Morgunblaðið - 25.04.2001, Side 2

Morgunblaðið - 25.04.2001, Side 2
FRÉTTIR 2 MIÐVIKUDAGUR 25. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ 8 SÍÐUR Sérblöð í dag www.mb l . i s Möltubúar eru sýnd veiði en ekki gefin / C2 Rosenborg hefur áhuga á Stefáni / C1 4 SÍÐUR  Í VERINU í dag er m.a. fjallað um sölu á sjávaraf- urðum í Bandaríkjunum og Kanada, hátt fiskverð í Þýskalandi og rætt við eigendur Beitis, H. Ólafssonar í Vogunum. TRILLAN Kló RE-147 strandaði á grynningum við Grundarfjarð- arhöfn um hádegið í gær. Verið er að vinna að því að lengja norð- urgarð hafnarinnar og hafði möl verið dælt upp við endann á garð- inum. Skipstjórinn á Klónni virðist ekki hafa áttað sig á því og sigldi bátnum í strand á malarrifinu. Hafsteinn Garðarsson hafn- arvörður segir að bauja hafi verið sett út til að vara sjófarendur við rifinu. Skipstjórinn á Klónni hafi ekki verið kunnugur á þessum slóð- um og því miður hafi hann ekki átt- að sig á hættunni. Báturinn lenti því á rifinu á talsverðri ferð. Hafsteinn segir að svo virðist sem litlar skemmdir hafi orðið á bátnum en þó eigi eftir að kanna það nánar. Strandaði á uppfyllingu fyrir hafnarmannvirki Morgunblaðið/Guðlaugur Albertsson Kló RE á strandstað í Grundarfirði í gær. BJARNI Ásgeir Jónsson, fram- kvæmdastjóri og aðaleigandi Reykjagarðs hf. í Mosfellsbæ og á Hellu, hefur ákveðið að selja fyrir- tækið sem fjölskylda hans á alfarið. Kaupandi er Fóðurblandan hf. ásamt fleiri fjárfestum. Bjarni Ás- geir staðfesti þetta í samtali við Morgunblaðið. Kaupverð fæst ekki uppgefið. Reiknað er með að nýir eigendur taki við rekstrinum 1. júní næstkom- andi en Bjarni Ásgeir mun fyrst um sinn starfa sem framkvæmdastjóri Reykjagarðs, eða í sex mánuði, og vera nýjum eigendum til ráðgjafar í aðra sex mánuði til viðbótar. Ekki stendur til að gera breytingar á starfsmannahaldi að öðru leyti en alls starfa um 100 manns hjá Reykja- garði. „Aðrir óskuðu eftir því að kaupa hlut í fyrirtækinu og við vorum tilbú- in að skoða það. Endirinn varð sá að tilboð kom í öll hlutabréfin og við tókum því,“ segir Bjarni Ásgeir. Erfið ákvörðun Hann hefur starfað í rúma tvo ára- tugi við kjúklingarækt og aðra mat- vælaframleiðslu en þar áður rak hann gróðrarstöðina Garðshorn í nokkur ár, enda garðyrkjufræðingur að mennt. Reykjagarður hf. var stofnaður árið 1971 sem garðyrkju- stöð á Reykjum en þróaðist síðan yf- ir í ræktun á kjúklingum og fleiri ali- fuglum. „Auðvitað er að það skrítin tilfinn- ing að ætla að fara að hætta þessu. Það tók mann nokkurn tíma að taka þessa ákvörðun. Ákvörðunin var erf- ið en maður stendur við hana. Við er- um með gott fyrirtæki og starfsfólk sem staðið hefur með okkur í gegn- um þykkt og þunnt. Sviptingar hafa verið miklar og samkeppnin hörð á þessum markaði. Maður hefur kynnst ýmsu á þessum rúmu tuttugu árum. En eftir langa baráttu var komin viss þreyta í mann. Ekki hefur verið ákveðið hvað tekur við hjá mér að þessu loknu, maður kann enn ým- islegt fyrir sér,“ segir Bjarni Ásgeir. Mikilvægur viðskiptavinur Um tíma hafði Reykjagarður uppi áform um að flytja starfsemina til Borgarness en ekkert varð af því. Í staðinn var ákveðið að stækka slát- urhúsið á Hellu og byggja nýtt út- ungunarhús í Mosfellsbæ. Þar stend- ur til að auka stofnræktina en leggja á meiri áherslu á kjúklingaeldið á Ás- mundarstöðum í Rangárvallahreppi. Bjarni Pálsson, framkvæmda- stjóri Fóðurblöndunnar, hafði for- göngu um kaupin á Reykjagarði. Í samtali við Morgunblaðið vildi hann ekki gefa upp hvaða fleiri fjárfestar væru með honum í þessum viðskipt- um. Lagði Bjarni áherslu á að ekki væri búið að skrifa endanlega undir kaupsamninga heldur viljayfirlýs- ingu um kaupin með þeim fyrirvara að áreiðanleikakönnun á fyrirtækinu skili jákvæðri niðurstöðu. Spurður um ástæðu fyrir áhuga Fóðurblöndunnar á rekstri Reykja- garðs sagði Bjarni Pálsson það ekki stefnu Fóðurblöndunnar að fjárfesta í framleiðendum. „Reykjagarður er mikilvægur og stór viðskiptavinur Fóðurblöndunn- ar, enda stærsti kjúklingaframleið- andi landsins. Við viljum reyna að vernda okkar viðskipti og hafa áhrif á það hvað gerist með þetta fyrir- tæki. Við lítum á Reykjagarð sem góðan fjárfestingarkost. Fyrirtækið hefur náð góðum árangri, bæði á markaði og í umhverfismálum að undanförnu,“ sagði Bjarni. Bjarni Ásgeir Jónsson selur allan sinn hlut í Reykjagarði Fóðurblandan og fleiri fjárfestar kaupa HÉRAÐSDÓMUR Vestfjarða sýkn- aði á mánudag karlmann af ákæru um fjölmörg kynferðisbrot sem hann framdi gegn ungum frænda sínum þegar sá síðarnefndi var fimm til ell- efu ára gamall. Maðurinn játaði að hafa framið brotin en var sýknaður þar sem sök- in var fyrnd en síðasta brot var fram- ið árið 1986. Brot fyrnast á 10 árum Í dómnum segir að samkvæmt þeim lögum, sem voru í gildi þegar brotin voru framin, hafi þyngsta refsing fyrir samræði við barn yngra en 14 ára verið 12 ára fangelsi. Sam- kvæmt ákvæðum þeirra laga varðaði það sex ára fangelsi að hafa kynferð- ismök við persónu af sama kyni. Þegar ekki liggur þyngri refsing en 10 ára fangelsi við brotum fyrnist sök á 10 árum. Síðasta brotið átti sér stað árið 1986 en málið var kært til lögreglu árið 1999. Brotin voru því fyrnd samkvæmt þeim lögum sem voru í gildi þegar þau voru framin. Í bótakröfu mannsins segir að kynferðisbrotin hafi haft veruleg áhrif á líf hans og tilvist og valdið honum ómældum sársauka og van- líðan. Misnotkunin hafi haft áhrif á menntun hans og starfsferil og leitt hann tímabundið í óreglu með alvar- legum afleiðingum. Í sálfræðimati á hinum ákærða er m.a. sagt að greina megi á persónu- leika ákærða að hann hafi orðið fyrir einelti á barnsaldri og hafi sjálfur orðið fyrir kynferðislegri misnotkun þegar hann var barn. Í dómnum kemur fram að ekkert benti til þess að börnum hans væri hætta búin eða að þau hefðu orðið fyrir kynferðis- legri misnotkun. Þá kemur fram að andleg líðan hans nú einkennist af mikilli spennu, depurð og orkuleysi. Þetta setji mark á andlegt heilsufar hans og sambýliskonu og fjölskyldu þeirra. Bótakröfu brotaþolans var vísað frá dómi. Erlingur Sigtryggsson héraðs- dómari kvað upp dóminn. Játaði á sig fjölmörg kynferðisbrot Sýknaður þar sem brotin voru fyrnd EF Goði hf. nær samningum við Norðlenska matborðið ehf. má bú- ast við því að kjötvinnslunni á Kirkjusandi verði lokað en um 50 til 70 starfsmenn vinna þar. Þetta kom fram í samtali Morgunblaðsins við Kristin Geirsson, framkvæmda- stjóra Goða, en fyrirtækið hefur þegar tilkynnt að það muni loka kjötvinnslunni á Selfossi, þar sem um 20 manns starfa, í lok júní. „Við erum að fara í gegnum hag- ræðingaraðgerðir,“ sagði Kristinn. „Það hefur ekki alveg skilað sér öll veltan sem við gerðum ráð fyrir. Þess vegna höfum við of mikla af- kastagetu og það lofar ekki góðu í afkomu fyrirtækja. Þess vegna verðum við að minnka hana.“ Kristinn sagði að ekki væri ljóst hvort starfsmönnum kjötvinnslunn- ar á Kirkjusandi yrðu boðin störf hjá fyrirtækinu enda væri málið ekki komið það langt. Hann sagði að ef kjötvinnslunni þar yrði lokað yrði það gert seint á þessu ári. Að sögn Kristins á kjötvinnslan á Selfossi minnstu samleiðina með fyrirtækinu og því hafi verið ákveð- ið að loka henni. Af þeim 20 starfs- mönnum sem vinna hjá kjötvinnsl- unni á Selfossi verða 2 til 5 mögulega boðin störf hjá fyrirtæk- inu á Hellu og í Faxafeni í Reykja- vík. Kristinn sagði að ef samningar næðust við Norðlenska matborðið yrði stór hluti kjötvinnslunnar flutt- ur norður á Akureyri og Húsavík. Goði hf. í viðræðum við Norðlenska Framtíð kjöt- vinnslu á Kirkju- sandi óljós LÖGREGLAN í Reykjavík hafði mikinn viðbúnað í Foldahverfi í Grafarvogi í gærkvöld og lokaði m.a. nokkrum götum vegna hótana manns. Umsátursástandinu lauk hins vegar eftir eina og hálfa klukku- stund er maðurinn gaf sig fram við lögreglu af fúsum og frjálsum vilja. Viðbúnaður vegna hótunar ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.