Morgunblaðið - 25.04.2001, Page 68

Morgunblaðið - 25.04.2001, Page 68
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MIÐVIKUDAGUR 25. APRÍL 2001 VERÐ Í LAUSASÖLU 165 KR. MEÐ VSK. VIÐSKIPTI á Kvótaþingi Íslands hafa aukist það sem af er þessum mánuði, borið saman við sama tíma í fyrra, þrátt fyrir að stór hluti fiski- skipaflotans sé nú bundinn við bryggju vegna verkfalls sjómanna. Frá því að verkfall sjómanna á fiskiskipum hófst hinn 1. apríl sl. hafa alls verið leigð um 2.916 tonn af þorskaflamarki á Kvótaþingi Ís- lands og hefur viðskiptaverðið verið frá 103 krónum fyrir kílóið upp í 112 krónur. Til samanburðar má nefna að á sama tíma síðasta árs voru alls leigð um 2.355 tonn af þorski á Kvótaþingi. Þá var verðið reyndar nokkuð hærra eða um og yfir 120 krónur fyrir kílóið. Það ber hins vegar að athuga að í apríl í fyrra náði friðun hrygningarþorsks, hið svokallaða hrygningarstopp, til allra skipa en það var fellt niður á þessu ári vegna sjómannaverkfallsins og smábátar því getað róið óhindrað. Samkvæmt lögum um Kvótaþing er óheimilt að leigja kvóta innan ársins nema með milligöngu Kvóta- þings, nema um sé að ræða færslu á milli skipa í eigu sömu útgerðar. Þá er samkvæmt lögunum ekki unnt að sjá hverjir eru seljendur þess afla- marks sem fer í gegnum þingið né heldur hverjir kaupa. Þannig er ekki hægt að sjá hverjir eru að leigja frá sér heimildir í verkfallinu, né heldur hverjir leigja þær til sín. Hins vegar má leiða að því líkur að það séu einkum smábátar í afla- markskerfinu sem eru að leigja til sín heimildir þessa dagana enda gæftir verið nokkuð góðar undan- farnar vikur og sjómenn á bátum yf- ir 12 tonnum í verkfalli. Krókabát- um í hinu svokallaða þorskaflahá- marki er ekki heimilt að leigja til sín heimildir úr aflamarkskerfinu, né heldur krókabátum í sóknardaga- kerfi. Það er hinsvegar ekki úti- lokað að tiltölulega lágt verð á Kvótaþingi að undanförnu hafi leitt til þess að útgerðir stærri skipi leigi til sín kvóta og veiði hann síðan þeg- ar verkfallinu lýkur. Meiri kvótavið- skipti í verkfallinu Verðið lægra en í fyrra SÖKUM sjómannaverkfallsins eru stöðugt fleiri fiskvinnslufyrirtæki að stöðvast, að sögn Arnars Sigur- mundssonar, formanns Samtaka fiskvinnslustöðva. Atvinnuöryggi fiskvinnslufólks er ógnað í verkfall- inu og þótt smábátar haldi uppi vinnu á nokkrum stöðum fer þeim ört fjölgandi sem fara á atvinnuleys- isskrá. „Núna hefur verkfallið staðið í bráðum mánuð og ástandið versnar með hverjum deginum sem líður. Þetta hefur þó dreifst meira en maður átti von á fyrir verkfallið. Menn hafa í lengstu lög reynt að treina verkefni en núna eru margir að komast í þrot. Sum fyrirtæki eru fyrir löngu hætt vinnslu,“ sagði Arnar. Samkvæmt upplýsingum frá Vinnumálastofnun í gær hafa fá fyr- irtæki tekið fiskvinnslufólk út af launaskrá þannig að það hafi þurft að skrá sig atvinnulaust. Aðallega hefur þetta verið á Austfjörðum og Norðurlandi eystra. Önnur fyrir- tæki halda fólkinu á launaskrá, þrátt fyrir hráefnisskort og fá bæt- ur úr Atvinnuleysistryggingasjóði á móti. Fiskvinnslufólkið er fyrir vikið að fá meiri tekjur en sem nemur at- vinnuleysisbótum og munar þar tæpum 20 þúsund krónum á mán- uði. Sumir útlendingar geta fengið framfærslustyrki Erlent fiskvinnslufólk utan EES- svæðisins á ekki rétt á atvinnuleys- isbótum ef það er tekið út af launa- skrá með dags fyrirvara, líkt og heimamenn og útlendingar innan EES-svæðisins, þrátt fyrir að hafa greitt í Atvinnuleysistryggingasjóð. Ef útlendingar, sem fá ekki at- vinnuleysisbætur, eiga lögheimili hér á landi eiga þeir rétt á fram- færslustyrk frá sveitarfélögunum. Reglur um þetta eru þó mismunandi eftir sveitarfélögum. Ef útlending- arnir hafa dvalið hér skemur en í tvö ár geta sveitarfélögin fengið framfærslustyrkina endurgreidda frá félagsmálaráðuneytinu. Sveitar- félögin þurfa að standa straum af öllum kostnaði við styrkina til þeirra útlendinga sem hafa verið hér í 2 til 3 ár áður en þeir fá græna kortið svokallaða, sem veitir þeim leyfi til að ráða sig til vinnu hvar sem er á landinu. Málefni útlendinga í fiskvinnslu verða til umræðu utan dagskrár á Alþingi á morgun að beiðni þing- flokks Samfylkingarinnar. Sjómannaverkfallið farið að segja til sín Fiskvinnslufyrir- tækin að stöðvast Morgunblaðið/RAX RÚMLEGA fertugur karlmað- ur svipti sig lífi í fyrrakvöld á meðan lögreglan framkvæmdi húsleit á heimili hans í Reykja- vík. Í tilkynningu frá lögregl- unni í Reykjavík segir að und- anfarnar vikur hafi lögreglan unnið að rannsókn á nýju fíkni- efnamáli. Grunur um framleiðslu á amfetamíni Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hafði lögregl- an grunsemdir um að fram- leiðsla á amfetamíni ætti sér stað á heimili mannsins. Síðdegis á mánudag úrskurð- aði Héraðsdómur Reykjavíkur að lögreglan mætti framkvæma húsleit á heimili mannsins. „Hinn grunaði var viðstaddur leitina og meðan á henni stóð gerðist sá hörmulegi atburður að hann svipti sig lífi með skot- vopni,“ segir í tilkynningu lög- reglunnar. Hörður Jóhannesson yfirlög- regluþjónn segir að rannsókn á tildrögum sjálfsvígsins og á hinu ætlaða fíkniefnamáli standi yfir. Hörður vildi ekki veita frekari upplýsingar um málið í gærkvöldi. Svipti sig lífi með- an á hús- leit lög- reglu stóð MEÐ svokölluðum klínískum leið- beiningum landlæknis um neyðar- getnaðarvarnir er stefnt að því að auka þekkingu almennings og heilbrigðisstarfsfólks á neyðar- getnaðarvörn. Samhliða er gert ráð fyrir því að konur sem þurfa á neyðargetnaðarvörninni að halda geti fengið hana í apóteki án þess að fá skrifað upp á lyfið hjá lækni. Að sögn Sigurðar Guðmunds- sonar landlæknis getur lyfjafræð- ingur afhent lyfið milliliðalaust í umboði landlæknis. Á sama hátt verður lyfið fáanlegt á heilsu- gæslustöðvum og hjá skólahjúkr- unarfræðingum, sem geta gefið lyfið í umboði heilsugæslulækna. „Það er ljóst að ef fara þyrfti til læknis í hvert skipti og fá lyfseðil fyrir lyfinu drægi úr notkun lyfs- ins og tilgangurinn með notkun þess næðist þ.a.l. ekki,“ segir Sig- urður. Fóstureyðingar hafa aldrei ver- ið fleiri á Landspítalanum en í fyrra, en þá voru 844 aðgerðir gerðar á spítalanum. Árið 1999 voru 774 fóstureyðingar fram- kvæmdar á spítalanum. Meirihluti kvenna sem fara í fóstureyðingu eru innan við 25 ára gamlar. Unnt að fá neyð- argetnaðarvörn án lyfseðils  Stefnt að/11 NÚ fer að færast aukið líf í fjárhús landsins enda árstími sauðburðar að hefjast. Í Kerlingadal í Mýrdal var mikið um að vera í gær enda jafnan gaman þegar lömbin stíga sín fyrstu skref á vorin. Victoria Jónsson styður hér við nýborið lamb og fylgist ærin áhugasöm með afkvæminu en hundurinn Tófa virð- ist hafa meiri áhyggjur af Victoriu. Sauðburð- ur í Kerl- ingadal MANNBJÖRG varð er sex tonna trilla, Guðbjartur SH, sigldi upp á sker undan Brimnesi vestan Hellis- sands um miðan dag í gær. Tveir menn voru á trillunni, kölluðu þeir eftir aðstoð báta í nágrenninu og fóru síðan í björgunarbát og skutu upp neyðarblysi. Að sögn lögreglu er stórt gat á stefninu og líklegt að vél- ar og tæki hafi skemmst. Mönnunum var bjargað um borð í trilluna Kristínu sem var nokkrar mínútur á vettvang og er hún kom að strandstað hafði Guðbjartur losnað af skerinu. Þar sem gat kom á stefn- ið undir sjólínu tók trillan að síga en Kristín tók hana í tog áleiðis til heimahafnar á Rifi. Er björgunar- skipið Björgin kom á vettvang og tók við drættinum vildi ekki betur til en svo að Guðbjarti hvolfdi svo einungis sást á botninn á landleiðinni. Trilla sigldi á sker skammt frá Hellissandi Tveir menn björguðust

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.