Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurapríl 2001næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    1234567
    891011121314
    15161718192021
    22232425262728
    293012345
    6789101112

Morgunblaðið - 25.04.2001, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 25.04.2001, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 MIÐVIKUDAGUR 25. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ 8 SÍÐUR Sérblöð í dag www.mb l . i s Möltubúar eru sýnd veiði en ekki gefin / C2 Rosenborg hefur áhuga á Stefáni / C1 4 SÍÐUR  Í VERINU í dag er m.a. fjallað um sölu á sjávaraf- urðum í Bandaríkjunum og Kanada, hátt fiskverð í Þýskalandi og rætt við eigendur Beitis, H. Ólafssonar í Vogunum. TRILLAN Kló RE-147 strandaði á grynningum við Grundarfjarð- arhöfn um hádegið í gær. Verið er að vinna að því að lengja norð- urgarð hafnarinnar og hafði möl verið dælt upp við endann á garð- inum. Skipstjórinn á Klónni virðist ekki hafa áttað sig á því og sigldi bátnum í strand á malarrifinu. Hafsteinn Garðarsson hafn- arvörður segir að bauja hafi verið sett út til að vara sjófarendur við rifinu. Skipstjórinn á Klónni hafi ekki verið kunnugur á þessum slóð- um og því miður hafi hann ekki átt- að sig á hættunni. Báturinn lenti því á rifinu á talsverðri ferð. Hafsteinn segir að svo virðist sem litlar skemmdir hafi orðið á bátnum en þó eigi eftir að kanna það nánar. Strandaði á uppfyllingu fyrir hafnarmannvirki Morgunblaðið/Guðlaugur Albertsson Kló RE á strandstað í Grundarfirði í gær. BJARNI Ásgeir Jónsson, fram- kvæmdastjóri og aðaleigandi Reykjagarðs hf. í Mosfellsbæ og á Hellu, hefur ákveðið að selja fyrir- tækið sem fjölskylda hans á alfarið. Kaupandi er Fóðurblandan hf. ásamt fleiri fjárfestum. Bjarni Ás- geir staðfesti þetta í samtali við Morgunblaðið. Kaupverð fæst ekki uppgefið. Reiknað er með að nýir eigendur taki við rekstrinum 1. júní næstkom- andi en Bjarni Ásgeir mun fyrst um sinn starfa sem framkvæmdastjóri Reykjagarðs, eða í sex mánuði, og vera nýjum eigendum til ráðgjafar í aðra sex mánuði til viðbótar. Ekki stendur til að gera breytingar á starfsmannahaldi að öðru leyti en alls starfa um 100 manns hjá Reykja- garði. „Aðrir óskuðu eftir því að kaupa hlut í fyrirtækinu og við vorum tilbú- in að skoða það. Endirinn varð sá að tilboð kom í öll hlutabréfin og við tókum því,“ segir Bjarni Ásgeir. Erfið ákvörðun Hann hefur starfað í rúma tvo ára- tugi við kjúklingarækt og aðra mat- vælaframleiðslu en þar áður rak hann gróðrarstöðina Garðshorn í nokkur ár, enda garðyrkjufræðingur að mennt. Reykjagarður hf. var stofnaður árið 1971 sem garðyrkju- stöð á Reykjum en þróaðist síðan yf- ir í ræktun á kjúklingum og fleiri ali- fuglum. „Auðvitað er að það skrítin tilfinn- ing að ætla að fara að hætta þessu. Það tók mann nokkurn tíma að taka þessa ákvörðun. Ákvörðunin var erf- ið en maður stendur við hana. Við er- um með gott fyrirtæki og starfsfólk sem staðið hefur með okkur í gegn- um þykkt og þunnt. Sviptingar hafa verið miklar og samkeppnin hörð á þessum markaði. Maður hefur kynnst ýmsu á þessum rúmu tuttugu árum. En eftir langa baráttu var komin viss þreyta í mann. Ekki hefur verið ákveðið hvað tekur við hjá mér að þessu loknu, maður kann enn ým- islegt fyrir sér,“ segir Bjarni Ásgeir. Mikilvægur viðskiptavinur Um tíma hafði Reykjagarður uppi áform um að flytja starfsemina til Borgarness en ekkert varð af því. Í staðinn var ákveðið að stækka slát- urhúsið á Hellu og byggja nýtt út- ungunarhús í Mosfellsbæ. Þar stend- ur til að auka stofnræktina en leggja á meiri áherslu á kjúklingaeldið á Ás- mundarstöðum í Rangárvallahreppi. Bjarni Pálsson, framkvæmda- stjóri Fóðurblöndunnar, hafði for- göngu um kaupin á Reykjagarði. Í samtali við Morgunblaðið vildi hann ekki gefa upp hvaða fleiri fjárfestar væru með honum í þessum viðskipt- um. Lagði Bjarni áherslu á að ekki væri búið að skrifa endanlega undir kaupsamninga heldur viljayfirlýs- ingu um kaupin með þeim fyrirvara að áreiðanleikakönnun á fyrirtækinu skili jákvæðri niðurstöðu. Spurður um ástæðu fyrir áhuga Fóðurblöndunnar á rekstri Reykja- garðs sagði Bjarni Pálsson það ekki stefnu Fóðurblöndunnar að fjárfesta í framleiðendum. „Reykjagarður er mikilvægur og stór viðskiptavinur Fóðurblöndunn- ar, enda stærsti kjúklingaframleið- andi landsins. Við viljum reyna að vernda okkar viðskipti og hafa áhrif á það hvað gerist með þetta fyrir- tæki. Við lítum á Reykjagarð sem góðan fjárfestingarkost. Fyrirtækið hefur náð góðum árangri, bæði á markaði og í umhverfismálum að undanförnu,“ sagði Bjarni. Bjarni Ásgeir Jónsson selur allan sinn hlut í Reykjagarði Fóðurblandan og fleiri fjárfestar kaupa HÉRAÐSDÓMUR Vestfjarða sýkn- aði á mánudag karlmann af ákæru um fjölmörg kynferðisbrot sem hann framdi gegn ungum frænda sínum þegar sá síðarnefndi var fimm til ell- efu ára gamall. Maðurinn játaði að hafa framið brotin en var sýknaður þar sem sök- in var fyrnd en síðasta brot var fram- ið árið 1986. Brot fyrnast á 10 árum Í dómnum segir að samkvæmt þeim lögum, sem voru í gildi þegar brotin voru framin, hafi þyngsta refsing fyrir samræði við barn yngra en 14 ára verið 12 ára fangelsi. Sam- kvæmt ákvæðum þeirra laga varðaði það sex ára fangelsi að hafa kynferð- ismök við persónu af sama kyni. Þegar ekki liggur þyngri refsing en 10 ára fangelsi við brotum fyrnist sök á 10 árum. Síðasta brotið átti sér stað árið 1986 en málið var kært til lögreglu árið 1999. Brotin voru því fyrnd samkvæmt þeim lögum sem voru í gildi þegar þau voru framin. Í bótakröfu mannsins segir að kynferðisbrotin hafi haft veruleg áhrif á líf hans og tilvist og valdið honum ómældum sársauka og van- líðan. Misnotkunin hafi haft áhrif á menntun hans og starfsferil og leitt hann tímabundið í óreglu með alvar- legum afleiðingum. Í sálfræðimati á hinum ákærða er m.a. sagt að greina megi á persónu- leika ákærða að hann hafi orðið fyrir einelti á barnsaldri og hafi sjálfur orðið fyrir kynferðislegri misnotkun þegar hann var barn. Í dómnum kemur fram að ekkert benti til þess að börnum hans væri hætta búin eða að þau hefðu orðið fyrir kynferðis- legri misnotkun. Þá kemur fram að andleg líðan hans nú einkennist af mikilli spennu, depurð og orkuleysi. Þetta setji mark á andlegt heilsufar hans og sambýliskonu og fjölskyldu þeirra. Bótakröfu brotaþolans var vísað frá dómi. Erlingur Sigtryggsson héraðs- dómari kvað upp dóminn. Játaði á sig fjölmörg kynferðisbrot Sýknaður þar sem brotin voru fyrnd EF Goði hf. nær samningum við Norðlenska matborðið ehf. má bú- ast við því að kjötvinnslunni á Kirkjusandi verði lokað en um 50 til 70 starfsmenn vinna þar. Þetta kom fram í samtali Morgunblaðsins við Kristin Geirsson, framkvæmda- stjóra Goða, en fyrirtækið hefur þegar tilkynnt að það muni loka kjötvinnslunni á Selfossi, þar sem um 20 manns starfa, í lok júní. „Við erum að fara í gegnum hag- ræðingaraðgerðir,“ sagði Kristinn. „Það hefur ekki alveg skilað sér öll veltan sem við gerðum ráð fyrir. Þess vegna höfum við of mikla af- kastagetu og það lofar ekki góðu í afkomu fyrirtækja. Þess vegna verðum við að minnka hana.“ Kristinn sagði að ekki væri ljóst hvort starfsmönnum kjötvinnslunn- ar á Kirkjusandi yrðu boðin störf hjá fyrirtækinu enda væri málið ekki komið það langt. Hann sagði að ef kjötvinnslunni þar yrði lokað yrði það gert seint á þessu ári. Að sögn Kristins á kjötvinnslan á Selfossi minnstu samleiðina með fyrirtækinu og því hafi verið ákveð- ið að loka henni. Af þeim 20 starfs- mönnum sem vinna hjá kjötvinnsl- unni á Selfossi verða 2 til 5 mögulega boðin störf hjá fyrirtæk- inu á Hellu og í Faxafeni í Reykja- vík. Kristinn sagði að ef samningar næðust við Norðlenska matborðið yrði stór hluti kjötvinnslunnar flutt- ur norður á Akureyri og Húsavík. Goði hf. í viðræðum við Norðlenska Framtíð kjöt- vinnslu á Kirkju- sandi óljós LÖGREGLAN í Reykjavík hafði mikinn viðbúnað í Foldahverfi í Grafarvogi í gærkvöld og lokaði m.a. nokkrum götum vegna hótana manns. Umsátursástandinu lauk hins vegar eftir eina og hálfa klukku- stund er maðurinn gaf sig fram við lögreglu af fúsum og frjálsum vilja. Viðbúnaður vegna hótunar ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
111
Fjöldi tölublaða/hefta:
55869
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
31.12.2024
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 92. tölublað (25.04.2001)
https://timarit.is/issue/249182

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

92. tölublað (25.04.2001)

Aðgerðir: