Morgunblaðið - 25.04.2001, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 25.04.2001, Blaðsíða 45
þrautir og amma neitaði okkur aldrei um pönnukökur og spil. Þeim fannst gaman að dekra við barnabörnin og við sóttum í návist þeirra. Þau voru ólík í skapferli en sam- hent í lífsgöngunni. Afi var maður augnabliksins, ást þeirra varð við fyrstu sýn og hann skipulagði ferðir til Grímseyjar til að sjá miðnætur- sólina „dansa“, skoðunarferð á hvalaslóðir, áratugum áður en það komst í tísku og svo mætti lengi telja. Amma var raunsærri og með ríkulegt skopskyn. „Iss, þetta er nú ekki hægt,“ sagði hún gjarnan og hló að hugmyndum maka síns, en ljóm- aði við ferðalok og þannig lifðu þau saman í lífi lystisemda þótt ekki væri það endilega í peningalegum skiln- ingi. Við óvænt andlát afa árið 1983 varð veruleg breyting á högum ömmu. Hún var hins vegar fljót að aðlagast nýjum aðstæðum. Glugga- póstinn greiddi hún umsvifalaust þegar hann birtist, stundaði hann- yrðir í vinnunni sinni á Dalbraut og hún virtist laða að sér fólk nánast hvar sem hún kom. Þegar amma Abbí hélt uppá 75 ára afmælið fyrir rúmum áratug þótti við hæfi að fagna tímamótunum á stórsýningu á Hótel Íslandi. Þar dansaði afmælis- barnið fyrstu sporin á gólfinu í gleði- glaum, brosmild, glæsileg og með mikilli reisn. Og óhætt er að segja að þannig hafi hún lifað alveg fram á síðasta dag, höfðingleg með sína ljúfu framkomu, gylltu lokkana og kvaddi lífið með reisn. Egill, Karl og Snæfríð. Að morgni 18. apríl sl. er við hjón- in vorum stödd í New Orleans í lok dásamlegrar ferðar með vinum okk- ar Dóru Egilson og Þór Þorsteins og fleirum vorum við vakin og okkur færðar þær fréttir að móðursystir mín (Orra) og vinkona (Hebu) hefði látist þá um nóttina. Kvöldið áður höfðum við glaðst saman yfir því hve dagurinn hefði verið yndislegur en næsta morgun breyttist allt skyndi- lega í sorg og söknuð. Það var nístandi sárt að skynja örvæntingu Dóru yfir því að vera svona langt í burtu en í faðmi góðra vina fundum við að hún fékk mikinn styrk. Þá átti vel við ljóðið „Leiðumst gegnum líf- ið“ eftir eina úr ferðahópnum okkar þar sem segir eitthvað á þessa leið: Gleðjumst saman, grátum saman, syngjum söngva lífsins, syrgjum saman. Við hjónin fórum að rifja upp minningar um Abbí eins og hún var jafnan kölluð í fjölskyldunni. Ég, Orri, man svo vel hve þau Þorsteinn voru ástfangin og rómantísk þegar hann var að draga sig eftir henni og eru þær minningar bundnar við Skólavörðustíg hjá ömmu Halldóru og Davíð afa. Heba var fljót að reikna það út að þau hljóti að hafa verið gift og búin að eignast Gunn- ar, því ég hafði verið svo ungur þeg- ar þau kynntust en þau hafi bara alltaf verið svona ung og ástfangin. Ég, Heba, man ekki eftir henni öðru vísi en blíðri og brosandi og alltaf var stutt í hláturinn þegar við Dóra vorum að segja frá einhverju uppá- tæki okkar. Þannig var hún alla tíð. Hún var einstaklega jákvæð og jafnlynd. Svo kom að því að ég giftist syni Margrétar systur hennar. Þá sagði hún mér frá ýmsu úr æsku sinni sem tengdist fjölskyldu þeirra. M.a. þeg- ar hún fór suður til að ganga í Kvennaskólann og bjó hjá „Möggu systur“ og Hjalta og einnig til að að- stoða Valgerði móðursystur þeirra sem bjó hjá þeim. Hún var lömuð og þurfti mikla aðstoð. Þannig var sam- heldnin í fjölskyldunni. Snæbjörn Hjaltason var þá ungbarn og alla tíð síðan hafa verið miklir kærleikar þeirra á milli. Það var mannbætandi að kynnast og verða vitni að því hve innilega börnum hennar þótti vænt um móð- ur sína. Þau sýndu henni mikla virð- ingu og hugsuðu um hana, ekki ein- göngu hennar vegna heldur einnig sín vegna; eins og Dóra sagði: „Hún gaf okkur svo mikið.“ Við vottum Þorsteini, kærum bróður hennar, börnum hennar og fjölskyldum þeirra okkar innilegustu samúð. Heba og Orri. Amma Snæfríð lést að morgni síðasta vetrardags og mig langar til að minnast hennar í nokkrum orð- um. Ég hef aldrei verið í neinum vafa um að amma mín væri einstök. Það er þó fyrst núna þegar hún er farin sem ég heyri æviágrip hennar tekið saman. Ég hafði þó heyrt úr því ýmsar glefsur og mér fannst alltaf að mikill ævintýrablær ein- kenndi líf ömmu. Hún hafði farið til landa eins og Búlgaríu sem maður hafði aldrei heyrt minnst á fyrr, tal- aði um kreppuna og gömlu dagana og sagði sögur af Langanesi. Hún notaði líka stafsetningu og ýmis orð sem voru framandi fyrir mér. Hún var alltaf einstaklega glæsileg og var ólík öllum öðrum ömmum. Einn minnisstæðasti atburður úr bernsku minni var þegar ég varð vitni að því að systir vinkonu minnar hreytti ónotum í ömmu sína. Ég varð fyrir áfalli og gat ekki skilið hvernig hægt væri að koma þannig fram. Amma mín var svo hlý og tignarleg að við því var ekkert ann- að svar en ást og virðing. Það duld- ist engum að okkur barnabörnunum þótti einstaklega vænt um ömmu. Við kepptumst við að heilla hana, montuðum okkur við hana ef við stóðum okkur vel í skólanum, létum teikningum og öðrum listaverkum rigna yfir hana og hún safnaði þeim samviskusamlega í stóran konfekt- kassa. Amma var mikil veislukona og naut sín afar vel í fjölmenni. Hún var viðstödd alla stóratburði í lífi okkar hinna og það var eins og jólin og nýárið gætu ekki hafist fyrr en hún var komin. Í endurminningunni þykir mér samt vænst um þær stundir sem ég átti ein með ömmu og afa í Gnoðarvoginum. Þau tóku mig oft í pössun og buðu mér að dveljast hjá sér um helgar. Það var ómetanlegt að fá að kynnast þeim í friði og ró á þeirra eigin heimili. Ég man hvernig tíminn virtist kyrr þegar maður lá í risastóra hjóna- rúminu á milli þeirra og hlustaði á daufan niðinn frá Suðurlandsbraut- inni. Ég átti líka margar góðar stundir hjá ömmu í Sólheimunum og þar var gott að eiga afdrep til próflestrar og annars þegar lífið virtist erfitt. Þó að amma virtist hafa átt langa og viðburðaríka ævi fannst mér hún aldrei verða gömul. Það var eins og hún hefði tekið ákvörðun um að eldast ekki og hún talaði um gamla fólkið eins og hún ætti ekkert skylt með því. Hún sagðist vera að fara í vinnuna þegar hún fór í dagvist aldraðra á Dal- braut og þegar hún var á Eir talaði hún eins og hún leigði þar bara her- bergi. Hún var alltaf jafn glæsileg og bar af hvar sem hún var þó að heilsu hennar hefði hrakað síðustu árin. Hún sannaði fyrir mér að mað- ur er það sem maður vill vera. Amma Snæfríð skilur eftir sig stóran hóp afkomenda sem minnist hennar með mikilli ástúð og virð- ingu. Ég veit ekki hvað gæti lýst henni betur en hugur okkar í hennar garð. Snædís. Hún amma mín hafði fjölskylduna í fyrirrúmi. Hún hafði ávallt tíma fyrir fólkið sitt og umkringd því leið henni best. Hjartahlý og góð hafði hún dyr sínar opnar öllum þeim sem til hennar leituðu, en þeir voru fjöl- margir. Minningarnar um ömmu leita á mig frá mismunandi tímum og ótal myndir skjóta upp kollinum. Mér er minnisstætt þegar ég kom við hjá henni á Sólheimunum eftir kóræfingu og við ræddum málin og spiluðum rommí. Hún ávallt að reyna að kenna mér rússa og ég að reyna að kenna henni kleppara. Ég man jafnvel örlítið eftir Gnoðavog- inum. Tignarleg og fín var amma alltaf, jafnvel eftir að hún veiktist fyrir tæpum fimm árum. Þrátt fyrir veikindi og breyttar aðstæður var hún alltaf jákvæð og hélt reisn sinni og stillingu, ákveðin í því að verða engum byrði. Og það tókst svo sann- arlega, hún var ávallt gleðigjafi og elskuð af öllum sem hana þekktu. En minningarnar sem eru mér kærastar ná enn lengra aftur í tímann, til sum- arsins sem ég eyddi sem lítil stelpa hjá Gunnari frænda mínum á Grund. Þangað fór ég til að fara á hestbak og amma var þar með mér. Við áttum þar yndislegar stundir saman og þessar minningar varðveiti ég vel. Ég vil enda á lítilli bæn eftir Matth- ías Jochumsson sem hún amma kenndi mér sumarið sem við eyddum saman á Grund. Ó, sólarfaðir syngdu nú hvert auga, en sér í lagi þau sem tárin lauga. Og sýndu miskunn öllu því sem andar, en einkum því sem böl og voði grandar. Hrafnhildur G. Kvaran. Það er draumurinn um lífið að fá tækifæri til langrar, góðrar ævi og sofna í sátt áður en gangverk líkam- ans er farið hökta of mikið úr takti við eðlilega meðvitund. Í þessum skilningi hefur amma náð farsælum leiðarlokum þó manni finnist fráfall afa fyrir átján árum, skömmu eftir sjötugsafmæli hans, hafa verið í hæsta máta ósanngjarnt. Ég upplifði ömmu alla tíð sem óvenju sterka og hlýja konu með ríka réttlætiskennd. Hún var sannur jafnaðarmaður og á margan hátt mikill aristókrat, eins og ég skil það hugtak. Hún var einstök selskaps- dama og alltaf fannst manni hún vera drottningin í hópnum, fín, keik og glöð með hrífandi útgeislun sem enga lætur ósnortna. Það eru ekki miklar ýkjur að þannig var það nán- ast til hinztu stundar. Flestum karlmönnum finnst þeir geta bent á eina konu í þeirra lífi sem skilur þá alveg. Ef ég verð í einhvern tíma spurður þá mun ég trúlega benda á ömmu. Við vorum sannir trúnaðarvinir. Það kom t.d. í hennar hlut að fylgjast með mér eftir fyrstu refilstigum ástarinnar þegar maður á hverjum degi var ýmist upptekinn af gleði eða sorg. Reyndar kvartaði ég sjaldan eða aldrei beint. Amma kom hins vegar alltaf með réttu spurninguna, rauf þannig þagnar- múrinn á svipstundu og tilfinningin var sú að hún hefði hinn fullkomna skilning. Og þó hún héldi ekkert sér- staklega með mér í viðkomandi stríði, þá var það léttvægara. Það hefur alltaf svifið hátt í mín- um huga að ég á ömmu og afa mennt- un mína að þakka. Ekki einungis kostuðu þau skólagöngu mína eftir skyldunám og langveginn að mínu fyrsta háskólaprófi heldur höfðu þau einnig mikil áhrif á almenna við- horfsmótun hjá mér. Menning, listir, menntun og skop voru áhrifamiklir þættir í umhverfi þeirra. Trúlega er fátt mikilvægara vaklandi unglingi, sem leitar staðar í samfélagi mann- anna, en traustur og opinn, hlýr faðmur og hugur þeirra sem reynzl- una bera. Það er mér ómetanlegur arfur að hafa notið fósturs afa og ömmu og með mér munu þau óhjá- kvæmilega lifa á meðan ég dreg and- ann með einhverri rænu. Það fylgir því mikill söknuður að sjá á bak elskulegri ömmu. Sem bet- ur fer er það í sátt við sköpunarverk- ið eins og það birtist mér og minn- ingin um frábæra ömmu verður okkur í fjölskyldu hennar ótæmandi gleðibrunnur. Þorsteinn Egilson, Grund. MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. APRÍL 2001 45 áttræðisafmæli sitt með myndarskap fyrir hálfu öðru ári og bauð til fjölda ættingja og vina. Það var svo fyrir rúmum mánuði að byrjaði að halla al- varlega undan fæti. Síðustu vikurnar fékk hún fyrirtaks umönnun og að- hlynningu á líknardeild Landspítal- ans í Kópavogi þar sem hún lést í svefni að morgni annars páskadags. Einar Stefánsson. Lóa, hrein og bein, glaðbeitt og réttsýn. Há og grönn, frjálsleg í fasi, létt í spori og teinrétt. Glæsileg með bjart yfirlit. Tók því sem lífið rétti henni af eðlislægri skynsemi og með rökréttum úrlausnum. Frábær hús- móðir og gestgjafi. Hannyrðakona af lífi og sál. Ákveðin og snögg að fram- kvæma það sem hún ætlaði sér. Sá alltaf kjarna hvers máls og skoðunum sínum kom hún tæpitungulaust á framfæri þannig að ekki varð misskil- ið. Ástríðufull spilamanneskja alla tíð, hvort sem það var brids, vist eða barnaspil af ýmsu tagi, já eða púslu- spilin. Alltaf tilbúin að taka þátt í því sem best átti við á hverjum tíma með fjölskyldu eða vinum. Takk fyrir okkur. Grétar og Katrín. Elsku besta amma mín, nú er kveðjustundin runnin upp. Eftir rúm- lega þrjá áratugi sem ég fékk að njóta þess að vera eitt af barnabörnum þín- um er erfitt að kveðja þig. Þrátt fyrir það er ég glaður, amma mín, því minningar um þig vara að eilífu. Ég mun aldrei gleyma þér, þinni hóg- værð, fórnfýsi, hörku og þeirri sterku réttlætiskennd sem einkenndi þig. Við fæðingu lífs fylgir ávallt andlát. Þá stund milli þessara tveggja atvika er í okkar höndum að njóta. Þú gerðir það mjög vel, amma mín, og þess vegna fyllir andlát þitt, þrátt fyrir þá sorg að kveðja þig, mig mikilli ham- ingju þegar ég hugsa til þín. Í mínum huga má skipta samskipt- um okkar í tvo meginkafla. Ég sem ungur drengur og þú að setja mér leikreglur lífsins og í seinni tíð náið samband, „amma-barnabarn“. Ofar- lega í minningunni er eitt sumar á fyrrihluta tíunda áratugarins þar sem ég fékk að vera hjá þér að sinna verk- efnum og skóla. Það var svo notalegt þegar þú varst að bera í mig heitar kleinur og kaffi og oftar en ekki liðu stundirnar hratt þegar við vorum að spjalla um það sem á daga okkar hafði drifið. Einnig þegar við fórum eina helgi til Flateyjar og þú fórst á kostum í leikaraspilinu, þá að nálgast áttrætt. Þessar stundir verða mikilvægari eftir því sem árin líða og eru mér gulls ígildi í dag. Eftir að þú veiktist þakkaðir þú ávallt innilega fyrir hvern einasta dag sem þú fékkst að njóta við góða heilsu. Þú óskaðir þess að þurfa ekki að búa lengi við kvalir. Almættið hef- ur hlustað, þökk sé þakklæti þínu við lífið, og óskir þínar hafa nú verið upp- fylltar. Elsku amma Lóa, megir þú hvíla í friði. Þórður Birgir Bogason. Elsku amma Lóa. Ég trúi því ekki að þú sért farin frá okkur. Þú sem varst alltaf svo hraust og sterk. Ég hélt alltaf að þú myndir lifa enda- laust, ekkert biti á þig. Þú varst ekk- ert gömul, bara smá gráhærð og hress. Þegar ég var lítill fannst mér þú alltaf svo stór og sterk kona sem vissi hvað hún vildi, ekki það að mér hafi ekki fundist allir aðrir risar líka, en eftir að ég varð eldri fannst mér þú ennþá vera jafnsterk sem áður. Þess vegna finnst mér að þessir síðustu dagar hafi bara verið draum- ur og þú sért ennþá heima að spila eða úti einhvers staðar. Þegar þú veiktist tókstu því svo vel, þú sagðir að þú værir búin að lifa löngu góðu lífi og værir sátt við hvern dag sem þú fengir. Þessu dáðist ég að í sambandi við þig, þú nenntir ekkert að velta þér upp úr hlutunum, þú bara gerðir það sem þig langaði til að gera. Eins og t.d. það að þú varst allt- af einhvers staðar úti og nenntir ekk- ert að hanga heima. Ég get ekki skrifað þessa grein án þess að minnast aðeins á matar- venjur þínar. Þú varst mjög ákveðin í því hvað þú vildir borða og hafa það nógu feitt, það var að þínu skapi. Það var ósjaldan að þú gerðir grín að okkur Jönu fyrir að vilja ekki fisk eða eitthvað annað en þegar minnst var á fuglakjöt þá var það allt annað mál, það var óætt. Þú stóðst fast á því. Þegar ég, þú, mamma og pabbi fór- um saman í ferðina vorum við saman í herbergi. Miðað við að setja 16 ára strák og eldri borgara saman í her- bergi og láta þau meira að segja stundum deila með sér rúmi gekk þetta mjög vel, nema hvað þú hraust frekar hátt og það þýddi ekkert að láta þig snúa þér, þú hraust á öllum hliðum. Þetta fannst þér fyndið og þú sagðir þá: ,,Þetta er nú ekkert, eitt skiptið hraut ég svo hátt að ég vakn- aði sjálf við það!“ Þetta minntir þú mig á nokkrum dögum áður en þú lést þegar þú sagðir að pabbi hefði erft ættarhroturnar. Mér finnst mjög erfitt að kveðja þig amma mín, þú varst meira en amma, þú varst vinur minn. Það var alltaf svo gott að koma í heimsókn til þín og fá eitthvað gott að borða og spjalla um hvað væri að gerast. Ég er ánægður að hafa fengið að kynnast þér og eiga þig sem ömmu. Þú kennd- ir mér margt um lífið. Hvíldu í friði. Þinn Einar Þór. Ólöf Guðbrandsdóttir frá Hrafn- kelsstöðum á Mýrum lést aðfaranótt annars páskadags. Er við kvöddum hana, áður en við héldum erlendis 9. apríl sl., var ljóst að hverju stefndi. Undanfarin ár var hún nærri stöðugt undir lækniseftir- liti og fékk lyfjameðferð vegna sjúk- dóms síns, en framvindan varð sú að sjúkdómurinn gekk hægar að henni en búist var við og átti hún því góðar stundir á milli. Þær nýtti hún vel, m.a. hélt hún uppá áttatíu ára afmæli sitt með pomp og prakt fyrir hálfu öðru ári, en síðustu mánuðir voru henni erfiðir, þó að góða skapið brygðist ekki. Lóa, eins og hún var ætíð kölluð af ættingjum og vinum, var fædd á Hrafnkelsstöðum á Mýrum 2. októ- ber 1919 og ólst þar upp í stórum systkinahópi. Á heimilinu var mann- margt, ekki síst á sumrin þegar ungt fólk úr Reykjavík bættist við til sum- arstarfa og kynntist hún þá mörgu góðu fólki sem urðu vinir hennar æ síðan. Sem ung stúlka réðst Lóa í vist, sem kallað var, í Reykjavík á vetrum og lærði hún fatasaum jafnhliða. Varð hún fær í hverskonar saumaskap og hannyrðum og prýða margir fagrir munir er hún hefur unnið heimili hennar, sem og ættingja og vina. Ung giftist hún sómamanninum Þórði Bogasyni frá Flatey á Breiða- firði og eignuðust þau tvö börn, Boga tæknifræðing, kvæntur Ólöfu Ein- arsdóttur hárgreiðslumeistara, og Bryndísi félagsráðgjafa, gift Einari Stefánssyni yfirlækni. Lóa átti sex barnabörn og voru þau öll indæl ömmubörn, sem hún sat oft hjá þegar á þurfti að halda. Þórður átti soninn Grétar, skipstjóra á Ísafirði, áður en hann giftist með Kristjönu Hjartar- dóttur frá Hnífsdal og hafa þau Grét- ar og Katrín kona hans reynst Lóu frábærlega vel, nánast sem sonur og tengdadóttir og leit hún á þau sem slík. Lóa og Þórður voru meðal okkar besta vinafólks til margra ára og reyndust þau okkur frábærlega vel. Sem spila- og ferðafélagar vorum við ákaflega samrýnd og hélst það við eftir að Þórður dó og allt fram á síð- ustu vikur, þar sem við tókum okkar seinasta spil í Kópavoginum. Sást henni varla bregða í spilamennskunni frekar en endranær enda hafði hún bæði leikni og yndi við spilaborðið og spilaði víða annars staðar. Á árum áður meðan Þórður lifði fórum við sexmenningarnir nokkrum sinnum saman í sumarbústaði aðild- arfélaga vítt um land og var þá stund- um rennt fyrir fisk hjá körlunum meðan konurnar fóru í skoðunarferð- ir á aðrar slóðir og indælar kvöld- stundir á eftir. Og hélst þetta eftir að Þórður dó, allt fram á seinasta sumar í nýjum sumarbústað í Kiðjabergs- landi. Allar þessar samverustundir voru okkur mikils virði, vel heppn- aðar og nutum við þeirra í ríkum mæli. Lóa var einstaklega ráðholl og úrræðagóð er borin voru undir hana vandamál. Seinustu árin, nokkru eftir að Lóa varð ekkja, bjó hún í notalegri íbúð á Skúlagötu 20 hér í borg, þar sem hún undi hag sínum vel, jákvæð og æðru- laus til hinsta dags. Kæra vinkona, við þökkum þér ánægjulega samfylgd í gegnum tíðina og sendum fjölskyldu þinni innilegar samúðarkveðjur. Díana og Ari. Unnur og Ingólfur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.