Morgunblaðið - 25.04.2001, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 25.04.2001, Blaðsíða 68
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MIÐVIKUDAGUR 25. APRÍL 2001 VERÐ Í LAUSASÖLU 165 KR. MEÐ VSK. VIÐSKIPTI á Kvótaþingi Íslands hafa aukist það sem af er þessum mánuði, borið saman við sama tíma í fyrra, þrátt fyrir að stór hluti fiski- skipaflotans sé nú bundinn við bryggju vegna verkfalls sjómanna. Frá því að verkfall sjómanna á fiskiskipum hófst hinn 1. apríl sl. hafa alls verið leigð um 2.916 tonn af þorskaflamarki á Kvótaþingi Ís- lands og hefur viðskiptaverðið verið frá 103 krónum fyrir kílóið upp í 112 krónur. Til samanburðar má nefna að á sama tíma síðasta árs voru alls leigð um 2.355 tonn af þorski á Kvótaþingi. Þá var verðið reyndar nokkuð hærra eða um og yfir 120 krónur fyrir kílóið. Það ber hins vegar að athuga að í apríl í fyrra náði friðun hrygningarþorsks, hið svokallaða hrygningarstopp, til allra skipa en það var fellt niður á þessu ári vegna sjómannaverkfallsins og smábátar því getað róið óhindrað. Samkvæmt lögum um Kvótaþing er óheimilt að leigja kvóta innan ársins nema með milligöngu Kvóta- þings, nema um sé að ræða færslu á milli skipa í eigu sömu útgerðar. Þá er samkvæmt lögunum ekki unnt að sjá hverjir eru seljendur þess afla- marks sem fer í gegnum þingið né heldur hverjir kaupa. Þannig er ekki hægt að sjá hverjir eru að leigja frá sér heimildir í verkfallinu, né heldur hverjir leigja þær til sín. Hins vegar má leiða að því líkur að það séu einkum smábátar í afla- markskerfinu sem eru að leigja til sín heimildir þessa dagana enda gæftir verið nokkuð góðar undan- farnar vikur og sjómenn á bátum yf- ir 12 tonnum í verkfalli. Krókabát- um í hinu svokallaða þorskaflahá- marki er ekki heimilt að leigja til sín heimildir úr aflamarkskerfinu, né heldur krókabátum í sóknardaga- kerfi. Það er hinsvegar ekki úti- lokað að tiltölulega lágt verð á Kvótaþingi að undanförnu hafi leitt til þess að útgerðir stærri skipi leigi til sín kvóta og veiði hann síðan þeg- ar verkfallinu lýkur. Meiri kvótavið- skipti í verkfallinu Verðið lægra en í fyrra SÖKUM sjómannaverkfallsins eru stöðugt fleiri fiskvinnslufyrirtæki að stöðvast, að sögn Arnars Sigur- mundssonar, formanns Samtaka fiskvinnslustöðva. Atvinnuöryggi fiskvinnslufólks er ógnað í verkfall- inu og þótt smábátar haldi uppi vinnu á nokkrum stöðum fer þeim ört fjölgandi sem fara á atvinnuleys- isskrá. „Núna hefur verkfallið staðið í bráðum mánuð og ástandið versnar með hverjum deginum sem líður. Þetta hefur þó dreifst meira en maður átti von á fyrir verkfallið. Menn hafa í lengstu lög reynt að treina verkefni en núna eru margir að komast í þrot. Sum fyrirtæki eru fyrir löngu hætt vinnslu,“ sagði Arnar. Samkvæmt upplýsingum frá Vinnumálastofnun í gær hafa fá fyr- irtæki tekið fiskvinnslufólk út af launaskrá þannig að það hafi þurft að skrá sig atvinnulaust. Aðallega hefur þetta verið á Austfjörðum og Norðurlandi eystra. Önnur fyrir- tæki halda fólkinu á launaskrá, þrátt fyrir hráefnisskort og fá bæt- ur úr Atvinnuleysistryggingasjóði á móti. Fiskvinnslufólkið er fyrir vikið að fá meiri tekjur en sem nemur at- vinnuleysisbótum og munar þar tæpum 20 þúsund krónum á mán- uði. Sumir útlendingar geta fengið framfærslustyrki Erlent fiskvinnslufólk utan EES- svæðisins á ekki rétt á atvinnuleys- isbótum ef það er tekið út af launa- skrá með dags fyrirvara, líkt og heimamenn og útlendingar innan EES-svæðisins, þrátt fyrir að hafa greitt í Atvinnuleysistryggingasjóð. Ef útlendingar, sem fá ekki at- vinnuleysisbætur, eiga lögheimili hér á landi eiga þeir rétt á fram- færslustyrk frá sveitarfélögunum. Reglur um þetta eru þó mismunandi eftir sveitarfélögum. Ef útlending- arnir hafa dvalið hér skemur en í tvö ár geta sveitarfélögin fengið framfærslustyrkina endurgreidda frá félagsmálaráðuneytinu. Sveitar- félögin þurfa að standa straum af öllum kostnaði við styrkina til þeirra útlendinga sem hafa verið hér í 2 til 3 ár áður en þeir fá græna kortið svokallaða, sem veitir þeim leyfi til að ráða sig til vinnu hvar sem er á landinu. Málefni útlendinga í fiskvinnslu verða til umræðu utan dagskrár á Alþingi á morgun að beiðni þing- flokks Samfylkingarinnar. Sjómannaverkfallið farið að segja til sín Fiskvinnslufyrir- tækin að stöðvast Morgunblaðið/RAX RÚMLEGA fertugur karlmað- ur svipti sig lífi í fyrrakvöld á meðan lögreglan framkvæmdi húsleit á heimili hans í Reykja- vík. Í tilkynningu frá lögregl- unni í Reykjavík segir að und- anfarnar vikur hafi lögreglan unnið að rannsókn á nýju fíkni- efnamáli. Grunur um framleiðslu á amfetamíni Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hafði lögregl- an grunsemdir um að fram- leiðsla á amfetamíni ætti sér stað á heimili mannsins. Síðdegis á mánudag úrskurð- aði Héraðsdómur Reykjavíkur að lögreglan mætti framkvæma húsleit á heimili mannsins. „Hinn grunaði var viðstaddur leitina og meðan á henni stóð gerðist sá hörmulegi atburður að hann svipti sig lífi með skot- vopni,“ segir í tilkynningu lög- reglunnar. Hörður Jóhannesson yfirlög- regluþjónn segir að rannsókn á tildrögum sjálfsvígsins og á hinu ætlaða fíkniefnamáli standi yfir. Hörður vildi ekki veita frekari upplýsingar um málið í gærkvöldi. Svipti sig lífi með- an á hús- leit lög- reglu stóð MEÐ svokölluðum klínískum leið- beiningum landlæknis um neyðar- getnaðarvarnir er stefnt að því að auka þekkingu almennings og heilbrigðisstarfsfólks á neyðar- getnaðarvörn. Samhliða er gert ráð fyrir því að konur sem þurfa á neyðargetnaðarvörninni að halda geti fengið hana í apóteki án þess að fá skrifað upp á lyfið hjá lækni. Að sögn Sigurðar Guðmunds- sonar landlæknis getur lyfjafræð- ingur afhent lyfið milliliðalaust í umboði landlæknis. Á sama hátt verður lyfið fáanlegt á heilsu- gæslustöðvum og hjá skólahjúkr- unarfræðingum, sem geta gefið lyfið í umboði heilsugæslulækna. „Það er ljóst að ef fara þyrfti til læknis í hvert skipti og fá lyfseðil fyrir lyfinu drægi úr notkun lyfs- ins og tilgangurinn með notkun þess næðist þ.a.l. ekki,“ segir Sig- urður. Fóstureyðingar hafa aldrei ver- ið fleiri á Landspítalanum en í fyrra, en þá voru 844 aðgerðir gerðar á spítalanum. Árið 1999 voru 774 fóstureyðingar fram- kvæmdar á spítalanum. Meirihluti kvenna sem fara í fóstureyðingu eru innan við 25 ára gamlar. Unnt að fá neyð- argetnaðarvörn án lyfseðils  Stefnt að/11 NÚ fer að færast aukið líf í fjárhús landsins enda árstími sauðburðar að hefjast. Í Kerlingadal í Mýrdal var mikið um að vera í gær enda jafnan gaman þegar lömbin stíga sín fyrstu skref á vorin. Victoria Jónsson styður hér við nýborið lamb og fylgist ærin áhugasöm með afkvæminu en hundurinn Tófa virð- ist hafa meiri áhyggjur af Victoriu. Sauðburð- ur í Kerl- ingadal MANNBJÖRG varð er sex tonna trilla, Guðbjartur SH, sigldi upp á sker undan Brimnesi vestan Hellis- sands um miðan dag í gær. Tveir menn voru á trillunni, kölluðu þeir eftir aðstoð báta í nágrenninu og fóru síðan í björgunarbát og skutu upp neyðarblysi. Að sögn lögreglu er stórt gat á stefninu og líklegt að vél- ar og tæki hafi skemmst. Mönnunum var bjargað um borð í trilluna Kristínu sem var nokkrar mínútur á vettvang og er hún kom að strandstað hafði Guðbjartur losnað af skerinu. Þar sem gat kom á stefn- ið undir sjólínu tók trillan að síga en Kristín tók hana í tog áleiðis til heimahafnar á Rifi. Er björgunar- skipið Björgin kom á vettvang og tók við drættinum vildi ekki betur til en svo að Guðbjarti hvolfdi svo einungis sást á botninn á landleiðinni. Trilla sigldi á sker skammt frá Hellissandi Tveir menn björguðust
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.