Morgunblaðið - 25.04.2001, Blaðsíða 49
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. APRÍL 2001 49
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Sími 581 3300
Allan sólarhringinn — www.utforin.is
Suðurhlíð 35, Fossvogi
Sverrir
Olsen
útfararstjóri
Bryndís
Valbjarnardóttir
útfararstjóri
Sverrir
Einarsson
útfararstjóri
Landsbyggðarþjónusta. Áratuga reynsla.
því með næsta undraverðum árangri
á liðinni öld að búa ungar stúlkur und-
ir heimilishald og hússtjórn, auka
virðingu fyrir störfum þeirra og
styrkja stöðu þeirra í samfélaginu.
Hlutur húsmæðra- og hússtjórnar-
fræðslu í bættri siðmenningu þjóðar-
innar verður áreiðanlega því meira
metinn sem hann verður betur skoð-
aður í ljósi sögunnar. Og uppeldis-
áhrif skólastjóra með göfuglyndi
Jensínu og kærleika til nemenda
sinna, ásamt vandvirkni og fagkunn-
áttu, verður erfitt að jafnast við með
breyttu formi hússtjórnarfræðslu-
nnar. En það hefur, a.m.k. þar sem ég
þekki best til, ekki ætíð mætt verð-
skulduðum viðtökum, gott ef ekki
beinlínis fordómum.
Þetta er mér einna efst í huga nú
þegar ég lít yfir ævistarf Jensínu,
skólastjóra Húsmæðraskóla Suður-
lands í 34 ár. Allir, sem til þekktu,
vissu að hún gaf sig starfinu, heila og
óskipta. Ásamt nánustu samverka-
konu sinni, Gerði Jóhannsdóttur, bjó
hún árum saman við svipuð þrengsli
og nemendur þeirra og deildi með
þeim kjörum á heimavist allan sólar-
hringinn. Svo náið samfélag skerti í
engu virðingu þeirra fyrir henni,
heldur einmitt hið gagnstæða. Hátt á
annan áratug barðist hún fyrir bættri
aðstöðu og húsakosti skólanum til
handa, en litlu eftir að nauðsynleg-
ustu umbætur höfðu orðið og nýtt hús
var risið tók hússtjórnarfræðslan að
eiga undir högg að sækja af alþekkt-
um ástæðum. Aðsókn að skólanum
sem eins árs sérskóla var þó lengst af
góð og reisn yfir starfi hans eins og
lesa má um í ágætri sögu skólans, ,,Að
Laugarvatni í ljúfum draumi“, eftir
Eyrúnu Ingadóttur, sem út kom árið
1995.
Ég minntist á samstarf þeirra
Jensínu og Gerðar. Alþekkt var og
rómað, hve samhentar þær voru um
alla hluti. Einn þeirra var gestrisni.
Þær bjuggu fyrst mörg ár í skólahús-
inu Lind eins og nefnt var. En árið
1960 fluttu þær í Heimaklett, ný-
byggt tvíbýlishús sem hentaði þeim
vel. Það hús varð þegar rómað fyrir
gestrisni, eins og Lindin, og stundum
var tekið svo til orða, með allgóðum
rökum, að þær stöllur héldu persónu-
lega uppi risnu fyrir allan skólastað-
inn. Árum saman hélt Sýslunefnd Ár-
nessýslu fundi sína í húsum skólans
og naut þar fyrirgreiðslu. Á árunum
1969–70 var nýtt skólahús, með
heimavist og gistiaðstöðu eins og best
gerðist, tekið í notkun og síðan rekið á
sumrin sem hótel. Ekki veit ég hvort
þær Jensína og Gerður hefðu viljað
taka þann rekstur að sér fyrir hönd
skólans; oft hefur hvarflað að mér að
slík ráðstöfun og tenging við skóla-
haldið hefði getað orðið honum lyfti-
stöng og nýst í störfum hans á ýmsan
hátt. En eftir því mun ekki hafa verið
leitað. Sambandslítil miðstýring fólst
einnig í þeirri einhliða ákvörðun
menntamálaráðherra árið 1986 að
leggja skólann niður sem kennslu-
stofnun án frekari viðleitni til að laga
störf hans að breyttum aðstæðum, og
mun fátt hafa hryggt Jensínu meira. Í
þessu sambandi er því ástæða til að
minna á að Samband sunnlenskra
kvenna fékk ungan sagnfræðing til að
rita sögu skólans, eins og áður var
nefnt, og gera þannig lífsstarfi Jens-
ínu, sem ekki verður skilið frá sögu
skólans, loksins verðug skil.
Kynni mín af Jensínu Halldórs-
dóttur náðu nærri því hálfri öld. Ég
var skólastrákur hér á Laugarvatni
1952–57 og horfði oft aðdáunaraugum
til húsmæðraskólans. Veruleg upp-
hefð þótti að verða tækur í herraboðin
í Lindinni, þar sem ljúfmennska og
hlýja Jensínu mótaði allar viðtökur og
viðmót. Veturinn 1960–61 naut ég
þess heiðurs og þeirrar dýrmætu
reynslu að vera kennari við skólann
hjá Jensínu. Þegar ég flutti svo hing-
að 1970 og gerðist starfsfélagi hennar
tók hún mér af einlægum góðvilja og
með okkur tókst vinátta sem aldrei
bar skugga á. Alkunna er, að meðan
kynjahlutfall var menntaskólastúlk-
um í óhag, og raunar lengur, renndu
skólapiltar oft hýru auga til hús-
mæðranema. Jensína sýndi þeim um-
burðarlyndi ef hún vissi tilgang af
góðum hvötum, en á það var hún
manna skyggnust, og urðu svo sam-
skipti skólanna jafnan báðum til góðs,
svo var henni fyrir að þakka. Síðustu
fundir okkar urðu laugardaginn 3.
mars sl. í afmæli Gerðar vinkonu
hennar. Hún var þá farin mjög að lík-
amskröftum en andlega heil og naut
þess að eiga þar mörgum vinum að
mæta.
Þökk og virðingu Menntaskólans
að Laugarvatni votta ég Jensínu
Halldórsdóttur. Minning hennar lifir
ljúf og kær í hugum allra sem henni
kynntust.
Kristinn Kristmundsson.
Látin er vinkona mín og skólasystir
Jensína Halldórsdóttir, fyrrverandi
skólastjóri Húsmæðraskólans á
Laugarvatni. Hún skilur eftir sig
skýra og sterka mynd af góðri konu
og kærleiksríkri persónu. Leiðir okk-
ar Jensínu lágu fyrst saman er við
hófum báðar nám í Húsmæðrakenn-
araskóla Íslands haustið 1948. Það
var fámennur hópur sem lagði í það
nám þá haustdaga, en hópurinn varð
fljótlega náinn og stóð vel saman.
Næstu tvö árin urðu annasöm og við-
burðarík en jafnframt lærdómsrík.
Við Jensína fylgdumst að í verklega
náminu fyrra árið og síðan talsvert í
öllum frístundum. Marga þrauta-
gönguna áttum við saman þótt nú sé
létt yfir minningunum. Allmiklar
kröfur voru gerðar til hvers nemanda
að kunna vel til verka og vera röskur
og nákvæmur í öllum ákvörðunum.
Okkur var það sameiginlegt að vera
fremur óreyndar á þessu sviði og lítt
búnar undir þessi störf. Mér varð það
fljótlega ljóst að gott var að eiga Jens-
ínu að, svo hjartahlýja og góðviljaða
sem hún var. Hún var talsvert eldri að
árum en við allar hinar og reyndari á
ýmsa lund. Hún hafði fengist við ýmis
störf og háð lífsbaráttu sem kennir
mönnum margt merkilegt og gagn-
legt ef augað er skarpt og hugurinn
næmur, ýmislegt meira en lærist
jafnvel í góðum skóla. Og Jensína
hafði þetta hvort tveggja til að bera,
þótt hún bæri það ekki allt með sér á
ytra borði. Hún hafði líka sterkan
vilja og þrautseigju og þoldi ekki mis-
rétti, en bar mjög hag lítilmagnans
fyrir brjósti.
Náin kynni og góð vinátta skapað-
ist í þessum þrönga hópi sem haldist
hefur fram á þennan dag. Og margar
gleðistundirnar áttum við þegar létti
af okkur þungum verkefnum. Þá var
sest niður og rifjuð upp ýmis spaugi-
leg atvik. Jensína orti vísur og ljóð
þegar á þurfti að halda. Það leyndi sér
ekki að henni var margt til lista lagt,
hún gat spilað á gítar, og hún málaði
myndir. Og þegar kom að hinum
verklegu störfum, svo sem skyrgerð
eða hænsna- og svínahirðingu við
sumarskólann okkar á Laugarvatni,
var ekki verra fyrir óvanar kaupstað-
arstelpur að vinna í skjóli hennar,
sem snemma hafði vanist sveita- og
bústörfum heima í Dölunum sínum.
Þá gat hún jafnvel verið hald og
traust skólastýrunnar sjálfrar, Helgu
Sigurðardóttur.
Já, það voru sannarlega margar
áhyggjulausar gleðistundir sem við
áttum með Jensínu við þessi útistörf.
Og Jensína lét ekki deigan síga.
Hún tók strax eftir skólavistina að sér
ábyrgðarstörf í sínu fagi. Síðan varð
hún skólastjóri við Húsmæðraskóla
Suðurlands á Laugarvatni 1952. Þeir
góðu eiginleikar sem hún bjó yfir
komu sér þá sannarlega vel. Hún var
bæði mannþekkjari og mannvinur, og
henni var kappsmál að láta gott af sér
leiða. Henni þótti vænt um alla nem-
endur sína og vildi þeim vel. En það
var einnig ómetanlegt fyrir hana og
skólann að með henni réðst þangað
skólasystir okkar Gerður H. Jóhanns-
dóttir. Órofa vinátta þeirra og náið
samstarf var einstakt. Má segja að
þær hafi bætt hvor aðra upp að
mörgu leyti, og gætu margir lært af
þeirri góðu samvinnu. Um allt það
starf sem þær unnu saman á fjórða
áratug við kennslu og þjálfun ungra
stúlkna má lesa í bókinni Á Laugar-
vatni í ljúfum draumi. Heiti bókarinn-
ar eru ljóðlínur úr ljúfum söng eftir
skólastjórann, Jensínu Halldórsdótt-
ur. Áreiðanlega munu margar af þeim
fjölmörgu námsmeyjum sem þar nutu
leiðsagnar kennara sinna bera því
merka starfi góða sögu. Við vinir
Jensínu, sem þekkjum hvernig nem-
endur hennar hafa reynst henni á efri
árum ævinnar, sjáum og finnum hví-
líka vináttu og virðingu hún hefur
unnið sér í starfi og lífi. Og oft hefi ég
dáðst að því hve skyldmenni Jensínu
hafa sýnt henni mikla hlýju og um-
hyggju nú á ellidögunum er heilsu
hennar hefur tekið að hraka og kraft-
arnir að þrjóta.
Og aðdáunarverð var líka vinátta
og umhyggja Gerðar skólasystur og
Egils manns hennar. Fyrir þetta allt
var hún þakklát. Hún gat litið yfir far-
inn veg með friði og góðri samvisku.
Á liðnu sumri lá leið mín á æsku-
stöðvar Jensínu í Dölunum. Ég kom á
hlaðið í Magnússkógum, æskuheimili
hennar. Þar mátti skynja í hinum
blíðu dráttum landslagsins andblæ
fornsagnanna sem áreiðanlega hafa
mótað Jensínu, hug hennar og hug-
sjónir. Hún unni mjög systkinum sín-
um og sýndi þeim mikla umhyggju og
ástúð. Oft var mjög gestkvæmt í húsi
þeirra Gerðar og Jensínu á Laugar-
vatni. Gleði þeirra og hlýja, gestrisni
og höfðingslund laðaði að þeim gesti
og gangandi. Það eru ógleymanlegar
stundir sem við nutum þar skólasyst-
urnar á tyllidögum okkar og erum
þakklátar fyrir, og einnig þakka ég og
mitt fólk vináttu og gleðistundir á
góðum sumardögum.
Að leiðarlokum er því margs að
minnast og gleðjast yfir. Við sem eftir
sitjum enn um hríð með söknuði
þökkum Jensínu öll góðu kynnin,
biðjum henni og vandamönnum henn-
ar allrar blessunar og vottum þeim
samúð okkar.
Sigríður Kristjánsdóttir.
Um það leyti sem veturinn var að
kveðja kvaddi einnig þennan heim
hún Jensína skólastjórinn okkar úr
Lindinni á Laugarvatni. Þegar við
kveðjum hana hinstu kveðju koma í
hugann minningar sem við áttum með
henni veturinn 1956-1957 og allt eru
það ljúfar minningar, því Jensína
stjórnaði okkur af sinni alkunnu ljúf-
mennsku og hjartahlýju. Stundar-
skráin var vel skipulögð frá morgni til
kvölds og lærðum við að nýta hverja
mínútu við nám, leik og störf og hefur
það ásamt öllu sem við lærðum orðið
okkur gott veganesti út í lífið, eins og
svo mörgum öðrum, er urðu þess að-
njótandi að nema í skólanum hennar.
Jensína var þolinmóður og skilnings-
ríkur kennari og stjórnaði þannig að
færi eitthvað úrskeiðis vildi hún gera
gott úr öllu og færa allt á hinn besta
veg. Hún skildi vel hugsunargang
ungra stúlkna.
Rokkið var að ryðja sér til rúms um
þetta leyti og stuðlaði hún að því að
við fengum að sjá alvöru rokk á
rokkhátíð sem haldin var á Hellu.
Þennan vetur eignaðist Jensína sinn
fyrsta bíl og bauð öllum stúlkunum í
bíltúr inn Laugardal og urðu það
margar ferðir því við vorum 32 en bíll-
inn, sem var Moskvits, tók fjóra far-
þega.
Þar sem sumardagurinn fyrsti er
nú nýliðinn minnumst við er kennar-
arnir vöktu okkur á sumardaginn
fyrsta fyrir 44 árum með heitu súkk-
ulaði og rjómapönnukökum og færðu
okkur blóm hverri og einni.
Já, það er margs að minnast frá
þessum vetri sem Jensína lagði sitt af
mörkum til að þroska okkur og takast
á við það sem beið okkar í framtíðinni
og átti stærstan hlut í að gera vet-
urinn svo indælan og eftirminnilegan.
Fyrir það allt viljum við þakka og
biðjum Guð að blessa Jensínu í nýjum
heimkynnum.
Aðstandendum sendum við samúð-
arkveðjur.
Nemendur 1956–1957.
Jensína var fædd í Magnússkóg-
um, Hvammssveit, Dalasýslu, dóttir
Magnúsar Guðmundssonar, bónda,
og Ingibjargar Sigríðar Jensdóttur,
konu hans.
Jensína stundaði framhaldsnám í
hússtjórnarfræðum í Árósum í Dan-
mörku 1951 til 1952 og var ráðin það
ár skólastjóri Húsmæðraskólans á
Laugarvatni og gegndi því þar til hún
lét af störfum vegna aldurs. Jensína
var ógift og barnlaus.
Mig minnir að það hafi verið árið
1966 sem við Jensína hittumst í fyrsta
sinn, ég þá nýtrúlofaður frænku
hennar úr Dölunum. Reyndar var ég
búinn að hitta talsvert af tengdafólk-
inu áður og kynnast Dalamönnum
nokkuð. Einhvern veginn fannst mér
eins og sumir Dalamenn væru hálf-
tortryggnir í minn garð, svona til að
byrja með, kannski ekkert óeðlilegt
að taka ekki strax opnum örmum ein-
hverjum strák úr Vestmannaeyjum
sem búinn var að véla saklausa sveita-
stúlku til sín. Það átti svo eftir að
breytast og Dalamenn tóku peyjann
frá Vestmannaeyjum í fulla sátt eftir
skamma hríð.
En okkur Jensínu varð strax alveg
sérstaklega vel til vina, hún sýndi
aldrei neina tortryggni þótt manns-
efnið væri sjómaður úr Vestmanna-
eyjum. Á þá vináttu bar aldrei
skugga. Og mikið óhemju gat það kitl-
að hégómagirndina að heyra hana
lýsa því hvað hún frænka hennar
hefði nú verið heppin í makavali og
hvað hún væri nú vel gift.
Hún Jensína var nefnilega einstök
að svö mörgu leyti. Aldrei heyrði ég
hana hallmæla nokkrum manni, alltaf
gat hún fundið einhverja kosti sem
hún taldi vega meira en þeir gallar
sem viðkomandi áttu að hafa. Þetta
kom t.d. fram þegar hún settist niður
og skrifaði minningargreinar um
látna kunningja sína. Einu sinni man
ég að ég spurði hana hvort hún hefði
nú ekki hlaðið fullmiklu lofi á einn ný-
látinn kunningja sinn. „Fannst þér
það virkilega?“ sagði Jensína og bætti
svo við: „En hann var nú svo afskap-
lega góður maður.“
Jensína lifði og hrærðist í starfi
sínu sem skólastjóri enda var hún far-
sæl í því. Aldrei hef ég heyrt henni
borna annað en góða sögu úr því
starfi af þeim nemendum hennar sem
ég þekki. Enda var afskaplega
skemmtilegt að koma austur að
Laugarvatni og gista í Heimakletti
þar sem þær bjuggu, hún og Vest-
mannaeyingurinn Gerður Jóhanns-
dóttir, kennari við Húsmæðraskól-
ann. Eftir að Jensína flutti frá
Laugarvatni til Reykjavíkur hafði ég
ekki lengur af því nokkra skemmtun
að fara þangað austur, það vantaði
eitthvað þar til að gera dvölina
skemmtilega.
Hún Jensína hélt alveg sérstakri
tryggð við heimili okkar Katrínar.
Hún lét sér einstaklega annt um
börnin okkar og auk annarra heim-
sókna til Eyja lét hún sig aldrei vanta
í fermingarnar þeirra. Og í hverri
fermingarveislu hélt hún ræðu, þar
sem jákvæðu hliðarnar á lífinu voru
settar í öndvegi.
Við Jensína vorum góðir vinir og ég
sakna hennar á ákveðinn hátt þótt
það sé eðlilegt að aldrað fólk fái hvíld-
ina. Hún Jensína var sérstakur per-
sónuleiki sem ekki gleymist. Kannski
grundvallaðist okkar vinátta á því hve
lík við vorum að sumu leyti og áttum
sameiginleg áhugamál. Hennar er
gott að minnast.
Sigurgeir Jónsson.
Jensína Halldórsdóttir, fyrrver-
andi forstöðukona Húsmæðraskólans
á Laugarvatni til margra ára, er látin
og munu margir minnast hennar og
sakna. Jensína var yndisleg mann-
eskja, sem öllum þótti vænt um sem
kynntust henni. Við vorum margar
námsmeyjarnar í skólanum sem nut-
um fræðslu hennar og Gerðar en í
raun og veru var alltaf talað um þær
báðar í sömu andrá – svo nátengdar
voru þær hvor annarri. Auðvitað var
um aðra kennara að ræða eins og Ind-
íönu, Ólaf Briem og marga fleiri, en
Jensína var höfuð skólans og hrein-
lega fórnaði lífi sínu fyrir hann og það
gerði Gerður líka. Þegar ég hugsa til
baka er það næsta ótrúlegt hvað þess-
ar konur lögðu á sig fyrir skólann því
þær voru á vakt nánast allan sólar-
hringinn. Lengst af bjuggu þær í
skólanum ásamt okkur nemendunum.
Þennan vetur sem ég var í skólanum,
1954–1955, vorum við 35 í gömlu
Lindinni en seinna meir fór nemenda-
fjöldinn yfir 70 en það var eftir að
nýja byggingin var tilbúin, sem síðar
var notuð sem hótel á sumrin. Síðan
var skólanum lokað með einu penna-
striki eins og Jensína orðaði það eftir
að hún fór á eftirlaun. Nemendum
hafði fækkað enda ekkert hugsað um
að gefa punkta fyrir námið, en það var
gert í öðrum skólum. Þvílík synd þar
sem námið spannaði margar náms-
greinar, bæði bóklegar og verklegar.
Þar með lauk starfi Jensínu og var
hún lengi ósátt við þessi málalok.
Þegar ég rifja upp þennan vetur er
óhætt að segja að þetta hafi verið
einna skemmtilegasti tími sem ég hef
átt í skóla. Við vorum eins og ein stór
fjölskylda, félagslífið gott og kennar-
arnir yndislegir. Dagurinn hófst á
morgunsöng þar sem Jensína spilaði
á orgelið og allir voru samankomnir í
dagstofunni okkar sem ekki þætti
stór í dag. Jensína var stórkostleg
manneskja, hjartahlý og góð, vel gef-
in, söngelsk og ljóðelsk. Sjálf orti hún
ljóð og ætla ég að þakka Jensínu fyrir
allt sem hún gaf mér og okkur öllum
hinum með litla ljóðinu hennar sem
við sungum gjarnan bæði á kvöldvök-
um og annars staðar. Við stofnuðum
Nemenda– og kennarasamband Hús-
stjórnarskóla Suðurlands á Laugar-
vatni og var stofnfundur haldinn á
Hótel Esju með á annað hundrað
nemendum og kennurum og svo
framhaldsfundur um haustið sama ár
(1985) í sjálfum húsmæðraskólanum
þeim nýja. Þar var bæði glaumur og
gleði og við nutum helgarinnar í boði
Jensínu þar sem hún var bæði pott-
urinn og pannan í öllu saman. Við
kveðjum Jensínu með söknuði og
þökkum henni góðar stundir.
Að Laugarvatni í ljúfum draumi
við leiddumst tvö ein um vonarstíg,
fjær dægurþysi og dagsins glaumi
í dýrðarheima þú seiddir mig.
Í kvöldblíðunni, minn kæri vinur,
þú kveiktir eldinn í brjósti mér,
þig vafði ég örmum, minn ungi hlynur,
og ást mín helgust var bundin þér.
Fyrir hönd Nemenda- og kennara-
félagsins og nemenda skólans 1954–
1955.
Valborg Soffía Böðvarsdóttir.