Morgunblaðið - 25.04.2001, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 25.04.2001, Blaðsíða 50
MINNINGAR 50 MIÐVIKUDAGUR 25. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ Fjölskyldueftirmiðdagar Dómkirkj- unnar eru á fimmtudögum milli kl. 14-16 á 3. hæð safnaðarheimilisins Lækjargötu 14a (gengið inn Vonar- strætismegin). Tónlistarnámskeið Gerðar verður kl. 15-15.30 eins og vanalega. Það hefur verið áhugavert að fylgjast með næmi og skynjun barnanna fyrir tónlistinni í vetur. Verið velkomin á fjölskyldueft- irmiðdaga. Bolli Pétur Bollason. Safnaðarsarf Dómkirkjan. Hádegisbænir kl. 12.10. Léttur málsverður á eftir. Grensáskirkja. Foreldramorgunn kl. 10-12. Allar mæður velkomnar með lítil börn sín. Samvera eldri borgara kl. 14. Biblíulestur, bæna- stund, kaffiveitingar og samræður. TTT-starf (10-12 ára) kl. 16.30. Hallgrímskirkja. Opið hús fyrir for- eldra ungra barna kl. 10-12. Fræðsla: Svefn barna. Jóna Margr- ét Jónsdóttir hjúkrunarfræðingur. Háteigskirkja. Samverustund eldri borgara kl. 11-16 í Setrinu í umsjón Þórdísar Ásgeirsdóttur þjónustu- fulltrúa. Við minnum á heimsóknar- þjónustu Háteigskirkju, upplýsingar hjá Þórdísi í síma 551-2407. Kórskóli fyrir 5-6 ára börn kl. 16. Barnakór 7-9 ára kl. 17. Kvöldbænir og fyr- irbænir í dag kl. 18. Langholtskirkja. Opið hús kl. 11-16. Heilsupistill, léttar líkamsæfingar og slökun í litla sal. Kyrrðar- og bænastund, orgelleikur og sálma- söngur í kirkjunni. Létt máltíð (500 kr.) í stóra sal. Spilað, hlustað á upp- lestur og málað á dúka og keramik. Kaffisopi og smákökur kl. 15. Að lokum er söngstund með Jóni Stef- ánssyni. Eldri borgarar eru sérstak- lega velkomnir en stundin er öllum opin. Laugarneskirkja. Morgunbænir kl. 6.45-7.05. Kirkjuprakkarar 6-7 ára kl. 14.10. Gospelkvöld að Hátúni 10, 9. hæð, í samvinnu við Laugarnes- kirkju og ÖBÍ. Guðrún K. Þórsdóttir djákni stýrir samkomunni. Þorvald- ur Halldórsson og Margrét Schev- ing syngja. Sjálfboðaliðar úr Laug- arneskirkju og framtakssamir íbúar hússins koma fram í gríni og alvöru. Kaffiveitingar. Neskirkja. Orgelandakt kl. 12. Reynir Jónasson leikur á orgelið. Ritningarorð og bæn. Starf fyrir 7 ára börn kl. 14-15. Opið hús kl. 16. Bænamessa kl. 18. Sr. Halldór Reynisson. Seltjarnarneskirkja. Kyrrðar- og bænastund kl. 12. Léttur málsverð- ur á eftir í safnaðarheimilinu. Starf fyrir 11-12 ára börn kl. 17. Árbæjarkirkja. Félagsstarf aldr- aðra. Opið hús í dag kl. 13-16. Hand- mennt, spjall og spil. Fyrirbænaguð- sþjónusta kl. 16. Bænarefnum er hægt að koma til presta safnaðarins. Kirkjuprakkarar 7-9 ára kl. 16-17. TTT-starf fyrir 10-12 ára kl. 17-18. Breiðholtskirkja. Kyrrðarstund kl. 12.10. Tónlist, altarisganga, fyrir- bænir. Léttur málsverður í safnað- arheimilinu eftir stundina. Kirkju- prakkarar. Starf fyrir 7-9 ára börn kl. 16. TTT starf fyrir 10-12 ára kl. 17.15. Digraneskirkja. Æskulýðsstarf KFUM&K og Digraneskirkju fyrir 10-12 ára drengi kl. 17.30. Unglinga- starf KFUM&K og Digraneskirkju kl. 20. Fella- og Hólakirkja. Kyrrðar- og bænastund kl. 12. Léttur hádegis- verður í safnaðarheimilinu eftir stundina. Opið hús fyrir fullorðna til kl. 14. Bæna- og þakkarefnum má koma til Lilju djákna í síma 557- 3280. Látið einnig vita í sama síma ef óskað er eftir keyrslu til og frá kirkju. Starf fyrir 9-10 ára stúlkur kl. 15-16. Helgistund í Gerðubergi á fimmtudögum kl. 10.30. Grafarvogskirkja. Kyrrðarstund í hádegi kl. 12. Altarisganga og fyr- irbænir. Boðið er upp á léttan há- degisverð á vægu verði að lokinni stundinni. Allir velkomnir. KFUM fyrir drengi 9-12 ára kl. 16.30-17.30. Kirkjukrakkar í Rimaskóla kl. 18-19. KFUK fyrir stúlkur 12 ára og eldri annan hvern miðvikudag kl. 20.30- 21.30. Hjallakirkja. Fjölskyldumorgnar kl. 10-12. Starf fyrir 10-12 ára kl. 17. Kópavogskirkja. Samvera 8-9 ára barna í dag kl. 16.45-17.45 í safn- aðarheimilinu Borgum. TTT sam- vera 10-12 ára barna í dag kl. 17.45- 18.45 í safnaðarheimilinu Borgum. Seljakirkja. Kyrrðar- og bænastund í dag kl. 18. Beðið fyrir sjúkum, allir velkomnir. Léttur kvöldverður að stund lokinni. Tekið á móti fyrir- bænaefnum í kirkjunni og í síma 567-0110. Vídalínskirkja. Foreldramorgnar, starf fyrir foreldra ungra barna kl. 10-12 í safnaðarheimilinu. Víðistaðakirkja. Opið hús fyrir eldri borgara kl. 14-16.30. Helgistund, spil og kaffi. Hafnarfjarðarkirkja. Kyrrðarstund í hádegi kl.12.00, altarisganga og fyrirbænir. Léttur hádegisverður frá kl. 12:30 -13.00. Kletturinn, kristið samfélag. Bæna- stund kl. 20. Allir velkomnir. Keflavíkurkirkja. Kirkjan opnuð kl. 12. Kyrrðar- og fyrirbænastund í kirkjunni kl. 12.10 í síðasta sinn á þessu vori. Samverustund í Kirkju- lundi kl. 12.25, djáknasúpa, salat og brauð á vægu verði. Umsjón Ástríð- ur Helga Sigurðardóttir, cand. theol. Alfanámskeið (framhald) í Kirkju- lundi kl. 20 og lýkur í kirkjunni um kl. 22. Ytri-Njarðvíkurkirkja. Spilakvöld aldraðra á morgun, fimmtudag, kl. 20. Spilað verður í safnaðarheim- ilinu. Síðasta skipti. Baldur Rafn Sigurðsson. Landakirkja í Vestmannaeyjum. Kl. 20 Opið hús fyrir unglinga í KFUM&K húsinu. Þagnarkeppni. Kapella sjúkrahúss Hvammstanga. Bænastund í dag kl. 17. Allir vel- komnir. Samband íslenskra kristniboðs- félaga, Háaleitisbraut 58. Kl. 20.30 hjónin Kjellrun Langdal og Skúli Svavarsson tala. Allir velkomnir. Fjölskyldueft- irmiðdagar í Dómkirkjunni Á AÐALFUNDI Bridsfélags Hrunamanna voru að venju veitt verðlaun til handa þeim er efstu sæti skipa í keppnum vetrarins. Bikarhafar að þessu sinni voru, f.v. Karl Gunnlaugsson bridsmaður ársins og efstur í tvímenningi, Gunnar Þór Jó- hannesson efstur í einmenningskeppni með kóngsbikarinn, Guðmundur Böðvarsson sigurveg- ari í sveitakeppni með Jónsbikarinn, Margrét Óskarsdóttir og Gunnar Marteinsson sigurveg- arar í tvendarkeppni með Önnubikarinn og Jó- hannes Sigmundsson efstur í tvímenningskeppni og topp 10. Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Bikarhafar í Hreppunum KIRKJUSTARF Gullsmárabrids Mánudaginn 23/4/2001 var spil- aður tvímenningur á 9 borðum í Gullsmára, Kópavogi N/S: Karl Gunnarsson – Ernst Backman 220 Sigurpáll Árnas. – Sigurður Gunnlaugss. 199 Jónas Jónsson – Unnur Jónsdóttir 194 A/V: Guðmundur Pálsson – Kristinn Guðm. 210 Sigurður Björnsson – Auðunn Bergsv. 198 Björn Bjarnason – Valdimar Lárusson 184 Meðalskor 168 BRIDS U m s j ó n A r n ó r G . R a g n a r s s o n Vesturlandsmót í tvímenningi á Skaganum nk. laugardag Vesturlandsmótið í tvímenn- ingi verður haldið í Breiðinni á Akranesi nk. laugardag og hefst spilamennskan kl. 10. Skráning er hjá Einari í síma 431-2462 eða 862-2962. Skráningu lýkur kl. 14 á morgun fimmtudag. Íslandsmótið í paratvímenn- ingi á Akureyri um aðra helgi Íslandsmótið í paratvímenningi verður haldið á Akureyri helgina 5.–6. maí. Upplýsingar um gist- ingu er á skrifstofu Bridssam- bandsins. Skráning er hafin í síma 587- 9360 eða bridge@bridge.is Fallegi, hlýi pabbi minn er allur. Hann kvaddi saddur lífdaga, sáttur við menn og málefni. Pabbi var einstakur upp- alandi. Hann kenndi mér að lesa og skrifa, sjálf hefði ég líklega kosið aðrar æfingabókmenntir en Brennu-Njálssögu en þetta hafð- ist. Hann kenndi mér að þekkja fuglana og grösin. Hann kenndi mér að njóta unaðssemda náttúr- unnar í öllum sínum mikilfengleik og þeirri stórkostlegu þögn og kyrrð sem hægt er að endurfæðast í. Pabbi var ekki duglegur við að setja þau mörk sem hvert barn þarfnast og þráir en hann hafði við hlið sér einstaka konu, stórbrotinn persónuleika sem sá alfarið um þá hlið uppeldisins. Hann gat notið þess að gefa mér allan þann tíma sem þurfti til að gera mig að næm- ari manneskju og kenna mér að bera virðingu fyrir lífinu og nátt- úrunni, vitandi að heimafyrir var konan sem setti þessa hluti í sam- hengi fyrir mig. Það er með öðrum orðum óhætt að segja að mamma BJÖRN FRIÐRIKSSON ✝ Björn Friðriks-son verslunar- maður fæddist í Sveinungsvík í Þistil- firði 2. september 1918. Hann lést í Landspítalanum Landakoti 27. mars síðastliðinn og fór útför hans fram frá Breiðholtskirkju 6. apríl. og pabbi vógu hvort annað upp á svo ein- stakan hátt að ég tel mig gæfusama mann- eskju að hafa fengið að alast upp á Röðli, við þeirra fallega samspil. Ég veit að það var ekki alltaf átakalaust en þau hættu aldrei að rækta garðinn sinn og ég tel mig vera að njóta ávaxtanna. Pabbi gekk með mig um fjöll og firn- indi, hann leiddi mig út af heimilinu þegar ábyrgðin varð mér ofviða og ég get ekki nægilega þakkað honum þá eft- irtekt og umhyggju. Ég fékk tæki- færi til að vinna með pabba mínum í nokkur ár því þegar hann ætlaði að hætta að vinna um aldur fram sagði litla stelpan hans: „Pabbi, ég get þetta ekki án þín,“ og hann stóð sem klettur við hlið mér þeg- ar ég þurfti hans með. Ég naut þó þeirra forréttinda að ganga með honum í gegnum sjúkdóm sinn og vona af öllu hjarta að mér hafi tek- ist að skila honum til baka ein- hverju af því sem hann gaf mér. Ég kveð þig með söknuði, elsku pabbi minn, það er tómarúm í hjarta mínu yfir að geta ekki kom- ið vestur á Landakot og baðað þig eða beðið þig um að nærast, geng- ið með þér um gangana og sungið með þér. Þín Edda Hrafnhildur. Enn á ný tekur um- ferðin sinn toll. Enn á ný horfum við á eftir efnilegu ungmenni á vit dauðans. Enn á ný syrgja Þorlákshafn- arbúar einn af sínum yngstu sonum. Það fer ekki hjá því að GUNNAR JÓN GUÐMUNDSSON ✝ Gunnar Jón Guð-mundsson var fæddur 16. nóvem- ber 1984. Hann lést af slysförum hinn 1. apríl síðastliðinn og fór útför hans fram frá Þorlákskirkju í Þorlákshöfn 7. apríl. kennarar barna og ung- linga taki ástfóstri við nemendur sína. Auðvit- að tengjast þeir mis- jafnlega sterkum bönd- um en einhvers konar verndartilfinning, sem erfitt er að útskýra, býr í brjósti kennarans gagnvart hverjum og einum nemanda. Starf umsjónarkennarans er býsna margslungið, hann er í senn fræðari og uppalandi, fyrir- mynd og ráðgjafi. Það fer því ekki hjá því að samskipti við nemendur geti orðið margbreytileg. Við undirritaðar vor- um umsjónarkennarar Gunnars Jóns í Grunnskólanum í Þorlákshöfn, önn- ur á yngra stigi, hin á eldra stigi. Bekkurinn var stór og einstakling- arnir mismunandi en hópurinn afar samheldinn og skemmtilegur. Gunn- ar Jón setti sannarlega svip sinn á hópinn. Hann var búinn góðum námshæfileikum og þurfti lítið að hafa fyrir náminu. Kennarinn þurfti þó alltaf að gæta þess að hann hefði nóg fyrir stafni, því hann var fljót- huga og ærslafenginn og leitaði sér strax að viðfangsefni ef honum féll verk úr hendi. Hann var orkumikill og nýtti hann sér það í íþróttaiðkun og heilbrigða tómstundaiðju. Harmur er kveðinn að bekkjar- félögum og kennurum sem standa ráðþrota gagnvart þeirri staðreynd að einn úr hópnum myndarlega sem útskrifaðist úr Grunnskólanum í Þor- lákshöfn í fyrravor er horfinn af sjón- arsviðinu. Það er þó huggun harmi gegn að minningin um Gunnar Jón er góð. Einnig reynum við að horfa til þess að nú hækkar sól á himni og fram- undan er páskahátíðin með fyrirheit sín um eilífa lífið. Megi fjölskyldan góða á Lýsubergi 16 finna huggun og styrk í trúnni á Guð og birta páska- sólarinnar lýsa þeim veginn mót framtíðinni. Við þökkum Gunnari Jóni sam- fylgdina. Ásta Júlía og Sigþrúður. Þau mistök urðu við vinnslu minn- ingargreina í blaðinu í gær að röng mynd birtist með minningargreinum um Sigríði Stefánsdóttur. Beðist er velvirðingar á mistökun- um. SIGRÍÐUR STEFÁNS- DÓTTIR ✝ Sigríður Stefánsdóttir fæddistá Auðnum á Vatnsleysuströnd 22. desember 1918. Hún lést á Landspítalanum á Vífilsstöðum miðvikudaginn 11. apríl síðastlið- inn og fór útför hennar fram frá Fossvogskirkju 24. apríl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.