + A@ '22! 1789. ! "$"$&$ $ ' 5:0;  ! %" &! '  BA!   ! %" &! '(   4 $ ))'" &! '(  5A@   ! $ ))'"&! '(  +A@   ! $ ))'"&! '(  ,A@   !  !A@   ! <=+.,> ! "" , $ < %A! '22!(  BA!   5 ? '22!(  @A@   5 #  2      ,    A@ '22!(  +A@ %" &! '( 5A@ %"  &! '(  ,A@ %"  &! '(  +A@%" &! '(  !A@ $ ))'" &! '(  +,A@ $ ))'" &! ' Smíðaverkstæðið kl. 20.00: <=+.,> ! "" , $  @ 5 0;'22!   5A! '22!(  A@ '22!(  5A@ '22!(  BA@ '22! Litla sviðið kl. 20.30: ,7(8+, ! "" !A$BC"@8" $ $ < %A! D@!4$ $  )E'   F )E'  D 2$!$ " " ) G ")   @$" 2 $ $ 3H" )  ?I :( @ I'$ )  ?35 Leikfélag Mosfellssveitar Gamanleikritið Á svið Hið fúla fólskumorð í Bæjarleikhúsinu, Mosfellsbæ Leikstjóri Ingrid Jónsdóttir 8. sýn. fös. 27. apríl kl. 20.00 Allra síðasta sýning „Það þarf hugkvæmni, hæfileika og hugrekki til að skapa svona skemmtilega sýningu....(ÞT. Mbl.)“ Miðaverð aðeins kr. 1500 Miðapantanir í síma 566 7788
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.