Morgunblaðið - 25.04.2001, Blaðsíða 41
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. APRÍL 2001 41
ÞAÐ er söguleg staðreynd að
óskert sjálfstæði ríkja hefur jafn-
an reynst lykilforsenda þess að
framfarir og velmegun hefur getað
ríkt meðal þjóða þeirra. Þetta
þekkjum við Íslendingar ekki síst,
enda fór íslenskt þjóðfélag fyrst að
rétta úr kútnum í átt til þjóð-
félagslegra framfara samfara því
sem sjálfstæði þjóðarinnar jókst.
Velferð íslensku þjóðarinnar og
velmektarár hafa þannig verið
samofin sjálfstæði hennar á öllum
tímum, hvort heldur sem er eftir
árið 1944 eða fyrir árið 1262, þeg-
ar innlendum landráðamönnum
tókst að selja sjálfstæði þjóðarinn-
ar í hendur Noregskonungs.
Endurtekur
sagan sig?
Það hefur stundum verið haft á
orði að sagan fari í hring og að
liðnir atburðir eigi það til að ger-
ast aftur, þó við aðrar aðstæður en
áður. Hvaða skoðun sem menn
kunna að hafa á þeirri kenningu er
ljóst að að mörgu leyti má segja að
við Íslendingar séum að upplifa á
ný í dag aðdraganda ársins 1262;
árs sem er án efa
eitthvert mesta bölv-
unarár Íslandssög-
unnar. Það er því
sorglegt að sjá
bregða fyrir í ýmsum
í dag persónugerv-
ingum manna eins og
Gissurar Þorvalds-
sonar; manna sem
voru handbendi er-
lendra valdhafa sem
vildu sjálfstæði ís-
lensku þjóðarinnar
feigt sér til hagsbóta.
Í dag er það þó ekki
norska konungsvald-
ið sem vill skerða
sjálfstæði þjóðarinn-
ar, og jafnvel gera að engu, heldur
skriffinskuveldið í Brussel. Hand-
bendi þeirra eru víða og reyna
þeir óspart að telja þjóðinni trú
um að allt verði svo
miklu, miklu betra ef
hún aðeins afsalar sér
sjálfstæði sínu í hend-
ur erlendra valdhafa –
rétt eins og Gissur og
fleiri forðum.
Gerum ekki sömu
mistökin aftur!
Sagt er að fátt sé
vitlausara en að gera
sömu mistökin tvisvar.
Það er ekki ósennilegt
að innan einhverra ára
muni íslensku þjóðinni
vera gert að ákveða
hvort hún ætli að
halda áfram að vera
sjálfstæð og frjáls þjóð, eða hvort
hún afsali sér sjálfstæði sínu og
frelsi og gangist undir yfirráð
Brusselsveldisins. Ég vona svo
innilega að okkur Íslendingum
veitist sú gæfa að gera ekki sömu
mistökin tvisvar, mistök sem síð-
ast þýddu nær sjö hundruð ára
þjóðfélagslega stöðnun og erlend
yfirráð.
Tryggjum áfram-
haldandi framfarir
Hjörtur J.
Guðmundsson
Höfundur er sagnfræðinemi og
meðlimur í Flokki framfarasinna.
Evrópumál
Það hefur stundum ver-
ið haft á orði, segir
Hjörtur J. Guðmunds-
son, að sagan fari í hring
og að liðnir atburðir eigi
það til að gerast aftur.
Uppboð
Framhald uppboðs á eftirfarandi eign verður háð á henni
sjálfri sem hér segir miðvikudaginn 2. maí 2001 kl. 14.00:
Áshamar 71, 1. hæð B, þingl. eig. Húsnæðisnefnd Vestmannaeyja
og Vestmannaeyjabær, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður.
Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum,
24. apríl 2001.
TIL SÖLU
Þórarinn B. Þorláksson
Tilboð óskast í málverkið Reynisdranga eftir
Þ.B.Þ. frá 1907. Verkið var nr. 85 á listaverkaskrá
sýningar Þ.B.Þ. í Listasafni Íslands á sl. ári og
er í bók sem gefin var út í tilefni sýningarinnar.
Tilboð sendist augl.deild Mbl. merkt: „1907“.
Fjárfestar
Til sölu húsgagnaverslun á höfuðborgarsvæð-
inu með mjög góð erlend viðskiptasambönd.
Einstakur kostur fyrir dugmikla fjárfesta. Ýmsir
möguleikar á eignaraðild, t.d. með innkomu
að hluta eða eftir nánara samkomulagi.
Áhugasamir sendi inn helstu upplýsingar,
þ.e.a.s. nafn, kennitölu og símanúmer til
Morgunblaðsins fyrir laugardaginn 28. apríl
2001 merkt: „Tækifæri 2001“.
Farið verður með allar upplýsingar sem trúnað-
armál.
TILKYNNINGAR
Aðalskipulag Kópavogs
2000—2012 — Kynning
Kópavogsbær boðar til kynningar í félagsheim-
ili Kópavogs, Fannborg 2, miðvikudaginn
9. maí kl. 20. Kynnt verður handrit að nýju
Aðalskipulagi Kópavogs sem gilda mun til árs-
ins 2012.
Handritið verður birt á heimasíðu Kópavogs-
bæjar, www.kopavogur.is, 2. maí nk.
Bæjarskipulag Kópavogs.
Auglýsing um deiliskipu-
lag í Vatnsleysu-
strandarhreppi
Hér með er lýst eftir athugasemdum við deili-
skipulag í Vatnsleysustrandarhreppi, nánar
tiltekið nýtt iðnaðarsvæði suð-austan við Voga-
afleggjara. Tillagan liggur frammi á skrifstofu
hreppsins til og með 23. maí 2001. Athuga-
semdum við tillöguna skal skila á skrifstofu
hreppsins fyrir 6. júní 2001. Hver sá sem eigi
gerir athugasemdir innan tilgreinds frests telst
samþykkur henni.
Sveitarstjóri Vatnsleysustrandarhrepps.
Mislæg gatnamót
Hringvegar og Víkurvegar
og Reynisvatnsvegur að
Reynisvatni
Mat á umhverfisáhrifum —
úrskurður Skipulagsstofnunar
Skipulagsstofnun hefur úrskurðað samkvæmt
lögum nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum.
Fallist er á fyrirhugaða lagningu mislægra
slaufugatnamóta Hringvegar og Víkurvegar
og Reynisvatnsvegar að Reynisvatni sam-
kvæmt tillögu framkvæmdaraðila og lagningu
punktgatnamóta.
Úrskurðurinn í heild liggur frammi hjá Skipu-
lagsstofnun, Laugavegi 166, 150 Reykjavík.
Úrskurðinn er einnig að finna á heimasíðu
Skipulagsstofnunar: http://www.skipulag.is .
Úrskurð Skipulagsstofnunar má kæra til um-
hverfisráðherra og er kærufrestur til 23. maí
2001.
Skipulagsstofnun.
STYRKIR
Styrkir
Námssjóður Sigríðar Jónsdóttur
Umsókn um styrki
Sjórn Námssjóðs Sigríðar Jónsdóttur auglýsir
hér með eftir umsóknum um styrki úr sjóðn-
um.
Styrkir eru veittir til öryrkja til hagnýts náms,
bóklegs eða verklegs, svo og til náms í hvers
konar listgreinum.
Einnig er heimilt að styrkja þá sem vilja hæfa
sig til starfa í þágu þroskaheftra.
Umsóknum skal skilað til Öryrkjabandalags
Íslands, Hátúni 10, 105 Reykjavík, fyrir 8. maí
nk.
Styrkumsóknir má einnig senda í myndsíma
530 6071 eða netfang obi@obi.is .
Allar nánari upplýsingar gefur formaður sjóð-
stjórnar, Hafliði Hjartarson, í vinnusíma
562 1620 eða Guðríður Ólafsdóttir í vinnusíma
530 6700.
Styrkjum verður úthlutað 7. júní.
Stjórn Námssjóðs
Sigríðar Jónsdóttur.
Orkusjóður
Auglýsing um styrkveitingar 2001
Í lögum um Orkusjóð eru eftirgreind heimildar-
ákvæði um styrkveitingar úr sjóðnum auk
þeirra verkefna sem styrkt eru og falla undir
rannsóknaráætlanir Orkustofnunar.
„Að styrkja sérstök verkefni á sviði hag-
kvæmrar orkunotkunar, þar með talda
fræðslu og upplýsingastarfsemi, svo og
hagrænar athuganir í orkumálum og um-
hverfisathuganir í tengslum við orkurann-
sóknir.“
„Að veita fyrirtækjum eða einstaklingum
styrki eða áhættulán til hönnunar eða
smíði frumgerðar tækja og búnaðar sem
ætla má að leiði til þess að dregið verði
úr notkun jarðefnaeldsneytis.“
Lög um Orkusjóð nr. 49 19. mars 1999, má auð-
veldlega finna á netinu. (stjr.is síðan iðnaðar-
ráðuneyti — lög og reglugerðir — orkumál og
náttúruauðlindir).
Á árinu 2001 styrkir Orkusjóður verkefni á eftir-
töldum sviðum í þeim mæli sem fjármunir
hans hrökkva til:
a. Verkefni sem leiði til hagkvæmrar
orkunotkunar.
Sérstök áhersla er lögð á:
1. Að stuðla að hagkvæmri orkunýtingu og
orkusparnaði.
2. Að afla þekkingar á þessum sviðum og
miðla henni.
3. Að hvetja til rannsókna- og þróunarstarfs
er að þessu miðar.
b. Verkefni sem leiði til minni notkunar
jarðefnaeldsneytis.
Sérstök áhersla er lögð á:
1. Hönnun eða smíði tækja og búnaðar.
2. Þekkingaröflun og samstarf.
3. Nýjar leiðir til orkuöflunar/
orkuframleiðslu.
c. Verkefni tengd umhverfisathugunum
í tengslum við orkurannsóknir:
Sérstök áhersla er lögð á:
1. Að stuðla að vistvænnri nýtingu orku-
linda.
2. Að efla þekkingu á umhverfisáhrifum
orkunýtingar.
3. Að efla umhverfisathuganir í tengslum
við orkurannsóknir.
Umsóknarfrestur er til 25. maí 2001. Umsókn-
um skal skila til Orkusjóðs, Pósthólf 102, Skipa-
götu 9, 602 Akureyri, á eyðublöðum sem þar
fást.
Frekari upplýsingar eru veittar í síma 461 1560
og 894 4280 netfang orkusjodur@isholf.is .
Orkuráð.
SMÁAUGLÝSINGAR
KENNSLA
■ www.nudd.is
FÉLAGSLÍF
I.O.O.F. 18 1814258 K.k.
GLITNIR 6001042519 I Lf.
Njörður 6001042519 I Lf
I.O.O.F. 7 18142571/2 8.0.
I.O.O.F. 9 1814258½
Landsst. 6001042619 VIII GÞ
Hörgshlíð 12.
Boðun fagnaðarerindisins.
Bænastund í kvöld kl. 20.00.
Samkoma í kvöld kl. 20:30
Kjellrún Langdal og Skúli Svav-
arsson sjá um efni samkomunn-
ar. Allir hjartanlega velkomnir.
Munið kaffisöluna 1. maí nk!
ATVINNUAUGLÝSINGAR
sendist á augl@mbl.is