Morgunblaðið - 25.04.2001, Blaðsíða 18
SUÐURNES
18 MIÐVIKUDAGUR 25. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ
ENN liggur ekki fyrir hvort tuttugu
flóttamönnum frá Kraína-héraði í
fyrrverandi Júgóslavíu verður fund-
ið heimili í Reykjanesbæ. Ræðst það
af húsnæðismálum. Flóttamannaráð
og Rauðakrossdeildin í Reykja-
nesbæ hafa auglýst eftir fimm hús-
um eða stórum íbúðum til leigu.
Málið skýrist næstu daga.
Ríkisstjórnin hefur að tillögu
flóttamannaráðs ákveðið að taka á
móti fimm barnafjölskyldum flótta-
manna frá Krajina-héraði, samtals
um tuttugu einstaklingum, og kem-
ur fólkið síðari hluta júnímánaðar.
Að sögn Árna Gunnarssonar, for-
manns ráðsins, er um að ræða Serba
eða fjölskyldur af blönduðum upp-
runa sem búsettar voru á svæði sem
nú tilheyrir Króatíu og geta ekki
snúið aftur heim. Áhugi var á að
taka á móti flóttafólkinu í Skagafirði
en ekki tókst að finna húsnæði fyrir
það á Sauðárkróki eða annars staðar
í héraðinu.
Góð aðstaða í Reykjanesbæ
Hafa farið fram óformlegar við-
ræður við bæjaryfirvöld í Reykja-
nesbæ. Þar er einnig húsnæðis-
skortur og treysti bæjarfélagið sér
ekki til að ábyrgjast þann þátt. Var
ákveðið að flóttamannaráð og
Rauðakrossdeildin auglýstu eftir
húsnæði til leigu. Að sögn Guð-
mundar R. J. Guðmundssonar, for-
manns Rauðakrossdeildarinnar,
hafa nokkrir boðið fram hús og íbúð-
ir en framboðið húsnæði hefur ekki
verið metið að fullu.Árni segir að
Reykjanesbær sé góður kostur.
Sveitarfélagið sé fjölmennt og öflugt
og aðstaða mjög góð. Ellert Eiríks-
son bæjarstjóri vonast til að hús-
næðismálin leysist. Hann segir að
Reykjanesbær sé að öðru leyti vel í
stakk búinn til að taka á móti þess-
um hópi flóttamanna, þjónusta sé
fyrir hendi og umframeftirspurn eft-
ir vinnuafli í mörgum greinum.
Einnig vekur hann athygli á því að
nokkrar fjölskyldur af júgóslav-
nesku bergi brotnar séu búsettar í
bænum, meðal annars nokkrir
knattspyrnumenn og þjálfari. Báðir
segja þeir að öflug Rauðakrossdeild
sé starfandi í bæjarfélaginu og það
skipti mestu máli fyrir verkefnið og
hvernig til takist með móttöku fólks-
ins.
Guðmundur segir að félagsmenn í
Rauðakrossdeildinni séu spenntir að
taka á móti flóttamönnunum og von-
ar að rætist úr húsnæðismálunum.
Flóttamannaráð og Rauðakrossdeildin auglýsa eftir húsnæði
Vilja taka á móti
20 flóttamönnum
Reykjanesbær
VEGAGERÐIN mun í sumar
útbúa áningarstað með upplýs-
ingaskilti við veginn frá Flug-
stöð Leifs Eiríkssonar.
Lengi hefur staðið til að gera
áningartorg á leiðinni frá flug-
stöðinni. Plan hefur verið gert
við veginn á milli flugstöðvar-
innar og hringtorgsins. Að sögn
Jónasar Snæbjörnssonar, um-
dæmisstjóra Vegagerðarinnar,
verður haldið áfram við verkið í
sumar. Komið upp upplýsinga-
skilti, borðum og bekkjum.
Einnig á að hlaða skjólgarð
sem fellur vel inn í umhverfið
en ekki er ljóst hvort tekst að
ljúka honum í sumar.
Á síðasta fundi markaðs- og
atvinnuráðs Reykjanesbæjar
var því sérstaklega fagnað að
málið væri aftur komið á dag-
skrá og sú von látin í ljósi að nú
takist að ljúka verkinu.
Áningar-
staður við
flugstöðina
Keflavíkurflugvöllur
ÁHORFENDASTÚKA er að rísa
við nýjan aðalvöll Grindvíkinga.
Stúkan tekur 1500 manns í sæti, eða
meginhluta íbúa Grindavíkur, og er
hún sú næststærsta í landinu, ein-
ungis stúkan við Laugardalsvöll er
stærri.
Fyrirtæki í Grindavík og Grinda-
víkurbær stofnuðu sérstakt félag,
GK99 hf., til að styðja við bak knatt-
spyrnustarfs hjá UMFG. Grindavík-
urbær leggur fram jafnháa fjárhæð í
hlutafé og aðrir hluthafar geta safn-
að, eða krónu á móti krónu eins og
það er kallað. Hámark framlags
bæjarins er þó 50 milljónir kr. og
greiðist á 15 árum. Bærinn hefur
gefið út skuldabréf fyrir framlagi
fyrstu tíu áranna.
Pétur Hafsteinn Pálsson, stjórn-
arformaður GK99 hf., segir að vel
hafi gengið að safna hlutafé. Nú þeg-
ar séu komnar liðlega 70 milljónir
kr. sem skiptist jafnt á milli bæj-
arins og annarra hluthafa.
Byggja stúku og
kaupa leikmenn
Fjármagninu er varið til fjárfest-
inga, meðal annars í stúkubygging-
unni, og til að styrkja rekstur knatt-
spyrnudeildarinnar.
GK99 hf. hefur keypt tvo leik-
menn frá Norðurlöndunum, Ólaf
Örn Bjarnason í fyrra og Grétar
Hjartarson fyrir þetta tímabil en
báðir léku áður með félaginu. Þá hef-
ur það tekið yfir samning knatt-
spyrnudeildarinnar við þriðja leik-
manninn. Það rekur einnig
afreksmannahóp, hóp 14–21 árs
knattspyrnumanna sem fá sérstaka
þjálfun og hefur tekið að sér að
senda þjálfara á námskeið erlendis.
Áætlað er að í þennan rekstur fari
um 10 milljónir kr. á ári í þrjú ár.
Grindavíkurbær hefur lagt gras á
gamla malarvöllinn og á hann að
verða nýr aðalleikvangur bæjarins.
Áhorfendastúkan kemur við hann.
Byggingaframkvæmdir standa yfir,
stúkan er risin en eftir er að setja
þak yfir hana. Kostnaður er áætl-
aður 70 milljónir kr., að sögn Péturs.
Stúkan verður vígð á fyrsta Evr-
ópuleik Grindvíkinga sem fram fer
16. eða 17. júní næstkomandi en
hann verður jafnframt formlegur
opnunarleikur á nýja leikvanginum.
Áhorfendastúkan tekur 1.500
manns í sæti en í Grindavík búa lið-
lega 2.300 manns. Pétur telur að
stúkan verði oftar fullsetin en menn
ímyndi sér nú. Fyrir utan íþrótta-
viðburði nefnir hann að svæðið verði
notað við útihátíðahöld í bænum, svo
sem á þjóðhátíðardaginn, sjómanna-
daginn og jafnvel kunni að verða
efnt þar til tónleika.
Félagið hefur áhuga á að standa
fyrir frekari framkvæmdum á svæð-
inu, byggingu tengibyggingar við
búningsaðstöðu og félagsaðstöðu
fyrir allar deildir Ungmennafélags
Grindavíkur.
Slík bygging yrði hluti af ramm-
anum um íþróttaleikvanginn. Verið
er að hanna bygginguna og segir
Pétur byrjað að huga að fjármögn-
un.
1.500 manna áhorfendastúka við nýjan leikvang Grindvíkinga
Sæti fyrir meginhluta íbúanna
Morgunblaðið/Jim Smart
Hér sést eftir hluta áhorfendastúkunnar við nýja íþróttaleikvanginn í Grindavík. Byrjað er að máta stólana við.
Tekið skal fram að þetta er ekki heiðursstúkan heldur er verið að velja stóla til að kaupa.
Grindavík
LIONSKLÚBBUR Njarðvíkur
hefur ákveðið að verja 600 þúsund
krónum til að styrkja 20 fátækar
stúlkur í Malaví til náms. Þróun-
arsamvinnustofun Íslands hefur
tekið að sér að sjá um framkvæmd
verkefnisins í Malaví.
Hugmyndin kom upp eftir ferð
formanns Lionsklúbbsins, Krist-
jáns Pálssonar alþingismanns, til
Malaví fyrir þremur árum síðan.
„Ég komst við að sjá alla þessa
eymd, fátækt og fáfræði. Það eru
margir að reyna að hjálpa þarna
en meira þarf til,“ segir Kristján.
Lionsklúbbur Njarðvíkur ákvað
að leggja fram 600 þúsund krónur
til að styrkja stúlkur í héraði við
Malavívatn. Duga peningarnir til
að standa undir skólagjöldum,
klæðnaði, uppihaldi og ferðakostn-
aði vegna náms tuttugu stúlkna í
þrjú ár.
Þróunarsamvinnustofnun
framkvæmir verkefnið
Lionsmennirnir leituðu til Þró-
unarsamvinnustofnunar Íslands
um aðstoð við að framkvæma verk-
efnið. Hefur stofnunin nú tekið að
sér að sjá um það, Lionsklúbbnum
að kostnaðarlausu. Guðrún Har-
aldsdóttir sem sér um félagsleg
vekefni í Malaví fyrir Þróunarsam-
vinnustofnun mun velja stúlkurnar
og fylgjast með námsárangri
þeirra.
Segist Kristján vera mjög
ánægður með samvinnuna við Þró-
unarsamvinnustofnun, hún tryggi
að peningarnir nýtist til þess sem
þeir eru ætlaðir.
Lionsklúbbur í þróunaraðstoð í Malaví
Styrkja 20 stúlkur
til framhaldsnáms
Morgunblaðið/Þorkell
Kristján Pálsson og Sighvatur Björgvinsson staðfesta samvinnu Lions-
klúbbs Njarðvíkur og Þróunarsamvinnustofnunar að verkefni í Malaví
að viðstöddum Magnúsi Guðmannssyni, félaga Kristjáns úr klúbbnum.
Njarðvík
ÞEIR sem búa nærri sjó, fyrir opnu
hafi, þurfa að vera viljasterkir til að
koma upp gróðri við hýbýli sín.
Bæði þarf að setja upp skjólveggi
og hugsa vel um plönturnar ef vel á
að takast til.
Fréttaritari var á ferð í Út-
Garðinum á dögunum og hitti
Reyni Óskarsson í Móakoti sem var
á kafi í garðvinnunni. Hann sagðist
hafa verið að stinga upp beð þá um
morguninn og grafa upp páskalilj-
urnar eins og hann orðaði það.
Hann sagðist ekki vera með mikið
af blómum en það væru páskaliljur
á víð og dreif um garðinn innan um
trén en þar væri ómögulegt að
komast að þeim.
Reynir í Móakoti lét vel af sér og
var ánægður með veðráttuna og
gróandann.
Morgunblaðið/Arnór
Það er vor í lofti og Reynir í Móakoti er úti að vinna í garðinum sínum.
Hreinsað
til í garð-
inum
Garður